Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.2000, Blaðsíða 16
Ljósmynd/Nationalmuseum Johan Lundberg, „en grand couvert“ í Vín 1734. MATUROG MYNDLIST Í500ÁR I Nationalmuseum í Stokkhólmi stendur nú yfir sýning ó mat í myndlist síðastliðin 500 ór. INGA BIRNA EIN- ARSDÓTTIR skoðaði sýninguna. ELSTU verkin á sýningunni eru ol- íumálverk frá 16. og 17. öld, mál- uð af ýmsum flæmskum og hol- lenskum listamönnum. í Norð- ur-Evrópu þróaðist þegar á 16. öld almennur markaður fyrir myndlist. Með siðaskiptunum minnkaði þörfin fyrir skreyting- ar af trúarlegum toga í kirkjum. Listamenn þurftu því að leita annarra leiða til að sjá fyrir sér. Alls kyns uppstillingar með grænmeti, ávöxtum og blómum, landslagsmálverk og portrett urðu vinsæl. Þrátt fyrir að myndefnið sé tengt mat er oftar en ekki móralskur boð- skapur fólginn í myndinni, jafnvel sviðsettir at- burðir úr sögu Krists í bakgrunni. Málverk frá þessu tímabili eru hlaðin táknum, bæði trúar- legs og veraldlegs eðlis. Epli táknuðu synda- fallið, brauð og vín var sett i samband við altar- isgönguna, ferskjur og þá sérstaklega sundur- skomar höfðu erótískan undirtón og dauðir fuglar gátu táknað léttúðugar konur. Auðlegð og ríkidæmi var stundum sýnt með innfluttum ávöxtum s.s. sítrónum, appelsínum og granat- eplum. I sýningarskrá er sagt frá litlum kver- um sem voru almannaeign á þessum tíma. Þau voru gefin út í þeim tilgangi að auðvelda leik- mönnum túlkun myndanna. Á 20. öldinni tekur matarþemað í myndlist- inni á sig ýmsar myndir. í verkinu „Ma gouv- emante“ frá 1936 eftir svissnesku listakonuna Meret Oppenheimer eru hvítir hælaskór bundnir saman, eins og steiktur kjúklingur, og lagðir á fat. Oppenheimer hefur verið talin til súrrealistanna og þykir af mörgum betri lista- maður en Salvador Dali sem var þó frægari. Verkið tengist stöðu konunnar og á eins vel við í dag og fyrir 60 árum. Popplistamennimir höfðu að engu bannið við að leika sér með mat- inn. Bandaríkjamaðurinn Claes Oldenburg gerði á sjöunda áratugnum eftirlíkingar af ýmsum matvælum í gifsi og plasti og á sýning- unni má sjá tvö slík verk, einmana og þurra hrökkbrauðssneið frá 1966 og filet mignon med bakaðri kartöflu frá 1962. Það yljar manni allt- af um hjartarætumar að sjá myndir eftir ís- lenska listamenn á sýningum í erlendum söfn- um. Gamall kunningi eftir Erró, matarlandslag frá 1964, blasir tilkomumikið við sýningargest- um er þeir ganga í salinn. Sænsku listamenn- imir Peter Johansson og Roger Andersson eiga hvor sitt verkið. Peter Johansson tekur dalahestinn, sem er án efa mest seldi minja- gripur í Svíþjóð, sagar niður eins og kótilettur og pakkar í plast. Minjagripur tilbúinn til mat- reiðslu. Roger Andersson gerir nýja útgáfu af Ijósmynd/Nationalmuseum Guiseppe Arcimboldo, Garðyrkjumaðurinn, um 1590. Ljósmynd/Tord Lund Peter Johansson, Hvernig matreiða skal minjagrfp, 1990-94. strigaskóm, nákvæma eftirlíkingu af Converse stærð 42, að þessu sinni úr tyggjói. Það er vart hægt að fjalla um framsetningu matar í myndlistinni án þess að tengja það mat- arboðinu. Á 17. og 18. öldinni létu heldri borg- Ljósmynd/Nationalmuseum Hanna Pauli, Morgunverðarborð. ^ -vJ Ijósmynd/Nationalmuseum Peter Binoit, Uppstilling með máisverði, 1611-1624. Súputarína, Frakkland um 1750. Ljósmynd/Nationalmuseum ararnir mála myndir af sjálfum sér og skyld- mennum sitjandi að snæðingi eða við kaffi- drykkju. Matarveislur kóngafólksins voru vinsælt viðfangsefni. Nýárskvöldverður sænska konungsins árið 1779 eftir Pehr Hille- stöm sýnir konunginn og spúsu hans sitja að snæðingi „grand couvert". Ekki var þetta lát- laus kvöldverður. Bornir fram tugir rétta og íjöldi aðalsmanna fylgdist með. Það þótti mikill heiður að verða vitni að málsverði konungs án þess að fá sjálfur hvorki vott né þurrt. Mynd Pierre Paul Sevin frá 1668 sýnir Kristinu Svía- drottingu í mat hjá páfanum í Róm. Sá máls- verður var ekki af verri endanum - 386 réttir voru fram bomir það kvöldið. Myndimar hafa það sammerkt að borðbúnaðurinn er sýndur með ýtrustu nákvæmni. Til að endurskapa veisluhöldin í málverkunum hafa starfsmenn safnsins lagt á borð og borðbúnaðurinn er ekki af lakara taginu. Það er hægt að virða fyrir sér margar gersemar frá liðnum öldum. Ríflega 400 ára gamlir damaskdúkar frá Flandem, konungleg matarsteU frá 18. öld framleidd í sögufrægri postulínsverksmiðju f Meissen í Þýskalandi. Kökudiskar úr skjaldbökuskel frá miðri 17. öld, gljáfægt silfur og skínandi krist- all. Það er óhætt að mæla með sýningunni „át- bart“ i Nationalmuseum í Stokkhólmi. Það gefst ekki einungis tækifæri að skoða skemmti- lega sýningu heldur líka að snæða málsverð á veitingastað safnsins. Á meðan á sýningunni stendur er þar á boðstólum réttir sem eldaðir eru undir áhrifum frá listaverkum sem prýða salina. Það er yfirmatreiðslumaður á veitinga: stað safnsins sem á heiðurinn af framtakinu. í sýningarskránni eru ekki bara fróðleikur um mat og myndlist heldur líka fjöldi matarupp- skrifta sem eru hver annarri gimilegri. Sýningin stendur til 7. janúar. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 2. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.