Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 14
Séð yfir lóniö frá Oia til Nea Kamini og borgarinnar Pheru. Á leið til Theru, sem sést á myndinni í baksýn. ER ÞETTA HIÐ FORNA ATLANTIS? GRIPIÐ NIÐUR í DAGBÆKUR SVAVARS JÓSEFSSONAR EFTIR VILMUND KRISTJÁNSSON Greinilegt er að eyjahringurinn er í raun leifar risa- stórs eldfjalls sem hefur gosið ógurlega stóru gosi og að lónið er gígur þess. Gígveggirnir rísa nær lóðrétt upp í 380 m hæð og ó brúnum þeirra kúra þorpin. 19. ágúst AÐ var byrjað að líða á nóttina þegar ferjan okkar lagðist að gömlu bryggjurmi á Santorini. Við nenntum ekki að leita að gistingu svona seint og bjuggum okkur til svefnpláss ofan á sand- inum og steinunum í lítilli vík skammt írá höfninni. Eftir nokkra stund sofnuðum við undir stjömubjört- um himmnum með undirfagra tóna frá Vangel- is hjjómandi úr græjunum. Sá sem þetta skrifaði, Svavar Jósefsson, var á nokkurra mánaða heimshomaflakki með vin- um sínum og nú var Santorini á dagskránni. ' Þessa mánuði hélt hann dagbók, sem hér á eftir verður gripið í öðru hverju og verða færslur hans hafðar skásettar. Santorini tilheyrir Hringeyjum í Eyjahafi og samanstendur af þremur eyjum, hálfmánalag- aðri Theru sem liggur í suður, austur og norð- ur; rétthymdri Therasiu í vestur og óbyggðri Aspronisi í suðvestur milli Them og Therasíu. Þessar eyjar mynda tæplega 60 km langan hring utan um lón og era þar tvær eldfjallakeil- ur, sú minni heitir Palaea Kameni og sú stærri Nea Kameni, sem gaus síðast 1956. Lón þetta er 300 til 400 metra djúpt og engin skip geta lagst þar við akkeri en þess í stað leggjast þau við tvö dufl sem þama era. Eina leiðin er með skipi því enginn er flugvöllurinn. Það er greinilegt fyrir þá sem koma til Santorini, að eyjahringurinn er í raun leifar risastórs eldfjalls sem hefur gosið ógnarlegu stóra gosi og að lónið er gígur þess. Gígvegg- imir rísa nær lóðrétt allt upp í 380 m hæð og á brúnum þeirra í algjörri andstæðu við ógnandi gígveggina, kúra þorpin á eyjunum tveim. Far- þegar úthafsskipanna leggja að landi við litla steinsteypta bryggju og klöngrast oftast upp hlykkjótt og endalaust einstigi (tröppurnar era 580 talsins) eða í besta falli kaupa sér far á baki múldýrs eða asna. Er upp er komið blasir við j>eim ævintýraborgin Fira (einnig skrifað Phera). Um þröngar, hlykkjóttar og villugjam- ar götumar fara rymjandi asnar og múldýr hlaðnir góssi neðan frá höfninni og frá nágrenn- fL inu í mannhafl aldanna. Þar ber mest á húsum sem virðast hanga utan á klettunum; tísku-, gjafa-, og skartgripaverslunum fyrir verslunar- túristana; hvítum kirkjum sem margar era með bláum þökum, (þær era víst um 250 talsins og er ein á hverja 24 íbúa) fyrir þá sem leita að kyrrlátum friði trúarinnar; og kaffihúsum, bör- um og veitingahúsum fyrir þá sem vilja njóta lífsins lystisemda. Utsýnið er stórfenglegt yfir gíginn og til hinna eyjanna og niður þverhnípið til hafnarinnar. Að gestunum læðist afstæð hugmynd; að þeir hafi unnið það stóra afrek að klífa stórt eldfjall - innan frá... sem vissulega er rétt. 20. ágúst Þegar ég vaknaði um morguninn var ég ekki viss um hvort ég lægi inni í svefnpoka eða sandpoka, svo mikill var sandurinn í pokanum. Við tókum leigubíl inn í Firu, stærsta bæ Sant- orini, ogfengum þriggja manna herbergi á far- fuglaheimilinu þar. Við klifruðum svo upp á þak og lögðumst í sólbað. Síðar um daginn skoðuðum við bæinn okkar lítillega en hann er vestan fyrir miðju á boga- laga eynni og þama rétt fyrir neðan hann, inni í boganum, er Utla eldfjallið sem angrað hefur innfædda ígegnum aldimar. Fimbær er byggður alveg fram í klettana eins og flest þorpin á eynni. Nærri öll húsin í klettaþorpunum á Santorini eru svo hvítmáluð og eru mörg þeirra auk þess með blá þök. Þessi skemmtilega eining í litavaU húsanna hérna gefurþorpunum á eynni sérstakan ogskemmti- legan blæ. Það búa venjulega um 6.000 íbúar í 13 þorp- um á Santorini en yfir ferðamannatímann fjölg- ar þeim í 20-25.000. Eins og gefur að skilja er aðalatvinnuvegurinn núorðið verslun og ferða- þjónusta en eins og fyrr sagði er þar mikið af skartgripaverslunum, listmunaverslunum og kaffihúsum. Megineyjan, Thera er 96 km löng, breiddin er frá 2-6 km og hún er um 75 ferkíló- metrar að flatarmáli. Þangað þarf að flytja nán- ast allt vatn og því mætti ætla að lítill landbún- aður væri á eyjunum en því er öðra nær. Landbúnaður er nokkur austanvert á Thera og vínin þaðan víðfræg þó magnið skiljanlega sé ekki mikið. Eyjabúar rækta einnig tómata, bygg, hestabaunir og pistasíuhnetur. Eins og fyrr sagði er aðalflutningsmátinn múldýr og asnar en að auki er mikið notast við kláfferjur. 21. ágúst Maturinn er svo góður héma að það væri hægt að eyða öllum deginum einungis í það að borða. Við lifum fullkomnu letilífi oggerum Utið annað en að slaka á og borða. Fljótlega eftir að við vöknuðum fengum við okkur einmitt að borða í einu af hinum yndislegu grísku bakarí- um. Santorini er afar fagur eyjaklasi. Þar má finna vikur og hraun í hinum fjölbreyttustu lit- brigðum, frá Ijósu yfir í rautt og loks yfir í svart. Vikurinn hefur skapað aukatekjulind fyr- ir eyjabúa, því árlega hafa verið fluttar út um 2 milljónir tonna af honum en hann er talinn sér- staklega góður sem uppistöðuefni í steinsteypu. Fínar sandstrendur má finna þar og ekki vant- ar sólina ef fólk vill liggja í sólbaði. Þorpin era eins og dúkkuþörp úr fjarlægð og era ævintýri útaf fyrir sig, lítil hvítkölkuð húsin era eitthvað svo óraunveraleg í tíbránni. Ein gluggahlið er á þeim flestum sem snýr út að lóninu og era þess- ar gluggahliðar margar málaðar í skæram lit- um og brjóta upp endurkast Ijóssins frá veggj- unum. Mikill gróður er í þorpunum, blóm og lítil tré en að öðra leyti er ekki mikið um slíkt á eyjunum fyrir utan ræktað land. Við röltum niður að höfninni og gengum þar fram á skondið skipulagt bragð ætlað til þess að hafa sem mesta peninga af ferðamönnum. Frá bænum Pheru liggja langar tröppur í 14 eða 15 hlykkjum niður að höfninni og íþeim eru 80-90 hestar, asnar og múldýr. í efsta hluta trappn- anna stóðu svo fjölmargir eyjarskeggjar í röð og buðu ferðamönnunum far niður með ferfætl- ingunum, auðvitað gegn vægu gjaldi. En heimamenn gerðu meira en bara að bjóða túr- istunum á bak þvíþeir kröfðu hvem einasta um miða og létu af ásettu ráði líta út fyrir að það kostaði að fara niður, hvort heldur fótgangandi eða á baki. Fólkið vissi ekki hvaðan á sig veðrið stóð þegar tveir eða fleiri eyjarskeggjar heimt- uðu samtímis miða og þar sem bragðarefimir höfðu raðar sér niður dágóða leið meðfram tröppunum var vonlaust að komast framhjá þeim nema með hörku og ákveðni. Margir flæktust því í blekkingavefínn og keyptu miða. Effáfróðu ferðamennimir höfðu síðan ekki vit á að stíga á bak höfðu heimamenn ekkert fyrir því að benda þeim á það. Við sátum þama fyrir ofan asnastigann eins og við kölluðum hann og horfðum á þessar að- farir í hálftíma. Þegar okkur var farið að leiðast sýningin tókum við strætó til þorpsins Oia á norðurenda eyjarinnar og horfðum á sólsetrið þar. Dagurinn var síðan endaður á enn einni frábærri máltíð sem við lágum afvelta eftir. Var Thera Atlantis? Sögnin um Atlantis, sem Plató sagði fyrstur frá og sem síðan hefur heillað mannkyn í alda- raðir, hefur þróast í fjórar kenningar; sú fyrsta sem Plató setti fram og segir að Atlantis liggi fyrir utan Súlur Herkúlesar eða í Atlantshafi (og sem flestar sögumar era um); önnur um að Atlantis hafi verið til en sé ekki í Atlantshafi heldur í Miðjarðarhafi; þriðja að sögnin sé arf- ur margra svipaðra fomsagna frá ólíkum tím- um settar saman í eina; og sú fjórða að hún sé heimspekiieg dæmisaga og þannig hugsuð að draga eigi af henni lærdóm og því algjör skáld- skapur ættaður úr fjörmiklu ímyndunarafli Platós. Komið hafa fram hugmyndir um að þessi eyja sé leifar hins foma Atlantis og fellur hún því undir kenningu nr. tvö. Era rökin þokka- lega sterk og styðja það afar fjölbreyttar og vís- indalegar sannanir fjölmargra fræðimanna og kenningasmiða, hvort sem menn kjósa að trúa á Atlantis eður ei. Leiða þeir líkum að því að þetta hafi verið eldfjallaeyjan Thera sem nú er vitað að hafi hreinlega sprangið í loft upp í öfl- ugu sprengigosi á bronstímanum og olli m.a. því að flóðbylgjumar frá sprengingunni urðu hærri en Hallgrímskirkjutuminn og hugsan- legt er að þær hafi þurrkað út Mínóamenning- una á Krít, þ.á m. hina stórglæsilega Knossos- höll á einni nóttu. Og hér er ágætt að minnast á að þegar talað er um gosið á Theru eða Santor- ini, er verið að tala um sama gosið. Til að styðja kenningu þessa hafa höfundarn- ir dregið saman staðreyndir hennar í einn lítinn og snyrtilegan pakka. Ganga þeir út frá því að saga Platós sé byggð á heimildum fremur en að hún sé skáldsaga eða dæmisaga því þeir telja að atburðir þeir sem hann lýsir hafi gerst á brons- öld eða einhvemtíman milli 2100 og 1200 fyrir Kristsburð. Atlantis átti að hafa verið afar stórt sem Santorini virðist hafa verið fyrram, (þ.e. ein stór eyja en er nú margar litlar, þar á meðal er Thera) þó aldrei hafi hún þó getað flokkast undir meginland. Halda þeir því fram að jarð- fræðilega sé ómögulegt að Atlantis hafi ein- hverntíman verið til í Atlantshafi og allar sagn- ir um að það hafi sokkið þar í sæ séu vart verjandi. Leitt er líkum að því að staðsetning Atlantis sé í raun í austanverðu Miðjarðarhafi og ábending Platós á að Atlantis sé fyrir utan Súlur Herkúlesar og sem hefur skilist fyrir ut- an Gíbraltar, eigi ekki að taka bókstaflega því hinir fornu Grikkir töldu einnig Súlur Herkúl- esar vera við Dardanellasund sem tengir Miðjarðarhaf við Marmarahaf. Sé litið á þetta á þennan veginn er Thera fyrir utan Súlur Herk- úlesar en í Miðjarðarhafi. Hvort þetta sé reynd- in eður ei, er nú vitað að eldgos af ótrúlegri stærðargráðu hefur orðið um 1450 f. Kr. í aust- anverðu Miðjarðarhafi, að þetta hafi gerst á Santorini og hafi m.a. valdið skyndilegu hvarfi meirihlutans af uppranalegu eyjunni (aðeins nokkrar smáeyjar urðu eftir) og útrýmingu þarlendrar menningarinnar svo ekkert lifði af. Til að skilja ógnarkraft þessa eldgoss er ágætt að bera það saman við Krakatá eldgosið sem við þekkjum töluvert. Krakatá liggur milli Súmötra og Jövu og sprakk í loft upp 1883 og talið er að kraftur gossins hafi verið um 100- 150 megatonn. Hljóðbylgjumar frá gosinu fóru þrisvar sinnum umhverfis hnöttinn og spreng- ingin heyrðist í nærri 5000 km fjarlægð m.a. í Ástralíu; gosösku rigndi niður í allt að 2600 km fjarlægð og barst upp í 80 km hæð og barst með vindum til Japans, Afríku og til Evrópu. Það gerði út af við 36.000 manns og samt var Kraka- tá gosið fimm sinnum minna en Santorini-gosið. Fimm sinnum 150 megatonn era 750 megatonn sem er sennilegur kraftur þess goss. Til enn frekari samanburðar var kjamorkusprengjan sem Bandaríkjamenn vörpuðu á Hiroshima að- eins um 20 kílótonn en það eru 1000 kílótonn í einu megatonni. Hvílíkur ógnarkraftur var þetta. Þetta gerðist á tiltölulega þéttbýlu svæði sem Grikklandshaf var og er enn og hefur því valdið enn meiri eyðileggingu og hörmungum en Krakatá-gosið. Nú er vitað að Santorini-gos- ið leysti úr læðingi um þrisvar sinnum meira hitauppstreymi en Krakatá-gosið. Hvaða áhrif skyldi það hafa haft á meðalhitann á jörðinni? Saga Theru og fornminjar hennar Sumir vísindamenn telja að Thera hafi gosið þrisvar sinnum og seinasta sinnið með þessum ógnarlátum. Um 40 áram síðar hrandi eldfjallið saman og myndaði flóðbylgjuna sem sumir telja að hafi þurrkað út Mínóamenninguna á Krít en Krít er í 96 km fjarlægð. Aðrir vísinda- menn segja að þetta hafi gerst í einu gosi um 150 árum fyrir hrun menningarinnar á Krít því þar hefur fundist aska frá gosinu. Hver sem 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.