Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 16.12.2000, Blaðsíða 12
Ljósmynd/Þórarinn Þórarinsson Á Lögbergi átti lögsögumaður sérstakt sæti sem kallað var lögsögumannsrúm. Greinar- höfundur telur að það hafi verið hér, efst í brekkunni undir hærri gjáveggnum, enda átti það að snua í austur. Myndin er tekin um kl. 2 á þingtíma, en þá er skuggi nýfallinn á sæti lögsögumanns á miðri mynd. Þingvöllurinn rúmaði um 2.000 manns Þingvöllurinn, það er að segja sléttlendið undir brekkunni inni í gjánni frá Hamraskarði út að Krossskarði er um 120 metrar á lengd og um 20 til 30 metrar á breidd. Eru það um og yfir 3000 fermetar að flatarmáli. Rúmar það því með góðu móti um 2000 manns sem væru á þessu svæði ákjósanlega staddir til að heyra og Sjá allt sem fram færi í þingbrekkunni. Er hljómburður enda mjög góður ofan úr brekk- unni. Sá sem talar hátt og skýrt, til dæmis úr fyrrnefndu hásæti, heyrist mjög vel á vellinum, allt frá Hamraskarði og út að Krossskarði. Klettaveggurinn á móti veitir að auki gott end- urvarp. Áður en vegur var lagður eftir vellinum inni í gjánni var honum lýst svo af erlendum ferða- mönnum að hann væri sléttur og grasi gróinn og upp úr sverðinum á víð og dreif stóðu stakir steinar. I íslandslýsingu Arngríms lærða, sem hann sjmfaði á latínu og gefin var út í Amsterdam ár- ið 1643, segir svo í endursögn Kristians Kálund: „Að þing sem fyrst var háð á Kjalarnesi, en flutt þaðan á Þingvöll, stað sem er hentugri til þinghalds fyrir landið allt og kallað Alþingi. Síðan var þessi sami staður kallaður Lögberg, berg sem helgað er réttarfarslegum tilkynn- ingum, því að nú sem fyrr héldu landsbúar ár- legt þing við klett eða hamra, sem eru að lengd um það bil hálf míla frá suðri til norðurs, þar sem annað hvort jarðskjálfti eða náttúra hafa myndað lítinn dal, ekki ófagran. Síðan kemur lýsing á þessum litla dal sem er Almannagjá. Því er lýst hvernig á renni í gegnum nokkurn hluta hans, þar til hún komi að sjálfum þing- staðnum (ad ipsum habendorum judiciorum locum), þá tekur hún gagnstæða stefnu og fær útrennsli eftir að hafa í fossi brotist gegnum hina hlið dalsins, ekki án þess að flytja nokkurs konar viðvörun (non sine aliquali omine), því að þögul minnir hún dómara og þá sem eiga að taka ákvarðanir um mál (judices, ac rerum et causarum abitros) að þeir ekki, eins og stríður vatnsstraumur, með ofsa og óbilgirni blandi saman réttu og óréttu og stjórni lögum án laga, heldur minnist fyrri tíma réttlætis og það sæmi ekki kristnum mönnum að vera því síðri." R.E. Kristian Kálund. Islenskir sögustaðir, bls. 98-99. Það er niðurstaða mín eftir nærri tíu ára at- huganir á heimildum og aðstæðum á Þingvöll- um að Lögberg hafi verið inni í gjánni, sem köll- uð var Almannagjá af þeirri ástæðu. Allar aðstæður í gjánni milli Hamraskarðs og Kross- skarðs eru eins og hannaðar fyrir þennan vett- vang. Þar er hæfilegur þingyöllur og ákjósan- leg þingbrekka. Lýsingar íslendingasagna á Htburðum sem gerðust við Lögberg verða ljós- lifandi ef þessi staður er hafður í huga. Helstu heimildir: Grágás. Lagasafn íslenska þjóðveldisins. Mál og menning 1992. íslensk fornrit. Hið íslenska fornritafélag og útgáfa Svarts og Hvíts 1987. Sturlungasaga. Surlungaútgáfan 1946. íslendingasaga Sturlu Þórðarsonar. Bókaútgáfa Menningarsjóðs og Þjóðvinafélagsins 1974. Matthías Þórðarson. Þingvöllur. Alþingisstaðurinn forni, útg. 1945. Einar Arnórsson. Réttarsaga alþingis 1945. Björn Þorsteinsson. Þingvallabókin. Öm og Örlygur 1986. Björn Th. Björnsson. Þingvellir. Staðir og leiðir. Bókaútg. Menningrsjóðs 1984. • Einar Pálsson. Aiþingihiðfornal991. Kristian Kátund. Islenskir sögustaðir. Höfundurinn er arkitekt. LÆRDOMSMAÐURINN GUNNAR PÁLSSON EFTIR GUNNARSVEINSSON Gunnar Pálsson, 1714- 1791, var einn af mestu lærdómsmönnum lands- ins, skólameistari, pró- fastur, skáld og fræði- maour. Hann sat Hjarðarholt í þrjá áratugi í miklum harðindakafla. Ævisaga hans er sorg- arsaga. Hæfileikar hans nýttust ekki, honum urðu g yfirsjónir í starfi og fá- tæktin lamaði framtaks- semi ha ns. ÖLLUM öldum íslands- sögunnar hafa verið uppi öndvegismenn, sem hafa sett svip sinn á umhverfi sitt og skilað framtíðinni merkilegum verkum. Átjánda öldin var engin undantekning að þessu leyti. Eins og gengur stendur minning sumra beztu sona hennar eins og klettur úr hafinu, en aðrir hafa fallið í gleymsku og dá að miklu eða öllu leyti. I hópi hinna síðarnefndu var gáfu- maðurinn Gunnar Pálsson, sem hér verður minnzt í tilefni þess, að fyrir nokkru er komið út II. bindi bréfa hans. Auk inngangs með æviágripi er efni þess athugasemdir og skýr- ingar við texta I. bindis, sem út kom árið 1984. Gunnar Pálsson fæddist 2. ágúst 1714 á Ups- um á Upsaströnd við Eyjafjörð. Foreldrar hans voru prestshjónin þar, séra Páll Bjarna- son og Sigríður Asmundsdóttir. Gunnar var hinn 8. í röð 16 systkina, en 12 þeirra komust á legg. Þekktastur þeirra auk Gunnars var Bjarni, sem varð fyrstur landlæknir á íslandi 1760. Gunnar settist í Hólaskóla 1729 og braut- skráðist þaðan 1735. Á árunum 1737-1740 var hann djákni á Munkaþverá og aftur 1741-1742, en veturinn 1740-1741 stundaði hann háskóla- nám í Kaupmannahöfn. Hann varð að hraða námi sínu sem mest vegna fátæktar og fékk því konungsleyfi til að ganga undir guðfræðipróf eftir 8 mánaða nám þá um vorið. Því lauk hann 12. júní með 3. einkunn. Um Hafnarvist sína yrkir Gunnar svo: Mánuðiáttaeina egvaríKaupinhafn með bóknáms hyggju hreina, hvörs þar fékk nokkurt safn. Henni skal fyrir það hrósa, húnáþaðskiliðafmér; húnvarmínlæri-ljósa lysti rósa, mitt líf þess menjar ber. Umannaðtalaegeigi ýmislegtháttalag, þaðvarásínumvegi vart sumt með bezta slag. Land vort hefir last fyrir minna löngum þeim fengið hjá, semlátastlýtinfmna, helzthinna, ensíneiviljasjá. Síðari vísan gæti bent til þess, að Gunnar hafi lent í einhverjum solli í Höfn að hætti IN EDITIONEM VERE PRINCIPEM £ SNORRONIS 'mtu % STURLÆSONII G. SCHÖNNINGIltífí^ <H 'xJfc-d :-**"¦' ¦¦ ¦_ ÁL SUMT. OPT. PRINCIK FAGT. . CURA " f f f>*y*í HOC PLAUDENS POSUIT ; G. PAULL fi&rilÆá' •¦¦'. • - '¦ «_<*'¦ "¦Ju.-'^yA' #o-•¦¦¦¦¦'¦¦" #.. Athugasemdir Gunnars Pálssonar á titilblaði Snorra-Eddu. sumra stúdenta þar. En naumast hafa verið mikil brögð al því vegna námsanna þennan eina vetur. ¦ Sumarið 1741 sendi danska kirkjustjórnar- ráðið Ludvig Harboe, heittrúaðan og umbóta- sinnaðan prest, til íslands með biskupsvald til þess að hafa eftiriit með kirkjumálum. Hann settist að á Hólum og dvaldist þar þrjú ár og síðan eitt ár í Skálholti. Hann kom á ýmsum umbótum í trúarefnum hér á landi. Skóla- kennslu á Hólum hafði þá verið ábótavant um skeið vegna vankunnáttu skólameistarans, Sigurðar Vigfússonar „íslandströlls". Harboe fékk hann til þess að láta af starfi eftir fyrsta veturinn. I staðinn réð hann Gunnar Pálsson 1742, og komst þá kennslan brátt í betra horf. Meðan Gunnar gegndi því starfi brautskráði hann alla þrjá yngri bræður sína, en þeir voru auk Bjarna landlæknis séra Benedikt, síðast á Stað á Reykjanesi, drátthagur maður og söng- fróður, og séra Asmundur á Auðkúlu í Svina- dal. Árið 1748 gekk Gunnar að eiga Margrétu Erlendsdóttur (1711-1786), prests Guðbrands- sonar á Kvíabekk í Ólafsfirði. Þau áttu einn son, Pál (1749-1819), sem gerðist aðstoðar- prestur föður síns og var síðast prestur í Saur- bæjarþingum. Séra Páll var barnlaus í stuttu hjónabandi. Gunnar Pálsson á því ekki niðja á lífi. Vorið 1753 fékk Gunnar veitingu fyrir Hjarðarholti í Laxárdal. Hann sat þar í rúma þrjá áratugi eða til 1784 og var jafnframt pró- fastur Dalamanna til 1781. Svo óheppilega vildi til, að mikill harðindakafii hófst nokkru áður en hann tók við staðnum, og linnti ekki fyrr en 1758. Fjárfellir varð þá verulegur í Dalasýslu qg bjargarskortur, og allmargir dóu úr hungri. A þeim árum þurfti Gunnar að fara tvö sumur vestur í Dýrafjörð til steinbítskaupa og tvíveg- is suður á land til þess að útvega físk. Næstu 5 árin gekk búskapurinn þolanlega. En eftir það sótti aftur í sama horfið. Fjárkláðafaraldurinn hinn fyrri gekk yfír Dalasýslu 1764-1774, og sauðfé sýslubúa hrundi þá niður. Hugur Gunnars Pálssonar hneigðist meir til lærdómsiðkana og skáldskapar en hversdags- legrar búsýslu, sem honum var ósýnt um. Þessi áföll urðu honum um megn. Hann fór að safna skuldum við kaupmanninn í Stykkis- hólmi og Hjarðarholtskirkju. Með árunum ágerðist skuldasöfnunin, þannig að til vand- ræða horfði, einkum gagnvart kirkjunni. Bæði af þeim sökum og vegna hirðuleysis um skýrslugerð hlaut hann hvað eftir annað bréf- legar áminningar biskups. Árið 1776 varð séra Gunnari það á að gef'a vin sinn, Jón fræðimann Egilsson á Stóra- Vatnshorni í Haukadal, saman við konu, sem þá var þunguð að 4. barni þeirra. Þegar fyrsta barnið fæddist, 1766, var Jón giftur annarri konu og barnið því hórgetið. Sama ár voru þau hjónin skilin með dómi, og því voru yngri börn- in frilluborin. Gifting þessi var óheimil, og fyrir þá sök hlaut Gunnar áminningu í hirðisbréfi biskups og varð auk þess að fara til Þingvalla á prestastefnu sumarið 1779 að boði konungs til þess að hlusta þar á biskupsáminningu, sem Hannes Finnsson Skálholtsbiskup las yfir hon- um í áheyrn kennidómsins. Haustið 1777 varð séra Gunnari á yfirsjón í sambandi við aðra giftingu, en slapp við máls- sókn með því að bjóðast til að gjalda 4 ríkisdali til fátækra prestaekkna. Eftir þessi afglöp í embætti varð séra Gunnar að segja lausu pró- fastsembættinu að beiðni og ráðleggingu bisk- ups 1781. Sama ár gaf konungur honum 100 ríkisdali til að endurbyggja Hjarðarholts- kirkju, en það stoðaði lítt í skuldabaslinu og ekki heldur hitt, að frá árinu 1774 ^g til ævi- loka hlaut hann árlegan styrk frá Árnanefnd Magnússonar í Kaupmannahöfn, 30 ríkisdali fyrstu tvö árin og eftir það 40 rfkisdali, fyrir skýringar sínar á fornyrðum í sögum og kveð- skap. Arið 1783 dundu móðuharðindin yfir og lögðu bágborinn búskap Hjarðarholtsklerks í rúst. Kúgildi staðarins féllu og eins á kirkju- kotunum. Séra Gunnar flosnaði upp sumarið 1784, fékk séra Pál, son sinn, til að þjóna brauðinu og fór þá um haustið til Jóns Egils- sonar á Stóra-Vatnshorni í Haukadal, þar sem hann dvaldist næsta árið. Margrét kona hans var þá orðin karlæg og næstum blind, og kom hann henni fyrir í Hvammi í Hvammssveit hjá Björgu, systur sinni, og manni hennar, séra Einari Þórðarsyni. Þar andaðist hún haustið 1786. Eftir ársdvölina á Stóra-Vatnshorni fluttist Gunnar Pálsson haustið 1785 að Reykhólum í Reykhólasveit til Ara fálkafangara Jónssonar og fékkst þar við barnakennslu og fræðistörf til æviloka. Gunnar andaðist 2. október 1791. Gunnar Pálsson var afkastamikið skáld bæði á íslenzku og latínu. Kveðskapur hans á móð- urmálinu gæti fyllt 500 blaðsíðna bók, og er ná- lega þriðjungur hans til í eiginhandarriti. Alls er kvæði eftir hann að finna í u.þ.b. 240 hand- ritum, og sýnir það vinsældir þeirra. Nokkur kvæði hans voru prentuð að honum lifandi, bæði á íslenzku og latínu. Hið fyrsta þeirra var „Heilsan til hinnar gömlu vísnabókar" framan við 2. prentun hennar á Hólum 1748. Ýmislegt hefur verið prentað síðar af kveðskap hans, einkum smákvæðum og einstökum vísum, m.a. í Sunnanfara, Almanaki Þjóðvinafélagsins, 1 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. DESEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.