Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 10
+ Ljósmynd/Gísli Sigurðsson Flöt í Almannagjá austan við hinn eiginlega þingstað. Þama er líkt og hliðarsalur þar sem vænta má að menn hafi ráðið ráðum sínum. EFTIR Ljósmynd/Þórarinn Þórarinsson Myndin er tekin úr sæti lögsögumanns undir hærri gjáveggnum. í háaustur þaðan sést í Spöngina yfir gjávegginn, en greinarhöfundur telur að þar hafi Lögrétta verið. ÞÓRARIN ÞÓRARINSSON Niðurstaða greinarhöfundar er sú að kenning Matthíasar Þórðarsonar um Lögberg fái ekki staðist. Þinghald í hallanum á neðri brún gjárinnar hefði verið óhentugt og gllt bendi til þess að á sléttri grundinnT" í Almannagjá og hallanum við hærri gjárvegginn hafi verið hinn náttúrulegi þingstaður. SKIPULAG á Þingyöllum á þjóð- veldisöld og ekki síst staðsetning Lögbergs heftir verið mér nokk- uð hugleikið efni síðustu árin og með tímanum hafa mótast þær hugmyndir sem hér verða settar fram. Hafa þær orðið til við skoð- un ritaðra heimilda, ótal vett- vangsferðir á ýmsum tímum sólarhringsins og að einhverju leyti af reynsluheimi mínum sem arki- tekts. Margir mætir menn hafa komið fram með skoðanir á því hvernig fyrirkomulagi þingstað- arins var háttað og hefur gjarnan sitt sýnst hverjum. Fremstan þar í fiokki verður að telja Matthías Þórðarson. í riti sínu; Pingvöllur. Alþingisstaðurinn fomi og gefið var út árið 1945 dregur hann saman allar helstu heimildir sem hann finnur um þingstaðinn á Þingvöllum og kveður þar á um hvar Lögberg og fleiri sögustaðir voru. Lét hann setja upp áletraða steina þar sem sögustaðirnir voru merktir eins og hann taldi að verið hefði. Eru þær merkingar enn á þeim stöðum sem hann ákvarðaði og hafa þær ráðið hugmyndum manna um staðinn í rúmlega hálfa öld, hvort sem Matth- ías hafði rétt fyrir sér eður ei. Er ætlunin með þessari grein að færa rök fyrir þeirri hugmynd að Lögberg hafi verið inni i Al- mannagjá eins og Jón Ásgeirsson tónskáld og fleiri hafa talið, en ekki frammi á Hallinu eins og Matthías Þórðarson hélt fram. Lögberg var annar tveggja staða á Þingvöllum til forna þar sem formleg þingstörf fóru fram. Hinn staðurinn var Lögréttan, sem var dómstað- ur þingsins. Á Lögbergi átti lögsögumaður sér- stakt sæti sem kallað var lögsögumannsrúm. Lögsögumaður var kosinn í Lögréttu til þriggja ára í senn. Skyldi hann ganga fyrir lög- bergsgöngu að og frá Lögbergi, taka sér sæti í lögsögumannsrúmi og stjórna þaðan þinghald- inu. Margskonar störf fóru fram að Lögbergi. Þar sagði lögsögumaður upp lögin í heild sinni á þrem árum. Þar var tekist á um og valið um hverjir skyldu sitja sem dómendur í málum í Lögréttu. Þar voru birtir úrskurðir dóma og mönnum birtar ákærur. Þar voru haldnar ræður um almenn mál, eins og þegar Þorgeir Ljósvetningagoði kvað upp úr- skurð sinn um að íslendingar skyldu leggja af heiðinn sið og gerast kristnir. Þar var og úr- skurðað um framfærslu ómaga og fjölmargt ann- að sem laut að almannaheill. Lögberg var þannig aðalsamkomustaður þingsins og þungamiðja þess. Landslag óhæft til þinghalds Matthías Þórðarson komst að þeirri niður- stöðu að Lögberg hafi verið efst á neðri gjábarmi Almannagjár. Byggði hann þessa skoðun sína meðal annars á nokkrum meginforsendum sem þurftu að vera til staðar á fornum norrænum þingum og því hvernig hann mat aðstæður á staðnum auk þeirra heimilda sem hann tilgreinir í riti sínu. Hin hefðbundna skipan norrænna þinga til forna var sú að þar sem þau voru haldin skyldi vera sléttur völlur þar sem þingheimur kom sam- an. Upp af þingvellinum skyldi vera brekka eða hóll þar sem stjórnendur þingsins áttu sæti. Skyldi konungur eða æðsti maður þingsins, sem á Islandi var lögsögumaður, sitja í hásæti efst á hólnum og átti sæti hans að snúa í háaustur. Dómstaðurinn, Lögrétta á fslandi, skyldi einnig vera á sléttri grund í háaustur frá Lögbergi. Á eynni Mön er enn þann dag í dag haldið slíkt þing á þinghól með dómstaðinn, sem nú er kirkja, í há- austur frá hólnum. Svo hagar til, að á þeim stað sem Matthías taldi að Lögberg hefði verið, efst á neðri gjábarmin- um, var manngerður hringlaga stallur um 22 metrar í þvermál. Sigurður lögmaður Björnsson getur þessarar hleðslu í búðaskrá sinni um árið 1700. Segir hann að hleðslan á gjábarminum milli Krossgarðs og Snorrabúðar hafi verið áður fjórð- ungsdóma-þingstaður, sem á við þjóðveldistím- ann þegar dómar voru fjórir, einn fyrir hvern landsfjórðung. Síðar bættist svo fimmtardómur við. Jón Ólafsson frá GrunnavQc var aðstoðar- maður lögmanns á Þingvöllum 1724 og spillti þá staðnum með því að taka þaðan steina, gróna að ofan og mátulega til að sitja á, sem voru þar fyrir í hálfhring. Hann tók þá upg og velti þeim út í Öx- ará til að búa til stiklur út í Óxarárhólma. Gerði Matthías grein fyrir niðurstöðu sinni um staðsetningu Lögbergs með því að lýsa staðhátt- um á því svæði þar sem hann áleit Lögberg verið hafa. Er lýsing Matthíasar nánast brosleg vegna þess hve hann er í raun að lysa óhentugu um- Á flötinni sem hér sést í Almannagjá er þingvöllurinn samkvæmt skoðun greinarhöfundarins. IV hverfi fyrir fjölmennan þingstað, sem hélst óbreyttur í meira en 300 ár. Afneitar hann um leið sem óhæfu að þingheimur hafi verið inni í Al- mannagjá, því þá hefði lögsögumaður orðið að snúa í vestur til að ávarpa þingheim inni í gjánni. Það gekk alls ekki; lögsögumaður átti að snúa ásjónu sinni í austur. Grípum aðeins niður í rök- semdafærslu Matthíasar: „..Hallurinn suðvestan við skarðið Hamra- skarð er víða ofhár eða óhentugw fyrir iögberg. Verulegir vellir eru þar ekki niðurundan heldur, en ójafnt land, nefnt hraunið og hölknið. Innan við skarðið hefur aftur á móti hagað vel til að því leyti, að þar hafa í öndverðu verið vellir sléttir, þótt þeir hah" síðan verið brotnir afánni og séu nú sundurskomiríhólma ogrifnir upp írásir og eyrar. En allur innstí hluti þessa kafla Halls- ins liggur fyrst og fremst ofnærri fossinum, og miðkaflinn er fremur ójafn og að öðru leyti ekki vel til fallinn. Ysti hlutinn, inn við Snorrabúð er þar á móti ákjósanlegur, tiltölulega halla lítill og jafn; er sem Hallurinn breiði hér nokkuð úr sér. Sigurður Vigfússon segir í ritgerðum sínum um þetta efni, „að hér sé skarpur haUi á gjábakk- anum eða Hallinum, og að bergið sé snarbratt of- anfrá gjábarmi og alveg niður ájafnsléttu ". En þetta er ofmælt. Það er sannast að segja um hallann þama á berginu sjálfu að hann væri 19°, efyhrborðið væri beint og slétt, en hann er að sama skapi minni ofan til, sem það er hvelft og er það víðast hvar aðeins 15°. Er það ekM meiri halh' en svo, að hver og einn getur gengið þar um óhikað og léttilega, eins og einniggefur að sktija og raun hefur oftsinnis borið vitni um. Næsti kafk' eða hraunbunga fyrir norðan þessa er aI7- mikið brattari; hann er með 27° halla. Næst utan við hina ákjósanlegu, hallalitlu hraunbungu er Snorrabúð, á litlum bala. Á þessum stað á gjábakkanum, er nú var iýst, var lögberg - og er enn." Matth. Þórðason. Þingvöllur. Alþingisstaðurinn forni, útg. 1945, bls. 151-152 Kveður Matthías hér sterkt að orði, telur þetta vissu og hann geti fullyrt að þarna og ekki ann- arsstaðar hafi Lögberg verið. Matthías er í raun að lýsa landslagi sem er all- sendis ónothæft til samkomuhalds fyrir þúsundir manna. Með öðrum orðum: Ósléttri, snarbrattri t ER LÖGBERG RAN( 1 O LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 16. DESEMBER 2000 +

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.