Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 17
Keith Reed flytur 14. sonnettuna. Ásta Schram les sonnettu eftir Gunnar Gunnarsson. VORIÐ ER EINS OG HVÍTVOÐUNGUR Um síðustu helgi voru haldnir tónleikar að Skriðu- klaustri í Fljótsdal. Frumfluttvar tónlist Keiths Reed, óperusöngvara og tónlistarkennara á Egilsstöðum, við fimm sonnettur eftir Gunnar Gunnarsson. STEIN- UNN ÁSMUNDSDÓTTIR fór að Skriðuklaustri. SKÚLI Bjöm Gunnarsson, for- stöðumaður Gunnarsstofnun- ar í Skriðuklaustri, flutti stutta tölu fyrir tónleikana og minntist meðal annars á að Gunnar Gunnarsson hefði ekki aðeins verið mikið sagnaskáld, heldur einnig af- burðaijóðskáld. Til dæmis voru fyrstu bæk- ur Gunnars tvö lítil ljóðakver sem hann fékk útgefin árið 1910, aðeins sautján ára gamall, og árið eftir var gefið út eftir hann ljóðasafn í Danmörku, ort á danska tungu. Sonnettan vandasamt form Skúli sagði frá því að árið 1912 hefði Gunnar ort á dönsku ljóðaflokkinn Sonnettu sveig, Um Zisku og vorið. Þetta er síð- rómantískur ástaróður ungs skálds til sinnar heittelskuðu; Franziscu Antoníu Jósefinu Jörgensen, sem síðar varð eiginkona hans. Ljóðformið er eitt hið erfiðasta sem skáld takast á við; sveigur sem fléttast úr fimmtán sonnettum. Hver sonnetta hefur fjórtán ljóð- línur, fimm öfugar tvíliður, tvær ferhendur og tvær þríhendur. Ferhendurnar ríma inn- byrðis og einnig hvor við aðra og hið sama gera þríhendurnar. Sveigurinn binst þannig, að lokalína hverrar sonnettu er jafnframt upphafslína þeirrar næstu. Síðasta sonnett- an, sú fimmtánda, er síðan gerð úr upphafs- línum allra hinna fjórtán í réttri röð. Fyrir vikið verður fyrsta lína fyrstu sonnettu einn- ig lokalína þeirrar fjórtándu. Þýðandi ljóða- flokksins, Helgi Hálfdanarson, breytti því einu frá frumformi sonnettanna að setja ís- lenska stuðlasetningu í stað endaríms. Tónlistin frumflutt t sparistofu skáldsins Á tónleikunum voru flutt lög við fyrstu, sjöttu, áttundu, elleftu og fjórtándu sonn- ettu, en hinar níu voru lesnar upp á milli við undirleik. Fyrsta sonnettan var sungin af fimm söngvurum, þeim Ástu Schram, Helgu Magnúsdóttur, Herbirni Þórðarsyni, Júlíu Wramling og Þorbirni Rúnarssyni. Júlía, Suncana Slamning, Þorbjörn og Keith sungu svo hvert sína sonnettuna. Keith spilaði und- ir, en Suncana sá um undirleik við söng Keiths. Tónlistin er samtímatónlist undir nýrómantískum áhrifum og gerðu tónleika- gestir ákaflega góðan róm að flutningnum. Að loknu stuttu ávarpi Keiths voru sonnett- urnar fimm fluttar aftur. Tónleikarnir fóru fram í gömlu sparistofunni á Skriðuklaustri og má þannig með sanni segja að ekki hafi verið hægt að hugsa sér betur viðeigandi umhverfi til frumflutnings tónlistar við ljóð Gunnars. Hreifst af tilfinningadýpt og rómantik Ijóðanna Keith Reed fékk hugmyndina að semja tónlist við sonnettumar, þegar hann dvaldist í lista- og fræðimannsíbúðinni í Skriðu- klaustri fyrir þremur árum. Þar rak á fjörur hans bók með ljósprentuðu handriti að Sonnettu sveig, Um Zisku og vorið. Hand- ritið að ljóðaflokknum færðu feðgarnir Gunnar skáld og Gunnar listmálari, sem myndskreytti Ijóðin, Franziscu að gjöf á silf- urbrúðkaupsdegi þeirra hjóna árið 1937. Handritið var ljósprentað og gefið út á bók árið 1989 í tilefni af aldarafmæli skálds- ins. Keith segist hafa hrifist af tilfinningadýpt og rómantík ljóðanna og því að textinn sjálf- ur og fáguð orðnotkunin beri með sér blæ frá öðrum tímum. Um tónlistina sjálfa segir hann að sér hafi verið mikilvægt að vera trúr andblæ ljóð- anna, sem séu eins og vorið í eðli sínu. Vor- ið, sem sé dásamlega ófullkomið, eins og nýtt og vlðkvæmt samband karls og konu, þrungið lífi og án róta reynslunnar. Gunnar segir sjálfur í einni sonnettunni að vorið sé eins og hvítvoðungur og Keith reynir að endurspegla þetta bernska og brothætta óöryggi í tónlist sinni. Hann segir að söngurinn sé eins og óaft- urkræft listaverk og byggist á sama grunni og íþróttaafrek: Listamaðurinn syngi fyrir fólkið í salnum hér og nú, list á punktinum og hvorki hægt að breyta né taka til baka. Þessi feiknarlega krefjandi rammi sem tón- listin lifi í gefi ómengaðan sköpunarkraft, en sé jafnframt það erfiðasta sem til er í list- sköpun. Keith Reed fæddist í Bandaríkjunum. Hann lauk BA-prófi í tónlist og kórstjórn ár- ið 1984 og mastersprófi með óperusöng sem aðalgrein frá Indiana-háskóla í Bloomington 1989. Það ár giftist hann Ástu B. Sehram sem einnig stundaði nám við skólann og fluttu þau til íslands. Þau eiga fimm börn. Frá árunum 1989-1992 söng Keith ýmis óp- eruhlutverk hjá Islensku óperunni og kenndL auk þess söng við Söngskólann í Reykjavík og á fleiri stöðum. Haustið 1992 var honum boðinn samningur við óperuhúsið í Detmold í Þýskalandi. Þar söng hann hlutverk í ýms- um óperum. Á meðan hann dvaldi í Þýska- landi kom hann oft heim til íslands til að taka þátt í óperuflutningi þar og halda ein- söngstónleika. Haustið 1996 flutti Keith til Egilsstaða ásamt fjölskyldu sinni. Hann er nú yfirmaður og kennari söngdeildar Tón- listarskóla Austur-Héraðs, auk þess að stjóma kórum og setja upp óperur hjá Óp- erustúdíói Austurlands, en hann var einn helsti hvatamaður að stofnun þess. Keith sagði að lokum að hann langaði til að semja lög við allar sonnetturnar fimmtán og að það myndi honum takast á einhverjum ótilgreindum tíma í framtíðinni. MorgunblaðiS/Sleinunn Ásmundsdóltir F.v.: Helga Magnúsdóttir, Júlía Wramling, Ásta Schram, Þorbjöm Rúnarsson, Herbjöm Þórðarson og Suncana Slamning, flytjendur sonnettanna. LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 2. DESEMBER 2000 1 7 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.