Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 3
LESBÖK \10li(.l \1!I M)S1\S - MENNING I IS l lli 47. TÖLUBLAÐ - 75 . ÁRGANGUR EFNI Reiðleiðir Ut er kotnin bókin Reiðieiðir um Island eft- ir Sigurjón Björnsson sálfræðing, sem er kunnur ferðagarpur og hestamaður. Hér er gripið niður í kafla um ferð að Fjallabaki sumarið 1992, en auk hennar eru í bókinni lýsingar á ekki færri en tólf skemmri og lengri hestaferðum og fylgja margar gull- fallegar myndir. Dagur með Daníel Berlínardögum Gísla Sigurðssonar lýk- ur með lýsingu á yfirreið um Berlín og hafði hann sér til fulltingis kunnugan mann: Daníel Sigurðsson arkitekt, sem búið hefur og starfað í Berlín í sjö ár. Júlíana Sveinsdóttir bjó meiripart ævinnar úti í Danmörku, en var rammíslenskur málari og kom á sumrin og málaði á íslandi. En hvaða staði málaði Júlíana? Um það skrifar frændi hennar, Leifur Sveinsson lögfræðingur, og fylgja nokkrar myndir eftir Júlíönu frá þessum stöðum. í Barselóna er samtímalistasafnið kallað hvíta skellan í Raval. Safnið stendur fyrir áhugaverðum sýningum, en hefur nokkuð fallið í skugg- ann af Guggenheimsafninu í Bilbao. JÓN ÚR VÖR HVARER ÞÍN TRÚ? Hvar erþín trú, þú, sem settist á óveðursdögum undir brekán oghlýddir á guðsorðgamallar konu, sem mælti: Eitt skjól er til gegn öllum hretum, einn vegur er yfír alla vegu, ein huggun við öllum raunum, oghinn vesalasti allra vesalla fínnur það, sem hann leitar að, - og ég, sem ekkert á nema gleðina að nefna guðs nafn. Þetta er sagt upp úr tátilju og sjóvettlinga prjónaskap, stundum bætt við: Mig auma getur hann kannski notað til þess að fara með eitthvað gott fyrir óvita. Kandísmoli - kristalstær, ef hann er borinn upp að ljósi - rennurá tungu þinni. Hvar er þín trú? Jón úr Vör fæddist 1917 á Patreksfirði og lézt í marz á þessu ári. Tvítugur sendi hann frá sér fyrstu Ijóðabók sína, Ég ber að dyrum (1937), en þekktasta Ijóða- bók hans er Þorpið, sem kom út 1946. Þar lýsti hann fátækt í íslensku sjávar- plássi á eftirminnilegan hátt. FORSÍÐUMYNDIN er tekin við á Þingvöllum á fögrum nóvemberdegi þegar skammdegisbirtan og hrimið settu svip sinn á klappir og gjár. Ljósmynd: Gísli Sigurðsson. RABB ÞAKKARGJORÐ RAUÐKU TIL SKAPARA LÍFSINS AÐ ER ekki seinna vænna að fara að skrifa þér til, Rauðka mín. Nú þegar fóst- urvísarnir þínir þykja ekki nógu fínir. Þeir gefa víst ekki nógu mikið í aðra hönd. En fátt er með öllu illt. Lengi hef ég ætlað að pára þér örfáar línur en aldrei orðið af því fyrr en nú. Umræðurnar að undanförnu um þig og þitt kyn og ákvörðunin sem tekin var í kjölfarið af stjómvöldum komu þó því til leiðar. Um hálf öld mun nú liðin frá aðskiln- aði okkar í efnisheiminum. A hinu æðra plani höfum við hins vegar aldrei skilið. I þessi fímmtíu ár held ég að varla hafí liðið sá dagur að ég hugsaði ekki til þín og sæi þér bregða fyrir sem snöggvast í hugskoti mínu, og svei mér þá alla daga ef ég finn ekki tunguna þína, raka og hrjúfa, strjúkast við grátt skeggið og vanga minn í þessum skrifuðum orðum. Já, tungan þín, Rauðka! Ég gæti skrif- að heila doktorsritgerð um hana eina. Ég gat setið langtímunum saman og horft á það sem dáleiddur hvemig hún vafðist um töðuna, sfldarmjölið og grængresið af ótrúlegri fími. Ég man enn hljóðið þegar þú sleiktir innan fötur og hreinsaðir bet- ur en nokkur tvífætlingur gat gert. Og þessi ólýsanlega hrífandi tilfinning þegar þú sleiktir á mér handarbakið og innan í lófann. Þetta lifandi undur með sepunum sínum öllum sem vom hvort tveggja í senn, mjúkir og grófír, hlýir og svalandi. Og jórtrið! Þetta nægjusama, róandi hljóð veitti mér meiri öryggiskennd og vellíðan en nokkur mannlegur máttur hefur megnað síðan. Hlusta á það bland- ast hvissinu í mjólkurtaumunum, sem streymdu úr teygðum og toguðum spen- unum, renna saman við fjósalyktina og verða að ódauðlegri sinfóníu sem tekur að hljóma í sál minni ef sinnið er þreytt og líkaminn. Að fara á fætur fyrir allar aldir og fylgja þér út í hagann, yfir brýrnar tvær, út af þjóðveginum á vit slóðanna um holt og mýrar, móa og sund og skilja síðan við þig í einum hvamminum með gran- irnar á kafi í ilmandi nýgræðingnum, biðjandi þig þess lengstra orða að fara nú ekki að rjúka yfír heiðarvarpið heldur halda þig í neðra. Mér sé nefnilega hálf- illa við að leita á þeim slóðum síðan ég villtist þar í þokunni forðum. Þú blakar eyrunum, sýnir mér tunguna og leggur sem snöggvast undir flatt, svo ertu aftur komin á kaf. Ég brosi með sjálfum mér og rölti af stað. Uti í mýrinni vellir spói og angur- vært kvak lóunnar berst til mín af meln- um fyrir ofan. Þegar ég kem að læknum, leggst ég á bakkann og fæ mér sopa. Svo held ég upp með, stappa á bakka á stöku stað, þreifa undir steina og holbakka ef enginn rauðdröfnóttur sýnir sig. Tíminn hverfur, tilveran verður að lækjarfarvegi og fuglskvaki, rennandi vatni, moldarkeim og svipulli snertingu við slímugan vatnsbúann sem smýgur úr höndum mínum hvað eftir annað. Ekkert nema hungrið hrífur mig aftur inn í tímaveröldina og ég hleyp af stað. Hrað- ar en auga á festi ber ég fæturna, yfír þúfur og steina, urðir og börð. Aldrei er litið niður, iljamar rata, ekki numið stað- ar fyrr en á stól inni í eldhúsi, þar sem bíður mín mólk í blárri könnu og stafli af pönnukökum. Aður en yfír lýkur eru glösin orðin fimm með ellefu upp- rúlluðum. Lagt af stað í ljósaskiptunum með fjósalugt, fötur og dall með fiskúrgangi og kartöfluskralli handa hænunum. Hálf- ur máninn hjálpar lugtinni við að lýsa upp dimmuna við bakkann og það stirnir á svellið á tröðinni. Ilmandi fjósalyktin tekur á móti manni, mokað úr flórnum bundinn upp halinn, og mjólkin streymir á meðan hænurnar fá sitt. Þá er gott að taka um eyrun, leggja vanga að vanga og hvísla leyndarmálum. Horfa þess á milli í aug- un þín. Stór, djúp og óhvikul, full af ró- lyndislegri blíðu. Og enn bý ég að skyri og rjóma og blessaðri mjólkinni þinni, sem ég inn- byrti á bernskuskeiði, hvað sem líður dómum nýtísku næringarfræðinga. Þá var hin hvíta lind að vísu spenvolg og óspjölluð af vélvæðingu og velmegun. Á þeim dögum þóttu ábristur og soðin ýsa einna eftirsóknarverðust lífsgæða ásamt hlýjum stað til að sofa. Fátt, ef nokkuð, að undanskilinni fæð- ingu barnanna minna, hefur hrifið mig jafn mikið og þegar ég sá þig koma í fyrsta sinn út undir bert loft á vorin. Bundin á básinn mánuðum saman beiðst þú þolinmóð eftir að sú dýrðarstund rynni upp. Allan daginn hugsaðir þú ekki um annað en hvanngrænt ilmandi grasið í hvamminum við ána og í draumum þín- um á löngum dimmum nóttum var sunn- an gola og sól í heiði. í fjósdyrunum staldraðir þú við eitt andartak, rakst svo upp hást baul og tókst á rás. Trauðla hef ég þó numið fögnuð þinn til fulls. Til þess hefði ég þurft að komast alla leið inn að kýrhjart- anu. Ég starði aðeins agndofa á tilburð- ina þar sem þú prjónaðir og skeiðaðir í hamslausri gleði um þvert og endilangt túnið og baulaðir allt hvað af tók. Hlaup- in, stökkin og rassaköstin héldu áfram þar til þú hafðir slett svo ærlega úr klaufunum að ekki var eftir arða af bása- skít. Þetta var þín þakkargjörð og lofsöng- ur til skapara lífsins og ljóssins. Hafðu þökk fyrir veganestið og nær- veru þína alla daga, Rauðka mín, og megir þú hvílast og jórtra á þeim grænstum grundum sem fyrirfinnast á kýrhimnum. EYSTEINN BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 2. DESEMBER 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.