Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 13
NÚLLIÐ ÞAÐ SEM EKKERT ER EN ER SAMT EFTIR GUNNAR DAL Okkar orð núll kemur úr miðaldalatínu, „núlla figúra", sem merkir einfaldlega engin tala. AÐ BREYTA rökfræðingi í trúmann er eins og að reyna að vísa flugu leið út úr tómri flösku. Hún sér ekki glerið, öll skilningarvit hennar og skilningur segja henni að ekki sé munur á . gleri og öðru lofti. Ef þú ætlar að benda ketti á leið út um dyrnar þá horfir hann á fingurinn á þér en ekki á dymar. Trú er sérstök skynjun eins og ástin. Hún er innri sýn sem víkkar út landamærin milli veru- leikans og tómsins, milli þess sem er og þess sem er ekki. Það mætti segja að ný vera hefði verið staðsett þar sem áður var tóm, og þannig er öll sköpun í raun staðsetning veru í tómi. En hvað er tómið? Við tölum um það sem ekkert og þar með er það orðið skilgreint hugtak. Öll hugtök hafa göngulag mannsins. Við erum þessi ganga. Það er þess vegna erfitt að skoða hana frá einhverj- um sjónarhóli sem stendur utan við mannlega reynslu. Ég held að það sé gott fyrir andlega heilsu manna að láta hér staðar numið. Gáfaður stærðfræðingur sem fer að velta hugtakinu ekkert eða núllinu fyrir sér þarf að minnsta kosti að skrifa heila bók til að gera grein fyrir hvers vegna þetta ekkert er upphaf allra hluta stærðfræðilega séð. Að skrifa tíu bindi um hug- takið ekkert þótti sjálfsagður hlutur á minni tíð, ekki síst í Þýskalandi og Bandaríkjunum. En ég held að snemma á þriðja árþúsundinu uppgötvi menn að þeir sem ætla að gera þessu rökfræðileg skil skapa h'tið annað en höfuðverk og vanlíðan. Samt er núllið forvitnileg saga eins og öll önnur saga. Saga þess hefst með því að tveimur fleygum var þrýst niður í votan leir. Tölumar voru skírðar sínum nöfnum og urðu að fastri mynd í leimum. Þetta gerðu menn al- veg upp í töluna tuttugu sem þótti greinilega hæfilegur fjöldi til að leggja á minnið. Róm- verska talnakerfið var erfitt vegna þess að þar vantaði núllið, þetta dularfulla núll sem var engin tala en ómissandi í öllu kerfinu eftir að það var fundið upp í Mesopótamíu fyrir fimm þúsund árum. Rökvísir Grikkir áttu alltaf í erf- iðleikum með núllið, þetta ekkert sem er. Þeir áttu ekkert tákn fyrir núll fyrr en Alxander mikh kom með það frá Babýlon um 331 fyrir Krist. Það eru Grikkir sem skrifa það eins og við skrifum það. Það er ekki lengur fleygmynd- að heldur hringur. Menn segja að ástæðan fyr- ir þessu sé sú að þetta er fyrsti stafurinn í orð- inu „ouden“ sem þýðir ekkert. Lærðir Grikkir notuðu ekki núlhð nema í sambandi við stjömu- spár. Sama er að segja um Egypta. Stærðfræði var ekki í hávegum höfð meðal grískrar yfir- stéttar. Hún var vísindi kaupmanna og kaup- menn flokkuðust með bændum og þrælum og öðrum botnfiskum samfélagsins. Kaupmenn notuðu núlhð. Þeir notuðu það til dæmis á pen- ingi sem var merktur með núlli og kallaður „obol“ og notaður í Böódíu. Hann var næstum því einskis virði. Og það var einmitt þessi pen- ingur sem lagður var undir tungu hinna dauðu þegar þeir vom ferjaðir yfir fijótið. Þetta var ferjutollurinn hans Karons. Hér fær núllið nýja merkingu, næstum því ekkert. Gæti núllið einnig fengið merkinguna, meira en allt? Það er líka hugsanlegt. Hlutir sem við þekkjum í heimi mannsins em takmarkaðir. En geta töl- umar verið takmarkaðar? Tala og vemleiki eiga að fara saman, annars verður talan merk- ingarlaus. En hvað gerist eftir að við höfum notað tölu um allar þekktar stærðir, jafnvel þær stærstu? Er þá ekki enn hægt að marg- falda þá tölu með tíu og svo áfram endalaust? Að sjálfsögðu, stærðfræðilega. En hvað merkir þetta? Það merkir það að þegar við höfum not- að tölur um alla þekkta hluti tekúr núllið við. Núllið sem þá bætist við merkir eitthvað meira en allt hið þekkta í veröld mannsins. Merkingarleysa, segja menn. Ekki deili ég um það hvorki við þá sem segja já, né hina sem segja nei. Menn geta líka spurt, hvenær hætta nýir hlutir að bætast við, hvenær er nokkuð fullgert? Okkar orð núll kemur úr miðaldalatínu, „núlla figúra" sem merkir einfaldlega engin tala. Við það sjónarmið em margir bundnir enn. Vissir lærðir menn halda að það sé ekki hægt að telja nema á einn réttan hátt, það er að segja eins og Rómverjar. Eins og allir íslend- ingar þekkja úr skammdegispistlum dagblað- anna varð þetta mál flókið þegar nýtt tímatal hófst. Hjá Rómverjum gat ekkert ár verið árið núh. Þeir enduðu á árinu eitt og næsta ár á eftir var líka árið eitt, hið fyrra fyrir Krist, hið seinna eftir Krist. Þess vegna' urðu þeir að segja þá, eins og tryggir fylgjendur þeirra gera enn, að ár eins og 1000 eða 2000, ár sem enda á núlh, væm síðustu ár áratugarins, aldar eða ár- þúsunds en ekki fyrsta ár næsta áratugar, ald- ar eða árþúsunds. Þeir segja að sjálfsögðu að árið 2001 sé upphafsár þriðja árþúsundsins eft- ir Krist og fagnaðarlætin árið 2000 eintómur misskilningur. Á Vesturlöndum kom núllið afar feimnislega inn í tilverana árið 1740 þegar Jacques Cassini skrifaði bókina Tables astronomiques. Hann var einn virtasti stjömufræðingur átjándu ald- ar, bæði á Ítalíu og í Frakklandi. Hann virtist hafa haft þá skoðun á núllinu að það væri kyrrstaðan í tilvemnni sem aht annað snerist um. Með þessum manni virðist rómverski tíma- talsskólinn ekki lengur einráður í Evrópu. Kristið tímatal var mikhvægt, ekki vegna áhuga manna á upphafinu, heldur vegna hins gífurlega áhuga kristinna manna á heimsendi sem búið var að spá fyrir um af miklu öryggi. Eftir að menn höfðu fundið hina réttu dagsetn- ingu vom þess mörg dæmi að menn brenndu húsin sín og allar eigur nóttina fyrir dómsdag. Foringjar safnaðarins biðu með öllu fólki sínu, söfnuðinum, eftir logaflæðinu sem átti að brenna jörðina til ösku. Síðla kvölds snem menn vonsviknir th bmnninna húsa sinna. Þessi dagur, sögðu menn, átti fyrst að vera árið 1000, síðan 1260, síðan 1633 eða 1843. Aht þetta sáu menn með óyggjandi hætti í sjálfri Bibl- íunni. Alltaf var dagurinn eftir dómsdag frem- ur óýndislegur og skaðar manna miklir. Ekk- ert af þessu byrjaði á núlh eða endaði á núlli. Rökvísir Gríkkir áttu alltaf í erfiðleikum með núllið og áttu ekkert tákn fyrir það fyrr en Alex- ander mlkll kom með það frá Babýlon um 331 f. Kr. Fom mósaíkmynd sem sýnir Alexander mikla f orrustu. Þegar núlhð loks barði að dyram vom lærðir menn ófúsir að taka á móti því. Hjá heimsenda- spámönnum byrjaði allt á tölu og endaði á tölu. Við verðum hins vegar að hafa það í huga að núhið er viðurkennt sem tala í meira en fjögur þúsund ár víða um allanhinn gamla heim. Alltaf öðm hverju vora menn að koma með þessa þekkingu inn í Evrópu. Henni var einfaldlega hafnað af lærðum mönnum af rómverska skól- ■» anum. Stærðfræðingar hafa löngum fimbulfambað með núlhð eins og aðrar tölur. Þeir hafa jafnvel sýnt fram á það að stærðfræðilega séð geti núllið verið einn og einn verið núll. Hvernig? Jú, sjáðu tíl, segja þessir vísu menn: Fimm í fyrsta veldi er að sjálfsögðu fimm. Hvað er fimm í núllveldi? Að sjálfsögðu fimm. Er þá ekki éinn sama sem núll? Jú, stærðfræðilega séð. Nei, annars, það er ekki hægt, núll getur aldrei verið annað en núll. Það má alltaf leika sér að tölum. Stærðfræði getur líka verið hst- grein eins og ljóðagerð. Eðli og gildi núllsins hefur alltaf verið að breytast í gegnum tíðina. Á tölvuöld er það orðið stórveldi. Nútíminn talai' um milljónir mismunandi stærða frá núlli til tölunnar einn. Núhið er upphaf allra talna, allra stærða, allra vegalengda. Allt byijar á því sem við köllum núh. Þessi skilningur er nýlega fæddur. Það má ef th vhl segja að fæðing núhs- ins hafi staðið yfir í fimm þúsund ár. Og nú í byrjun þriðja árþúsundsins eftir Krist hefur það ef til vill ekki náð th allra manna enn. Enn er rökfræðingurinn okkar eins og fluga í tómri flösku suðandi um tuggur og merkingarleysi orðanna og á erfitt með að finna leið út úr flösk- unni sinni. Hvað merkir núll? Menn em ekki á eitt sáttir hvort þriðja árþúsundið byrji árið 2000 eða 2001. Þrætuspekingar deha um þetta áram saman og virðast horfa framhjá þeirri einföldu staðreynd að það er algert samkomulagsatriði hvort mönnum þóknast að telja frá einum eða núhi. Já, en núllið er ekki neitt og hvemig er hægt að telja frá engu eða því sem ekki er til? segja sumir og er mikið niðri fyrir og virðast halda að þetta sé stærðfræðileg afstaða. Það er rétt, núhið er ekkert. En núllið er dularfuht. Núllið sýnist vera veruleiki sem getur fætt af sér allan vemleika. Þegar þú horfir á það er það ekki neitt, en þegar þú horfir í gegnum það geturðu séð allan heiminn. Hvemig getur ekkert verið th? Það er leyndardómur núllsins. Núlhð er ekki-veran sem öll vera er komin frá og núllið er lflca allt það sem er fyrir utan hugtakavera- leika mannshugans. Hugtakaveralehd er það sem maðurinn getur skilið og skilgreint og komið í orð. Það er ekki allur vemleiki þannig. í augum sumra tekur núlhð á sig trúarlega mynd. Það er ýmist hið ægilega tóm eða hin guðdómlega uppspretta. Það hefur göngu sína frá Súmemm gegnum Grikkland og Indland til Vesturlanda. Og vestrið hefur alltaf átt og á enn í vandræðum með að skilgreina það. NúlUð hefur alltaf eitthvert lag á að dulbúa sig í ótal myndum. Núll fyrir framan foringjann, sem við táknum með tölustafnum einum, hefur ekkert ghdi. En ef núlUð er fyrir aftan foringjann, fyr- ir aftan tölustafinn einn, þá tífaldast ghdi for- ingjans. Þó að það sé ekkert þá er það raun- veralega eitthvað. Allar gátur mannsins sameinast í gátu núllsins. Ein merking núllsins er allt þetta sem verður að engu í náttúmnni í lífi manna og þjóða. En þetta sem menn hafa kallað núll og sagt að væri horfið út úr tilver- unni og væri ekki-vera er eins og fræið undir snjónum. Það skýtur óvænt rótum á nýju vori þegar veðurfar breytist og breytist úr ekki- vem í nýja vem, eins og það gerir raunar ævin- lega. Núllið er gott umræðuefni fyrir þrætu- spekinga. Þeir ná aldrei tökum á því. Þeir menn virðast fara með sterk rök sem segja að núhið sé núll og núhið sé ekki tala og núlUð sé ekld neitt stærðfræðilega séð. Og andmæl- andinn getur vel leyft sér að brosa út í annað munnvikið og endurtekið orðin: stærðfræði- lega séð. Stærðfræðingar þriðja árþúsundsins em þegar búnir að vísa núlUnu í öndvegi innan stærðfræðinnar. Þeir segja að einmitt það hafi mótað stærðfræðilega hugsun. Núh og stærð- fræði eiga samleið. En það svarar raunar ekki spumingunni um það hvort maðurinn hafi fundið núlUð eða fundið það upp. Stærðfræði okkar er engin lokaniðurstaða, stærðfræði okkar er í hröðum vexti. Til forna var ein af merkingum núllsins slanga sem beit í sporðinn á sér og lokaði þar með hringnum. En núllið okkar merkir ekki að neinum hring sé lokað. Við eram alltaf á leiðinni. Ég á ekki von á því að þriðja árþúsundinu takist að finna núllið, en það mun nálgast það. Einmitt þetta er lykilhugsun stærðfræðinga og vísindamanna í upphafi þriðja árþúsundsins, eitthvað sem nálgast núll. Eins og ég sagði: núllið er ráðgáta og stundum þversögn. Sköpuðum við núllið eða skapaði núlUð okk- ur? Svar við þessari spumingu er ekki líkt því eins auðvelt og þú ef th vih heldur. Og ekki mitt viðfangsefni. Höfundur er heimspelcingur. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 2. DESEMBER 2000 1 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.