Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS - MENMNG LISTIR 37. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Reykjavík fyrri tíma birtist okkur m.a. í spegli þjóð- sagna og munnmæla. Hin borgaralega vofa var hvorki móri né skotta torfbæjasamfé- lagsins heldur hefðarfrú. París skyldi eytt hvað sem það kostaði, var dag- skipun Hitlers. En Dietrich von Choltitz, hershöfðingi hans, var ekki á sama máli og hann bjargaði París. Roðskóaleið var forn lengdareining og kennd við fótabúnað forfeðra okkar. Og íslenzku vettlingarnir voru eftirsóttir, oft í skiptum fyrir kex. Þýðandi nn er forsenda þess að íslenzkar bækur verði gefnar út erlendis. Joseph AHard kynntist íslenzkum bókmenntum þannig, að Njálu var hent til hans í bílferð um Suðurland. Eftir það varð ekki aftur snúið. eru ekki algengir í félagi danskra silfur- smiða. Reyndar er aðeins einn slikur og hann er íslendingur. Listsýningar þrjár talsins, verða opnaðar í dag í Gerðar- safni í Kópavogi. Þar getur að líta glerverk, draumkenndar landslagsmyndir og olíu- málverk, þar sem fólk og atburðir eiga sér raunverulega sögu. FORSIÐUMYNDIN Draumalandið heitir f orsíðumy ndin sem Rax tók við Vatnaöldur. GUÐMUNDUR GUÐMUNDSSON SKÓLASKÁLD FALINN ELDUR Nei, þig skal aldrei, aldrei gruna neitt, hvaðástin mín tilþín er djúp ogheit, þó tíðar slá þú heyrir hjarta þreytt, og hugminn særíþað, sem einn eg veitl Þú veizt ei sjálf, hvert segulmagn þú átt ísollnum barmi, - æ, sem beturfer! - því mér til varnar verða mundi fátt, efvopnum þínum beindirþú aðmér. Þú veiztþað sízt, að eg er unnin borg, að á mér vald þú hefur sterkt og ríkt. Ogþótt eg byrgi' í brjóstiþunga sorg, eg ber mig vel, - h vað kærí' eg mig um slíkt! Nei, þig skal aldrei, aldrei gruna neitt, hvað auðvelt þér er bönd að leggja' á mig! - Mér finnst eg aldrei hafa svona heitt afhjarta elskað nokkra mey sem þig. Guðmundur Guðmundsson {1874-1919) var þegar ó skólaárum kunnur fyrir Ijóðagerð sína og var of því nefndur skóloskáld, sem varð kenniheifi hans. Hann skrifaði einnig smásögurog leikrirog hanner talinn aðalhöfundur Alþingis- rímna(1902). RABB EFTIR því sem árin líða fjölg- ar kveðjustundum. Hægt og hljótt hverfa þeir á braut sem vörðuðu leiðina frá bernsku tíl fullorðinsára, leiðbeindu, gáfu og glöddu. Þótt flestír hafi orðið ald- urhnignir og hvíldinni fegnir fylgir brottför þeirra söknuður og tóm en jafnframt þyriast upp af gengnum spor- um hlýjar minningar, skondnar sögur, hnyttílegar vísur og á stundum birtist manni horfinn heimur sem hefur tekið á sig bláa slikju fjarskans. Það getur verið notalegt að tylla sér þar niður stundar- korn. Kveðjustundir tveggja samferðamanna að undanförnu hafa stöku sinnum dregið mig inn í gamaldags fjölskylduboð þar sem fólk kunni þá list að skemmta sér sjálft með orðaleikjum, spurningaleikjum og söng. Jafnframt hef ég verið tíður gestur á ritstjórnarskrifstofum, þar sem ég sat eitt sinn, tvítug stelpa, útklínd í prentsvertu, fékk skömm í hattinn fyrir að þéra fréttaritara samkvæmt uppskrift lærimeistaranna í menntó en hlaut að launum hrósyrðið „gamla hross" þegar eitthvað komst skammlaust á blað. Og sá sem þannig tók til orða vissi hvernig átti að orða hlutina skammlaust. Ég held líka að hann hafi kennt mér sitthvað í þeim efnum. Þess vegna hefði ég aldrei árætt að skrifa minningargrein um Indriða G. Þorsteinsson þótt ýmsir hafi gert það með sóma. Sumum minningum um látna vini og ættingja er hægt að deila með öðrum. Sumar eru hins vegar svo persónubundn- ar að þær glata lífi og lit sé reynt að koma þeim í orð. Þær tengjast sérstæðu brosi, tilburðum og talsmáta, sem geta vakið með manni söknuð eða bros en verða ekki útskýrðar. Slíkar tilfinningar er best að geyma með sjálfum sér og draga fram og gæla við í einrúmi því að þær eru umfram allt hluti af okkur sjálf- um. Þær eiga ekki erindi við ókunnuga en SKAMM- LAUS SKRIF geta jafnvel orkað sem óvirðing við hinn látna og okkur sjálf. Þær komast með öðrum orðum ekki skammlaust á blað. „Ég hef hótað barnabörnunum mínum að ganga aftur ef þau skrifa mér bréf í Moggann og þakka fyrir pönnukökurnar mínar þegar ég er dáin," segir gömul vin- kona mín. Mér er líka stórlega til efs að allar góðu ömmurnar, sem fá hjartnæm bréf í Mogganum með þakklæti fyrir ágætar veitingar, hafi nokkra ánægju af slíkum eftirmælum þó að þær hefðu kannski aðstæður til að lesa þau og með- taka að handan. Og þá vaknar spurningin um hvaða tilgangi minningargreinar þjóna. Eru þær umfram allt tilfinningaleg útrás fyrir aðstandendur? Hefur fólk loks áttað sig á að það hafði aldrei þakkað al- mennilega fyrir margvíslegar velgjörðir? Fæstir myndu svara þessum spurningum játandi en fullyrða að minningargreinar væru til þess fallnar að heiðra minningu látinna. En sé tilgangurinn sá er oft verr af stað farið en heima setið. Yfirleitt reyni ég ekki að skrifa tvisvar um sama efnið í þessum Rabbdálkum. Þó minnist ég þess að hafa áður fjallað um þá tísku sem hefur rutt sér til rúms í eft- irmælum á undanförnum árum. Aðrir hafa lagt orð í þennan sama belg. En þó fjölgar einkabréfunum sem hefjast á hjartnæmum ástarorðum til þeirra sem gengnir eru. Og að hættí slíkra bréfa fjalla þau miklu fremur um hagi og hug- renningar bréfritara en lífshlaup og per- sónueinkenni hinna látnu. Sum þeirra eru jafnvel svo persónuleg að lesandanum finnst hann vera að hnýsast í viðkvæm einkamál því að í eina tíð gilti sú regla að siðlaust væri að lesa annarra manna bréf. Eða er ekki svolítið ósmekklegt að láta birta eftir sig bréf til látins einstaklings um viðkvæmar deilur sem aðilar gátu ekki leyst í samfylgd sinni eða vangavelt- ur um réttmæti hjónaskilnaðar eða sam- búðarslita? Eðli málsins samkvæmt getur viðtakandi ekki svarað fyrir sig eða feng- ið birta leiðréttingu, eins og tíðkast þegar höggvið er nærri heiðri annarra. Og þá er aftur komið að spurningunni um skömm eða heiður. Vinsældir sendibréfsformsins stafa lík- lega af því hversu þægilegt það er. Fólki finnst það geta tjáð hvað sem er í bréfi til vinar og ættingja og á þann hátt sem það helst kýs, eins og tíðkast hefur um aldir. Hins vegar hefur okkar hraðfleyga stund sett sitt mark á sendibréf eins og flest annað. Nú eru flestir steinhættir að leggja vinnu og metnað í bréfin sín held- ur eru þau slegin í skyndi inn á tölvur, líkt og hugsað sé upphátt. En minningar- grein, sem á að birtast í dagblaði, hlýtur að vera annað og meira en hversdagsleg- ur rafpóstur. Sé okkur annt um minningu hins látna ber okkur að láta það endur- speglast í eftirmælum. Að öðrum kosti eru þau betur óskrifuð, a.m.k. betur óbirt. Kjarni málsins er líklega sá að minn- ingargreinar eru umfram allt að verða farvegur fyrir tilfinningalega útrás. Eins og ég gat um í upphafi þyrlast upp minn- ingar þegar hugfólgnir samferðamenn kveðja og margs konar kenndir, sem fólk hefur ekki lagt rækt við í önn dagsins, bera það ofurliði. Fyrir vikið er reynt að koma reiðu á sálarlífið með því að skrifa sig frá tilfinningunum og það gert hratt og örugglega, eins og krafa dagsins hljóð- ar. Svo er greinin send til birtingar og kemur fyrir augu lesenda. Kannski fylgir einhver léttir. Kannski er greinin hvorki betri né verri en aðrar slíkar en trúlega hefði mátt vanda hana meira og trúlega átti hún lítið erindi við aðra en nánasta hóp syrgjenda. Þegar öllu er á botninn hvolft átti hún best heima meðal persónu- legra bréfa og minningabrota þar sem bréfritari gat lesið hana í einrúmi og látið jafnframt hugann reika um góðar stundir með hinum látna og kallað fram minning- ar sem engan veginn var hægt að koma í orð. Ég þykist vita að sumir telji þessi skrif bera vott um nokkurn hroka og að tilgangurinn með þeim sé að sýna að að- eins fáir útvaldir séu færir um að fá birt eftirmæli. Slíku fer þó fjarri. Tilgangur- inn er sá að hvetja fólk til að beita meiri dómgreind og sýna sjálfum sér og látnum ástvinum meiri virðingu en að birta um þá óvandað orðaglamur á kveðjustund. Þrátt fyrir langar setur við skriftir og þrátt fyrir nokkur eftirmæli eftir gengna vini og ættingja myndi ég ekki með nokkru mótí treysta mér til að skrifa minningarorð um marga þá sem eru mér kærastír þannig að sómi sé að. Eftir því sem árin líða verður sú staðreynd ljósari að öllu er afmörkuð stund og þá stund ber að nýta til að rækta traustustu bönd- in sem knýst hafa á lífsleiðinni. Þá er hægt að kveðja sitt fólk með góðum hug. Þá er engin þörf á að bæta fyrir van- rækslusyndir með hraðsoðinni minningar- grein á útfarardaginn. En hafi hinn látni vakið með manni tilfinningar sem gott er að deila með öðrum, hafi hann stigið spor sem ekki mega falla í gleymsku og hafi maður löngun og tíma til að koma því á blað - þá geta orðið þar úr skammlaus skrif, eins og Indriði heitinn tók stundum til orða. Guðrún Egilson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.