Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Side 7
Súlurnar setja svip sinn á safnið að innan. Verkið readymades belong to everyone eftir franska listamanninn Philippe Thomas. Líkami úr iofti eftir ítalska listamanninn Piero Manzoni. Verklð varpar óvæntu Ijósi á sam- tímalistina. nóvember) en báðir eru þeir látnir. Fahl- ström og Thomas voru gjörólíkir listamenn enda af sinni kynslóðinni hvor. Fahlström (1928-1976) var í blóma ferils síns á sjöunda og áttunda áratugnum. Hann var frábær málari en notaði ýmis önnur efni og form til þess að koma hugmyndaróti kalda stríðsins til skila en sjálfur vildi hann frekar kalla sig „vitni“ þess en þátttakanda. Thomas (1951- 1995) var hins vegar afsprengi póststrúkt- úralískra kenninga um upplausn mannsins (sjálfsverunnar) og merkingarinnar. Um- fjöllunarefni hans er höfundurinn og verkið Safnið og Ravalhverfið eru eins og svart og hvítt. Meatball Curtain eftir sænska listamanninn Öyvind Fahlström. Það er kannski fyrst og fremst inngangur MACBA sem gerir það svo þungbrýnt. Yfir hann slútir mikið og flókið steinsteypuverk sem sjálfsagt kitlar metnaðargirni verkfræðinga en er mis- heppnuð fagurfræði. og afneitun þeirra beggja í listinni. Eitt þema hans var: Að verða mikill listamaður án þess að þurfa að þola sársaukann, angist- ina og fátæktina. Hugsunin var sú að höf- undurinn og njótandinn (lesandinn, skoð- andinn) hefðu runnið saman í eitt eða leyst upp sem virkar andstæður: „readymades belong to everyone" var skrásett vörumerki almannatengslaskrifstofu sem Thomas opn- aði í Cable-galleríinu í New York árið 1987. Strikamerkin sem hann er sennilega fræg- astur fyrir eru einnig tilvísun í ofuráhersl- una á höfundinn í list nútímans en þau voru hin óræku nafnskírteini höfundar - og kaup- anda. Slíkt merki prýðir nú framhlið MACBA og gerir þar með bygginguna að því einstaka og upprunalega listaverki sem hún vill vera. Á neðstu hæð eru svo sýnd ný aðföng safnsins en þau spanna allt tímabilið sem safnið fjallar um. Raunar skiptir það sam- tímalistinni niður í fjögur tímabil í sýningar- skrá sinni sem flækir enn þetta hugtak. Fyrsta tímabilið nær frá lokum fimmta ára- tugarins til miðs sjöunda áratugarins og tengist þannig kalda stríðinu og veldistíma Francos á Spáni, en einnig auknum auglýs- ingaiðnaði og fjölgun prentmiðla. Spænsk og evrópsk myndlist veitti í grófum dráttum tvenns konar svör við ástandinu: Annars vegar fylltist myndflöturinn af kaótísku og órólegu vitundarlífi listamannsins í ógnvæn- legum og óstöðugum heimi og hins vegar leituðu listamenn að reglu, jafnvægi og hlut- lægni sem leiddi meðal annars til svokallaðr- ar konkretlistar. Annað tímabilið nær yfir sjöunda og áttunda áratuginn sem var upp- tekinn af nýjum viðhorfum og vísindum sem spruttu upp í kjölfar atburðanna í maí 1968. Listamenn hættu að einbeita sér að lista- verkinu sem slíku og sneru sér meir að sköpunarferlinu og ytri aðstæðum. Rót- tækni, upplýsingamiðlun og samfélagslegar umræður lituðu mjög list þessa tímabils. Á Spáni tók konseptlist áttunda áratugarins virkan þátt í sósíalískri andófsbylgju í lok valdatíma Francos. Meðal annarra lista- manna í nýjum aðföngum safnsins frá þessu tímabili eru Dieter Roth, Hans Haacke og Mario Merz sem allir tóku þátt í endur- skilgreiningu listaverksins og þróun nýrra tjáningarforma. Þriðja tímabilið spannar mestan hluta áttunda áratugarins og þann níunda þegar grundvöllur hnattvædds efna- hagskerfis og menningarlegrar einsleitni var óðum að styrkjast. Upp úr þessu spratt málverkið nýtt og spennandi ásamt öðrum hefðbundnum listformum og í framhaldi varð ljósmyndatæknin myndlistarmönnum handgengin við að útfæra nýjar hugmyndir um miðlun og merkingu. Fjórða og síðasta tímabilið í skilgreiningu safnsins á samtíma- list hófst svo með falli Berlínarmúrsins 1989. Á því nær hnattvæðingin hámarki sínu undir merkjum samskipta- og upplýsingabylting- arinnar. Myndlist og menning almennt teng- ist í síauknum mæli neyslu og skemmtiiðn- aðinum á einhvern hátt. Annars vegar má finna velþóknun á popp- menningunni, gildi kitsins og neysluvörunn- ar. Hins vegar má sjá gagnrýni á það hvern- ig gildi alþýðumenningar hefur verið minnkað og einnig gætir viðleitni meðal sumra listamanna til þess að halda áfram að þróa hin módernísku listform. Vídeólist og vídeóinnsetningar hafa komið í stað áherslu á ljósmyndun og tölvutæknin leikur stórt hlutverk í listsköpuninni og gerir miðlun og móttöku að nýju vandamáli þar sem stafræn myndboð gera mönnum sífellt erfiðara fyrir að skilja á milli sýndar og reyndar. Þessi upptalning segir í raun og veru af- skaplega lítið um samtímalistarhugtakið. Eiginlega skilgreiningu á samtímanum og samtímalistinni er sennilega aðeins að finna í einstökum verkum hvers tíma. Hvert verk á sinn tíma. Hvert listaverk er afsprengi síns samtíma. Sum verk hafa raunar víðari skírskotun og geta jafnvel leiðbeint til betri skilnings á samtímalistinni. Verk ítalska listamannsins Pieros Manzonis (f. 1934) á aðfangasýningu MACBA, Corpo d’Aria sem mætti þýða Líkami úr lofti, varpar áhuga- verðu ljósi á samtímalistina þegar vel er að gáð. Verkið samanstendur af uppblásinni blöðru sem situr á þríarma standi og við hlið þess er askja sem inniheldur að því er virð- ist tæki til þess að blása loftinu í blöðruna og einhverju öðru amboði sem gæti verið nokkurs konar prjónn. Og samtímalist gæti vissulega verið blaðra sem bíður eftir því að verða stungin með prjóni og sprengd. Að margra mati er hún plast fullt af lofti, eða jafnvel, eins og listamaðurinn segir, líkami úr lofti. Sum samtímalist er sannarlega dæmd til að springa eða falla saman smátt og smátt. Samtímalist er á vissan hátt and- ardráttur í umbúðum. Samtímalist er tilraun til að setja andartak í lífi manns í varanlegar umbúðir. Hún er tilraun til að einangra and- rúmsloft tímans, tíðarandann svokallaða. Samtímalist er viðbragð óttasleginna sam- tímamanna sem trúa á framvindu tímans og eilífðina sem þeir vilja eignast í eitt and- artak. Heimsóknin sannarlega þess virði Fyrstu árin eftir að MACBA var opnað olli safnið nokkrum deilum í fjölmiðlum. Byggingin þótti ekki standast samanburð við meistaraverk Gehrys í Bilbao og óánægja var með listaverkaeign þess og sýningarhald. Síðustu misseri hefur sljákkað í mönnum enda heldur nýr safnstjóri, Manu- el Borja-Villel, fast um stjórnartaumana en hann er sá þriðji sem gegnir starfinu. Þykir hann hafa þétt nokkuð listaverkaeign safns- ins og gert sýningarhald alþjóðlegra. Heimsókn í MACBA er sannarlega þess virði, þótt ekki sé til annars en að skoða ein- stæða bygginguna í grábrúnu Ravalhverfinu þar sem ekkert samsvarar háhvítum lit safnsins, ekki einu sinni þvotturinn úti á snúru í nærliggjandi húsum. í vetur er safnið opið frá 11 til 19.30 alla virka daga nema þriðjudaga, frá 10 til 20 á laugardögum og frá 10 til 15 á sunnudögum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. DESEMBER 2000 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.