Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 15
verk að skrifa í gestabókina endurminningar mínar um fyrstu kynni mín af yndislega fólkinu í Flórens og kunna gestgjafarnir mér bestu þakkir fyrir það. Svo heppilega vill til að ég fann af einstakri tilviljun í fórum mínum nokkur bréf, sem ég skrifaði foreldrum mínum frá ítalíu einmitt á þessum tíma. í bréfi til móður minnar, dagsett hinn 8. júlí 1948, stendur m.a. eftirfarandi máls- grein (vonandi finnst engum það of mikil fordild af mér að vitna í hana): „Hingað er nýkominn Guðmundur Daníelsson, rithöfundur. Er hann hinn mesti fjörkálfur, hlær hátt og syngur dátt. Höfum við Thor gerst leiðsögumenn hans hérna í Flórens, enda erum við þegar orðnir þaulkunnugir öllum þeim stöðum, sem geyma listaverk ítölsku meistaranna. Höldum við þrumandi ræður um snillinga miðalda og end- urreisnartímabilsins í listum og vísindum, rekj- um í stórum dráttum helstu stórviðburði og sögu þeirra tíma. Guðmundur gleypir þessa andlegu fæðu okkar af áfergju mikilli og skrifar niður hjá sér punkta, þegar honum líkar sem best." Enn einu sinni ætla ég að gerast svo djarf- ur að vitna í annað bréf, ritað hinn 19. júlí 1948 í Róm, þar sem er greint frá býsna sögulegri ferð okkar félaga til Fiesole. NoÍ£krum dögum áður en við félagarnir þrír fórum frá Flórens heimsóttum við Fiesole. Fiesole er fallegt þorp, sem stendur á hæð nokkurri norðan við Flórens. Þaðan er undur- samlegt útsýni yfir Arrno-dalinn. Sýprus-, fíkju- og bananatré vaxa í fjallshlíðunum, sem eru auk þess hinum fegurstu blómum prýddar. í dalbotninum sést áin Arno líða í ótal bugðum uns hún hverfur allt í einu sjónum manns. Okkar fyrst verk var að fá okkur eitthvað í svanginn. Við gengum inn á veitingastað undir berum himni, þar sem við gátum notið útsýnis- ins yfir Arno-dalinn. Þarna gnæfðu hæstu byggingar Flórens við himin, turninn hans Goittos, Palazzo Vecehio og aðrir minnisvarðar renaissansins. Brúnleitar villur Toscana-hérað- sins litu út eins og smásker í grænu hafi. Tign- arlegir sýprus-viðir stóðu sem verðir um allan dalinn. Við kölluðum á þjóninn og hann færði okkkur matseðilinn. Meðan við vorum að ráðg- ast um hvaða rétti við skyldum panta varð þjón- inum litið á borðið og sá þar L'Unita, blað ít- alskra kommúnista, og af þessu dró hann samstundis þá ályktun að við værum skoðana- bræður þeirra og varð þetta honum svo mikið gleðiefni að hann kallaði okkur upp frá því: Compagni, compagni (félagar)! Við tóldum enga ástæðu til að leiðrétta þennan misskilning. Skömmu síðar kom gamall þulur með þunga körfu með alls konar varningi og vildi ólmur selja okkur: „Þetta getið þið hengt upp á bflinn ykkar. Þetta er lukkumerki." Við sögðumst ekM eiga neinn bíl. „Hérna eru ljómandi falleg belti, sem þið getið gefið konunum ykkar eða unnustum." Við kváðumst vera bæði ókvæntir og ótrúlofaðir. Þá féll gamla manninum allur ketill í eld og hann rölti á brott þungum skref- um. Hann var aðeins rétt kominnn spölkorn frá okkur þegar einhver okkar kallaði: „Signore, Signore!" Það var eitthvað í fasi þessa gamla manns sem vakti meðaumkun okkar, ef til vill lotnar herðar hans eða hið þreytulega bros á vörum hans. En svo mikið er víst að hann tókst allur á loft og kom hálfskokkandi í áttina til okk- Frá Flórens. ar. Við drógum fram stól, kölluðum á þjóninn og pöntuðum rauðvín handa þessum gamla götu- sala. Þegar þjónninn kom að vörmu spori aftur með flösku af rauðvíni ávarpaði hann gamla manninn þessum orðum: „Þetta eru bestu menn, þeir eru sko „compagni!"" Síðan hófust slitróttar samræður við gamla manninn. Það var eiginlega hálfskammarlegt að finna ekki neitt sameiginlegt umræðuefni til þess að koma þessum nýfundna „compagno" í gott skap. Við lögðum samt fyrir hann fjölda spurninga, eink- um varðandi sögu Fiesole og fornaldarfrægð. Hann leysti bæði fljótt og vel úr öllum spurn- ingum okkar. Fiesole er móðirin, en Flórens er dóttirin. Fiesole var stór og merkileg borg á fyrri öldum. Þetta var etrúsk borg,- sem hefur verið lögð í eyði i hvorki meira né minna en sjö skipti, að vísu var ekki allt jafnað við jörðu. Rómverska hringleikhúsið hérna, Fransiskana- klaustrið og Bandini-safnið eru þær einu merk- isbyggingar er enn standa uppi frá fyrri tíð. Við gripum fram í fyrir honum og spurðum hann hvort hann væri fæddur hér. „Já, hér er ég fæddur og hér hef ég alið allan minn aldur, en Drottinn mun bráðum kalla," og um leið sagði hann á ítölsku „dormire, dormire" (sofa, sofa) og setti hönd undir kinn til þess að fullvissa sig um að allir skildu og bætti síðan við: „Þá þýðir ekkert að malda í móinn." Þegar við spurðum hann hversu gamall hann væri sagðist hann vera 84 ára. Við sögðum: „Hver veit nema þú verðir hundrað ára, þú ert svo sprækur og hress!" „Hver veit?" tók hann upp eftir okkur: „Hann veit." Og gamli maður- inn benti til himins í lotningarfullum ótta. Þar sem snæðingi var löngu lokið kölluðum við á þjóninn. Gamli maðurinn reis á fætur og þakk- aði innilega fyrir sig. Þegar ég hugsa til Fiesole mun ég ávallt minnast þessa gamla manns, sem seldi belti og lukkumerki. Þjónninn kom með reikninginn og þær fréttir að Togliatti hefði verið skotinn. „Er hann dauður?" spurðum við. „Nei, en hann er alvarlega særður." Með þau orð í eyrum gengum við á brott. Síðan skoðuð- um við borgina eða réttara sagt þorpið hátt og lágt. Við endann á stóru torgi stóð veglegt hús og stefndum við þangað. Upp tröppur og síðan út á svalir, þaðan sem útsýnið var einstaklega gott. Við höfðum varla verið þarna nema örsk- amma stund þegar einhver hóf upp rödd sína að baki okkur: „Hvaða erindi eigið þið hingað?" „Nú er þetta ekki safn?" spurði ég gegn betri vitund. „Nei, þetta er nú ráðhúsið okkar hérna í Fiesole" „Þetta er það fallegasta ráðhús, sem við höfum nokkurn tímann séð, buona sera, la sua Eccelenza!" (Verið sælir, yðar hátign!) Og borgarstjórinn í Fiesole brosti sínu tannlausa brosi. Eftir að hafa kvatt borgarstjórann komum við snöggvast við í Fransiskanaklaustr- inu. Utan dyra rákumst við á afar glað- hlakkalegan og skrafhreifinn munk, sem tók okkur opnum örmum rétt eins og við værum reglubræður hans og fræddi okkur um hitt og þetta, m.a. það að Boccaccio hefði valið brekkuna rétt fyrir neðan klaustrið sem sögu- svið fyrir Decamerone. - Hér væri kannski ekki úr vegi að skjóta inn smáskýringu, sem ekki er að finna í þessu gamla sendibréfi mínu: I þessu meistaraverki, sem hefur nýlega verið íslensk- að og heitir Tídægra á vorri tungu, segir höf- undur frá heldrafólki af aðalsættum sem flúið hafði upp í Fiesole undan drepsótt, er geisaði í Flórens. Þar styttir það sér stundir með því að segja hvert öðru sögur og eru þær í hnotskurn uppistaða skáldverksins, sem er i raun og sann nöpur og beinskeytt þjóðfélagsádeila. Á snilldarlegan hátt dregur Boccaccio ekki aðeins upp ógleymanlegar myndir af leti- og gjálífi ít- alska háaðalsins heldur líka af siðspillingu klerkastéttarinnar - og með þessum orðum lýk- ur innskotinu. Um kvöldið fórum við gangandi til Flórens samkvæmt fyrirframgerðri áætlun. Við hefðum reyndar ekki getað farið öðruvísi þótt við hefð- um fegnir viljað, þar sem allur verkalýður þar í landi var kominn í verkfall vegna tilræðisins við Togliatti. Fólki var mjög heitt í hamsi. Flórens var sem dauður bær. Öllum verslunum, bönk- um og velflestum veitingahúsum var lokað. Við vorum samt svo heppnir að fá mat á Nardini, þar sem við vorum eiginlega orðnir fastagestir. Miklum óhug sló á menn. Oeirðir víðsvegar um alla ítalíu. Ef Togliatti deyr er ekki við góðu að búast. En Togliatti virðist sem betur fer ætla að hafa það af, svo menn eru farnir að róast. Ég fæ vart skilið hvaða æði grípur þessa náunga, sem reyna að ráða mikilmenni af dögum, ef til vill er það ekkert annað en tryllt löngun til þess að verða hetja augnabliksins, hetja ódæðisins ef ekki vill betur tíl. Nú er allt að komast aftur í eðlilegt horf. Dagblöðin fylgjast nákvæmlega með líðan Togliattis: blóðþrýstíngur þetta og þetta, hitastíg þetta og þetta o.s.frv. - Og með þessum orðum lýkur tilvitnununinni í gamla sendibréfið mitt. Að endingu langar mig til að minnast ör- lítíð á heimsókn okkar Thors til Gerð- ar Helgadóttur, sem var við nám í listgrein sinni í Flórens á þeim tíma. Það má með sanni segja, að það hafi ekH gengið alveg fyrirhafnarlaust að hafa uppi á henni. Enda þótt nafnið á götunni, þar sem hún bjó, sé gjörsamlega stolið úr mér man ég enn götu- númeríð. Það var 50 og þar börðum við að dyr- um, já, og meira að segja fieirum en einum, en þar bjó engin manneskja með því nafni. Enginn virtist kannast við hana í því húsi og þar sem við stóðum ráðþrota úti á miðri götu bar að mann nokkurn, sem við köstuðum kveðju á og leituð- um ásjár hjá í vandræðum okkar. Við spurðum hann hvort hann kynni nokkur deili á ungri konu frá íslandi, sem væri hér við nám í högg- myndalist. Jafnskjótt og hann heyrði orðið: „scultura" (þ.e. höggmyndalist) virtíst sem kviknaði á perunni hjá honum og hann hrópaði upp yfir sig: „Signorina pantaloni," sem mætti útleggjast á íslensku sem: „síðbuxnaklædda ungfrúin" og gekk hún víst lengstum undir því nafni í þessum bæjarhluta. Að svo búnu benti hann okkur á húsið, þar sem Gerður bjó, en það var hinum megin við götuna, einmitt gegnt hús- inu, er okkur hafði verið vísað frá. Þau voru nefnilega bæði númer 50, sitt með hvorum lit, annað rautt en hitt blátt, ef mig misminnir ekki. Eftir að hafa kvatt Flórensbúann og þakkað honum innilega fyrir greið og góð svör bönkuð- um við á dyr hjá Signorina pantaloni og kynnt- um okkur fyrir henni. Gerður tók hlýlega á móti samlöndum sínum og bar fundum okkar oft og iðulega saman upp frá því. Höfundur rak málaskóla í Reykjavík um áratuga skeio. PETUR SIGURGEIRSSON ÞÚSALDA- MÓTIN ORSÖK OG INNSÆI Ariðþúsund, þá kom Jesús þjóðarheildar til. Islands niðjum örugg leiðsögn umrætt tímabil. Kirkjan varð til, - vakning andans veginn þús-aldar. Endurtaka töku kristni trúar stundirnar. Þúsund ár sem dagur Drottins, Davíð um það kvað. Þingvellir með dögun dagsins, dýrð er á þeim stað. Sólin gyllti himinhvolfín, hjörtun vermdi björt. Gat einn hæstur höfuðsmiður helgidóminn gjört. Tækniundur mannlífmóta, mjóg ogþessi skil. Sjónræn miðlun merka barnú messu fólksins til. Hjarta manns er húsið Drottins, - hyggjum vel aðþví. Himnafóður finnur maður fyrstþeim staðnum í. Afmæld Kristi ár tvö þúsund, aldur hans á jörð. Hvenær fæddist meiri maður með sín orð oggjörð? Allt hann þoldi illt krossfestur, allra' er sigur hans. Helstaþörfin heimsins nú er: hirðir kærleikans. Lýstu friðilögin merkust. Lausnin Þorgeirs var. Fátækir þeir fengu styrkinn fjórðung tíundar. Aldrei skyldi börn út bera. Blótið, leynt fórþað. Hólmganga varhefðin illa, hirður vor frá bað. Þakka ber oss þá og líka þjóðtungu ogmennt, Þorlák helga, Hallgrím, Guðbrand, helstu rit ogprent, Jón vorn Sigurðs soninn mikla sæmdar kennimanns. LiS. hugsjón lifir maður, lífer þjóðar hans. Tíu læknast, - einn snýr aftur, annars lands hann var. Þakka líkn oglífgjöfvildi lækni sínum þar. Annars heims, Guðs ættarförum yfir tímans haf. Þökkum byrinn með og móti mestan þroska gaf. Dæmi' um smyrslin dýru enn er dýrð Krists tjáning á. Smurninguna mat hann mikils, meðkom traustiðþá. Akra hvíta uppskar fólk hér allri þjóð ívil. Þakkaróður þúsund ára. Þannig varð hann til. Kristur lífið les ígrunninn líkn hans boðarfrið. Réttið hlut þess minnst er má sín mikiðliggwvið. Komi framtíð fósturjarðar frjálsu landi í. Fram í tímann fús með honum, fylgir eilífð því. Höfundur er biskup. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.