Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 20
ASTARSORG OG ÁSTARSÆLA Tónleikar í tilefni af aldar- afmæli Karls O. Runólfs- sonar verða haldnir í Salnum í Kópavogi í dag, v laugardag. SÚSANNA SVAVARSDÓTTIR ræddi við Þórunni Guðmunds- dóttur, skipuleggjanda tónleikanna, sem segir Karl hafa spannað allan tilfinningaskalann íverkum sínum. TÓNLEIKARNIR eru liður í Tíbrá - tónleikaröð Salarins og verða flutt fjölmörg sönglög eftir Karl sem mörg eru vel þekkt en önnur síður. Flytjendur eni Þórunn Guðmundsdóttir sópran, Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari og Hjalti Rögnvaldsson leikari. Það er Þórunn sem hefur haft veg og vanda af skipulagi tónleikanna og segist hún hafa fengið hugmyndina að þeim þegar hún áttaði sig á því að Karl 0. Runólfsson hefði orðið Sfcundrað ára á þessu ári. „Enda á hann skilda eina tónleika, ef ekki fleiri, vegna þess að verk- in hans eru svo skemmtileg og vel skrifuð," segir Þórunn. Karl 0. Runólfsson fæddist í Reykjavík 24. október 1900 og andaðist 29. nóvember 1970. Karl nam prentiðn og starfaði sem prentari til 1925, en þá ákvað hann að helga sig tónlistinni. Hann fékk snemma áhuga á tónlist og greip hvert tækifæri til að læra og iðka hana. Hann stundaði nám í Kaupmannahöfn um tveggja ára skeið og einnig við Tónlistarskólann í Reykjavík. Hann starfaði síðan sem trompet- leikari, kennari og stjómandi og er nafn hans nátengt sögu lúðrasveita á íslandi. „Framlag hans sem tónskálds mun halda nafni hans lengi á lofti,“ segir Þórunn, „en eftir hann liggja um 65 ópusar og nokkur verk án ópusnúmers. Öll verk hans bera vott um mikla Morgunblaðið/Þorkell Þórunn Guðmundsdóttir sópran og Ingunn Hildur Hauksdóttir píanóleikari. Hjaltl Rögnvaldsson vandvirkni og er hvergi neinn viðvaningsbrag- ur á þeim. Hann hafði áhuga á þjóðlögum og þau höfðu áhrif á tónsmíðastíl hans. Verk hans eni fjölbreytt og meðal þeirra eru kórverk, hljómsveitarverk, kammertónlist, lúðrasveit- artónlist og kirkjutónlist. Ástsælustu verk hans munu þó vera sönglögin og nægir þar að nefna „í fjarlægð", „Viltu fá minn vin að sjá“ og „Síðasti dans“. Mörg sönglaga Karls hafa liðið fyrir að þau hafa ekki verið fáanleg nema í ljósrit- um af handritum. í tilefni af hundrað ára afmæli Karls hefur íslensk tón- verkamiðstöð látið setja sum af þess- um lögum og eins nokkrar þjóðlagaút- setningar hans og vonandi verður framhald á þessu.“ Sönglög og framsögur Hvaða verk ætlið þið að flytja á tón- leikunum? „Fyrst og fremst sönglögin. Karl samdi um sextíu sönglög en við náum að sjálfsögðu ekki að gera þeim öllum skil. Við verðum líka með framsögur - sem eru ljóð lesin við píanóundirleik. Framsögurnar eru tvær þulur eftir Theódóru Thoroddsen og Únglíngur- inn í skóginum eftir Halldór Laxness. Það er Hjalti Rögnvaldsson sem flyt- ur þær við píanóundirleik Ingunnar. Ég hef lítið fylgst með því hvað þau eru að gera en mér skilst á þeim að þetta sé ákaflega skemmtilegt." Hvað áttu við með framsögur? „Karl samdi fimm framsögur en framsaga er Ijóðalestur við píanóundirleik eða jafnvel hljómsveitarundirleik. Eitthvað af þeim fram- sögum sem við flytjum er líka til í hljómsveit- arbúningi. Tónskáldið ákveður hvar í verkinu ljóðlínumar eru sagðar og litar ljóðin með tón- listinni og magnar þannig upp hughrif og stemmningar og dregnir eru fram ákveðnir Karl O. Runólfsson þættir. Þetta er því eitthvert millistig milli söngs og ljóðalesturs." Hvernig völduð þið sönglögin? „Við fengum flest sönglaga Karls og fórum í gegnum megnið af þeim. Sum þeirra em skrif- uð fyrir karlrödd svo þau voru sjálfkrafa úti- lokuð en nóg er eftir samt og við völdum bæði þessi þekktustu, eins og „í fjarlægð" og „Viltu fá vin minn að sjá“ og fleiri sem em I allra eyr- um, sem og þau sem óþekkt em en mörg laga Karls hafa aldrei verið sett upp eða prentuð og hafa því verið fráhrindandi fyrir flytjendur að því leyti. En það er vel þess virði að skoða þessi lög, þótt þau hafi lítið verið flutt af þessari ástæðu." Glettni og tregi „Eitt af því sem er forvitnilegt við verk Karls - og kemur glöggt fram á þessum tón- leikum - er að hann spannar allan tilfinninga- skalann. Þarna er Æri-Tobbi í sínum fárán- leika, ástarljóð, bæði ástarsorg og ástarsæla, náttúmlýsingar og frásögur. Mér finnast þau Ijóð sem hann valdi að semja við yfirleitt ákaf- lega góð og falleg, til dæmis lög sem hann samdi við ljóð Jóhanns Sigurjónssonar, Jónas- ar Hallgrímssonar og Tómasar Guðmundsson- ar.“ Þegar Karl semur lög við þessi ljóð er það oft þannig að tveir plús tveir verða ekkert fjór- ir, heldur sex eða sjö, vegna þess að útkoman verður svo miklu meiri en ef Ijóðið eða lagið stendur eitt. Hann ræður við allan skalann, allt frá því að vera glettinn - sem fá íslensk tón- skáld hafa leyft sér - en hann snertir ekki síður tregastrenginn í brjóstinu." Era einhver lög á tónleikunum sem hafa aldrei áður verið flutt? „Það er erfitt að segja vegna þess að það era svo lélegar skrár yfir það sem hefur verið flutt. Sum hafa oft verið flutt og em löngu orðin að þjóðareign, en önnur em sjaldheyrð, ekki síst þjóðlagaútsetningarnar." Þess má geta að fyr- ir fimm ámm gaf Þórann út disk með lögum eftir Jón Leifs og Karl 0. Runólfsson og þar vom sum laganna hljóðrituð í fyrsta sinn. Víst er að einhver af þeim munu hljóma á tónleik- unum í dag sem hefjast klukkan 17. RÚSSNESKT TRÍÓ ÁTÓNLEIKUMÍMÍR Lelkhópurinn Perlan á góðrl stundu. PERLUR PERLUNNAR FYRIR forgöngu sendiherra Rússlands á Islandi, Anatólís Zaitsev, og með tilstyrk nokkurra íslenskra aðila koma 3 rússneskir hljóðfæraleikarar til landsins nú í desember og halda tónleika víða um land. Á morgun kl. 18 verða listamennirnir gestir MÍR í fé- lagsheimilinu, Vatnsstíg 10, og kynna þá * fjölbreytta efnisskrá sína í tali og tónum. Tríó þetta var stofnað á árinu 1994 og hef- ur síðan haldið tónleika víðsvegar í Rúss- landi og utan þess undir nafninu „Rússkíe virtúozy“, (Rússnesku vitrúósarnir). Efnis- skrá tríósins er afar fjölbreytt, í bland þjóð- leg tónlist og dægurlög, sígild tónlist og al- þýðulög, en hver og einn hljóðfæraleikar- anna er sagður snillingur á sitt hljóðfæri. Virtir rússneskir söngvarar koma oft fram með tríóinu. Stjórnandi tríósins er Dmitrí Tsarenko, sem leikur á balalæka. Hann lauk á sínum tíma námi við Tónlistarháskólann í Lenin- f grad með láði og hefur komið fram á tón- leikum víða um heim, auk Rússlands m.a. í Þýskalandi, Noregi, Ástralíu, Japan, Nýja- Sjálandi, Frakklandi og víðar. Hann var í hópi listamanna frá Rússlandi, sem komu til íslands vorið 1985 og tóku þátt í dagskrá Sovéskra daga MÍR það árið. Var hann þá einleikari með þjóðlagaflokknum „Rossía" undir stjórn söngkonunnar frægu, Ljúdmilu Zykinu, og hljómsveitarstjórans Viktors Gridin. Árið 1994 vann Dmitrí Tsarenko til fyrstu verðlauna í alþjóðlegri tónlistar- keppni og ári síðar var hann sæmdur titlin- um „heiðurslistamaður Rússlands“ fyrir framlag sitt til kynningar á þjóðlegri rúss- neskri tónlist og framúrskarandi hljóðfæra- leik. Nikolaí Martynov leikur á bassabalalæka. Hann hefur unnið til fyrstu verðlauna í al- þjóðlegri tónlistarkeppni, sem kennd er við gítarsnillinginn Segovia, og komið fram á tónleikum í Þýskalandi, Tyrklandi, Hollandi og víðar. Vera Tsarenko leikur á domm. Hún hlaut á sínum tíma verðlaun á æskulýðshátíð í Havana á Kúbu og hefur komið fram á tón- leikum í Japan, Bandaríkjunum, Kóreu, Þýskalandi, Portúgal og víðar. Aðgangur að tónjeikum rússneska tríósins í félagsheimili MÍR á morgun er öllum heimill. PERLUR og skínandi gull heitir leik- og danssýning leikhópsins Perlunnar sem flutt verður í Iðnó á morgun, sunnudag, kl. 15. Dagskráin samanstcndur af 6 atriðum: Leikatriðunum „Ef þú bara giftist", „í dag “, „Kærleikurinn er sterkasta aflið“ og „Mídas konungur" í leikstjórn Sigrfðar Ey- þórsdóttur og dansatriðunum „Romantica" og „Handspil" undir stjórn Láru Stefáns- dóttur. Perluleikarar eru 15 talsins. Perlan er skipuð fullorðnu, þroskaheftu fólki og hef- ur það að markmiði að sýna opinberlega. Perlan fagnar með sýningunni 17 ára af- mæli sínu, að vera búin að fá samastað í Iðnó og að vera með framlag til M-2000 - Reykjavíkur - menningarborgar Evrópu árið 2000. Tónlist: Eyþór Arnalds, Móeiður Júnfusdóttir og Þorvaldur Bjarni Þorvalds- son. Búningar: Bryndís Hilmarsdóttir og Nína Njálsdóttir. Leikbúningar og grímur: Dominique Poulin og Þórunn E. Sveins- dóttir. Danshöfundur er Lára Stefánsdótt- ir. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 2. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.