Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 4
Á Einhymingsflötum. AÐ FJALLA- BAKISUM- ARIÐ 1992 Kafli úr nýrri bók: Reiðleiðir um ísland. Höfundurinn er Sigurjón Björnsson, landskunnur sólfræðingur og hestamaður. Lýst er í máli og mynd um hestaferða- lögum síðasta áratuginn, flestum þeirra á hálendinu og fylgja með kort af reiðleiðunum. Hér er gripið niður í einn kaflann. Útgefandi er Mál og mynd. NÚ FÓR að draga að því að okkur fýsti að fara í raun- verulega alvöruferð um óbyggðir. Um margt gat verið að velja, því að margar eru leiðir um óbyggðir íslands og lengi má uppgötva nýjar. Lengi hafði þó hugurinn leitað til Fjallabaks- leiða — hinnar nyrðri og syðri. Var það ekki hátindur sumarferða? Má vera að þessu hafi að einhverju leyti valdið lýsing Pálma Hannes- sonar á nyrðri leiðinni, sem oft er nefnd Land- mannaleið, í Árbók Ferðafélags íslands 1933, fyrir löngu lesin. Pálmi segir Landmannaleið fegurstu reiðleið á íslandi, torfærulausa að kalla og auðrataða. Landmannaleið liggur frá Galtalæk í Land- sveit um Landmannahelli og Landmannalaug- ar og austur í Eldgjá. Fjallabaksleið syðri er úr Eldgjá og suður undir Mýrdalsjökul austan- verðan. Þaðan vestur með norðurrönd jökuls- ins og í Hvanngil. Ekki er mér ljóst hvort sú leið er talin enda þar eða kannski við Markar- fljót, nyrst í Fljótshlíð eða jafnvel á Hungurfit. Á því herrans ári 1992 var ákveðið að láta drauminn rætast. í aprílmánuði var samið um það við hjónin í Austvaðsholti í Landsveit, Jón Benediktsson og hina frönsku konu hans, Nicole, að fá að slást með í ferðahóp þeirra. í Eldgjá komum við í steikjandi sólarhita og miklu flugnageri. Riðið var nokkuð upp í gjána, það stórkostlega náttúruundur, sem ég ætla ekki að reyna að lýsa. Farið var yfir Norðari- (eða Innri-) Ófæru og þar voru hestar settir í rafgirðingu og gefið hey. Sjálf gengum við lengra inn í gjána að skoða hinn fagra Ófæru- foss með steinboganum. (Hann er nú hruninn.) Margt manna var á ferli í Eldgjá þennan blíða og heita dag, flestir útlendingar að því er virt- ist. Þegar öllu þessu var lokið, var tekið til hesta á ný og stigið á bak. Voru nú eftir tæpir 10 km í Lambaskarðshóla, en þar átti nætur- dvöl að verða að þessu sinni. í Lambaskarðshólum er gangnamannaskáli þeirra Skaftártungumanna, ágætis skáli í fögru umhverfi. Grónar hhðar og hraunbollar allt um kring og sér á Skaftá ekki langt austur undan. Hestar voru nú settir í hólf og fólk kom sér fyrir í kojum í rúmgóðum sal. En einhver misskilningur hafði orðið, því að skömmu seinna kom fararstjóri fullrar rútu af útlend- ingum og sagðist eiga pantaða næturgistingu fyrir sitt fólk. Ekkerc pláss var laust og engin bókun fannst um þetta, en bókun fyrir okkur var í lagi. Upphófst nú mikið þref við skálavörð og símhringingar um alla sveit, uns loks tókst að koma rútufólki fyrir einhvers staðar ekki of langt í burtu. Við umræður okkar seinna um kvöldið upplýstist, að yfirleitt þarf að panta alla skála, a.m.k. á þessari leið, með um árs fyr- Bókarhöfundurinn Sigurjón Björnsson og Margrét kona hans með hestakostinn. irvara, tryggja staðfestingu pöntunar og ganga endanlega úr skugga um að allt sé í lagi skömmu fyrir ferðalagið. Alls þessa höfðu þau Jón og Nicole gætt tryggilega. Nú tóku að ger- ast ýmsir hlutir. Nokkrir íslenskir hestamenn komu til næturgistingar og fóru í herbergi inn af okkar sal. Voru þeir komnir vestan um Mælifellssand þennan dag. Þrekvaxnir voru þeir sumir, ábúðarmiklir og söngglaðir, enda htillega við skál. Lá við að hinir prúðu útlend- ingar yrðu hálfhræddir við þessa stórfelldu fjallamenn. En allt var þetta með mestu spekt. Matur var framreiddur og etinn af nægri lyst. Og öllum að óvörum dró Jón fram viskíflösku, sem menn glöddu sig við. Þess má raunar geta, að allt frá upphafi ferðar hafði einn Þjóðverj- anna sett viskíflösku á borðið á hverju kvöldi, en svo var hófsemin mikil, að ekki var komið niður í hana hálfa, þegar hér var komið. Flautuleikararnir settu sig í stellingar og tekið var að syngja fögur lög, íslensk bæði og erlend. Annað slagið kom einhver íslensku fjahamann- anna og söng með okkur lagstúf, en það var þá stundum eitthvað til hhðar við lagið eða í ann- arri tóntegund, svo að mikið gaman varð af. Jón kom á óvart með fleira en viskíið sitt. Hann reyndist hafa hina ágætustu tenórrödd og beitti henni af list og innlifun. Margrét, þaul- vön polýfónkona, lá ekki heldur á liði sínu og aðrir reyndu það sem þeir gátu. Ekki varð þó þessi skemmtun löng, því að allir voru þreyttir eftir langan og strangan dag. Því var gengið á skikkanlegum tíma til sængur, enda annar erf- iður dagur að morgni. Okkur hafði verið tjáð að næsti dagur teldist erfiðasti dagur ferðarinnar. Var snemma farið á fætur að vanda og morgunverður etinn. Allir vafalaust úthvfldir, því að svo er það undarlegt, að þó að maður sé örþreyttur að kvöldi vaknar maður jafnan afþreyttur og hress að morgni. Eykst þessi munur með hverjum degi ferðar. Það er víst jafnan svo í hestaferðum. Búið var að leggja á og riðið úr hlaði Lambaskarðshóla (sem í fyrstu nefndist Hótel Ófæra, en heitir nú Hólaskjól) klukkan hálftíu. Riðið var fyrst nokkum spöl upp frá hólunum eftir ruddum vegi, en þegar fór að nálgast svonefndar Axlir, sem er há fjallsbunga og vegurinn liggur yfir, að ég held, beygðum við til vinstri og niður í gil milli Axia og Hánípufitar. Skilst mér af ferða- sögum, að það gil heiti Ófærugil, þó að ekki sé það merkt á korti. Eftir því gili rennur Syðri- Ófæra, sem við fórum yfir. Fylgdum við þessu fallega gih uns við komum út úr því um krappt einstigi og þaðan upp yfrið bratta brekku. Út- sýni opnaðist nú mikið. Til vinstri var Bláfjall, Mórauðuhnjúkar framundan til hægri og all- nokkru sunnar Svartahnúksfjöll. Næst okkur blasti við mikil og velgróin dæld. Þar í voru Álftavötn og kofi hjá. Aðum við þar á dálitlum haga. Syðst í þessari dæld nefnist Álftakrókur. Álitlegur þótti mér þessi afréttarhluti Skaft- ártungumanna. Þegar upp ur dældinni kom, tóku við hálsar og brekkur. Átti þar víst að heita jeppavegur, en allt var sundurgrafið af vatnsrásum og hinn mesti leiðindavegur á köflum, þreytandi fyrir hesta og menn. Áfram var haldið, yfir svonefnt Tungufljót, sem ekki var meira en árspræna á þessum tíma, og loks Tjaldgilshálsa. Þar niður undan blasti við sveit, sandar og jökull og það sem okkur var ef til vill nærtækara og að þessu sinni kærkomnara, rússajeppi kunnuglegur með kerru í eftirdragi. Þar voru þá komin Jón og Margrét, sem hvíldi sig í dag ásamt einum útlendinganna. Það var Vincent litli, 13 ára, yngsti ferðafélaginn. Hann var þreyttur í dag, en hafði annars verið býsna duglegur að dingla á brúnu merinni sinni fram að þessu. Var tekið á móti okkur með myndatökum, þar sem við riðum niður af hálsinum. Rafgirðing hafði ver- ið sett upp og heyi dreift. Reiðver voru nú hið snarasta dregin af hestum og tekið rösklega til matar. Klukkan var eitt, þegar við komum á þennan stað, sem er skammt frá Hólmsá. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 2. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.