Tíminn - 13.12.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 13.12.1966, Blaðsíða 2
ÞRJÐJUDAGUR 13. desember 1963 14 Jósep Vigfússon ’. 5. 4. 1891. — D. 24. 9. 1966 Þú fæddist iinn til heiða, við frið '1 blómaskraut. Á tímum kolu- 6ss og kvöldsagna ert þú fæddur iður lækja og linda var hljóm- 'st æisku þinnar, og angan hins 1. heiðagróðurs drakkst þú sem fengt vín. Líkt og önnur ung- : ienni þess tíma sem ólust upp i afskektum sveitum, fórst þú á ús við þá menntun sem þú þó íörgum fremur varst móttæki- igur fyrir og fann ég hjá þér rftir að 'leiðir okkar lágu saman okkurn söknuð þess. En sjálf íenntun þín og frábær þekking i móðuþ náttúru var haldgóð, og raust. Áttir þú þar góða stoð i inu frábæra minni. Það sem þú itt sinn namst, var til þess ildrei að gleymast, hvort það var -ettfræði, ljóð eða sagnir. Ungur að ánrm varðst þú lið- ækur í félagsmálum sveitar þinn ir, og eftir að leiðir þínar lágu hingað til Þórshafnar, varðst þú begar kjörinn til margra trúnaðar úarfa sem öi'l voru leyist af þeirri alúð og trúmennsku sem ávailt auðkenndi þig. Nú þegar þú ert fluttur hópast að okkur minningar liðinna tíma Minningar um hraustmiennið sem ávallt var sjálfvalið þá er fylga þurfti læknum um veg- lausar hjambreiður til afskekktra bæja, oft um langan veg, 1 foraðs veðrum. Minningar um sængur- konur sem biðu á afskekktum bæj um eftir ljósmóður þegar enginn treysti sér til fylgdar nema þú. Minningar um sveltandi smæl- ingja uppi á hjarnorpnum heiðum sem áttu í þér sína bjargarvon sem ekki brást þeim. Við minnumst þín er þú góð- glaður þeystir um á einhverjum gæðinganna þinna sem þú elsk- aðir, og tókst lagið með þinni björtu raust. En sérstaklega er þín minnst af öl'lum er í skugganum stóðu. Allra þeirra hjálparhella varst þú með ráðum, og dáð. Og nú ert þú farinn. Hve oft ræddum við ekki um þessa för. Vissa þín um framhaldslífið var svo örugg að allur efi var þar gjörsamlega útilokaður. Um þig vil ég segja að þín mikla sanna trú bintist í verkum þínum meðan þú dvaldir vor á meðal. Og ekki efast ég um að kærleikur þinn til alls sem þjáðist í þessu lífi hafi lýst þér leið inn í landið TÍMINN helga þar sem ég veit að þú dvel- ur nú í sælum hópi áður geng- inna ástvina þinna. i Og ég veit að nú er sjóndepra þín að fullu læknuð. Að þú nýt- ur þess að sjá alla dýrð hins fyrinheitna lands. Aðalbjörn Amgrímsson HallfríBur Narfadóttir Það var á útménuðum s.l. sem ég sá það í blaði að vinkona min Hallfríður Narfadóttir væri^dáin og grafin. Hallfríður var ættuð úr Borgarfirði, fædd og uppalin að Hóli í Svínadal, en átti sdðan heima á ýmsum bæjum í ná- grann'adölunum, mun lengi hafa látt heima á Hæli í Flókadal. Þar undi hún vel hag sínum hjá góðu fólki sem kunni vel að meta henn ar dyggu þjónustu, og sem rækti við hana tryggð og vináttu æ síð- an. Það'an átti hún margar 'kær- ar minningar. Hún sagði mér sitt- hvað frá þeim góðu dögum. Hall- fríður var vel verki farin og gekk vel og snyrtilega um ailla hluti sem hún meðhöndlaði. Á yngri árum Hallfríðar var það hennar mesta yndi að þeys'a um grundir á fráum fáki, ekki veit ég hvort hún átti slíkan grip, en söðul átti hún fallegan og vandaðan og sem var í eigu hennar síðan. Einnig haifði hún mikið yndi af söng í og sjálf var hún gædd söngrödd og söng í kirkjukór meðan hún átti heima í dalnum sínum. Seinna fluttist hún til Akraness og átti þar heima síðan, vann þar að ýms um störfum sem til féllu, og sá um sig sjálf, þar til heilsan bilaði, þá fór hún á Elliiheimilið þar og síð- ast á sjúkrahúsið þar sem hún andaðist. Ég kynntist ekki Hall- fríði fyrr en nokkrum árum áður eh hún missti heilsuna, og þar Framhald á bls. 23. Guðjón Einarsson frá Rifshalakoti F. 25. júlí 1884. D, 16. júlí 1966. Þó að nokkuð sé nú langt um liðið langar mig að minnast með örfáum oróum vinar míns Guðjóns Einarssonar frá Rifs- halakoti í Holtum. flann var fæddur 25. júli 1884, foreldrar hans voru hjónin Guðrún Guð- mundsdóttir og Einar Guð- mundsson sem þai bjuggu þá, en fluttu síðar að BJólu. Guð- jón ólst upp hjá foieldrum sin um og átti hjá þeim heimili þar til hann sjálfur hóf búskap í Rifshalakoti og kvæntist Mar gréti Guðmundsdóttui, dugnað- ar- og myndarkonu og eignuö- ust þau 13 börn- 10 komust til fullorðinsára, en einn sona þeirra dó fyrir nokktum árum. 9 voru við útför föður síns, en elzti sonurinn lézt fáum dögum síðar. Ég, sem þessar linur rita, þekkti Guðjón frá því ég man fyrst eftir mér, bæði sem gest- komandi á heimili foreldra minna, en síðar var hann þar heimilismaður um skeið eftir að hann hætti búskap. Guðjón var maðu- prýðiiega greindur, bóka- og fræðimaður I mikill, og kunni frá mörgu að segja, enda vel fagnað. hvenær sem hann kom. Guðjón var barngóður og hændust böm og unglingar að honum, hvar sem hann var, oft gletbust þau við hann bæði í orði og verki, en það gerði ekk- ert til, það voru fagnaðarlæti, sem gamli maðurinn kunni vel að meta. Síðari hluta ævinnar var Guð jóni dálítið erfiður, en það verður ekki rakið hér hann kvartaði ekki undan sfnu hlut- skipti, taldi sig alltaf vera með góðu fólki og á góðum heimjl- um, bæði uppi á Landi og víð- ar, sem hann var. Eftir að Ólaf ur sonur hans fór að búa í Vest urholtum í Þykkvabæ átti Guð jón heimili hjá honum og hans ágætu konu, Önnu Markúsdótt- ur, þar sem hann mát.ti vera í ró og næði með bækur sínar og ritföng eða gat gert það sem j hugurinn girntist hverju sinni. j Nú er Guðjón horfinn yf.ir hin' miklu landamæri lífs og dauða en við kunningjar hans minn umst með þakklæti fyrir sam- verustundirnar og biðjum hon um blessunar 1 hmum nýju heimkynnum. i Af eilífðar ljósi bjarma ber sem brautina þungu greiðir Vort líf, sem svo stutt og stopult er það stefnir á æðri leiðir. Og upp himinn íegri en augað sér mót öllum oss taðminn breiðír. Með kærrri kveðju frá mér og fjölskyldu minni. H. P. | JÓEL GÍSLASON Jóel er fæddur að Arnarhóli í Fróðáríireppi á SnæfeUsnesi 7. 6. 1873. Foreldrar voru hjónin Gísli Jónsson og Silja Jónasdóttir. Þau voru kynjuð úr Dalasýslu. Höfðu búið þar við þröngan hag. Eins og högum hefur tíðkazt hér i á landi leituðu þau að sjávarsíð- unni þegar bjargir þrutu í heima- hyggð þeirra. Þarna hefði hann búhokur og gat gefið sig við sjó- róðrum á vertiðum. Ekki undu þau hag sínum þar til 'lengdar. Hugurinn litaði heim og í Dalina, fluttu þau aftur. Jócl ólst upp í Dölum frá 5 ára aldri, er hann kom að utan. Árið 1901 náði Jóel ábúð á lít- illi jörð Laxárdal á Skógarströnd. Þangað flutti hann með foreldra sína en litla fjánmuni. Faðir hans var þá blindur og örvasa. En móð- ir hans var fyrir búinu með hon- um. Nokkur ár bjó Jóel með móður sinni unz hanm kvæntisf. Kona hans var Halldóra Einars- dóttir frá Borgum, sem er næsci bær handan Laxárinnar. Konunnar naut ekki lengi við. Hún missti heilsuna og lá rúmföst svo árum skipti unz hún lézt frá bömunum í ómegð. 6 börn áttu þau hjón, sem upp kornust. Öll voru þau mannvænleg. „Aldan sjáldan einstök fer”. 2 þessara systkina dóu ung. Sjúkdómurinn virtist sami og móðurinnar. Stúlk an mátti heita að yrði bráðkvödd, en pilturdnn lilfði mörg ár lamað- ur og gat ekki björg sér veitt Þrátt fyrir mótiætið bjó Jóel á- fram við styrk barna sinna, setr. enn voru heima. Jóel annaðist aum ingjann, son sinn, unz yfir lauk. Eins og áður segir bjó Jóel lengst af við erfiðar heimilisástæð ur og lítil efni. Ekki lét hann eríið leikana þó buga sig. Það var jafn an létt yfir 'honum bæði í sjón og máli. Spaugsyrði og hýran svip. var þar að mæta. Söngvinn var hann og mun hafa verið hrókur alls fagnaðar á blómaskeiði. Ekki er það margt á fámennum sveitabæjum, sem til gleðiauka má verða þó gest beri að garði, utan dægurmas. Gestir voru vart setztir í Laxárdalsbað- stofúnni þegar Jóel kom með spil- in og dreif aila í spilamennsku. Á yngri árum vann Jóel mjög að vegavinnu á sumrin og kynnt- ist þar af leiðandi mörgum Eftir að hann settist að hér í sveit var honum falin umsjón vegavinnu í hreppnum. Jóel Gíslason var í hærra með- allagi á vöxt, fríður sýnum og að- laðandi. Börn 'hans bera og mjög þann svip. Lengst af var hann heilsuihraustur, að minnsta kosti á fullorðinsárum. Þó lá hann eina þunga legu og kvaianfulla. Talið var að vejkin stafaði fná refaeitri, sem menn höfðu þá mjög um hönd. Hann var lengi að má sér eftir veikindin. Eftir það má svo að orði kveða að hann fyndi aldrei trl meins. Sjón og nokkurri heyrn hélt hann til hins síðasta. Eftir að hann hætti að geta sinnt störfum las hann bækur öllum stundum. Hann lézt í Grindavík á heimilli dóttur sinnar 11. nóvem- ber á 94. aldursári. Jarðarförin fór fram að Breiðabólstað á Skóg- arströnd 19. 11. við mikið fjöl- menni. Þann manndóm hafa börn hans að þau voru ekki að troða honum inn á e'llilheimi'li. Hann dvaldist á heimilum þeirra hér heima á ISkógarströnd og suður í Grinda- ivík. Jónas Jóhannsson, Öxney. Sigurður Sigurðsson Holtaseli Það hefur dregizt lengur en skyldi að minnast þessa manns. Fæddur var hann þ- 4. ágúst 1883 í Slindurholti á Mýrum, A-Skafta tellssýslu. Foreldrar hans voru þau hjónin Valgerður Einarsdóttir og Sigurður Sigurðsson. Varð þeim 16 barna auðið og var Sigurð ur heitmn með þeim yngstu. Ætt hans má rekja til margra mætra manna, t. d. var hann afkomandi þeirra hjóna Einars Brynjólfsson ar prests á Kálfafellsstað og Þór dísar, systur Jóns Eiríkssonar kon ferensráðs. Hann fluttist þriggja ára að Odda á Mýrum, til hjónanna Guðnýjar Benediktsdóttur, frænku sinnar, og Jóns Bjarnasonar og ólst hann þar upp, og síðar hjá Ingunni dóttur þeirra og eigin- manns hennar Einari Þorvarðar- syni. Þau Einar og ingunn fluttust síðar frá Odda að Bxunnhól, þar sem þau bjuggu góðu búi um langt S.KfðÍ. Linar var mikill gáfumaður og sérstaklega reikningsglöggur. Hann var lengi hreppstjóri og gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu. Kirkjubóndi var hann og meðhjálpari við Brunnhólskirkju mína prestsskap artíð, og minnist ég með miklu þakklæti þeirra Brunnhólshjóna og bama þeirra fyrir velvild þeirra og hlýju í minn garð. — Um þri'ggja ára skeið var Sigurður vinnumaður hjá foreldrum mínum á Kálfafellsstað, unz hann 1915 kvæntist eftirlifandi konu sinni, Önnu f. 14. apríl 1885, Þorleifs- dóttur bónda í Holtum, d. 1904, 48 ára, Pálssonar bónda í Holtum d- 1900, Þorleifssonar bónda á Stapa, Magnússonar prests í Bjarnanesi, Ólafssonar sýslumanns í Barða- strandasýslu, Árnasonar. Móðir Önnu Þorleifsdóttur var Hallbera d. 1905 42 ára Bjarnadóttlr Gísla sonar, þeir báðir ættaðir úr V- Skaftafellssýslu. Kona Gísia og móðir Bjarna var Sigríður. dóttir Lýðs sýslumanns í Vík, Guðmunds sonar. Þá er að geta þess að móðir Hallberu Bjarnadóttur var Anna dóttir séra Jóns Sigurðssonar í Kálfiholti, er talinn var launsonur séra Jóns skálds á Bægisá, Þor- lákssonar. Framhald á bls. 23.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.