Tíminn - 13.12.1966, Blaðsíða 10

Tíminn - 13.12.1966, Blaðsíða 10
22 TLMINN ÞRIÐJUDAGUR 13. desember 1966 JÓLAFÖTIN Drengjajakkaföt frá 5—14 ára, terylene og ull, margir litir. Matrósaföt Matrósakjólar 2—8 ára. Matrósakragar og flautu- bönd Drengjabuxur terylene og ull 3—12 ára Drengjaskyrtur, hvítar frá 2 ára. Drengjapeysur dralon og ull.. R Ú M T E P P I yfir hjóna rúm, diolon. þvottekta. PATTONSGARNIÐ, margir grófleikar, allir litir. Dúnsængur Gæsadúnssængur. Ungjingasængur Vöggusængur Koddar og rúmfatnaöur. Póstsendum. Vesturgötu 12 sími 13570 JOLABÆKUR Gefið litlu börnunum bóka- safnið: Skemmtilegu smá- barnabækurnar: BLÁA KANNAN GRÆNI HATTURINN BENNI OG BÁRA STUBBUR TRALLI STÚFUR LÁKI BANGSI LITLI Ennfremur þessar sígildu barnabækur: BAMBl BÖRNIN HANS BAMBA SELURINN SNORRI SNATI OG SNOTRA Bjarkarbók er trygging fyrir góðri barnabók. BÓKAÚTGÁFAN BJÖRK TENBDASONUR ÓSKAST SÝNT k FLÚÐUM SG—Miðfelli, Árn. Ungmennafélag Hrunamanna hefur undanfarnar vikur æft gam anleikinn Tengdasonur óskast eft ir brezká höfundinn William Douglas Home, þýðandi er Skúli Bjarkan en leikstjóri er Pétur Einarsson. Með aðalhlutverk i leiknum sem er tveir þættir, fara þau Sigur björg Hreiðarsdóttir og Guðmund ur Ingimundarson en leikendur eru átta alls. Leikurinn verður frumsýndur í Félagsheimilinu að Flúðum n. k- miðvikudagskvöld 14. desember kl. 21.30. Önnur sýn ing er svo fyrirhuguð að Flúðum 27. desembef, ennfremur er áætl að að sýna leikinn í ýmsum stærri samkomuhúsum hér sunn anlands eftir áramótin. Auglýsið í riMANUM Þýzkar telpnakápur ELFUR SkólavörSustíg 13. Snorrabraut 38. LÝÐRÆÐISTILLÖGUR Framhald ai bls. 13. Áróðurjnn fyrir þjóðaratkvæða- greiðsluna hefur sett mark sitt á allt líf á Spáni síðustu þrjár vik- ur. Sósíalistar, sósialdemokratar, kristilegir demókratar og aðrir bannaðir stjórnarandstöðuflokkar hafa margsinnis beðið um leyfi til að reka opinberan áróður gegn stjórnarlagabreytingu, með fundar höldum og með skrifum í blöð, en beiðni þar að lútandi hefur stjórnin hafnað. Flestir stjórnmálafréttaritarar eru þeirrar skoðunar, að þrátt fyr ir baráttu áðurnefndra flo-kka gegn fyrirhuguðum stjórnarskrár- breytingum, muni það ekki hafa Aldraður maður slasast alvarlega / umferðarslysi KJ-Reykjavík, mánudag. Enn eitt alvarlega umferðarslys ið varð á Hringbrautinni fyrir framan gamla Kennaraskólann í dag um klukkan fimm. Aldraður utanbæjarmaður var á leið yfir götuna og nlður að Umefarðarmið stöðinni, er liann varð fyrir bíl er var á leið vestur götuna. Slasað ist maðurinn mikið og var að lok inni athugun á Slysavarðstofunni fluttur á sjúkrahús. Hvað eftir annað hafa orðið um ferðarslys á þessum kafla Hring brautarinnar, þ. e. frá gömlu Gróðrarstöðinni og upp fyrir strætisvagnabiðstöðina. Margt fólk þarf þama yfir götuna, og þá sérstaklega síðan Umferðarmið stöðin tók til starfa. Fyrir um bað bil ári síðan varð aldraður maður fyrir bíl á þessum kafla og lézt hann af völdum meiðsla er hann hlaut. Þá varð það slys í dag að mað -ur hrasaði í stiga í Hafnarhúsinu við Geirsgötu og slasaðist hann það mikið að flytja varð hann á sjúkrahús. álhrif á atkvæðagreiðsluna á mið- viteudag. f blöðum, flugritum, sjónvarpi og útvarpi hafa yfjryöld in vikum saman látið endurtatea sömu slagorðin: Greiðið atkvæði játevætt, greiðið atkvæði með friði. Kröfuskjalið, sem dreiift var víðs vegar um í landinu í dag var undirritað af mörgum fremstu ^or ingjum hinna bönnuðu flokka. Af hálfu stjórnarinnar er því haldið fram, að nauðsynlegt sé að banna flokka þessa, svo að ekki verði sa-ma ringulreiðin og kom borgar- styrjöldinni árið 1936 af stað. St j órn arands töðuf lokkarn ir telja Uýðræðistillögur" Francós falsið eitt, og því skuli fella þær. DÆMDIR ÆVILANGT Framhaid al bls 13 Duddy, 37 ára gamall og John Withney, 36 ára að aldri. Roberts, sem handtekinn var í síðasta mán uði eftir umfangsmestu glæpa- mannaleit í sögu brezku lögregl- unnar á þessari öld, játaði fyrir rétti, að hann hefði sfeotið tvo hinna þriggja lögreglumanna. Hins vegar neituðu bæði Duddy og Whitney ákærunni á hendur sér. Dauðarefsing var afnumin til reynslu næstu fimm ár í B-ret- landi, í fyrr-a. MÁLVERKASÝNING Framhald af síðu 24. legt hér sem ég hefði alveg eins getað sagt í bók. Ég er ekki að segja að myndirnar hafi bókmenntalega þýðingu, en það eru ýmsar kenndir í þessu sem spila þarna, sem hefðu væntanlega komið fram í bók. — Ertu að sterifa bók? — Ég ætlaði að skrifa bók, og var reyndar búinn að fá út gefanda að henni. en svo fannst mér ég ebki vera f nógu góðu skapi til þes? að taka hana saman, svo ég flúði skriffinnsk una, flúði úr öllum þessum vítshring - þessum veraldlegu áhyggjum og málaði — í gríð og erg. — Er iangt síðan þú byrjaðir að mála Steingrímur? — Það eru upp undir tuttugu ár. Hérna er elzta myndin á sýningunni, máluð veturinn 1947 —48. Þá bjó ég á Fjölnisvegi 7 hjá Guðrúnu Stefánsdóttur systur Davíðs skálds frá Fagra skógi. — Og hvað er þetta fyrir nokk uð? — Ég ínyndi segja að þetta tákn aði Bakkus og ýmsa þætti hans — það var á þeim árum! — Þetta eru litiar og snotrar myndir. — Ja — ekki ætla ég að dæma um það hvort þær eru snotrar, en þær eru heldur litlar. — Margar sjálfsmyndir? — Það eru þrjár sjálfsmyndir, og svo er ég á þessari mynd. sem heitir langlínusamband- Hún er máluð í „pop“ stíl. — Konan er á langlínusam- bandinu? — Já, já, einmitt. Konan hefur nefnilega fengizt við símstörf í mörg ár, og var póst- og símstjóri austur á Laugarvatni, og ég hef búið eiginlega á tveim stöðum, und anfarin tvö ár og varð að láta mér nægja að tala við hana í síma. — Þessi lampi hérna? — Þetta heitir Galdralampi. Þennan lampa gerði ég norður á Akureyri. Mig vantaði góðan lampa til að lesa við og Aðal- björg Björnsdóttir hótelstýra á Goðafossi sem ég bjó hjá, gaf mér fótinn, og síðan varð lampinn til, úr pappanum og Maríugleri. Síðan setti ég eyrnalokka af fyrri eiginkonu minni á lampann, svona sem extra „dekúrasjón". Annars hafði ég hugsað mér lampann þannig að hann yrði að hafa eyrnalobka úr beini. Svo er hér lítil kerling sem hvílir á stallinum. — Er þetta einhver sérstök kerling, kannski Aðalbjörg? — Nei, nei, fjarri því, ég hefði málað hana, glæsilega eins og sál hennar er. — Hvað er þetta? — Þetta er sjálfsmynd, sem er málað á kaþólskt fjölskyldu- blað. Þú sérð, að hérna er fyrir sögn President meets pope — Forsetinn hittir páfann, málað fyr ir norðan, það er að segja síðasta veturinn minn fyrir norðan — minn afdrifaríkari vetur fyrir norðan! — Eru þetta gam'ar myndir eða nýjar? — Mikið af þes?u er nýtt, en svo eru hérna myndir frá ýmsum tímabiíum, eins og tii að mynda þessi hérna, tíu ára gömul m.vnd, frá Herðabreiðar'.irdum — ég kalla hana Fyrir norðan í „pró gramminu", svo er hér önnur sem ég kalla Einhvers staðar fyrir norðan. Þetta er nú svona bara áhrif af norðlenzku landslagi, al- veg eins og sumar eru málaðar undir áhrifum að austan. Maður er búinn að búa í tvö ár austur á Laugarvatni, og farinn að bera sínar taugar til landsins þar. — Ertu fluttur í bæinn? — Nei, en ég er að flytja í bæ inn. Ég held þessa sýningu eig inlega til að heiðra fjárveitinga- nefnd. Það er eiginlega þeim að þakka að ég held þessa sýningu á meðan ég bíð eftir svari frá þeim, því það hefur staðið til að ríkið keypti húsið okkar austur á Laugarvatni. — Kannski fæ ég svarið í dag. Fjárveitinganefndar ritari hringdi í mig í dag. en ég mátti ekki vera að því að tala við hann — kannski ætla þeir að kaupa húsið. Það má segja að þeir hafi örfað mig til Hstdáða. En eins og ég sagði þér áðan, þá ætlaði ég að skrifa bók, en fór út í það að mála í staðinn. — Hérna er „stemning" úr Reykjavík? — Já, hún heitir Borgin græt ur, séð þaðan sem ég bjó i Aust urbrúninni í Reykjavík. Nafnið er „anonymt" við bók Matthíasar Jó- hannessen Borgin hló. Myndin er máluð í ljósaskiptunum, þú sérð kaþólsku kirkjuna hérna, og svo er þessi þungbúni himinn og höfn in og allt slíkt. — Það ber mikið á þaþólsku kirkjunni þama? — Skiljanlega. Það ber alltaf mikið á kaþólsku kirkjunni eins og vera ber. — Á hvað er myndin máluð? — Hún er nú máluð á furðuleg an pappír þessi skal ég segja þér. Svona karton með stöfum, þetta er til að minna mig á heim blaða mennskunnar, þessir stafir — máttur stafanna. , — Þeir eru á hvolfi þarna? — Já, þeir eru á hvolfi. — Er það af því að þú ert alltaf á hvolfi þegar þú ert í blaða- mennskunni? — Ekki segi ég það nú kannski. En það er nú svona ’þegar maður setur sig í vígstöðu, þá getur það alveg eins verið á hvolfi. — Er þetta Frelsarinn? ' — Nei, þetta er dýrlingur, mið alda áhrif frá píslarvottinum. Annars sér maður þessa miðalda píslarvotta á götunni stundum, hittir þá í strætisvagni. Ég sá einn á Röðli héma um kvöldið — upphafinn mann, sem hefur farið í gegn um píningar. — Og er þetta kannski maður in ná Röðli? — Það getur verið. En svo er hérna önnur mynd frá Röðli — það er þessi mynd heina, ung stúlka sem sat við borð eins sí/is liðs, og svo kemur hérna reykur inn frá sígarettunni henr.ar og hann náttúrlega ve,ður að ei.,u táki, en það verðum við að tala um varlega. — Er hún teiknuð á matseðilinn eða servíettuna? — Nei — nei, nei, hún er teikn uð á pappír sem ég var með í vasanum, ritvélapappir, eins og maður notar stundum í biaða- mennskunni. — Hefurðu sýnt áður? — Aldrei sjálfstætt, en ég hef sýnt tvær myndir á sýningu hjá Félagi frístundamálara, það var vorið 1949. Það vita víst fæstir að ég átti myndir þar. —! — Hefurðu numið málaralist? — Ég segi það nú kannski ekki. Ég skrifaði talsvert mikið um þetta á sínum tíma, og hef alltaf haft áhuga á málaralist. Var á tíma að hugsa um að fara alveg út í þetta, það var 1948 þegar ég kom heim eftir tveggja ára nám í Englandi, rétt áður en ég gerðist blaðamaður á Tímanum — þegar ég fór í eldskírnina. En ég hætti við málaralistina og fór að vinna með Halldóri á Kirkjubóli — það var talsverð eldskírn að vinna á Tímanum í þá daga. Annars var Halldór Ijúfur maður, og ég kunni vel við hans vestfirzka hugarfar. Hátt á fjórða hundrað manns sótt sýninguna í dag og búið var að selja 12 myndir þegar síðast fréttist. Sýningin verður opin frá 14—22 til sunnudagskvölds.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.