Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 2
Laufabrauðsútskurður í Árbæjarsafni. JÓLASÝNING í ÁRBÆJARSAFNI ÁRLEG jólasýning Árbæjarsafns verður opin mnnudagana 3. og 10. desember næstkom- andi kl. 13-17. Þá gefst gestum tækifæri til að fylgjast með undirbúningi jólanna eins og hann var í gamla daga, flest hús safnsins verða opin og mikið um að vera. I Árbænum sitja fullorðnir og börn með vasahnífa að skera út laufabrauð. Síðan er það steikt í eldhúsinu og gestum boðið að bragða á. Einnig verða steypt kerti f skemm- unni bæði úr tólg og vaxi. Uppi á baðstofulofti verður spunnið, pijónað og saumaðir roð- skór. Þar verða einnig krakkar að velja jóla- tré lyngi og jólasögur verða lesnar. I Hábæ verður hangikjötið komið í pottinn og leik- fangasýningin í Komhúsi hefur fengið jóla- svip, þar verður einnig sýnt jólafondur og gestir fá að föndra. f Líkn verður sýning á jólaskrauti í eigu safnsins og Dillonshús býð- ur upp á Ijúffengar veitingar. Nýja sýningin um sögu Reykjavíkur verður einnig opin. Dagskráin hefst klukkan 13 en klukkan 14 verður messa í safnkirkjunni og klukkan 15 hefst jólatrésskemmtun. Sunnudaginn 3. des- ember syngja skólabörn úr Ártúnsskóla jóla- lög en sunnudaginn 10. desember kemur barnakór Árbæjarkirkju og syngur undir stjóm Margrétar Dannheim. Síðan verður dansað í kringum jólatréð og eru gestir hvatt- ir til að vera með. Jólasveinar, þessir gömlu íslensku, verða á vappi um safnsvæðið kl. 14- 16.30, hrekkjóttir og stríðnir að vanda, og taka þeir þátt í dansinum kringum jólatréð. GUÐSPJÖLLIN í NORRÆNA HÚSINU DANSKI presturinn og rithöfundurinn Jo- hannes Mollehave fjallar um guðspjöllin og vonina í fundarsal Norræna hússins á morg- un, sunnudag, kl. 16. Johannes Mollehave er prestlærður, lauk kandídatsprófi í guðfræði árið 1963 og starf- aði sem prestur til ársins 1991. Hann hefur getið sér gott orð í Danmörku sem sóknar- prestur með umdeilanlegar skoðanir og gott kopskyn en hann er ekki síður þekktur : em rithöfundur og greinahöfundur. Höfundarverk hans er jafnt minningar, skáldsögur, bókmenntasaga sem og bækur til huggunar, gleði og gamans. Þá hefur hann samið fyrir útvarp og sjónvarp og ver- ið með í að semja þekkta sjónvarpsþætti. Einnig hefur hann skrifað gagnrýni í blöð og hin síðari ár verið eftirsóttur fyrirlesari í Danmörku. Johannes Mollehave vakti fyrst athygli sem rithöfundur með endurminn- ingabókinni „Pá myrens fodsti“, sem kom út 1973. Á næstu árum gaf hann út m.a. predikan- ir sínar og fyrsta skáldsaga hans, „En fri mand“, var gefin út 1982. Ónnur skáldsaga hans, „Kan den, som kan lægge to og to sammen", kom út 1990 og árið eftir kom skáldsagan „Retur til Waterloo". Johannes Mpllehave hefur einnig þýtt ýmsa texta og má nefna rokkóperuna Jesus Christ Superstar 1973. Aðgangur er ókeypis. SÝNING á verkum Kristínar Gunnlaugsdótt- ur verður opnuð í Hallgrímskirkju eftir messu á morgun, sunnudag, kl. 12.15. Kristín sýnir fjögur olíumálverk sem öll eru unnin á þessu ári. Verkin eru fígúratív og byggð á vangaveltum um stóru spurningarnar í lífinu, einsemd mannsins og þörf hans fyrir Guð. Kristín er fædd á Akureyri árið 1963. Hún lauk námi úr Myndlistar- og handíðaskólanum 1987, dvaldi í klaustri í Róm 1987-88 og nam íkonagerð. Þá fór hún til Flórens og stundaði nám í Ríkisakademíunni frá 1988-1993. Þetta er sjötta einkasýning Kristínar á Is- landi, en hún hefur tekið þátt í fjölda samsýn- inga heima og erlendis. Kristín Gunnlaugsdóttir við eitt verka sinna. Morgunblaðið/Ásdís FJÖGUR OLlUMÁLVERK FERNIR TÓNLEIKAR UM HÁTÍÐARNAR OG DAGSKRÁIHVERJUM MÁNUÐI NÍTJÁNDA starfsár Listvinafélags Hallgríms- kirkju hefst sunnudaginn 3. desember, fyrsta sunnudag í aðventu. Félagið býður upp á fjölbreytta dagskrá, fema tónleika um jól og áramót og að jafnaði eina dagskrá í hverjum mánuði, auk fjölda dag- skrárliða á Kirkjulistahátíð 2001 um hvítasunnu og Sumarkvölda við orgelið með 27 orgeltón- leikum í júlí og ágúst. Félagið stendur að fjór- um myndlistarsýningum á árinu undir forystu- Listasafns Hallgrímskirkju. Á upphafsdegi nýs starfsárs verður hátíðarmessa klukkan 11, þar sem Karl Sigurbjömsson biskup prédjkar og Mótettukór Hallgrímskirkju syngur. í mess- unni verður tekið á móti gjöfum til Hjálpar- starfs kirkjunnai-, en á þessum degi hefst jóla- söfnun hjálparstarfsins. Að lokinni messu verður opnuð sýning Kristínar Gunnlaugsdótt- ur á fjórum olíumálverkum í forkirkjunni. Klukkan 17 heldur Bama- og unglingakór Hall- grímskirkju jólatónleika undir stjórn Bjarneyj- ar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur. Á tónleikun- um syngja kórarnir jólalög úr ýmsum áttum, en einn af hápunktunum verður framflutningur á jólalagi eftir Hildigunni Rúnarsdóttur. Listvinafélag Hallgrímskirkju hefur frá stofnun árið 1982 haft það að markmiði að efla listalíf við kirkjuna. Félagsþátttaka í Listvina- félaginu er ekki bundin við sóknarmörk, en gegn vægu árgjaldi fá félagar aðgang að öllum dagskráratriðum á vegum félagsins og Sumar- kvölda og afslátt á aðgöngumiðum að dag- skráratriðum Kirkjulistahátíðar. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun, Árnagarði: Handritasýning. Til 15. maí. Bókasafn SeKjarnarness: Jón Axel Egils- son. Til 2. des. Edinborgarhúsið, ísafirði: Nína Ivanova. Til 3. des. Félagsheimilið Aratunga: Gunnar Ingi- bergur Guðjónsson. Til 24. des. Galleri@hlemmur.is: Samsýning20 lista- manna. Til 3. des. Gallerí Fold: Garðar Pétursson. Til 10. des. Gallerí Nema hvað: Rósa. Til 6. des. Gallerí Reykjavík: Reynir Katrínarson. Til 2. des. Ki-istín Þorkelsdóttir. Til 3. des. Ebba Júlíana Lárusdóttir. Til 8. des. Gerðarsafn: Fullveldi. Til 30. des. Grófarhúsið: Móðirin í íslenski-i ljósmynd- un. Til 3. des. Hafnarborg: Sýning 6-10 ára barna úr Litla myndHstarskólanum í Hafnarfirði. Til 7. jan. Hallgrímskirkja: Kristín Gunnlaugsdóttir. Til 19. feb. Hestamiðstöð íslands: Bjarni Þór. Til 24. des. Ingvar Helgason hf.: Ljóðmyndasýning. TillO.jan. Listagrip: Sjö listakonur. Listasafn Akureyrar: „Heimskautslöndin unaðslegu". Til 17. des. Listasafn ASI: Ljósasögur. Til 3. des. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudaga, kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn íslands: Verk Þórarins B. Þor- lákssonar. Til 3. des. Listasafn Rvk. - Ásmundarsafn: Undir bárujárnsboga. Til 31. des. Verk í eigu safnsins. Listasafn Rvk. - Kjarvalsstaðir: Jóhannes S. Kjarval. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: H ærra til þín. Til 4. jan. Listaselið: Harpa María Gunnlaugsdóttir og Þóra Einarsdóttir. Til 9. des. Listasetrið Kirkjuhvoli Akranesi: Þor- björg Höskuldsdóttir. Til 3. des. Listhúsið Laugardal: Sigurrós Stefáns- dóttir. Til 27. des. Ljósaklif, Hafnarfirði: Susanne Christen- sen og Einar Már Guðvarðarson. Til 20. des. Norræna húsið: Jyrki Parantainen. Til 17. des. Brita Been og Barbro Hernes. Til 31. des. Norska húsið, Stykkishólmi: Nytjalist úr náttúrunni. Til 3. des. Nýlistasafnið: SjónþingVísiakademíunn- ar. Til 12. des. Pakkhúsið Höfn í Hornafirði: Þorgerður Sigurðardóttir. Til 17. des. Sjóminjasafnið á Eyrarbakka: Linda Ás- dísardóttir. Til 28. des. Skaftfell, Seyðisfirði: Jón Óskar. Til 15. jan. Sparisjóður Hlj., Garðatorgi: Bubbi og Jó- hann G. Jóhannsson. Til 21. des. TÓNLIST Laugardagur Fnlíirkjan í Reykjavík: Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Richard Talkowsky sellóleikari og Ki-ystyna Cortes píanóleikari. Kl. 20. Langholtskirkja: Tónleikar á vegum Tón- skóla Sigursveins og koma um 100 nem- endur fram. Kl. 14. Reykholtskirkja, Borgarfirði: Kammer- kór Vesturlands, ásamt einsöngvurum og hljóðfæraleikurum. Kl. 16. Sunnudagur/þriðjudagur Hallgrímskirkja: Kvennakór Reykjavíkur. Kl. 20.30. Miðvikudagur Norræna húsið: Kvintettinn Fagotterí. Kl. 12.30. LEIKLIST Iðnó: Sýnd veiði, lau. 2., fös. 8. des. Leik- hópurinn Perlan, sun. 3. des. Medea, sun. 3. des. Þjóðleikhúsið: Draumur á Jónsmessunótt, lau. 2. des. Horfðu reiður um öxl, sun. 3. des. Kirsuberjagarðurinn, fös. 8. des. Smíðaverkstæðið: Ástkonur Picassos, fös. 8. des. Borgarleikhúsið: Abigail heldur partí, lau. 2. des. Auðun og ísbjöminn, lau. 2., sun. 3. des., Kysstu mig Kata, lau. 2. des. Litla sviðið: Abigail heldur partí, lau. 2. des. Skáldanótt, fös. 8. des. Hafnarfjarðarleikhúsið: Litla stúlkan með eldspýturnar, lau. 2., sun. 3. des. Vitleys- ingamir, lau. 2.,_sun. 3., fös. 8. des. Loftkastalinn: Á sama tíma að ári, lau. 2., fös. 8. des. Bangsímon, sun. 3. des. Kafflleikhúsið: Eva, sun. 3. des., fös. 8. des. Háaloft, þri. 5. des. Möguleikhúsið: Hvar er Stekkjarstaur?, sun. 3., fim. 7. des. Jónas týnir jólunum, sun. 3., fim. 7., fös. 8. des. Tjamarbíó: Góð- ar hægðir, lau. 2., fós. 8. des. Prinsessan í hörpunni, lau. 2. des. Smiðjan - Nemendaleikhúsið: Ofviðrið, lau. 2., mið. 6., fim. 7., fós. 8. des. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 2. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.