Tíminn - 13.12.1966, Blaðsíða 1

Tíminn - 13.12.1966, Blaðsíða 1
VW- VERKSMIÐJURNAR DRAGA SAMAN SEGLIN DÆMDIR I ÆVILANGT FANGELSI i NTB-Lundúmim, mánudag. Afbrotaanennirnir þrír, sem í ágúst í sumar myrtu þrjá lög- reglumenn í Lundúnum, voru \ dag dæmdir í ævilangt fangelsi. Dómarinn krafðist þess, að Mnir dæmdu yrðu ekki látnir lausir fyrr en eftir 30 ár, en „ævilangt fangelsi“ þýðir eftir brezkum lög- um venjulega 20 ára fangelsisvist. Hinir þrir dæmdu eru: Harry Roberis, þrítugur að aldri, John Framhald á 22. síðu. Myndin hér aS ofan sýnir sióliða af skipinu Ashton bera brott einn þeirra 7 manna, sem af komust i hinu mikla sjóslysi aðfaranótt s. I. fimmtudags, er gríska ferjan Heraklion fórst milli Krítar og meginlandsins. Enn ríklr þjóðarsorg í Grikklandi vegna slyssíns. NTB-mánudag. New York — Bandarikin lýstu yfir stuðningi sínum við tillög ur Breta um skuldbindandi efna hagslegar refsiaðgerðir gegn stjórn Ian Smith í Rhodesíu, á fundi Öryggisráðsins í kvöld. Lét fulltrúi Bandaríkjanna jafn framt í ljós þá skoðun stjórnar sinnar, að Rhodesíudeilan fæli í sér alvarlega hættu fyrir heimsfriðinn. Fulltrúi Banda- ríkjanna í ráðinu Arthur Gold berg sagði m. a., að einbeittar og skjótar aðgerðir af hálfu S. þ. myndu til þess fallnar að draga úr þessari hættu. Jafn- framt vísaði hann á bug fullyrð ingum vissra aðila um, að hér væri um að ræða sérmál Breta. Stokkhólmur — Gríska skipið Finlandia stóð í ljósum log um í dag skammt undan landi við Svíþjóð. Sænsk og finnsk skip taka þátt í björgunarað- gerðum. Fimm mönnum af á- höfninni var bjargað um borð í belgískt skip, en fimm af áhöfn inni voru enn um borð er síð- ast fréttist. Var búizt við að skipið sykki innan skamms tíma. Peking — Erlendum frétta- mönnum og öðrum, sem ekki sýndu aðgöngukort var í dag meinaður aðgangur ag nýjum miklum hópfundi í Peking. Sög ur voru á kreiki um það í borg inni í dag, að hópfundurinn stæði í sambandi við hvarf borgarstjórans, Peng Chen, sem ekkert 'hefur til spurzt í marga daga og sumir álitu hafa verið tekinn af lífi- London — Bandaríkin munu kaupa brezk hergögn fyrir 33 milljónir dollara árið 1967, sagði varautanríkisráðherrann, George Thomson í neðri deild þingsins í dag. Þetta hefur gert brez;ku stjóminni mögulegt að fresta áætlunum um að kalla heim hluta hersins í Vestur- Þýzkalandi. Moskva — Sendinefnd frá hin- um miklu Olivetti-verksmiðjum á ftalíu, með Roberto Olivetti í farar.broddi kom í dag til Moskvu og hóf þegar viðræð ur við þarlenda ráðamenn um byggingu tveggja stórra verk- smiðja í Sovétríkjunum. Sagði Tass-fréttastofan í dag, að ekki væri neinn vafi á, að samningar tækjust milli aðila. Washington — Ástartd Dwight D. Eisenhower, fyrrverandi for seta Bandaríkjanna, sem nú er 76 ára gamall, var sagt gott, eftir uppskurðinn, sem hann gekkst undir í dag. Aðgerðin tók tvær klukkustundir og sögðu læknar á eftir, að ekki væri ástæða til að óttazt um heilsufar sjúklingsins. Var hér um að ræða gallblöðruupp- sknrð. Eisenhower mun verða rúmfastur í 10—14 daga. ERLENDAR FRÉTTIR NTB-Wolfsburg, mánudag. Volkswagen-ve rksmiðjurnar, sem eru stærstu bílaframleiðendur Evrópu, munu stöðva framleiðsl- una í 17 daga á fyrsta fjórðungi næsta árs. Nær stöðvunin til um 100.000 verkamanna við sex Volks- wagenverksmiðjur og mun hafa í för með sér framleiðslutap sem svarar 100.000 bifreiðum. Formaður stjórnar bílaverksmiðj- anna, prófessor Heinrich Nord- ho'ff, skýrði frá þessari ákvörðun í dag. Akvörðunin er ljóst ein- kenni þeirra fjármálaerfiðleika, sem mörg fyrirtæki í V-Þýzkalandi eiga nú við að striða og vakið hafa ugg í Bonn. Er óttazt, að hin „efnahagslega lægð“, sem nú rík- ir í landinu, geti haft í för með sér atvinnuleysi í vetur. Prófessor Nordhoff sagði, að Vol'kswagenverbsmiðjurnar myndu stöðva framleiðsluna í 5 daga í janúar, 6 í febrúar og 6 í marz. Sagði hann, að efnahagsþróunin hefði ekki gefið neina aðra mögu KafbátafBoti EBE og Breta ? NTB-París, mánudag. fyrir alþýzk málefni, Carlo Shmid Þingmenn hinna sex Efnahags-' S^í í skyn við umræðurnar í dag, bandalagsríkja og Bretlands lögðu ! að hin nýja samsteypustjórn í til í París í dag, að löndin sjö Iétu smíða heilan flota af kjarnorku knúnum kafbátum útbúna venju legum vopnum. Tillaga þessa efnis kom fram við setningu fjögurra daga við- ræðuþings VestuiH:vrópu varnar þandalagsins (WEU). Tillagan var samþykkt með 46 atkvæðum gegn 11. Þrír þingmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Flest mótat- kvæðin greiddu þingmenn brezka verkamannaflokksins. Það var brezki þingmaöurinn Jellicoe, lávarður, sem bar tii löguna upp. Aðaihlutverk slíks flota kjarnorkukafbáta myndi vera að eyðdeggja kafbáta „óvina“, svo og annars konar herskip. Ef fjögur, fimm eða fleiri ríki taka þátt í þessari áætlun ættum við að geta átt átta til tíu slíka kafbáta um árið 1970, sagði Jelli ; coe, lávarður, er hann mælti fyrir tillögu sinni. j Hinn nýi vestur-þýzki ráðherra ! Bonn væri mjög fylgjandi aðild Breta að Efnahagsbandalaginu. .— Bretland er hornsteinn Evrópu og gæti lagt mikið af mörkum öll urn Evrópuríkjum til framdráttar, sagði Schmid. Þetta er í fyrsta sinn eftir myndun hinnar nýju sinn eftir myndun hinnar nýju stjórnar, að ráðherra tekur afstöðu til aðildar breta að EBE. leika en að dregið yrði úr fram- leiðslunni. — Við höfum gert allt, sem í okkar valdi stóð, síðustu mánuði til að leysa málið á annan veg. — Við reyndum að komast hjá því að draga upp alltof dökka mynd af ástandinu til þess að koma í veg fyrir öngþveiti, sagði pró- fessorinn. Prófessor Nordhoff sagði, að hið erfiða efnahagsóstand væri að kenna „algerum missi trausts með al landsmanna“ og sagðist hann vona, að hinni nýju stjórn tækist að vinna traust meðal þjóðarinn- ar á nýjan leik. Nordhoff sagði ennfremur, að sarnt sem áður hefði árið 1966 verið gott framleiðsluár og væri það að þakka miklum útflutningi, sem vegið hafi fullkomlega upp á móti minnkaðri sölu á heimamark aði. í seinni tíð hefði um 60% framleiðslunnar verið seld á utan- landsmarkaði. Mercedes-verksmiðjurnar oig Opel-verksmiðjurnar munu einnig draga úr framleiðslunni, en þær atvinnugreinar, sem harðast verða úti vegna hinnar neikvæðu efnaihagsþróunar eru stál- og kola- iðnaðurinn. Búizt er við, að í fyrsta sinn á sjö síðustu árum muni verða at- vinnuleysi í Vestur-Þýzkalandi í vetur. Myndin sýnir eitt af mörgum áróð ursspjöldum á Spáni í sambandi vi3 þjóðaratkvæðagreiðsluna á morgun. Risastór mynd af Franco, einræðis herra hangir á framhlið „Bla'ðahall arinnar“ við Gran via í hjarta Mad rid. A spjaldinu stendur orðið „si", já. Slik spjöld má sjá á næstum hverri einustu opinbcrri byggingu í stærri borgum Spánar, um þessar mundlr. ÓLGA Á SPÁNI FYRIR ÞJÓÐATKVÆÐAGREIÐSLUNA Á MORGUN L YDRÆÐISTILL OGUR FRANCÓS FALSID EITT NTB-Madrid, mánudag. i ar dreifðu í dag kröfuskjali, þar demókratískrar stjómar“ í sam- Spánskir stjórnarandstöðuflokk-1 sem krafizt er „raunverulegrar bandi við undibúning Francós, einræðisherra fyrir þjóðanatkvæða greiðslu um framtíð landsins. í sjónvarpsræðu skýrði Fran- có þjóð sinni frá stjórnarskrár- breytingum þeim, sem næstum 20 milljónir kosningarbærra Spán- verja eiga að greiða atkvæði um á miðvikudagimn. Margir stjórnarandstöðuflokkar berjast gegn tillögum Francós um stjórnarskrárbreytingar og hafa 'hvatt fólk til að greiða ekki at- eða skila auðu. Framhald á 22. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.