Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 20
Leiklistarhátíðin Á mörkunum Morgunblaðið/Jim Smart Dansleikhús með ekka undirbýr sýninguna Tilvist í lónó. A myndinni eru Sveinbjörg Þórhallsdóttir, Hrefna Hallgrímsdóttir, Steve Tony Richard Kolnby, Aino Freyja Járvelá, Guðmundur Elias Knudsen, Kolbrún Anna Björnsdóttir og Árni Pétur Reynisson. Morgunblaðið/Golli Þau æfa Vitleysinga Ólafs Hauks Símonarsonar í Hafnarfjarðarleikhúsinu. Björk Jakobsdóttir, María Ellingsen, Jóhanna Jónas, Erling Jóhannesson, Dofri Hermannsson, Halla Margrét Jóhannesdóttir og Gunnar Helgason. Morgunblaðið/Jim Smart Leikhópur Draumasmiðjunnar undirbýr Góðar hægðir í Tjarnarbíó. Erlingur Gíslason, Soffía Jakobsdóttir, Erla Ruth Harðardóttir, Margrét Pétursdóttir, Gunnar Gunnsteinsson, Auður Haralds og María Ólafsdóttir. HÁALOFT, TILVIST, VIT- LEYSINGAR, TRÚÐLEIKUR * f OG GOÐAR HÆGÐIR LEIKLISTARHÁTÍÐ sjálfstæðu leikhúsanna sem hófst með frumsýningu á „Dóttur skálds- ins“ á dögunum hefst af fullum þunga í októ- ber. Fimm leikhópar frumsýna jafnmörg ný ís- lensk leikverk og ljósmyndararar Morgun- blaðsins heimsóttu leikhópana sem æfa á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Fyrsta frumsýningin verður í Kaffíleikhús- inu en þar mun Vala Þórsdóttir frumflytja ein- deik sinn „Háaloft“ 6. október. Leikstjóri er T^gústa Skúladóttir. Leikritið fjallar um hið viðkvæma mál geðhvarfasýki en Vala hefur unnið lengi að þessu verk og unnið það í nánum tengslum við sérfræðinga, bæði lærða og leikna á þessu sviði. Ekki svo að skilja að hér sé á ferðinni leikleiðarvísir um félagsmálakerf- ið heldur er hér einmitt á ferðinni áhugaverð tilraun leikkonun og leikskálds til að að fjalla um brýnt mál með meðulum leikhússins. Dans- leikhús með ekka frumsýnir dansleikverkið „Tilvist" hinn 7. október í Iðnó undir stjórn Sylviu Kospoth. Þriðja og fjórða í röðinni verða Hafnarfjarðarleikhúsið með „Vitleysingana“ eftir Ólaf Hauk Símonarson í leikstjóm Hilm- ars Jónssonar á tímabilinu 12.-15. október og Leikfélag íslands með „Trúðleik" Hallgríms H. Helgasonar hinn 14. október í leikstjórn Maríu Reyndal og Arnar Árnasonar. Fimmta og síðasta frumsýning hátíðarinnar verður í Tjamabíói 26. október á leikriti Auðar Haralds „Góðar hægðir" í leikstjórn Gunnars Gunn- steinssonar. MorgunblaSið/KrisHnn Friðrik Friðriksson og Halldór Gylfason æfa Trúðleik í Iðnó. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Vala Þórsdóttir æfir elnleik sinn Háaloft í Kaffileikhúsinu undir merkjum lcelandic Takeaway Theatre. no LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.