Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Page 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Page 12
Blátindur í Vestmannaeyjum, 1912. Hjörleifshöfði, 1954. Ferðafélagar Júlíönu í Kambinum milli Voga og Reykjahlíðar við Mývatn í júlí 1937. þar sem hún aflaði heyja fyrir kýr sínar og kindur. í þessu húsi dvaldi Júlíana oft og mál- aði margar af sínum bestu myndum. Móðir hennar flutti síðan frá Sveinsstöðum og bjó á Brekastíg 35. Myndir í skránni frá 1974, er hún málaði í Vestmannaeyjum, eru: nr. 1, 2, 3,10, 11,14,15,16,19,28,34,39,48,50,57,59,64,67, 68, 69, 72, 78, 79, 82, 88, 90, 93, 96 og teikning nr. 106, samtals 28 verk. Heimildir: Sýningarskrár: 1) Málverkasýning - Júliana Sveinsdóttir - 27. október 1929 - Bergstaðastræti 72. 2) Júlíana Sveinsdóttir - málverk - vefnaður - mósaík - 15.-30. ágúst 1936IMR. 3) Júliana Sveinsdóttir - Mynda- og vefnaðarsýning í Listamannaskálanum 1949. 4) Júlíana Sveinsdóttir - Yfirlitssýning á vegum Menntamálaráðs íslands í Listasafni íslands, 14.9-6.10. 1957. 5) Júlíana Sveinsdóttir - Retrospektiv udstiliing í Kunstforeningen í Kaupmannahöfn, 30.11.-18.12.1963. 6) Júliana Sveinsdóttir - Minningarsýning 1974 á vegum ættingja hennar, Kjarvalsstöðum, 30.3.-7.4.1974. 7) Júlíana Sveinsdóttir - Landslagsmyndir í Listasafni íslands 4.3.-2.4.1989. 8) Júlíana Sveinsdóttir - Afmælissýning á 70 ára kaupstaðarafmæli Vestmannaeyjabæjar í Akógeshúsinu, dagana26.júnítil l.júlí 1989. Rit: 1) Björn Th. Bjömsson: íslenzk myndlist á 19. og 20. öld I-II, 1964. . 2) Bjöm Th. Bjcmsson: Muggur, Rcykjavík, 1984. 3) Listasafn íslands, 1884-1984, Reykjavík 1985. 4) Skúli Helgason, Saga Kolviðarhóls, Selfossi 1959, Prentsm. Suðurlands. 5) Ari Gíslason og Hjalti Pálsson - Deildartunguætt, Reykjavík, 1978. Höfundur er lögfræðingur í Reykjavík og bróður- sonur Júlíönu Sveinsdóttur. LJÓÐRÝNI JÓN DAN NÓTTIN Seint um kvöld rís nóttin upp úrgjánni neðst ídalnum, tygjar sig til ferðar: dustar myrkurpilsin, hnýtir dimma hyrnu um axlir, kveinkarsér ogfelur inni á barmi brunasára fingur og stikar svo af stað með gusti nokkrum, þrammar upp með ánni til að inna þunga skyldu af höndum, með djúpa skugga í augum, myrkar brúnir oghrafnsvart hárísíðum, þungum íléttum, og dregur yfir vötn og kjarr og engi dimman slóða, ein og þögul, stefnir upp til fjalla, þar sem loga sólskinsbál á tindum, og kæfir eldinn hvern á fætur öðrum, beygir sig og dýfir sviðnum höndum á kaf ísindrið, réttir úr sér, eys hnefafylli af stjörnum út ígeiminn. (Berfætt orð, 1967.) Þetta Ijóð er einkar skýrt dæmi um það í nútímaljóðlist sem Snorri Sturluson kallar nýgjörvingar í Háttatali Eddu sinnar og segir: „Þá þykja nýgjörvingar vel kveðnar, ef það mál er upp er tekið, haldi of alla vísulengd." Með öðrum orðum: upphafskenning (eða myndhverf- ing) helst áfram og allt orðaval er síðan sniðið að þeirri mynd. Hér er nóttin persónugerð og verður kona með myndhverfingu. Raunar er aldrei nefnt á nafn að nóttin sé kona, en það verður óðar ljóst er hún dustar myrkurpilsin sem er önnur myndhverfíng innan fyrri myndar: myrkrið verður að svörtum pilsum. Allt sem á eftir fer lýtur þessari kvenmynd næturinnar. Form ljóðsins er markvisst og ræðst af efnislegri byggingu, þrjú er- indi, sex vísuorð hvert, réttir tvíliðir - þó stýfðir liðir í lok fyrsta er- indis og aftast í næstsíðustu línu lokaerindis, og fáeinir forliðir. Segja má að örli á stuðlasetningu hér og þar, einn stuðull á móti höfuðstaf eða tveir stuðlar í sama vísuorði, en ekki reglubundið og sums staðar ekkert slíkt. Megináhersla er á myndmál. Ljóðið allt er ein málsgrein, skipt í röð aðalsetninga, og einungis ein aukasetning, tilvísunarsetn- ing, í öðru vísuorði þriðja erindis. Skáldið beitir oftlega því bragði sem nefnt er á frönsku enjambement og kalla mætti tengingu eða línu- tenginu. Þá verður ekki hljóðdvöl í lok vísuorðs, heldur er framhald setningar frá einni braglínu til annarrar. Þetta gerist jafnvel á milli erinda og tengir þannig ljóðið allt í einni lotu. Efnislega lýsir ljóðið því hvernig nóttin í umritaðri mynd vaknar til lífs, heldur af stað til að sinna skylduverki sínu og sýnir loks hvernig það er leyst af hendi. Lesandinn sér því tvöfalda mynd, af kvöldi sem hverfíst í nótt og um leið persónugerða hreyfíngu sem stefnir honum hratt og örugglega til fundar við stórkostlega lokamynd. í upphafí er landslag um kvöld, er nóttin rís úr gjá neðst í dal. í þessari gjá er væntanlega dimmt allan daginn og þaðan breiðist myrkrið út fyrir augum mælanda ljóðsins þegar dimmir. Þetta er rökrétt mynd sem allir kannast við en hverfíst óðar í persónugervingu er nóttin vtygjar sig til ferðar“ og slær um sig myrkrinu líkt og dustað sé pils. A þetta er lögð enn meiri áhersla er hún „hnýtir dimma / hyrnu um axlir“. Lesandinn skilur ekki fyrr en síðar hvers vegna hún kveinkar sér „og felur / inni á barmi brunasára fíngur“. Sögnin að stika segir okkur að þessi næturkona þurfi að hraða sér og orðið gustur leiðir hugann að kvöldkuli. Afram er myndin dregin sterkum orðum. Nóttin þrammar, skylda hennar er þung, augn- skuggar djúpir, augabrúnir myrkar, hárið hrafnsvartí þungum flétt- um (og vekur athygli að orðið þungur kemur tvisvar fýrir með stuttu millibili). Kvenmynd næturinnar styrkist þannig og verður nákvæm- ari í öðru erindi, - en jafnframt stækkar hún er hún dregur dimman slóða „yfír vötn og kjarr og engi“. Nóttin er „ein og þögul“ og stefnir þangað „sem loga sólskinsbál á tindum“. Þetta er skýr myndhverfing þótt ef til vill þyki hún ekki sér- lega frumleg, en það breytist þegar áfram er lesið. Nú hefur nætur- konan stækkað í risavaxna veru er getur kæft sólskinsbálin á hverjum tindinum á fætur öðrum. Og jafnframt rís skáldskapur Jóns Dan í tignarlegri lokamynd, um leið og við skiljum fingurna brunasáru í fyrsta erindi. Við erum trúlega ekki óvön því orðalagi að myrkrið tendri stjörnurnar á himninum. En hér er miklu frumlegar að orði komist. Það er kvengerving næturinnar sem kæfir log sólarinnar á fjallstindum: beygir sig og dýfir sviðnum höndum á kafísindrið, réttirúrsér, eys hnefafylli af stjörnum út ígeiminn. NJÖRÐUR P. NJARÐVÍK 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.