Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 17
Leopoldsafnið. Ljósmynd/Rubert Steiner Nýlistasafnió. Ljósmynd/Rubert Steiner Loftmynd af framkvæmdasvæoinu. Ljósmynd/Popelka Líkan af listamiðstöðinni. Ljósmynd/Franz Schachinger með bekkjum, smákaffihús, sýningarhallir og salir til fjölbreyttra uppákoma. I miðri, hinni fögru Vínarborg, er að rísa menningarhverfi, sem býður upp á meiri listafjölbreytni en nokkuð annað svæði af sömu stærð annars staðar í heiminum. Leopold safnahúsið mun einnig hýsa stærsta safn listmálarans Egon Schieles, ein- hvers eftirtektarverðasta myndlistarmanns í byrjun 20. aldar. Hann lést mjög ungur árið 1918. Svo og eru þar salir til tímabundinna lista- verkasýninga af öllu tagi. Nútímalistasafnið sem nefnist Ludwig Wien-stofnunin er á staðnum, það er stærsta safn sinnar tegundar í Evrópu, Ludwig þessi sem nú er látinn var afkastamikill safnari nú- tímalistaverka. Enn má nefna kennslu og sýningasali fyrir nútímalistdans og sýningar, sem verða alla daga og í tengslum við þessa stofnun bóka-, myndbanda- og gagnasafn. Leikhús fyrir börn á aldrinum 4-13 ára vantar ekki á svæðið, þar fara fram danssýn- ingar, söngleikjaflutningur, þar verður einn- ig brúðuleikhús fyrir börn og upplýsinga- og leiðbeiningastofnun fyrir aðstandendur barna er leita ábendinga um sérskóla fyrir krakka, sem þegar hafa sýnt hæfileika til ein- hverskonar listsköpunar. Hin fjölsótta listahátíð Vínar byrjaði að nota nokkrar byggingar á staðnum árið 1985, einkum fyrir tónlistar- og leiksýningar, á þær koma árlega um 300 þúsund gestir og auk þeirra 100 þúsund til myndlistarsýninga á sama tíma. Hér eftir verða á einum stað ýmis smærri söfn, sem í dag eru dreifð um alla borgina og þeim nú gert kleift að hafa daglega til sýnis sitt hvað það sem til þessa hefur meira og minna verið falið í geymslum. Enginn skyldi ætla að áðurnefndum sölum og byggingum sem hér standa sé stillt upp af handahófi, nei aldeilis ekki. Hér er öllu fyrirkomið samkvæmt tilskip- unum valinkunnra listamanna, arkitekta, ljósa- og tónmeistara, garðyrkjuhönnuða o.m.fl. Þessir snillingar hafa samvinnu um hvert smáatriði til að gera þetta safn safnanna að musteri listanna og í engu er sparað. Þessu er ætlað, þó enginn láti það frá sér heyrast, að vekja heimsathygli,að verða fyr- irmynd annarra, sem leggja í slíkt stórvirki á komandi tímum og laða að sér ekki færri en 1,1 milljón gesta ár hvert. Museumquarter (skammstafað MQ), eins og þetta safnasvæði nefnist á þýskri tungu verður opnað í júní á næsta ári. 12 Tónar kynna 01 leiks Halldór Hauksson, sem mun aðstoða viðsklptavini okkar íklassísku deildinni Robert Shaw Chamber Singers - 0 Magnum Mysterium Mögnuð og mysterísk kórtónlist eftir tallis, Schubert, Rachmaninov, Poulenc og Gorecki. Geisladiskur sem lætur engan ósnortinn. tónlistargjafír Opið íverslun okkar til kl. 22 öll kvöld tiljóla Jacques Loussier Trio - Bach's Goldberg Eitt fallegasta hljómborðsverk Bachs í djassútsetningu Loussiers. Mormon Tabernacle Choir - Christmas. Geysifagur og glænýr jóladiskur frá hinum stórkostlega Morrnónakór. Oscar Petcrson - Christmas. Fjni jóladiskur Petersonsog hljómsveitar. DaveBrubeck- OneAlone. ftilefniaf áttræðisafmæli sinu gefur Brubeck út solódiskþarsemhann leikur djasslög tjórða og fimmta áratugsins. Jussi Björling - Romantic Songs. Sænsku login og Sú helga nótt i flutningi ástsælasta söngvara aldarinnar. J.S.Bach - Aðventu og jólatónlist. Gullfalleg jólatónlist Bachs fyrir kór og orgel. Sðngvarar m.a. Andreas Schmidt og Sibylla Rubens "...frábærtsafn...". Valdemar Pélsson, Mbl. Jacques Loussier Trío - Piays Debussy. Nýjasti diskurinn er seiðmagnað meistaraverk og ómissandi fyrirþásemunnaSatie "jLoussiers. Sonoros De Verdad - Buena Vista. Enn einn frábær diskurfráKúbu. Hér koma saman aldnir meistarar úr Buena Vista hverfinu I Havana. Oscar Peterson - Trail of dreams: A Canadian Suite Nýjasti diskurinn frá Peterson,Niels Henning, Ult Wakenius.Martin Drew og Michel Legrand. RayBrownTrio w/Guest Singers - Christmas Songs. Jólalögin i flutningi Diðnu Krall, Ettu Jones, o.fl. Gleðilegan jóladjass. TELARK-LUKKUPOTTURINN Ef þú kaupir ejnn TELARC-disk þá fer nafn þitt í lukkupott Ef þitt nafn verður dregið út á Þorláksmessu, þá færðu 40 TELARC-diska. Mikið úrval afbókum um klassíska tóntist ásamt fjölda myndbanda C Erum með alla íslensku jólaútgáfuna. Sendum ípóstkröfu á horni Barónsstígs og Grettisgöiu Sími 511-5&56 12tonar@islandia.is klassfk - jazz - heimstónlist - kvikmyndatónlist - raftónlist tfAflftti* staf fyrlr staf. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR16. DESEMBER 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.