Tíminn - 29.12.1966, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.12.1966, Blaðsíða 2
1 TfMINN FIMMTUDAGUR 29. desember 1966 G" BLAÐBURBARFÓLK ÓSKAST á Skúlagötu og Borgartún. Upplýsingar á af- greiðslu blaðsins Bankastræti 7, sími 1-23-23. Ayndtn er af Jóel Einarssyni mat- .vetni, sem fórst með Svani RE-88 Jóel var 49 ára og ókvaentur. NYTT KVENNA BLAÐ í UPPSIGLINGU Samvinnunnar Jólablað Samvinnunnar er kom- ið út, mjög vandað eins og venja er. Af efni blaðsins má nefna Jóla hugleiðingu, sem sr. Örn Friðriks son ritar, Páll H. Jónsson skrifar um Samvinnubæinn við Ölfusá. Baldvin Þ. Kristjánsson ritar grein ina Samvinnutryggingar 20 ára. Rætt er við Erlend Einarsson, for stjóra, um 23. þing Alþjóðasam- vinnusambandsins og stytt og þýdd ræða Maúritz Bonow frá setningu sama þings er í blaðinu. Kvæðið Skipið er komið eftir Einar Karl Sigvaldason, er birt í Samvinnunni að þessu sinni og þar má lesa smá sögu Jakobínu Sigurðardóttur, Mammon í gættinni. Sigríður Thor lacius ræðir við Elsu Guðjónsson um sauma og alflos. Heimilisþátt ur Bryndísar Steinþórsdóttur er í blaðinu og sömuleiðis framhalds sagan Svörtu hestarnir eftir Tar- jei Vesaas. Margt fleira efni er í blaðinu og nofckrar litmyndir. For síðuna prýðir að þessu sinni mynd af flossessu, merktri 1843, og er hún varðveitt í Þjóðminjasafninu, en Þorvaldur Ágústsson tók mynd- ina og sömuleiðis allar myndir með viðtalinu við Elsu Guðjóns- son. NÝSÍMASKRÁ KEMURIVOR FB-Reykjavík, miðvikudag. f vor er væntanleg ný símaskrá en síðast var símaskráin gefin út árið 1965. Símaskráin verður sífellt stærri og stærri, en að þessu sinni bætast t- d. við milli 2000 og 3000 ný símanúmer aðeins á Reykjavíkursvæðinu, að því er Hafsteinn Þorsteinsson, skrifstofu stjóri hjá Landsímanum skýrði okk ur frá í dag. í nýju símaskránni verða 30.900 símanúmer fyrir Reykjavíbursvæð ið, en samtals eru númerin í skránni um 60 þúsund. Lítið verð ur um breytingar í skránni, Reykja víkurkortið verður eins og það er í skránni núna, og eyðublöðin verða öll hin sömu. Nú bætist þó við gjaldskrá, en hún var ekki síðast í skránni, þar sem verið var að breyta gjaldskránni um það leyli er hún kom út, og var því ekki hægt að birta hana. JÓLAFRÉTTIR UTAN AF LANDI STJAS—Vorsabæ, miðvikudag. Hér var snjólaust að kalla um jólin. en klafcastorka á jörð og allir vegir flughálir. Messað var í Gaulverjabæjarkirkju á annan jóla dag. Kirkjan var þétfcsetin, þrjú böm voru skírð. í messulok af- henti sr. Magnús Guðjónsson stjórnanda kirkjufcórsins, Pálmari Þ. Eyjólfssyni útsfcorinn tónsprota gerðan af Ríkharði Jónssyni. Tón sprotinn er gjöf frá Gaulverjabæj arsöfnuði, en um þessar mundir eru tuttugu ár liðin síðan Pálmar tók að sér að stjórna kirkjusöng í Gaul verj ab æj arkirk ju. SJ—Reykjavík, þriðjudag. Um hátíðarnar var þungfært eða ófært víðast hvar á landinu. f dag var sæmileg færð um Þrengslaveg og á Suðurlandsundir lendinu, en gífurleg hálka á veg- unum. Þá er fært um Hvalfjörð og Borgarfj arðarhérað, e|i sömuleiðis mikil hálfca á vegum'. St'órir bílar óku í dag til Snæfellsness- og Dalasýslu, en færð er víða'þung á þeim slóðum. Norðurlandsleiðin er lokuð og mjög þungfært hefur (verið innan Eyjafjarðar. í kvöld hafi leiðin milli Akureyrar og Dal víkur lofcazt, énda skollinn á bl'indbylur. Á Austfjörðum er við ast hvar ófært þó hafði leiðin á milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar verið opnuð, og í dag var hafizt handa við mokstur 1 Fagradal. Götuskrá er tiltölulega nýkomin út hjá símanum, og er því ekki í ráði, að prenta hana upp að nýju að þessu smni, og ekki hefur held ur verið talað neitt um númera skrá að svo stöddu, enda sagði Hafsteinn, að ísland væri e,ini staðurinn í heiminum, sem hefði gefið út slíka skrá, og væri það mjög umfangsmikið, því að núm erin væru það mörg. Síðasta slmaskrá kostaði 100 krónur, og sú nýja mun væntan lega hækka nokkuð, því ag hækkan ir hafa orðið miklar á tímabilinu, en ekkert er hægt að segja um verðið enn sem komið er. Hafsteinn Þorsteinsson bað okk ur að lokum að hvetja fólk til þess ag senda inn allar breytingar, sem þyrftu ag koma £ nýju skránni, sem allra fyrst, eða fyrir 14. janúar, en breytingar, sem berast eftir það er óvíst að hægt verði að taka tíl greina. Þjórsá fíytur sig STJAS—Vorsabæ, miðvikudag. Þjórsá hefur verið ísilögð að undanförnu, og hefur íshellan náð niður undir sjó. Farvegur árinn ar hefur verið að þrengjast og færast vesturá bóginn, þar sem hún rennur í sjóinn. Ægisandur er á þessum slóðum, og sandeyrar því fljótar að myndast, við út fall árinnar. í frostunum að und andanfömu hefur rennsli árinn ar minnkað, sjórinn hefur náð að hlaða stíflu í gamla árfarveginn hækkaði vatnið smátt og smátt síðustu daga, ofan við stifluna, og náði aðfaranótt síðast liðins þriðju dags upp að túni á Fljótshólum. Þá nótt kom skarð í sjávarkamb inn, nokkrum hundruð metrum austan við gamla árfarveginn. Þar hefur Þjórsá nú brotig sér leið til sjávar, en bændur á Fljótshól um óku í gær á jeppum yfir g|imla árfarveginn, og telja litlar líkur að áin renni þar til sjávar fyrst um sinn. SJ-Reykjavík, miðvikudag. f ráði er að hefja útgáfu á nýju kvennablaði, sem mun sennilegast hefja igöngu sína í apríl- Það eru Handbækur s. f. sem munu standa ag útgáfunni, og eftir því sem blað ið hefur fregnað, er hér um mánað arblag að ræða sem verður snið ið eftir vinsælum kvennablöðum erlendum. Blaðið verður í nokkuð stóru broti, sennilega 44 síður, og hluti þess litprentaður. Enn hefur ekki verið áfcveðið hvort Wlaðið verðiur ofsetprentað eða prentað á venjulegan máta. JÓLATRÉSFAGN AÐURINN Jólatrésfagnaður Framsóknarfélaganna í Reykjavík, verður haldinn að Hótel Sögu, föstudaginn 30. des. næst komandi og hefst kl. 3 síð- degis. Hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur og syngur og jólasveinn inn Gáttaþefur kemur í heimsókn. Auk þess verða fram bomar ýmiss konar veitingar. Aðgöngumiðasala er á skrifstofu Framsóknarflokksins, Tjarnargötu 26, símar 15564 og 16066 og á afgreiðslu Tímans, Banka- stræti 7, sími 12323. Tryggið ykkur miða í tíma vegna mikillar aðsóknar- H LJOÐFÆRALEIKARAR OPNA RÁÐNINGARSTOFU Ráðningarstofa hljómlistarmanna hljóp af stofckunum fyrir nokkr- um dögum. Er hún á vegum Félags íslenzkra hljómlistarmanna, en fé lagið rak ráðningarstofu fyrir nokkrum árum og gafst það mjög vel. Með tilfcomu eigin húsnæðis hefur félagið séð sér fært að taka þessa þjónustu upp að nýju. Ráðn ingarstofan er að Óðinsgötu 7 og er hún opin frá kl. 14—19 alla virka daga. Sími er 20255. Geta nú þau félög eða aðrir, sem þurfa á hljómsveitum eða einstök um hljómlistarmönnum að halda, snúið sér til skrifstofunnar, en þar hafa nú þegar verið skrásettar um 30 hljómsveitir, sem leika gömlu dansana eða nýju, að ógleymdum öllum unglingahljómsveituDum. . Myndin var tekin af þátt utan konungshöllina Bucking- boðsmenn þeirra hér á landi, fróðlegasta í alla staði, en höf- sýninguna, sem lialdin er ár takendum í bændaförinni til ham Palace, í kynnisferð um Véladeild SÍS buðu í. Bændaför uðmarkmig hennar var heim- livert í hinni miklu sýningar- London núna fyrir jólin, og er London sem International Har þessi var hin ánægjulegasta og sókn á Smithfield landbúnaðar- höll £ Earls Court í London. hóparinn þarna staddur fyrir vester verksmiðjurnar og um-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.