Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Side 6
Samtímalistasafnið í Barselóna er teiknaó af bandaríska arkitektinum Richard Meier og hóf starfsemi fyrir réttum fimm árum. Hvíti liturinn kemur Grábrúnt og skuggalegt Ravalhverfið blasir ekki í veg fyrir að safnið er svipþungt. við frá hvítum sölum safnsins. HVlTA skellan í raval Samtímalistasafnið í Barselóna er hvítur blettur ó grábrúnu og skuggalegu Ravalhverfinu þ ar sem und- irmálsfólk hefur búið um aldir og vændiskonur og misindismenn af ýmsu tagi hafa stundað útgerð sína. ÞRÖSTUR HELGASON skoðaði alhvítt safnið sem þótti tilkomumikil bygging þegar hún var opnuð í lok nóvember 1995 en hefur nú fallið í skuggann af Guggenheimsafni Gehrys í Bilbao. Safnið stendur hins vegar fyrir áhugaverðum sýningum sem varpa skemmtilegu Ijósi á viðfangsefnið, samtímann og samtímalistina sem sumir telja kannski ekki annað en blöðru fulla af lofti. AÐ KALLA listasafn sam- tímalistasafn lítur út fyr- ir að vera tilraun til þess að gefa því jákvæða ímynd þar sem það hlýt- ur að vera meira líf og fjör í safni sem bundið er , óendanlega hvikulum samtímanum en safni sem fjaliar um (endan- lega) fortíðina eða ákveðið tímabil í sögunni. Það er þó ekki víst - eða jafnvel frekar ólíklegt - að ástæða þess að öll þessi sam- tímalistasöfn hafa sprottið upp á síðasta ára- tug sé sú að stjórnendur þeirra óttist litla aðsókn. Ef marka má ótrúlegar aðsóknartöl- ur aðskiljanlegustu safna í heiminum þá mætti halda að maðurinn hefði breyst í ein- hvers konar safndýr sem lifði og hrærðist inn á milli hvítra veggja. Að minnsta kosti virðist hann finna einhverja hugsvölun í því að vera þar sem hlutirnir eru allir á sínum stað, í réttri tímaröð og útskýrðir á einföldu máli, hvort sem hann er rekinn þangað af einskærri forvitni eða ótta við óreiðukennd- an samtímann. Að kalla listasafn samtímalistasafn kann raunar að vera tilraun til þess að bjóða sam- tímanum birginn, að takast á við þennan ótta við óreiðu og óvissu tímans, reyna að höndla óhöndlanlegt núið. Lengi fram eftir öldinni nægði flestum söfnum nútíminn sem viðfangsefni enda fáum gefíð að negla hann niður í eitt skipti fyrir öll. En samtímalista- safninu í Barselóna (Museu d’Art Contemp- orani de Barcelona, eða MACBA) var ætlað að koma við kviku listalífsins eins og segir í nýrri sýningarskrá þess. Svipþungur Meier miðað við gaudiskan Gehry MACBA hóf starfsemi fyrir réttum fímm árum. Eins og svo mörg systursöfn sín sker það sig mjög úr umhverfi sínu en það er staðsett í eldfornu, skuggalegu og niður- níddu Ravalhverfínu vestanmegin Römbl- unnar þar sem undirmálsfólk hefur búið um aldir og vændiskonur og misindismenn af ýmsu tagi hafa stundað útgerð sína. Bygg- ingin, sem teiknuð er af bandaríska arki- tektinum Richard Meier, er alhvít og undir- strikar þannig nýmælin sem í henni felast fyrir miðaldamyrkt hverfið. Safnið er raunar þáttur í tilraun borgarstjórnar til þess að bæta ásýnd hverfisins og andrúm. Hefur það tekist að nokkru leyti í norðurhluta þess þar sem MACBA og ný Miðstöð samtíma- menningar í Barselóna (Centre de Cultura Contemporánia de Barcelona, eða CCCB) eru staðsett en síður í suðurhlutanum. Það væri hins vegar afar forvitnilegt að geta fylgst með því hvernig sagan mun dæma safnbygginguna og gróft uppbrot hennar á svip hverfísins. Borgarbúar munu hafa verið ánægðir með Morgunblaðið/Þröstur Helgason Út úr enda hússins stendur stök bára sem vafalaust á að skírskota til tengsla borgarinnar við Miðjarðarhafið. bygginguna sem einnig lýsir talsverðu áræði í formgerð sinni en flestum er nú ljóst að Guggenheimsafn kanadíska ævintýramanns- ins Franks Gehrys í Bilbaoborg norður í Baskalandi hefur varpað stórum skugga á hvítu skelluna í Raval. Bygging Meiers virk- ar þung og leiðinleg á meðan gljáandi furðu- fiskur Gehrys geislar af gaudískri leikgleði og bjartsýni. Það er kannski fyrst og fremst inngangur MACBA sem gerir það svo þung- brýnt. Yfir hann slútir mikið og flókið stein- steypuverk sem sjálfsagt kitlar metnaðar- girni verkfræðinga en er misheppnuð fagurfræði. Bróðurpartur framhliðar safns- ins er þakinn gluggum sem láréttar sólhlífar skera en dagsbirtan er ekki látin ná inn í sýningarsalina eins og Gehry gerir á hugvit- samlegan máta í byggingu sinni. Ut úr enda hússins stendur stök bára sem vafalaust á að skírskota til tengsla borgarinnar við Miðjarðarhafið (eins og hvíti liturinn á raun- ar að gera einnig, að sögn arkitektsins) og myndar afar skemmtilegt sýningarrými. Að innan einkennist húsið annars talsvert af auðu og ónotuðu rými, löngum sneiðingum milli hæða og súlum en sýningarrými er stúkað af með léttum veggjum. Torg englanna sem MACBA stendur við lífgar upp á svipþungt safnið en þar blómstrar menning brettakynslóðarinnar. Ef til vill er hún samtímamenningin holdtek- in. Endalausar tilraunirnar til þess að skauta og stökkva eftir steinilögðu torginu virðast einungis dægrastytting meðan beðið er eftir því að eitthvað gerist. Svissneski listamaðurinn Beat Streuli hefur gert myndaröð um þessa nafnlausu borgara og er hún prentuð á gler í gluggum anddyris safnsins og myndar þannig skemmtilega tengingu milli þess og lífsins í hverfinu. Samtímalist: Líkami úr lofti Safnið leitast við að gefa sýnishorn af myndlist síðari hluta tuttugustu aldarinnar en það er raunar algengasta skilgreining hinna svokölluðu samtímalistasafna á sam- tímanum. Safnið tekur tillit til nánasta um- hverfis síns - Barselónaborgar, Katalóníu og Spáns alls - í vali á verkum. Þar má því finna verk eftir helstu meistara katalónskr- ar og spænskrar samtímalistar svo sem Antoni Tápies, Xavier Grau, Miquel Nav- arro, Carlos Pazos og Susönu Solano. Einnig hefur safnið að geyma úrval alþjóðlegrar samtímalistar en þar má nefna verk eftir höfunda á borð við Robert Rauschenberg, Gerhard Richter, William Kentridge, Mike Kelley og Tony Oursler. Þegar þessi grein var rituð fyrir tæpum mánuði voru þrjár sýningar í safninu. Á tveimur efri hæðunum voru aðfengnar sýn- ingar, annars vegar á verkum Svíans Öyvind Fahlström (til 8. janúar) og hins vegar á verkum Frakkans Philippe Thomas (til 26. n 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.