Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Page 10
Júlíana Sveinsdóttir, sjálfsmynd, 1925. Snæfellsjökull um nótt, 1951. EFTIR LEIF SVEINSSON Júlíana Sveinsdóttir dvaldi meginhluta ævinnar í Danmörku , en viðfangsefni hennar voru oft íslensk og hér eru tal< dir upp 13 staðir þar sem hún kom og málaði, stundum ár eí+ir ár. MARGIR íslendingar leggja nú stund á lista- sögu víða um heim og . hafa nokkrir þeirra valið sér að prófverk- efni frænku mína Júlí- önu Sveinsdóttur list- málara (1889-1966). Þar sem hún dvaldi meginhluta ævi sinnar í Danmörku eru fáar heimildir til um ævi henn- ar nema þá helst hjá okkur ættingjum hennar. Telég því rétt að reyna að bjarga einhverju af þeim fróðleik frá glötun, sem ég kann að búa yfir um ævi hennar. Dóttir mín Bergljót, sem búsett er í Greve í Toscanahéraði á Italíu, mun aftur á móti rita um dvöl Júlíönu á Ítalíu og hefur þegar birst ein grein eftir hana í Morg- unblaðinu 15. október sl. og von er á fleiri greinum eftir hana fljótlega. Ég mun aftur á móti í þessu greinarkorni telja upp þá staði, sem mér er kunnugt um, að hún hafi málað á. Mun ég þar styðjast við sýningarskrá þá, sem Heimaklettur, 1949. gefin var út í sambandi við minningarsýningu um hana, sem við ættingjarnir héldum á Kjarvalsstöðum 1974. I Húsafell Á Húsafelli í Hálsasveit í Borgarfirði dvelur hún sumrin 1920-1924. Á þessum árum mátti segja að á HúsafelU væri hálfgerð listamanna- nýlenda. Ásgrímur Jónsson (1876-1958) var þar fastur sumargestur, en með Júlíönu sumar- ið 1921 voru þeir Guðmundur (Muggur) Thor- steinsson (1891-1924) og Jón Stefánsson (1881- 1962). Ásgrímur var nokkuð eldri en hin þijú, einfari, en hin þrjú voru ákaflega samrýnd. Jón var þar fremstur meðal jafningja og hafði mikil áhrif á list hinna tveggja, svo sem sjá má af verkum þeirra. Húsráðendur á Húsafelli voru þá Þorsteinn Þorsteinsson (1889-1962) bóndi og kona hans Ingibjörg Kristleifsdóttir (1891- 1930). í heimilinu var einnig Guðrún Jónsdóttir (1861-1957) oft kölluð Húsafells-Gunna. Hún lét sér mjög annt um listamennina og sem dæmi þar um var Júlíana eitt sinn í tjaldi á Húsafellstúninu. Ofsarok gerði um nóttina, Gunna var alltaf að spyrja heimilisfólkið, hvort tjaldið væri ekki fokið ofan af henni Júlíönu, en þegar Júlíana kom heim um morguninn, er lægt hafði, spurði hún Gunnu af hveiju einhver hefði ekki komið út að tjaldi og boðið henni að gista inni í bæ. Júlíönu þótti afar vænt um Húsafell og aUt heimilisfólk þar, heimsótti það sumarið 1955, fór Kaldadal frá Þingvöllum. Áuk þess málaði hún þar eina mynd af Eiríksjökli sumarið 1948. Húsafellssumrin voru henni ákaflega kær í minningunni því þeir þremenn- ingamir voru sem einn maður þarna á Húsafelli pg þessi tími er mjög þýðingarmikill í listasögu Islands. Júlíana sendi Gunnu heillaóskaskeyti á 95 ára afmæli hennar 26. ágúst 1956. Myndir Júlíönu frá Húsafellssumrunum eru í skránni frá 1974 nr. 7,9,20og21. II Dalsmynni í Norðurárdal Sumarið 1922 dvelur Júlíana um tíma í Dals- mynni í Norðurárdal í Borgarfirði hjá þeim hjónum Jóni Vigfússyni (1884-1936) og konu hans Sesselju Jónsdóttur (1892-1982). Var hún í tjaldi alllangt frá bænum. Dag einn stendur nágranni Jóns bónda á hlaðinu í Dalsmynni og bendir á einhvern ókennilegan hlut, sem nálg- ast óðfluga bæinn. „Er nýr hestur kominn í sveitina?" spyr aðkomumaður. „Gríðarlega ber hann hratt yfir.“ Jón bóndi svarar: „Nei, nei, þetta er bara hún Júlíana að sækja sér mjólk.“ Frænka var þá 33 ára og bráðrösk til göngu. Myndir frá Dalsmynni eru í skránni frá 1974 m.a. nr. 12 og 33. III Barkarstaðir í Fljótshlíð Þar dvelur Júlíana senniiega hluta úr sumri árið 1926, því frá því ári er mjög fallegt mál- verk eftir hana, sem ég sá í Statens Museum for Kunst í Kaupmannahöfn (Annexinu) fyrir HVAR Á ÍSLANDIMÁLAÐI 4 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.