Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 14
NEMMA yors 1948 ákvað ég að halda til ítalíu til fekara náms í hljómfögru máli þeirrar miklu menningarþjóðar og jafnframt í bókmenntum hennar. í fyrstu var ég alveg staðráðinn í því að leggja einsamall upp í þessa J| '^B^^' ferð, þar sem ég áleit að ég myndi hafa langtum meira gagn af því en í fylgd með einhverjum samlanda mínum, en jafn- skjótt og þetta spurðist út meðal íslendinganna í París vildi Thor Vilhjálmsson alveg ólmur slást í för með mér. Ég gat ekki með góðu móti meinað honum það, þar sem við vorum vinir í þann tíma. Fyrsti viðkomustaður okkar á Italíu var Gen- úa, þar sem við stóðum við í tvo daga. Svo ein- kennilega vill til að ég á enn í fórum mínum reikninginn frá hótelinu Vittoria - Orlandini, þar sem við gistum þ. 5.-6. júní 1948 og hljóðar hann upp á 9.410 lírur fyrir gistingu, mat og vín- föng. Verðlag sem við eigum ef til vill nú bágt í f með að átta okkur á, enda hefur það allverulega breyst í tímans rás. Til fróðleiks má hér geta þess að 9.410 lírur eru aðeins kr. 356,06 á nú- gildi, álíka verð og greitt er fyrir lítinn gráða- ostebita. í Genúa fórum við á fund Hálfdánar Bjarna- sonar, sem var jafnframt umboðsmaður fyrir Thorsarana þar í landi. Starf hans var aðallega fólgið í því að selja ítölum saltfisk og ef til vill líka skreið. Hann var talinn vera ákaflega snjall sölumaður, einum of snjall að dómi sumra manna eins og til að mynda Magnúsar Kjart- anssonar, ritstjóra Þjóðviljans, er hélt því fram að hann hefði farið í smiðju til útsmoginna ít- alskra sölumanna og tileinkað sér vinnubrögð þeirra, vinnubrögð, sem eru yfirleitt ekki höfð í hávegum meðal annarra þjóða. Um þetta spunnust ritdeilur, sem ástæðulaust er að rifja . hér frekar upp. Því fer víðs fjarri að það sé ætl- un mín með þessum orðum að sverta minningu ræðismannsins, öðru nær, hins vegar er aðeins minnst á betta hér til að lesendur eigi auðveld- ara með að glöggva sig á því hver maðurinn er eða réttara sagt var. Hálfdán Bjarnason bjó í glæsilegu háhýsi við Via 20. Settembre, ef mig misminnir ekki. Ræðismaðurinn tók vingjar- nlega á móti okkur og bar ekki á öðru en hann væri feginn að fá tækifæri til að spjalla við landa sína þótt ekki væri nema smástund, en þetta var nú reyndar ekki einungis kurteisisheim- sókn af okkar hálfu, vegna þess að við Thor höfðum komið okkur saman um að biðja ræðis- I manninn að geyma um sundarsakir vissan hluta af farareyri okkar og var það auðsótt mál. Þetta gerðum við aðallega í öryggisskyni. Að þessu verður vikið nokkrum orðum síðar. Fyrir utan okkur Thor sóttu vitanlega ýmstr fleiri ræðismanninn heim þótt síð- ar væri, þeirra á meðal bróðir hans mag- ister Bjórn Bjarnason frá Steinnesi, sem margar mergjaðar sögur ganga af, sögur sem sannarlega væri vert að halda til haga og skrá, enda orðheppni hans með fádæmum. Einu sinni þegar magisterinn dvaldi hjá bróður sínum í þokkalegasta yfirlæti varð honum einn góðan veðurdag tíðrætt um vínkaup bróður síns, sem honum fundust vægast sagt bera lítinn vott um útsjónarsemi og ráðdeild, og við það tækifæri lét hann eftirfarandi orð falla: „Ég skil ekkert í þér, Hálfdán bróðir, að þú skulir alltaf kaupa ¦, vín á fiöskum í stað þess að festa kaup á ámu. Þú sem þykist vera svo séður hlýtur að sjá það í hendi þér að það yrði svo langtum ódýrara fyrir þig." Þar sem Hálfdán fann þegar í stað að bróðir hans hafði lög að mæla varð hann sér úti um eina ámu þegar daginn eftir. Nú gerðust hins vegar undur og stórmerki. Árnan tæmdist nefnilega á lygilega skömmum tíma. Þegar Hálfdán hafði orð á þessu við bróður sinn, mag- isterinn, stóð ekki á svarinu eða réttara sagt skýringunni: „Ég verð að segja það alveg eins og er, Hálfdán bróðir, mér hefur aldrei litist á ráðskonuna þína." Næsti áfangastaður okkar var Flórens, þar sem við hugðumst dvelja þó nokkurn tíma, að minnsta kosti á annan mánuð. Þessi gamla og merka menningarborg, sjálf vagga ítalskrar endurvakningar í listum, bókmenntum, vísind- um og heimspeki, vakti þegar í stað svo mikla hrifningu í brjósti okkar, að ég hugsa að það sé ekki ofmælt að þetta hafi verið í hreinskilni sagt ást við fyrstu sýn, já, ást sem hefur enst svo vel, að minnsta kosti er mig varðar, að aldrei hefur nokkru sinni fallið á hana skuggi. Borgin öll er í einu orði sagt dásamleg listalind, sem aldrei þrýtur og unnt er að bergja á án teljandi fyrir- hafnar, allt er eiginlega innan seilingar, rétt við höndina eða á næstu grösum. Og það sem mest er um vert er að aðgengið að lindinni, listalind- inni, er svo einstakt að maður kemst jafnan til hennar á tveimur jafnfljótum. Hvarvetna blasa við mönnum meistaraleg mannvirki, hallir, klaustur, kirkjur, og listasöfn á borð við Pitti- 1 höllina og Uffizi svo aðeins tvö þeirra séu nafn- greind. Það er kunnara en frá þurfi að greina að Ital- ir hafa nú á tímum rífandi tekjur af erlendum ferðamönnum, enda er naumast þverfótandi fyrir þeim á vinsælustu áningarstöðum þeirra þar í landi. Árið 1948 var sem betur fer engin SEX AAANAÐA DVÖL Á ÍTALÍU FYRIR52ÁRUM ____E F TIRHALLDÓRÞO RSTEINSSOR Árið 1948 var engin örtröð gf erlendu ferðafólki á Italíu. Það voru því hinar ákjósanlegustu aðstæður til þess að sækja Itala heim. S«*5íi?^ %^ j Nóbílismennirnir Halldór Þorsteinsson og Thor Vilhjálmsson eins og Örlygur Sigurðsson sá þá. Á Spönsku tröppunum í Róm. Halldór Þorsteinsson, Thor Vilhjálmsson og Guðmundur Daníelsson. órtröð af erlendu ferðafólki. Allar götur því vel greiðfærar og blessunarlega lausar við átroðn- ing þess. Við Thor vorum því sannarlega heppn- ir að fá tækifæri til að sækja ítalíu heim einmitt við þessar ákjósanlegu aðstæður. Lánið lék ekki síður við okkur þegar við fengum inni á ág- ætis gistiheimili, nánar tiltekið Pensione Pend- ini við Via degli Strozzi, örskot frá Piazza della Repubblica (eða Lýðveldistorginu). Staðurinn hafði að vísu ekM enn komist í fullt gagn eftir stríð, þar sem enginn matur var þar á boðstól- um nema morgunverðurinn. Við snæddum því á ýmsum ólíkum veitingahúsum úti í bæ. Að þessu verður brátt aftur vikið. Skömmu eftir komu okkar til Flórens inn- rituðum við okkur í málaskóla, sem kenndur var við Berlitz. Þetta var al- þjóðegur skóli með höfuðstöðvar sínar í New York. Thor fór í byrjendaflokk, en ég hins vegar í framhaldsflokk, enda búinn að leggja stund á ítölsku í nokkur ár við Kaliforníuhá- skóla, fyrst í Berkeley og síðar í Los Angeles, og þar sem ég var af þeim sókum honum fremri og færari í málinu leitaði hann gjarnan til mín með verkefni sín eða málfræðileg vandamál, sem vöfðust fyrir honum. Ég reyndi svo að liðs- inna honum eftir megni og skýra eða opinbera fyrir honum leyndardóma ítalskrar málfræði. Að skóladegi loknum áttum við yndislegar og í rauninni ógleymanlegar stundir. Daglegar skoðanaferðir okkar hvort heldur var á söfn, í hallir, kirkju eða klaustur voru í raun og sann þaulskipulagðar og þannig og einmitt þannig nutum við til hlítar þeirra listaverka og muna, djásna og gersema, sem Flórens hefur að geyma. Við fórum okkur að engu óðslega heldur gengum hægt og hljóðlega um listagyðjunnar dyr, enda kann tómur æðibunu- eða gleypu- gangur ekki góðri lukku að stýra í þeim efnum. Vendum nú okkar kvæði í kross og segjum skilið við listagyðjuna um smástund og snúum okkur að veraldlegri hlutum, nánar tiltekið fjár- málum okkar. Þar sem farið var að saxast á skotsilfur okkar eftir nokkra vikna dvöl í Flór- ens sendi ég ræðismanninum línu og bað hann allranáðarsamlegast að senda okkur við fyrsta tækifæri peningana okkar sem hann hafði í sinni vörslu. Nokkrum dögum síðar barst okkur svar, reyndar ekki frá honum, heldur einkarit- ara hans sem færði okkur þær slæmu fréttir að ræðismaðurinn væri því miður staddur í Sviss af heilsufarsástæðum og honum sem réttum og sléttum einkaritara hefði ekki verið trúað fyrir lyklinum að peningaskápnum og væri af þeim sökum ógjörningur að verða við bón okkar. Þetta kom vitanlega eins og reiðarslag yfir okk- ur. Hvað áttum við nú til bragðs að taka? Við áttum ekki fyrir salti í grautinn. Pyngjan gal- tóm og húsaleiguna áttum við einmitt að greiða sama dag og við fengum svarbréfið sem var laugardagur. Við i'órum skjálfandi á beinunum á fund konunnar, sem rak gistiheimilið, og sögð- um henni farir okkar ekki sléttar og leyndum hana engu og báðum hana að hafa biðlund í nokkra daga. Peningarnir okkar hlytu að koma alveg á næstu dögum. Hún tók erindi okkar af stakri hjartagæsku og sagði að við skyldum ekki hafa neinar áhyggjur út af þessu, við þyrft- um engu að kvíða. Okkur létti auðvitað við þess- ar undirtektir, en nú var samt sem áður enn eitt stórt vandamál óleyst, við áttum ekki grænan eyri fyrir mat. Eftir nokkra umhugsun afréðum við að fara inn í veitingahús, þar sem við höfðum borðað tvisvar eða þrisvar sinnum. Við náðum tali af yfírþjóninum á Noardini, bárum upp er- indi okkar með tilheyrandi skýringum á bágri fjárhagsstöðu okkar og spurðum hann svo al- veg umbúðalaust hvort við gætum hugsanlega fengið að borða hjá honum upp á krít í nokkra daga. Okkur til óvæntrar gleði reyndist þetta lygilega auðsótt mál, enda voru undirtektir hans ekki síðri en hjá góðu konunni á gistiheim- ilinu: „Ekkert sjálfsagðara, herrar mínir." Stór- um áhyggjum var þar með af okkur létt. Eftir að við vorum sestir voru bornir fram ljúffeng- ustu réttir, sem við borðuðum með bestu lyst. Matnum renndum við svo niður með úrvals Chianti-víni og að lokum veittum við okkur þann munað að panta kaffi og koníak. Að snæð- ingi loknum fórum við svo aftur til yfirþjónsins til að láta hann fá nöfn okkar og heimilisfang, en okkur til nokkurrar furðu kvað hann það vera algjöran óþarfa. Verðskulduðum við í raun og sann þá velvild, sem við mættum hvarvetna í Flórens? Fólkið gat ekki verið vingjarnlegra, skilningsríkara og hjálpfúsara. Þar eð þetta sama kvöld stóð til að halda sinfóníutónleika undir berum himni, nánar tiltekið fyrir framan sjálft Uffizi- safnið, skunduðum við þangað. Stjórn- andinn, sem mikið frægðarorð fór af, var gesta- stjórnandi frá Austurríki. Nafni hans er ég því miður alveg búinn að gleyma. Við Thor, sem áttum ekM fyrir aðgangseyrinum frekar en öðru, lögðum leið okkar inn í götusund í nánd við safnið, þaðan sem við hugðumst nema fjar- læga tóna hljómsveitarinnar. Við námum staðar við hindrun, þ.e.a.s. tvær grindur, sem vaktaðar voru af tveimur vörðum, einskonar dyra- eða grindavörðum. Þar settist Thor á stein og við fórum að spjalla saman. Fyrr en varði sneri annar vörðurinn sér að okkur og spurði: „Lang- ar ykkur á tónleikana?" Eftir að við höfðum svarað spurningu hans játandi ávarpaði hann félaga sinn með eftirfarandi orðum: „Láttu þá fá miðana." Um leið og hinn rétti okkur miðana sagði hann: „Flýtið ykkur, tónleikarnir eru al- veg að fara að byrja." Við höfðum rétt tíma til að stynja upp tveimur fátæklegum þakkarorðu á ítölsku: „Tante grazie." Og hvar haldið þið, lesendur góðir, að við höfum setið, nú hvergi annars staðar en í bestu sætunum í fremstu röð. Og ekki var tónlistin af lakari endanum. Fyrsta tónverkið sem við hlustuðum á var t.d. New World Symphony eftir Dvorák. Oft er sagt að laugardagur sé til lukku og hér sannaðist það svo áþreifanlega fyrir okkur Thor þennan ógleymanlega laugardag. Svo fór að lokum að við fengum peningasend- ingu frá ræðismanninum og gátum því gert upp skuldir okkar. Áður en frásögninni af þessari óvenjulegu lífsreynslu okkar lýkur væri ef til forvitnilegt að bæta við örfáum atriðum til frek- ari fyllingar eða bragðbætis. Til að fagna þess- ari farsælu lausn á efnahagsvanda okkar ákváð- um við Thor að gera okkur dagamun og það ærlega á veitingastaðnum Noardini. Við gædd- um okkur ekki aðeins á hátíðarréttum heldur teyguðum við líka dýrindisvín. En þegar við ætluðum að greiða reikninginn rak okkur alveg í rogastans vegna þess að yfirþjónninn tjáði okkur að við værum gestir hússins og bætti síð- an við að það væri ekki til siðs, síst af öllu á ít- alíu, að láta gestina borga fyrir sig. Það er ekki ofsögum sagt af gestrisni og rausnarskap Flór- ensbúa. Ástæðan fyrir því hversu vel var gert við okkur þetta kvöld er mér enn hulin ráðgáta, nema ef vera skyldi að þeir væru að láta í Tjós þakklæti sitt við mig fyrir að hafa verið þjónun- um innan handar við að túlka á milli þeirra og erlendra ferðamanna, sem rákust þar inn endr- um og eins. Þegar ég ferðast á sumrin um ísland með Itali, sem ég hef reyndar gert í áratugi, segi ég þeim alltaf frá þessum yndislegu og ævintýralegu kynnum mínum af Flórensbúum. Þeir hlusta jafnan hugfangnir á frásögn mína og auðsætt er að þeim hlýnar öll- um um hjartaræturnar, en fullyrða síðan heldur daprir í bragði að þetta gæti ekki gerst á vorum dógum. Arið 1979 veitti ítalska utanríkisráðuneytið mér þriggja mánaða styrk til framhaldsnáms í ítölsku og ítölskum bókmenntum við Útlend- ingaháskálann í Perugia, þar sem ég hafði reyndar lagt stund á sömu greinar fyrir 31 ári. Að þeirri námsdvöl lokinni flugu síðan konan mín og sonur til Italíu og dvöldum við um þriggja vikna skeið í Flórens okkur til verulegr- ar heilsu- og sálarbótar. Við fengum vitanlega inni á gamla, góða gistiheimilinu mínu, Pens- ione Pendini, og þar lét ég það verða mitt fyrsta 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.