Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 16
TONAHEIMIU OG (HEST)HUS USTANNA ímiðborgVínarhefur gömul höll verið innréttuð upp á nýtt og er nú , heimili tónanna. Annars staðar í borginni hefur hesthúsi verið breytt í listamiðstöð. HARALDUR JÓHANNSSON heimsótti húsin. M ARKMIÐ þeirrar stofnunar sem höllin í miðborg Vínarhýsir nú er að upplýsa og kenna á skemmtileg- an hátt. Ekki aðeins eru tónarnir heyran- legir heldur um leið sýnilegir í ótal tilraunastofum, á sjö víðáttu- miklum hæðum byggingarinnar. Sambandið milli ævintýris og tilraunar hef- ur verið tengt og í leiðinni gert áhugavert og skemmtilegt. Á jarðhæð eru smáverslanir sem hafa á boðstólum smáhluti tengda tónlist auk hljóm- flutningstækjabúnaðar af fullkomnustu gerð. - A marmarahellulögðu gólfinu standa stólar og borð fyrir kaffigesti á hluta þess og lítið eitt til hliðar við þau er flygill, öllum frjáls til afnota sem þekkja eitthvað til hlutverks hans. Á annarri hæð (1. hæð samkvæmt aust- urrískri hefð) í glæstum sölum þessarar hall- ar er fyrirferðarmikið minjasafn Fílharmón- íusveitar Vínar sem hefur nú starfað í nær 160 ár. í hluta salarins er hægt að hlýða á flutning þessarar nafntoguðu hljómsveitar, sem var og er talin vera best allra hljóm- sveita af sinni gerð. Fjöldi sala á næstu hæð geyma safn tón- anna. Hér, góður gestur, ferðu sal úr sal, í þeim geturðu fylgst með því hvernig tón- bylgjum er breytt úr óreglulegu tónaflæði í skipulagða hljóma. Hvernig tónninn, titrandi í tóminu, berst utan úr kyrrðinni. Mögulegt *%r að fylgjast með ferð hans að eyranu og hvernig líffæri þess, hamar, steðji og ístað, taka á móti honum. Hvernig skynfæri eyrans greina hljóð með tUfinningalegan boðskap, en hljóðið berst að eyranu með 344 metra hraða á klukkustund og má ferð þess lfkja við öldu, sem fellur að sjávarströnd. í stóru glerröri, sem liggur á hlið fyllt til- tölulega grófum sandi, sem bylgjast eftir glasinu, sérð þú ýfingu öldutoppanna, mis- mikið eftir styrkleika hljóðsins sem sent er í gegnum rörið. Þú átt leið um sal þar sem finna má nokk- urs konar hljómalandslag, hér eru frumstæð hljóðfæri, svo sem risatromma, strengjakassi og blástursbelgur, hljóðfæri sem geta fram- leitt tónlist í sinni upprunalegustu mynd og '4£>ú hefur tök á að stjórna með því að styðja á mismunandi fleti sjónvarpsmynda sem eru á mörgum skjám á víð og dreif í salnum. Þér er gefinn kostur á að búa til eigin geisladisk í enn öðrum sal. Þar er allt fyrir hendi sem til þess þarf og þú þarft enga að- stoð, aðra en að lesa leiðbeiningar, sem eru allsstaðar á ensku og þýsku. Á einhverjum stað eru tugir hátalara, sem þú heyrir fyrst í, er þú leggur þá að eyra þér. Þarna gefst þér kostur á að nema hljóð frá lestarstöð í Tókýó, frá Markúsartorginu í Feneyjum eða frá Broadway í New York. í einum hátalaranum er manneskja að ræskja sig, í öðrum einhver að kyngja, heyra má ^ljóð frá gluggahreinsun, tannbor, sög, papp- ír að rifna o.s.frv. Jú, vissulega er þetta tímafrekt ráp frá ein- um sal til annars en svo heillandi, fræðandi í undraheimi tónanna. Hlustaó á hlnn eina sanna tón. og skemmtilegt að tíminn víkur átakalaust úr vegi. I löngum sal, sem ekkert er sjáanlegt í nema bekkur til annarrar hliðar. Þér er gert kleift að fylgjast með hvað það tekur hljóðið langan tíma að berast eftir endilöngum saln- um þar sem þú situr á bekknum og þú getur valið úr mismunandi hljóðum með því að styðja með tánum á nótur sem er varpað á gólfið fyrir framan bekkinn með Ijóskastara. I geislanum eru líka ritaðar upplýsingar um á hvaða hljóðum þú átt vðl. Þér er gert mögulegt að skapa þína eigin tónlist og til þess eru þér lögð upp í hendur þau tæki sem til þess þarf. Þér ætti ekki að mistakast því að þú heyrir tónlistina og getur fylgst með þróun hennar jafnóðum og þú skapar hana. A öðrum stað hanga úr loftinu hjálmar úr trefjaplasti, sem má skella yfir höfuð sér og þegar hjálminum hefur verið komið fyrir er hljóðnemi gegnt munni manns. Ætlast er til að maður láti eftir sár að syngja í hann, t.d. Gamla-Nóa ef ekki er annað tiltækt. Að söngnum loknum heyrir maður hann hljóma úr hátalara og þá með undirleik. Fílharmóníusveit Vínar áttu kost á að stjórna, þú þarft aðeins að setjast í tilætlaðan stól fyrir framan stóra breiðtjaldsmynd af hljómsveitinni sitjandi á sviði í viðbragðs- stöðu. Um leið og þú lyftir höndum grípa hljómsveitarmennirnir á myndinni til hljóð- færanna og hefja leik sinn undir stjórn þinni. Forðastu að reyna að plata hljómsveitina eða slá hana út af laginu því að ef þú reynir það leggja hljóðfæraleikararnir frá sér hljóðfær- in. Á einni hæðinni eru salir til minningar um austurrísku stóru tónskáldin, þá Beethoven, Mozart, Schubert, J. Strauss yngri og Mahl- er. Lítið tóntæki sem þér er fengið í hendur segir þér í stuttu máli æviágrip hvers meist- ara í þeim sal sem honum er tileinkaður og um leið hljómar einhver kunn tónlist hans í eyrum þér. Þarna eru gripir sem þessir menn hafa handleikið og nótur ritaðar þeirra eigin hendi. Öllu frábærlega vel fyrir komið og allt er það í hófi. Efst uppi í þessari stóru byggingu eru veit- ingasalir með útsýni yfir þakið á Stefáns- dómkirkju og nágrenni hennar. Þar er líka salur sem í er eitt og annað um avant-garde- tónlist, sem höfðar til yngri kynslóðarinnar. Einnig er hægt er að fá afnot af litlum her- bergjum til rannsókna á tónum eða einhverju þeim tengdu. Framkvæmdastjórn Húss tónlistarinnar í Vín mun fylgjast með þróun tónvísindanna og mun því safnið verða í stöðugri endurnýjun. Þú hefur nú lagt að baki 2000 fermetra sýningarsvæði og átt skilið að fá þér kaffi- sopa, þótt ekki væri til annars en að reyna að átta þig á nýlokinni miklu lengri og tímafrek- ari ferð en hér tókst að koma skriflega á framfæri, ferðalagi um þér áður lítt kunna veröld, um litríka undraheima tónanna. Hesthús verður listamiðstöð Arið 1716 fól Karl VI. keisari húsameist- aranum Fischer von Erlach að gera tillögur að byggingu hesthúss fyrir starfsmenn hirð- arinnar utan borgarmúra Vínar. Árið 1725 er búið að gera skrautlega, að þess tíma venjum, volduga frambyggingu, síðan hægt og hægt gegnum aldirnar bætast við önnur stórhýsi á þessu tiltekna svæði. En tímarnir breytast og þau hætta smátt og smátt að gegna sínu upp- runalega hlutverki, sem sé því að vera gripa- hús. Á þriðja áratug nítjándu aldar er ákveðið að þessi húsaþyrping skuli notuð til veiga- mikilla vörusýninga. En vörusýningarnar urðu með árunum sífellt fyrirferðarmeiri og þar kom, að þetta svæði dugði alls ekki leng- ur% Á áttunda tug sömu aldar er farið að hug- leiða að gera þessi hús og svæðið jafnvel allt að lista- og menningarsafni austustu sam- bandslandanna, það varð þó dráttur á fram- kvæmdum. Árið 1985 er orðinn almennur áhugi á því að úr þessari húsasamsteypu og allt svæðið skuli gert að einni allsherjar menningarmið- stöð og hófust þá framkvæmdir að þessu markmiði, sem miðaði hægt þar til borgin þrem árum seinna ákvað að taka á sig kostn- að framkvæmdanna og ljúka þeim. Þegar svo er komið ákveður austurríska þingið að ríkið skuli verja 2,2 milljónum shill- inga til kaupa á stóru einkamyndlistarsafni Leopold og er því ætlaður staður í nýbygg- ingu á svæðinu, sem telur alls 60 þúsund fer- metra. Þar er því eitt stærsta listaverka- safnasvæði heims. Rudolf Leopold, sá sem seldi ríkinu safn sitt, hefur safnað listaverkum gegnum árin og mun gegna vörslu þess áfram, eftir að það opnar í nýjum húskynnum. Þarna verða sjálfstæðar stofnanir, allt frá barnalistarvinnustofum til sígildra risa lista- safna, einnig listdanssalir, leikhús, arkitekta- bókasafn og uppdrættir, upplýsingadeild fyr- ir list-leitendur og unnendur svo og fréttamenn. Allt í næsta nágrenni hvert við annað, stór listasöfn, listaskráarsöfn við hlið smárra listatilraunastofa. Barnaleikvöllur við hlið bókasafns hús- gerðarlistar og uppdrátta, litlir blómagarðar 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 16. DESEMBER 2000 .>

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.