Tíminn - 13.12.1966, Blaðsíða 9
IíRHWUÐACHJR 13. desember 1966
TÍMINN______________2___________21
SA LÆRIR SEM LIFIR
GEORGES SIMENON
PyTsta herbergið, var ekki ólíkt
því, sem frú Gastin hafSi boðið
honum inn í, nema að eikanhús-
gögn hér voru ekki eins vel bón-
uð, bólstrið var slitnara, og hérna
var stór eldskörungur úr kopar.
f ednu horninu var rúm, sem
'hlaut að hafa verið flutt þangað
úr öðru herbergi, það hafði ekki
verið búið um það enniþá.
— Sv'efnherbergið er uppi á
lofti, útekýrði lögreglustjórinn.
— Hvað má ég færa ykkur að
drekka herrar mínir? spurði Luo-
is, sem stóð á bak við barborðið
með uppbrettar ermar.
—• Eina flösku af hvítvíni.
Daniélou leið iila, en reyndi að
Ibera sig vel. Eaimski var það þess
vegna sem bæjarstjorinn starði
hæðnislega á þá. Hann var hávax-
inn og hlaut einhvem tíma að
bafa verið feitlaginn. Núna var
hann orðinn horaður, húðin á hon
uim virtist hanga í fellingum, líkt
og of stórt klæði.
Svipurinn á andliti hans var
sambland af slægðarlegu sjálfsör-
yggi bóndans og svip stjómmála-
manns, sem er æfður í að svíkja
lit í bosningum.
— Jæja, hvað er að frétta af
Gastin, þorparanum þeim arna?
spurði hann út í loftið, eins og
hann væri ekki að tala við neinn
sérístakan.
Og án þess að vita, hvers vegna,
Sívaraði Maigret í sama tón:
— Hann er að bíða eftir, að ein
hver komi og leysi hann af.
Það kom á lögreglustjórann.
Brélfberinm sneri sér snöggt við.
— Hafið þér uppgötvað eitthvað.
spurði hann skipandi.
— Þér hljótið að þekkja hérað
ið betur en nokkur annar, þér
farið um það þvert og endilangt
á hverjum degi.
— Og hvílíkt ferðalag! Það er
ekki svo langt síðan það var til
fólk, sem varla nokkurn tíma
fékk bréf. Ég man, að það voru
nokkrir bæir, sem ég kom bara á
einu sinni á ári, til að afhenda
dagatalið. Nú á dögum fær þetta
efcki bara dagblöðin, sem ÉG verð
að afhenda, það er ekki ein ein-
asta manneskja, sem ekki fær styrk
af einhverju tagi. Ef þér vissuð,
hvað það gerir mikið af pappír-
um!
Hann endurtók lágri röddu:
— Pappírar! Pappírar!
Maður hefði getað haldið, að
hann þyrfti að útfylla þá alla sjálf
ur, af dæma átti eftir því, hvern
ig hann talaði.
—• Pyrist eru það fyrrverandi
hermenn. Það get ég nú skilið.
Svo er það ekknastyrkur. Siðan
örorkulífeyrir, fjölskyldubætur
og þá styrfcir handa . ..
Hann sneri sér að bæjarstjór-
anum.
— Hendir þú ekki reiður á þetta
allt? Ég velti því stundum fyrir
mér, hvort það sé nokkur sála i
öllu þorpinu, sem ekki svikur
eitthvað út úr ríkisstjórninni. Og
ég er viss um að sumt af fólk-
inu eignaist bara börn til að geta
fengið styrk.
Hann saup á glasinu. Maigret
spurði glettnislega:
— Haldið þér, að allir þessir
styrkir hafi eitthvað með dauða
Léonie Birard að gera?
— Það er aldrei að vita.
Hann virtist kreddufullur. Sjálf-
ur varð hann að fá styrk út á hand
legginn. Hann fékk peninga frá
ríkisstjórninni. Og honum gramd-
ist, að annað fólk skyldi líka
hagnast þannig. í raun og veru
var hann afhrýðisamur.
—• Hvítvín, Louis.
Augu Théo glömpuðu ennþá.
Maigret sötraði vínið sitt, og þetta
var næstum það, sem hann h afði
búizt við af ferð sinni niður að
ströndinni. Loftið var í sama lit
og hvítvínið, var eins á bragðið.
A torginu fyrir utan voru tvær
hænur að kroppa í þéttan jarð-
Iveginn, þær gátu varla fundið
I onma þarna. Thérése var að skera
lauk í eidhúsinu og þerraði augu
sán við og við með svuntuhorn-
inu.
— Eigum við að fara?
Daniélou, sem hafði varla snert
vínið sitt, fylgdi honum -feginn.
— Fannst yður e'kki, eins og
bændurnir væru að hiæja að okk-
ur? muidraði hann, þegar þeir
voru komnir út.
—Hvort þeir voru!
— Yður virðist finnast það fynd
ið!
Maigret svaraði ekki. Hann var
farinn að átta sig á þorpinu og
saknaði Quai des Orfévrés ekki
lengur. Hann hafði ekki hrmgt
til konu sinnar um morguninn
eins og hann hafði lofað að gera.
Hann hafði ekki einu sinni tekið
eftir pósthúisinu. Iíann mundi
verða að líta nánar á það bráð-
lega.
Þeir gengu framhjá vefnaðar-
vöruiverzluninni og í gegnum glugg
anm sá lögregluforinginn konu,
sem var svo gömul og visin, að
honum fannst, sem hún gæti
brotnað í tvennt, hvenær sem væri.
—• Hiver er þetta.
— Þær eru tvær á svipuðum
aldri, Thévenardfrökenarnar.
Það höfðu líka verið tvær gaml
ar jómfrúr, sem áttu búð í fæð-
ingarbæ hans. Það varr eins og
frönsk þorp væru óumbreytanieg.
Mörg ár voru liðin. Vegirn-
ir höfðu þakizt hraðskreiðum bif-
reiðum. Strætisvagnar og sendi-
ferðabílar höfðu komið í stað
gömlu hestvagnanna. Kvikmynda-
hús höfðu sprottið upp eins og
gorkúlur um allt. Útvarpið og
ýmislegt anmað hafði verið fumdið
upp. Og samt rakst Maigret á sömu
manmgerðir í þessu þorpi, og í
fæðingarbæ hans, eins óumhreýti
legar og postular á helgknynd.
— Hér er húsiö.
Þetta var gamalt hús og hið
eina í götunni, sem ekki hafði
verið hvítkalkað svo árum skipti.
Lögreglustjórinn stakk stórum
lyklinum í skráargatið á græn-
málaðrí hurðinni, opnaði hana og
á móti þeim gaus væminn þefur,
sem eflaust var líka í húsinu við
hliðina, þar sem gömlu piparjóm-
frúmar tvær bjuggu, lykt, sem
finnst í húsum, þar sem gamait
fólk býr við lokaða glugga.
Blæfagur fannhvítur þvottur me&
^ fíf:
Skip fyllir ekki vél yðar með froðu, sem / jj^App^ldby—JW l'jií
veldur yíirrennsli og vatnssulli, og minnkar / m'LIS°l j/ff
þvottahæfni hennar, heldur verður skolunin |ll|||jjj^. pz—fgf
auðveld og fullkomin. M
Þvottahœfni Skip er svo gagnger að þér fáið twSSMrMl Wjm I j&Éf j
ekki fannhvítari þvott. | /fPi/jjg
Notið Skip og sannfærist sjálf.
sfop -sérstakiega framleitt fyrir sjálfvirkar þvottavélar
BILA OG
BUVELA
SALAN
'/Miklatorg
Sími 2 3136
— Léonie Birard vildi ekki fara
upp síðustu árin. Hún bjó á fyrstu
hæð og svaf í þeosu hertoergi. Ekk
ert hefur verið hreyft.
ÚTVARPIÐ
Þrlðjudagur 13. desember.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há-
degisútvarp. 13-15 Við vinnuna:
Tónleikar.
14.40 Við,
sem heima
sitjum. Helga Egilson talar um
jólagjafir. 15.00 Miðdegisútvarp
16.00 Síðdegisútvarp. 16.40 Út-
varpssaga bamanna: „Ingi og
Edda leysa vandann“ eftir Þóri
S. Guðbergsson. Höf. les (15).
17.00 Fréttir. 17.20 Þingfréttir.
17-40 Lestur úr nýjum barna-
bókum. 18.00 Tilkynningar. 18.
55 Dagskrá kvöldsins og veður
fregnir. 19.00 Fréttir. 19.20 Til
kynningar. 19.30 Um Samein-
uðu þjóðimar. Benedikt Grön
dal alþingismaður flytur er-
indi. 19.50 Lög unga fólksins.
Gerður Guðmundsdóttir kynnir
20.30 Útvarpssagan: „Trúðarn
ir“ eftír Graham Greene. Magn
ús Kjartansson ritstjóri les eig
in þýðingu (2). 21.00 Fréttir og
veðurfregnir. 21.30 Víðsjá: Þátt
ur um menn og menntir. 21.45
Fimmta Schumannskynning út
varpsins. Halldór Haraldsson
leikur Píanósónötu í g-moll op.
22. 22.00 Heymardeyfa og mál
leysi. Brandur Jónsson skóla
stjóri flytur síðara erindi sitt.
22.20 Samsöngur. Caravan Sing
ers syngja amerísk lög. 22.50
Frétttr í stuttu máli. Á hljóð-
bergi. Bjöm Th. Björnsson list
fræðingur velur efnið og kynn
ir: „Terje Vigen“ (Þorgeir í
Vík), kvæði eftir Henrik Ihsen,
23.25 Dagskrárlok.
morgun
Miðvikudagur 14. desember.
7.00 Morgunútvarp. 12.00 Há-
degisútvarp.
13.15 Við
vinmuna:
14-40 Við, sem heima sitjum.
Hildur Kalman les söguna „Upp
við fossa“ eftir Þorgils gjall-
anda (23). 15.00 Miðdegisútv.
16.00 Síðdegisútvarp. 16-40 Sög
ur og söngur. Guðrún Birnir
17.00 Fréttír. 17.20 Þingfréttir
17.40 Lestur úr nýjum barna
bókum. 18.55 Dagskrá kvöldsins
og veðurfregnir. 19.00 Fréttir.
19.20 Tilkynningar. 19.30 Dag
legt mál. Árni Böðvarsson flyt
ur þátttnn. 19.35 „Herra Grím-
ur á hana“ Erindi um höfund
Njálu eftir Helga Haraldsson
bónda á Hrafnkelsstöðum: Guð
jón Guðjónsson flytur. ■ 19.55
Einsöngur: Norska söngkonan
Aase Normo Lövberg. 20.10
„Silkinetið", framhaldsleikrit
eftir Gunnar M. Magnúss. Leik
stjóri: Klemens Jónsson. 21.00
Fréttir og veðurfregnir. 21.30
Samleikur í útvarpssal: Rolf
Ermeler og Maria Ermeler-
Lortzing leika á flautu og píanó.
22.00 Kvöldsagan: „Gráfeldur"
eftir Jón Trausta. Valdimar Lár
usson leikari les síðari hluta
sögunnar. 22.20 Djassþáttur.
Ólafur Stephensen kynnir. 22.50
Fréttír í stuttu máli. fslenzk
tóniist fyrir strengi. Bjöm Ó1
afsson o. fl. leika. 23.40 Dag-
skrárlok.
XB-SKP3/lCE-644B