Tíminn - 13.12.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 13.12.1966, Blaðsíða 12
Steingrímur horfir me'ð sínum blaðamanns og listamannsaugum á fyrstu mynd sína, Bakkus eins og hann var, og fjær honum er mynd af kvenmanni. (Tímamynd: K.J. 285. tbl. — Þriðjudagur 13. desember 1966 — 50. árg. MS KANNAR FRAMLEIÐSLU MJÚLKUR, SEM GEYMIST í 1 MÁNUÐ VIÐ STOFUHITA l'B-Reykjavík, mánudag. Komin er á markaðinn á nok.kr um stöðum erlendis mjólk, sem getur geymzt allt að því einn mán uð óskemmd við stofuhita. Mjólk þessi er gerilsneydd á nokkuð ann an hátt en vcnjuleg mjólk, og hefur það þau áhrif, að geymslu þolið eykst mikið, en um leið breytist bragðið- Frá þessu skýrði Stefán Björns son forstjóri Mjólkursamsölunn- ar á blaðamannafundi í dag. Stef án sagði, að forstöðumenn Mjólk ursamsölunnar hefðu fylgzt vel með þróun mjólkurmála erlendis, FUF, Kópavogi Opið hús verður á fimmtudag- inn frá kl. 9 til 11 í félagsheimil inu, Neðstutröð 4. Allir velkomnir. Stjórnin. LUCIUDAtxURINN er í dag 13. des. og fsl. sænska fé- lagið heldur þá upp á 10 ára afmæli sitt í Leikhús- kjallaranum. Sænski rithöf undurinn Lars Gustafsson flytur aðalræðuna, Magnús Jónsson syngur einsöng. Myndin er af fallegri Luciu með Ijósakrans á höfði og sérstaklega hvernig reynslan af þessari nýju gerilsneyðingarað- férð hefur orðið til þessa. Ekki er ýkja langt síðan hin hágerilsneydda“ mjólk kom á markaðinn í Svíþjóð, en þar er ætlunin að selja hana á stöðum, sem litlar samgöngur eru við, cg jafnvel hafa liana til útdutn- ings .Við gerilsneyðinguna, sem framkvæmd er við hærra hitastig, en venjuleg gerilsneyðing, og með nokkru öðru móti, breytist bragð mjólkurinnar þannig að hún líkist allmikið flóaðri mjólk, sem hefur verið kæld sftur. Bú- ast þeir, se*r. framkvæma til- raunir með gerilsneyðinguna, við, að þessu verði hægt að kippa í lag áður en langt líður. Mjólkursamsalan hefur fengið frá sænskum framleiðendum kostn aðaráætlun yfir gerilsneyðinguna, og einnig áætlun um vélasamstæð ur, sem kæmu ef til vill til greina, ef æskilegt þætti að taka upp þessa framleiðslu hér. Samkvæmt upplýsingum frá Svíþjóð er verð „hágerilsneyddu" mjólkurinnar nokkuð hærra en verð venjulegrar i neyzlumjólkur, enda er gerilsneyð i ingin dýrari í framkvæmd. ( Engar endanlegar ákvarðanir I verða teknar í bráð um kaup á I vélum til gerilsneyðingarinnar, I þar sem fyrst verður að kanna j kostnað til hlítar, og einnig það, i hvort æskilegt og nauðsynlegt í kunni að vera að hefja fram-; i leiðsluna hér. í sambandi við : | möguleika á útflutningi „hágeril j sneyddrar" mjólkur má nefna, að j við stöndum verr að vígi en j frændur okkar Svíar, þar sem ís- land liggur fjær öðrum löndum, og mundi nokkur hluti af geymslu tíma mjólkurinnar eyðast í flutn ing. Emnig er líklegt, að mjög kostnaðarsamt yrði að flytja mjótk ina milli landa, svo langa leið, og yrði mjólkin þá ekki eins samkeppnisfær á erlendum mark- aði. Blaðamenn fengu að bragða á sænsku mjól’kinni, og voru þeir sámmála um, að hún væri alls ekki slæm, en greinilegt flóunar bragð var af henni. FENGU 4 VINNINGA Geysilegt fjölinenni var á liinu stórglæsilega bingói Fram sóknarfélags Reykjavíkur sem fram fór í Súlnasalnum á sunnudagskvöldið. Vinningar voru hvorki fleiri né færri en 30 talsins og sá stærsti var Siera-ísskápur. Þessi hjón hér á myndinni, Þorvaldur Ólafs- son og Sigríður Guðbrandsdótt ir, gátu vissulega vcrið ánægð með kvöldið, Þorvaldur hlaut ísskápinn og hafði auk þess fengið föt í öðrum vinning fyrr um kvöldið. Frúin fékk tvisvar sinnum bingó en hlaut í bæði skiptin aukavinninga, sem reyndar voru ekki neitt neyðar brauð. Annar var alfræðibók frá AB og hitt kassi sneisafull Framhald á bls. 23 MIÐSTJÓRN ASÍ SENDIR RÍKISSTJÓRNINNI BRÉF Krefst raunhæfr- ar verðstöðvunar EJ-Reykjavík, mánudag. í bréfi, scm miðstjórn A.S.I. sendi ríkisstjórninni 10. desember s. 1. ásamt kjaramálaályktun 30. Alþýðusambandsþings, cr skýrð afstaða verkalýssamtakanna til dýrtíðarmálanna og þess frum- varps um verðstöðvun, sem ríkis stjórnin liefur lagt fram á Alþingi. Scgir þar, að ,,verði rcyndin sú um framkvæmd á frumvarpi ríkis stjórnarinnar til laga um heimild til verðstöðvunar að því fáist ekki breytt í raunhæfara horf, með þeirri afleiðingu, að dýrtíðin verði ekki stöðvuð, lýsir verkalýðshreyf ingin ábyrgðinni af því á hendur ríkisstjórninni einni saman“. Var ar miðstjórnin við ráðstöfunum, sem miðast við það citt að halda | skráðii vísitölu í skefjum á yfir- j borðinu. og kveðst taka afstöðu | gegn hvers konar haldlausum kák | ráðstöfunum. Aftur á móti sé það | margyfirlýst stcfna ASf að styðja l sérhverjar raunhæfar aðgerðir1 gegn dýrtíð og verðbólgu. Bréf miðstjórnarinnar er svo- hljóðandi: „Eftirfarandi bréf sendi mið stjórn Alþýðusambands íslands ríkisstjórninni þann 10. þ. m. ásamt ályktun 30. þings A. S. f. um kjaramál. „Miðstjórn Alþýðusambands ís- lands sendir hæstvirtri ríkisstjórn hér með ályktun þá um kjaramál, sem 30. þing Alþýðusambandsins samþykkti. f ályktun þessari er í sjö tölu- liðum gerð grein fyrir þeim þjóð félagsaðgerðum sem gera eigi mögulegar þær kjarabætur, sem verkalýðshreyfingin nú leggur höfuðáhrezlu á að ná fram, nefni- lega styttingu vinnutimans án skerðingar tekna og aukningu kaupmáttar með dagvinnu einni saman. Þá vekjum vér sérstaka athygli á, að auknar ráðstöfunartekjur verkafólks eru nú að miklu leyti fengnar með lengdum vinnutíma og greiðslum umfram alm. kjara- samninga en aðeins að minnihluta með hækkun kaups samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga og launabótum vegna styttingar dag vinnutíma. Nú eru blikur á lofti um að at- vinulífið kunni að dragast saman Framhald á bls. 23. dagar til jóla Málverkasýning haldin til heiðurs fjárveitinganefnd Vél nr. 1 — Bls. 16. KJ-Reykjavík, mánudag. Sextíu myndir og fjórir mun- ir; galdralampi, diskur, vasi og lítil kerling, þetta er það sem Steingrímur Sigurðsson blaða- imaður (og mi listamaður) ætl- ar að bjóða upp á að skoða í Bogasal Þjóðminjasafnsins núna í vikutíma eða svo. Steingrímur er bróðir Ör- lygs Sigurðssonar listmálara, og nú upp á síðkastið rithöfundar, pg blaðamanni sem heimsótt' Steingrím í Bogasalinn í dag verður fyrst á að spyrja hvurt myndirnar á sýningunni séu málaðar undir áhrifum frá „stóra bróður“. — Nei, ekki myndi ég segja það, held ég hafi aldi-ei stælt hann blessaðan — og hann alls ekki mig segir Steingrímur og hlær! — Þú kannski forðast að stæla nokkurn, eða mála undir áhrifum frá nokkrum? — Það má segja að það séu ýmsir stílar á ferð'inni hjá mér. Ég mála gjarnan nokkrar mynd ir í senn, og það er alltaf eiít- hvað sameiginlegt með þeim, eins og þessum þrem þama á \eggnum, og þessar tvær þarna t. d. Venus rís og Fæðing. Ég fæ hugmyndir að tveim þrem myndum í einu og þarf að vinna þær dálitið hratt, en svo hefur komi'j fyrir, aö ég hef þurft að vinna þær aftur líka. — Sjáðu þessa. Hún er máluð fyrir áhrif frá Þrengslavegin- um, þessa leið hef ég oft far- ið, og þetta er sólbráð á útmán uðum. Þessar myndir koma dá- lítið upp um mig skal ég segja þér. Mig langar til að segja ýmsa hluti sem ég hefði viljað koma að í bók. Já, það er ýmis Framhald á 22. síðu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.