Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 6
 / ^ / ^r # hfcs Sérkennilega ktæddar róður tóku stundum athyglina frá listaverkunum. Þessi er að horfa á nú- Karsten Greve, listhúseigandi í Köln, taiar fyrir hönd listakaupstefnunnar á blaðamannafundi Samhverft skordýr, eftir Hamish Fulton (Galerie Muelier-Roth, Stuttgart). við opnun hennar. í ár sýndu 27 listhús frá 21 landi myndlist 20. aldar. FYRRIGREIN AF LISTAMORKUÐUM Listamarkaðir eru margir og vioamiklir í hinum ýmsu stórborgum Evrópu og fer þeim fjölgandi. BRAGI ASGEIRSSON var tvisvar á ferðinni í haust og skooaði þrjá þeirra, Art Copenhagen í KaupmanTa^ höfn, Art Forum í Berlín og Art Cologne í Köln. Hann segir af þeim í máli og myndum og víkur um leið ao markaossetningu myndlistar sem gegniræstærrahlutverki. " ÞRATT fyrir sýningaflóðið á höf- uðborgarsvæðinu, fjölda stórra og smárra listhúsa og margra opinberra listasafna, er mark- aðssetning myndlistar nær óþekkt fyrirbæri á íslandi, í öllu falli eins og hún gerist í nágrannalöndum okkar, hvað þá úti í hinum stóra heimi. Hvergi hef á^ komist í viðlíka návígi við mikilvægi markaðssetningar og á kaup- stefnunni í Köln, þjónustan við blaðamenn að auk nánast fullkomin. Heill salur á efri hæð var lagður undir þá hlið framkvæmd- arinnar og var þar bókstaflega allt sem menn gátu óskað sér. Margar tölvur stað- settar á þægilegum vinnuborðum gerðu mögulegt að senda fréttir út strax og frammi lá mikið úrval litskyggna og svart- hvítra ljósmynda, sendar heim með hrað- pósti ef vill. Pá var mikið magn upplýs- inga um markaðssetningu myndlistar, listasambönd og listrýni á hillum svo og stöðu mála víða um heim, ásamt upplýs- ingum um kaupstefnuna sjálfa og list- markaðinn í Köln. Þá var þarna sérstakur veitingasalur, fatahengisþjónusta og geymsluhólf fyrir verðmæti ásamt sérút- gangi sem losaði mann við öll þrengsli við lokun að kvöldi. Þótti rýninum frá Islandi þetta mikil býsn miðað við alla upplýsingafá- tæktina á heimaslóðum, þar sem það virðist jaðra við ðónaskáp og ofsóknir að fetta fing- ur út í hana. En kannski var hröð þjónusta, glaðlegt viðmót og hjálpsemi það sem helst situr eftir í heilahvelinu og æsti upp viljann til að gera hér vel. Kölnarkaupstefnan er líka ein hin grón- asta í Evrópu, og jafnframt veröldinni, og þetta markaðsform hefur álfan fram yfir Bandaríkin, sem eiga bara fjórar hlið- stæður og allar í New York. Var hin 34. í röðinni, sem segir ekki svo lítið um þýð- ingu slíkra uppstokkana því listamark- Hugmyndaríkir skúlptúrar Armans vekja alltaf athygli og henni sópaði pessi stytta af Venusi að sér. Venus off-Shore, 2000 (Galerie Guy Pieters). Edda Jónsdóttfr (Gallerí 18) stóð í ströngu í Köln og margir urðu til að hringja í hana. í bakgrunni sérf verk Hreins Friðfinnssonar. aðurinn í borginni er einn sá öfiugasti í heiminum, með þræði sem liggja beint inn í kviku listamarkaðar New York og annarra stórborga, tók einmitt stefnu á hæðina sam- fara henni. Kaupstefnan í Basel er þó af mörgum álit- in sú mikilvægasta nú um stundir og vona ég að ég eigi eftir að bera hana augum á næsta ári. Og þótt hún færi fram á líkum tíma og hinar þrjár var ég nýkominn úf Evrópu- ferðalagi, sem endaði á viðamestu heimssýn- ingu til þessa. Hafði innbyrt slíkt magn af sjónlistum af öllu tagi, að helst má líkja við að éta yfir sig, og fyrr er fullt en út af flóir, ein risaframkvæmd í viðbót líkast meira en sterkustu fætur, andleg sem líkamleg melt- ingarfæri, þyldu og því nei takk. Listakaupstefnur árétta og undirstrika að samtímalistir blómgist helst þar sem mark- aðssetningin er opnust og heilbrigðust og hér mega Norðurlandabúar margt læra. Einkum í undirróðurs og pukurlandinu úti á Dumbshafi, þar sem röngum upplýsingum um stöðu mála er haldið að fólki. Eftir að hafa skoðað FIAC listakaupstefnuna í París niður í kjölinn í tvígang og Art Forum í Berl- ín einu sinni fékk rýnirinn mikinn áhuga á að kynnast fyrbærunum nánar og gera þeim skil, einkum í ljósi ruglingsins á útskerinu. Var á leiðinni í þriðja sinn á FIAC en komst 6 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.