Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 8
MAÐURINN SEM BJARG- ADI PARÍS EFTIRHJÖRTJ.GUÐMUNDSSON Undir lolc síðari heimsstyrjaldar stóð þýzki hershöfó- inginn Dietrich von Choltitz frammi fyrir erfiori ákvöroun. Átti hann að framfylgjg skipunum og skilja París eftir í rústum þegar þýzki herinn hörfaoi þaðan, eoa átti hann að óhlýonast, þyrma borginni og gerast sekur um landráð? SÍÐARI hluta ársins 1944 var flestum orðið Ijóst að kraftaverk yrði að gerast ættu Þjóðverjar að bera sigur af hólmi í síðari heimsstyrjöldinni. Þjóðverjar voru á hröðu undanhaldi á aust- urvígstöðvunum undan herjum Rússa. Bandamenn voru komnir langt upp Appennínaskagann á ítalíu og sóttu stöðugt lengra. Bandamenn höfðu einnig gert innrás í Normandí 6. júní 1944 og var nú ein stærsta perlan í veldi Hitlers í hættu, París, höf- uðborg Frakklands. Hafði Hitler útnefnt París eitt af hinum „óvinn- andi virkjum Þriðja ríkisins" og skyldi borgin varin til síðasta blóð- dropa, sama hvað það kostaði. Hinn 20. júlí 1944 var gert sprengjutílræði við Hitler í höfuð- stöðvum hans í Rastenburg í Aust- ur-Prússlandi. Stóðu að þessu til- ræði margir háttsettir hers- höfðingjar í þýzka hernum. Voru fjölmargir herforingjar, sem taldir höfðu verið viðriðnir tilræðið á einn eða annan hátt, teknir af lífi í kjöl- far þessa. Sökum þessa taldi Hitler sig þurfa að vanda mjög valið á hverjir ættu að stjórna hersveitum sínum og hinum óvinnandi virkj- um. Walther Model marskálkur, dyggur nazisti, var gerður að yfir- manni herjanna á vesturvígstöðv- Dietrich von Choltitz hershöfðingi; maðurinn sem bjargaði Paris. unum í stað Gunthers von Kluge marskálks, sem verið hafði viðriðinn tilræðið. Þáverandi yfirmað- ur setuliðsins í París, Hans von Boineburg- Lengsfeld hershöfðingi, hafði einnig verið flækt- ur í tilræðið og vantaði því mann í hans stað. Varð maður fyrir valinu sem hafði það orð á sér að framfylgja skipunum án þess að hika, hversu harkalegar sem þær annars væru. Þessi maður var Dietrich von Choltitz hershöfðingi. Dietrich von Choltirz Dietrich von Choltitz fæddist 9. nóvember 1894 í Naustadt í Þýzkalandi, nú Prudnik í Pól- landi. Hann var af rótgróinni prússneskri her- mannaætt og gekk í þýzka herinn árið 1914 þeg- ar fyrri heimsstyrjöldin braust út. I seinna stríði tók Choltitz þátt í innrásinni í Pólland og seinna í innrásinni í Frakkland. Sem undirofursti hafði Choltitz verið fyrsti þýzki liðs- foringinn sem réðst inn í Niðurlönd. Eftir fall Frakklands var von Choltitz sendur á austurvígstöðvarnar og 1942 stjórnaði hann umsátrinu um rússnesku Svartahafshöfnina Sebastopol. Eftir að umsátrinu lauk hlaut Cholt- itz hershöfðingjatign. Choltitz barðist á austur- vígstöðvunum fram í júní 1944 er hann var flutt- ur til Frakklands þar sem honum var falið að verja Cotentin-skagann fyrir Bandamönnum eftir innrásina í Normandí. sMpanir þessar á einkafundi með Hitler í Rast- enburg. Á fundmum hafði Choltitz orðið fyrir einhverri óþægilegustu reynslu ævi sinnar. Á fundinum hafði hann vonazt til að geta endur- nýjað trú sína á sigur Þýzkalands í styrjöldinni hjá leiðtoga Þriðja ríkisins. í stað leiðtoga hafði hann hitt fyrir sjúkan mann og í stað trúar hafði hann fengið stórfelldar efasemdir. Á leiðinni með lestinni til hins nýja verkefnis síns fékk Choltitz vitneskju um ný lög, svoköll- uð Sippenhaft-lög, sem verið var að semja hjá Robert Ley, háttsettum manni í nazistaflokkn- um. Þau gengu út á það að sökum þess að ýmsir hershöfðingjar hersins hefðu brugðizt að undan- förnu yrðu fjölskyldur þýzkra hershöfðingja eftirleiðis gerðar ábyrgar fyrir hollustu þeirra, jafnvel með lífi sínu. Choltitz kom til Parísar 9. ágúst 1944. Þá fyrstu daga sem Choltitz var yfirmaður setuliðsins í París bar ekki mikið til tíðinda. Choltitz fékk fljótlega fyrstu skip- anir sínar frá þýzka herforingja- ráðinu. Voru þær á þá leið að und- irbúin skyldi tafarlaust kerfis- bundin eyðilegging allra helztu mannvirkja í París. Choltitz sá í sjálfu sér ekkert athugavert við þessar skipanir. Fyrst flugvélar Bandamanna lögðu þýzkar borgir í rúst á nóttu hverri var ekkert at- hugavert við það að þýzki herinn gerði slíkt hið sama á jörðu niðri. Choltitz tilkynnti þó yfir- herstjórn þýzka hersins á vesturvígstöðvunum að hann væri afar andvígur tímasetningunni þar sem honum væri í augnablikinu umhugað um að verja París, ekki eyða henni. Verkfræðingar frá Berlín voru sendir tíl Par- ísar til að undirbúa eyðingu borgarinnar. Cholt- itz gaf leyfi sitt til alls undirbúnings en tók skýrt fram að hann leyfði enga eyðileggingu án persónulegrar heimildar sinnar. 17. ágúst urðu fyrstu alvarlegu árekstrar borgarbúa og þýzkra hermanna sem voru upp- hafið að uppreisn andspyrnuhreyfingarinnar í borginni sem áttí eftir að kosta mörg mannslíf næstu dagana. 18. ágúst fékk Choltitz símtal frá Jodl, hers- höfðingja í Berlín, sem vildi tafarlaust fá upp- lýsingar um framkvæmd eyðileggingarinnar í París. Choltítz sagði að því miður hefði hann ekki getað hafið eyðilegginguna þar sem verk- fræðingarnir hefðu aðeins komið til borgarinn- ar fyrir sólarhring. Jodl kvaðst ánægður með að undirbúningur væri hafinn en lagði áherzlu á að öllu væri hraðað sem allra mest þar sem Hitler væri afar óþolinmóður. París skal eytt Nú hafði Dietrich von Choltitz verið útnefnd- ur sérstaklega af Hitler sjálfum til að verja perlu Þriðja ríkisins í vestri, París. Skipanir hans voru einfaldar: Borgin skyldi varin tíl síðasta blóð- dropa, sama hvað það kostaðí. Ef Bandamenn hins vegar næðu borginni mættu þeir ekki finna annað en eintómar rústír. Choltítz hafði fengið Uppreisn í París Hinn 19. ágúst fékk Choltitz tílkynningu um að andspyrnuhreyfingin í París hefði tekið ráð- hús og aðallögreglustöð borgarinnar á sitt vald. Uppreisnin í ráðhúsinu hefði fljótlega verið brotin á bak aftur en ennþá væri varizt í að- allögreglustöðinni. Von Choltítz var æfur af reiði yfir þessum fréttum og var staðráðinn í að láta hart mæta hörðu. Hann ákvað að gera allt til að brjóta varnarliðið í lögreglustöðinni á bak aftur. GOOTKRHEHEST EROVISOIiJB RBPUBLKIUE FRAMCAISE .- OOWVJáWrXOí^fljJ íSU/DPitf-JJ CCIICLUiSS ENTrŒ Ifi U cu'vuJud. -BB DlVruiCSÍ lÆtÍrgiiCj COLlíaANDAtll' B=ö ÍÍ5 GSHttiUL VOII ÖIOHl! .CCKHAKDAOT • HILITAIiG D U PC.CEa ALLE11AMDE3 »AU3 Xji liliOIOií DlS , íí ffJ. OhAl *>« VJiHlS,. yv«-v\ Xouteo lea cor.ventioiia ol-ó>ssoua s'apnliqufnt aux onitás M Ja WenriBaoht oans l'ótrndtie öu oomiainaí'mrnt/góDéJ'al Yon CEOTTI2 du, JP * Boiwx immaditttc-mens aux oorBEianaanta dfa points d'sippui l'ordr* i* oeooer ir feu <-t dt> hieae* le drapeau blaac . Lpb arm?8 peroDt ra.B8?ablá(»a} 1(? £«>reon«el rastwrabló uans armea dana un eadrolt dégagó, attendahtt.lea ordreo. L?o arnsa aaront livréco ihtaotea, ?!^-i * ÓPÖ3">? ordre dp bataill?, y cíompris: lea uoltéB.nub'lle* et les ,ðopot» de-.matdriei; d(im l»óU<"iidue du ooœauuidrnu>nt . Lea dópóto seront livxáa -intuoto aveo leur ouiupiabilitd » ;-3.°) •.'Í>ispoaiti£3 &* dfatruotiba á*u ouvrag»a *>t 'deu dépota . :'4-<») -; . Éavoyer al'litat Hajox 4»Génoral T.eol<»ro autant d'ofíiciera ,tai*manda d'Etat Itojor qu'il y a do pointa diappul ou de garniaona. ;5°) .- ileo'conditlonB d'óvacuation da pfXBonnel de la Wehrraaclrt iaeron.t régléeá parl'Etut ISajor du Gónúral I^olpro..- •6») afí^S ^L,. Var.-íala Ifa conyeiitlonc ai^aíoa *t leo ordres tas=is»ia. le8 ailitair#o de la.Woiistasht qixl coutinucratent le, combat ne 'rrieveroni Plua o>8 l^is dy la gUv-iiV. frwí^U, -i. e^ tU, j-,-ede>J* a^<u~e~.Jér m- 2e.x).o, l# 25 aout 1944 'vI^-jU m Uppgjöf von Choltítz: undirrituð af von Choltitz, Leclerc, hershöfðingfa Frjálsra Frakka, og Rol ofursta, yfirmanni kommúnista í andspymuhreyfingunni. uninn lokdð verki sínu og komið sprengjum fyrir út um alla höfuð- borgina og voru nú á leið aftur til Berlínar. Choltitz gat því ekki lengur afsakað sig með því að und- irbúningi væri ekki lokið. Hann gaf því þá skýringu að ekki hefði verið hægt að framkvæma skipun- ina vegna uppþota hermdarverka- manna um alla borgina. Choltitz sá þó strax eftir því að hafa sagt þetta. Jodl varð furðu lostinn. Hann tjáði Choltitz að Hitler yrði æfur er hann frétti þetta. Hann sagði Choltitz að hann yrði tafar- laust að berja niður uppþotin með harðri hendi. Að lokum sagði Jodl að hvernig sem færi krefðist foringinn þess að Choltitz fram- kvæmdi eins mikla eyðileggingu í París og mögulegt væri. Fyrir tilstuðlan kommúnista, sem litu á vopnahléð sem hrein svik, hófust átök fljótlega á ný á götum Parísar á milli andspyrnu- hreyfingarinnar og þýzkra her- sveita. Choltitz hafði vissulega vonast eftir því að vopnahlé Nordlings ræðismannas stæði lengur en raun bar vitni. Choltitz vildi forðast í lengstu lög blóðug átök hersveita hans og borgarbúa þar sem hann taldi lítið á þeim að græða. Vonir hans um að beina mætti athygli Hítlers frá sér og París voru nú orðnar að engu eftir símtalið við Jodl. Hann vissi að Hitler myndi nú neyða sig til að koma reglu á í borginni með öllu því ofbeldi sem þurfa þætti - eða setja einhvern annan í hans stað sem gæti það. Stuttu síðar hringdi síminn á borði Choltitz. í símanum var Model marskálkur, hinn nýi yfir- maður herja Þjóðverja á vesturvígstöðvunum. Hann byrjaði strax að ávíta Choltitz fyrir að halda ekM uppi reglu í borginni. Model sagðist jafnvel hafa heyrt flugufregnir um að hann stæði í samningaviðræðum við uppreisnar- mennina. Choltitz rennsvitnaði og neitaði strax öllum slíkum áburði. Model tók neitun hans til greina, en varaði jafnframt Choltitz við að fara út fyrir valdsvið sitt í París. Von Choltitz hershöfðingi fluttur á brott í bifreið Leclercs hershöfðingja eftir undlrritun uppgjafarinnar. Hvíta örin sýnir hvar von Choltitz situr. Seinnipart dagsins kom Raoul Nordling, að- alræðismaður Svía í Frakklandi, til fundar við Choltitz til að reyna að miðla málum milli þýzka setuliðsins og andspyrnuhreyfingarinnar. Hann lagðí til við Choltitz að hann semdi um vopnahlé við andspyrnuhreyfinguna í París í þeim tilgangi „að safna saman dauðum mönnum og særðum". Choltitz hrökk við í fyrstu við þessa tillögu ræðismannsins. Aldrei á 30 ára hermennskuferli sínum hafði Choltitz sam- þykkt eða farið fram á vopnahlé. Hann sá þó ýmsa kosti við hina djörfu hugmynd Nordlings. Það sem var Choltitz hvað mikilvægast í augna- blikinu var að viðhalda kyrrð í borginni. Ef vopnahlé Nordlings bæri árangur þýddi það að hersveitir hans gætu sinnt mikilvægari störfum en að berja niður uppreisn. Choltitz ákvað að fallast á ráðagerð Nordlings en bað hann að bendla nafn sitt ekki við vopnahléð þar sem það var í raun andstætt skipunum hans. Þessu næst fóru sendiboðar um alla borgina og tilkynntu vopnahléð. Smám saman þögnuðu byssurnar og ró færðist yfir borgina. Hitier krefst skýringa 20. ágúst fékk Choltitz aftur símtal frá Jodl hershöfðingja sem kvað foringjann tafarlaust krefjast persónulegrar skýringar Choltitz á því hvers vegna yfirherstjórnin hafði ekM fengið neínar tilkynníngar um að eyðilegging Parísar hefði verið hafin. Þetta kom illa við Choltitz. Verkfræðingarnir frá Berlín höfðu þá um morg- Choltitz í glímu við samvizkuna Aðfaranótt 21. ágúst sat Choltitz í herbergi sínu á Hotel Meurice og barðist við prússneska samvizku sína. Þessa nótt hafði Dietrich von Choltitz meiri áhyggjur af örlögum Parísar en Charles de Gaulle, hershöfðingi Frjálsra Frakka, eða hershöfðingjar bandaríska hersins. Samvizkan og skylduræknin tókust á í hroða- legri togstreitu. Choltitz hafði treyst á vopnahlé Nordlings sem hafði brugðist og nú óttaðist 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.