Tíminn - 29.12.1966, Blaðsíða 3

Tíminn - 29.12.1966, Blaðsíða 3
FEHMTUDAGUR 29. desember 1966 TÍMINN Fimmtugur í dag: GUTTORMUR ÓSKARSSON Sauðárkróki í dag er minn ágæti vinur Gutt ormur Óskarsson kaupfélagsgjald- keri á Sauðárkróki, fimmtugur. Fimmtugsaldur er merkur áfangi mannsævinnar og fer vel á því, að staldrað sé við, litið yfir farinn veg og rifjuð upp gömul kynni. Hér verður því þó eigi við komið að rekja ævisögu Guttorms vinar míns, enda eru þar vonandi mörg blöð ennþá óskrifuð. Hér verður aðeins stutt afmæliskveðja fest á blað. Þess skal þó getið, að Guttorm- ur er Skagfirðingur að ætt og upp runa. Fæddur er hann 29. des. 1916 að Hamarsgerði í Lýtings- staðahreppi, en þar bjuggu þá for eldrar hans, hjónin Sigríður Hall- grímsdóttir og Óskar Þorsteins- son, en þau fluttu síðar að Kjart- ansstöðum í Staðarhreppi. Er Gutt ormur af góðu bergi brotinn, þó að hér verði ætt hans eigi rakin. Gutt ormur ólst upp hjá foreldrum sín- um. Á uppvaxtarárum sínum átti hann um skeið við vanheiLsu að stríða og varð af þeim sökum að dvelja á sjúkrahúsi um lengri tíma. Hann stundaði nám í Reyk- holtsskóla, var í Samvinnuskólan- um veturna 1942—44 pg lauk það an brottfararprófi vorið 1944. Réð- ist hann strax að prófi loknu til Sambands ísl. samvinnufélaga og var þar starfsmaður 1944—46. Þá fluttist hann til Sauðárkróks og gerðist gjaldkeri hjá Kaupfélagi Skagfirðinga og hefur gegnt þeim starfa síðan. Leiðir okkar Guttorms lágu fyrst saman, er við vorum báðir starfsmenn hjá Sambandinu. Þar hafði þá verið sett á fót svonefnd fræðsludeild eða ef til vill réttara sagt vísir að slíkri cteild. Varð Guttormur starfsmað ur þeirrar deildar, en ég átti að heita forstöðumaður hennar, Tókst þegar með okkur hið bezta sam- starf og vinátta. Fórum við m.a. saman á ýmsa fundi. þar sem sam- vinnustarfið var kynnt með fyrir- lestrum og kvikmyndasýninguon. Eigum við báðir ýmsar skemmti- legar minningar frá þeim tima. Eftir að Guttormur fluttist norð ur varð eðlilega lengra á milli sam funda. En tengslin rofnuðu ekki Og þegar farið var ■' Fljótin. var alltaf komið við — og oftast gist — hjá Guttormi og Ingu. Börnin okkar litu á það sem sjálfsagðan | þátt í ferðalaginu. Eftir að það réðist svo, að ég yrði fulitrúi Skag firðinga á Alþingi, hefur samstarf okkar Guttorms verið mikið og ná ið. Á ég fáum vandalausum meira Jað þakka. Allt frá unglingsárum hefur Guttormur verið áhugamaður um félagsstarfsemi og þjóðmálabar- áttu. Hefur hann jafnan verig ein dreginn stuðningsmaður og traust ur baráttumaður fyrir Framsóknar flokkinn og hefur gegnt fyri’- hann , fjölmörgum trúnaðarstörfum. Á Reykjavíkurárum sínum var hann formaður Félags ungra Framsókn armanna í Reykjavík Eftir að hann fluttist norður var hann strax kjörinn í stjórn Framsóknar félagsins á Sauðárkróki og átti í henni sæti í nær tuttugu ár, lengst af sem formaður. Hann er í stjórn Framsóknarfélags Skagfirðinga. Þegar Framsóknarmenn í Norður landskjördæmi vestra stofnuðu kjördæmissamband sitt var hann strax kosinn í stjórn þess, og er hann nú formaður kjördæmissam bandsins. Hann hefur jafnan unn ið að vaxandi gengi Framsóknar-J flokksins af óþreytandi elju. Hann hefur í því sambandi lagt á sig mikið erfiði. og aldrei talið eftir sér sporin, þegar þar hefur þurft verk að vinna. Allt það starf hefur hann unnið af málefnalegum á- huga. án alls tillits til persónulegs ávinnings eða hagræðis. Hann hef ur verið ódeigur málsvari flokks- ins. hvort heldur f samræðum eða á mannfundum, enda er hann góður og rökfastur ræðumaður. Eg hoH. að ekki sé ofsagt. að hann hafi oft og tíðum verið ólaunaður .atarfsmaður Framsóknarflokksins í Skagafirði. Framsóknarflokkur- á honum því mikið að þakka Guttormur hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir bæjarfélag sitt, átt sæti í fræðsluráði. verið endurskoðandi bæjarreikninga o. fl. o.fl., sem hér verður ekki talið. Guttormur er skynsamur maður, traustur og gætinn. Hann er ljúf- ur maður og háttvís en getur reynzt þykkjuþungur. ef hann tel- ur sér misboðið eða á móti gert.1 Hann er hófsamur gleðimaður ■ |Eins og fleiri Skagfirðingar hefur hann yndi af ljóðum og hestum Hann hefur áreiðanlega átt marg- ar yndisstundir á hestbaki. er lita- < dýrð og fegurð Skagafjarðar gleð ur augað. Eg hygg, að hann ggti tekið undir með Einari Ben.: I „Menn og hestar á hásumardegi í hóp á þráðbeinum skínandi vegi, með nesti við bogann og bikar með Betra á dauðlegi heimurinn eigi". Guttormur er hjálpfús og hefur eert niöreum =amferðamanninum greiða. Hann hefur áreiðanlega oft leyst vanda þeirra. sem tii hans hafa leitað. Þess er skylt að geta, að Guttorm ur hefur ekki staðið elnn Hann kvæntist 15. október 1944 Ingu Rögnvaldsdóttur. verkstjóra á Sauð árkróki. Jónssonar Hún er fágæt mannkostamanneskja Er heimili þeirra rómað fyrir gestrisni og myndarbrag. Þar hafa ekki aðeins héraðsmenn notið gestrisni heldur og fjölmargir ferðalangar lengra að komnir. Geta líklega fáir um þetta betur borið en ég. Leiðir mínar hafa af skiljanlegum ástæð um legið oft til Sauðárkróks í seinni tíð. Hefi ég þá jafnan notið gestrisni þeirra hjóna og stundum dvalið hjá þeim langdvölum að kalla má. Eg hefi satt að segja oft haft samvizkubit af þeim á- troðningi, sem ég hef gert og mér hefur fylgt. En alltaf er gestrisnin söm. jafn sjálfsögð og eðlileg. Guttormur er vinmargur maður. Honum munu berast margar hlýjar kveðjur, Þeir verða sjálfsagt marg ir, sem sækja hann heim í dag. Eg hefði feginn viljað vera í þeirra hópi. en því verður nú eigi við komið. Eg verð að láta þessar fá- tæklegu kveðju nægja. Um leið og ég þakka Guttormi allt liðið, árna ég honum allra heilla á ófar inni ævibraut. Og við öll hér á Aragötu 13 sendum afmælisbarn- inu sjálfu hans ágætu eiginkonu og elskulegu dætrunum þremur: Sísu. Ragnheiði og Elsu, innilegar kveðjur og árnaðaróskir í tilefni dagsins. Ólafur Jóhannesson. ÞORSTEINN JAKOBSSON tryggmgamadur Ekki hafði mig grunað, að ég þyrfti að kveðja og minnast tveggja náinna samstarfsmanna í sama mánuði, en sú er raunin. Við kvöddum Gunnar Steindórsson full trúa í byrjun þessa mánaðar, og í gær fylgdum við til grafar Þor- steini Jakobssyni, tryggingarmanni en hann lézt 17. þ.m. Engum ætti kallið að koma á ó- vart, því allir verða kvaddir brott fyrr eða síðar, en í önn dagsins vill slikt gleymast, þar til dauðinn minnir harkalega á sig og skilur eftir autt skarð, sem vandfyllt verður í. Mig langar til að minn- ast Þorsteins með þessum fáu lín- um. Hann fæddist 2. júlí 1896 að Skammadal í Hvammshreppi, V- Skaftafellssýslu, sonur hjónanna Sólveigar Brynjólfsdóttur og Jak- obs Þorsteinssonar, bónda þar. Hann varð fyrir því áfalli að missa móður sína á unga aldri og ólst því upp hjá vandalausum. Móðurmiss- ir á viðkvæmum aldri og upvöxtur meðal ókunnugra virðist hafa haft veruleg áhrif á Þorstein og minntist hann þessara ára með nokkurri beizkju. Ólst Þorsteinn upp á Reynishólum til 18 ára ald- urs. en réðst þá í vinnumennsku að Flögu í Skaftártungu og dvald- ist síðan á fleiri bæjum i þeirri sveit. Eigi naut Þorsteinn neinnar skólagöngu, en vann við búskap og almenn sveitastörf fram yfir þrí- tugsaldur. Á vetrum var hann til sjós, aðallega á togurum og réri alls 15 vertíðir Var Þorsteinn far sæll sjómaður og varð aldrei fyrir neinum áföllum. þótt hann lenti oft í miklum þrekraunum og erfið leikum. Eftir 193C fluttist hann til Reykjavíkur og hélt áfram sjó- mennsku og stundaði aðra al- menna vinnu. Árið 1935 giftist hann hinni ágætustu konu. Ragn- hildi Jónsdóttur frá Drangshlíðar dal í Skaftafellssýslu. Var hún þá lærð ljósmóðir og starfaði a Lands spítalanum. Eignuðust þau gott heimili og bjuggu hér i Reykjavik. Bar heimili þeirra vott um reglu- semi og sérstaka snyrtimennsku. Rétt fyrir stríðið hóf Þorsteinn störf hjá Garnastöð S.Í.S. við Rauð arárstíg og starfaði þar öll striðs árin eða til 1947 Má nokkuð af þessu ráða trygglyndi Þorsteins við vinnuveitendur sína. þegar flestallii verkfærir menn leituðu vinnu hjá varnarliðinu. sem veitti mun meirj tekjur en mánaðarlaun in voru í Garnastöðinni Um þess ar mundir varð Þorsteinn að hætta vinnu vegna lömunarveiki. og lam aðist hann það illa, að engum datt i hug að hann yrði vinnufær aftur. Stóð svo í þrjú ár Reyndi þá mjög á Ragnhildi sem sá þá fyrir heim ilinu og kom þá bezt 1 ljós, hversu traustur förunautur hún hefur ver- ið Þorsteini. Þorsteinn hafði mjög | sterka lífstrú og er óhætt að full- yrða, að það hafi bjargað honum i veikindum sínum. Stefndi hann öllu viljaþreki sínu í að ná aftur heilsunni og það tókst honum, og 1950 gat hann aftur farið að vinna og gerðist tryggingamaður hjá Samvinnutryggingum og^ starfaði við það til dauðadags. Á þessum tíma eða í rúm 16 ár urðu kynni okkar Þorsteins mjög náin. Hægt er að gera sér í hugarlund aðstöðu Þorsteins í byrjun. Hann hafði ekki notjð neinnar menntun og var nýstaðinn upp úr erfið- um veikindum, Reykjavik orðin ar og var nýstaðinn upp úr erfið- að víðlendri borg og hann gang- andi við starf sitt. Við þetta starf komu fram beztu eiginleikar Þor- steins og held ég óhætt að fulyrða að hann hafi verið mesti trygginga maður í Reykjavík til þessa dags. Þorsteinn var vel meðalmaður I á hæð og glæsilegur á velli á yngri árum og sérstakt snyrtimenni. Hann var þéttur í lund og hafði ákveðnar skoðanir í þjóðmálum. Svipur hans var bjartur og traust vekjandi. og alltaf var hann jafn hress og glaður síungur í anda með brennandi áhuga á starfinu. Hann var mikill áhugamaður að hverju sem hann gekk og er mér sérstak- lega minnisstæður óhemju dugn- aður hans við tryggingastarfið og mun vandfundinn maður i hans stað. Hann skildi vel afstöðu minni máttans og lagði sig sérstaklega fram um að greiða götu þeirra. sem erfitt áttu Hann var góður vinur vina sinna og átti enga ó- vini. Margir voru þeir. sem nutu Framhald á bls. 12. Á VÍÐAVANGI Pöntun Þjóðviljans? Undarlegur kláði sækir nú á ÞjóSviIjann Fréttin um aS fimm menn hafi vikiS úr fram- kvæmdanefnd AlþýSubanda- lagsins um óákveSinn tíma, sækir aS á nóttu sem degi. Spurning dagsins er raunar þessi; PantaSi ÞjóSviljinn „leið réttingu“ hjá Hannibal, og rétti hann Þjóðviljanum þessa leið- réttingu til að halda við því litla sem eftir er af heimilis- friði, rétt eins og þegar ein- hverju smáræði er vikið að gamalli, nöldursamri kerlingu. Þjóðviljinn gerði mikið úr þess ari jólagjöf Hannibals, þótt eftir sem áður stæði óliaggað, að fimm menn hafa vikið úr framkvæmdanefnd Alþýðu- bandalagsins. Og enn hafa hin- ir fjórir, sem úr nefndinni viku, ekki talið sig þurfa að birta leiðréttingu. Hækkun eftir kosningar í ágætri ræðu, sem Kristján Benediktsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins, flutti um fjárhagsáætlun Reykjavíkur- borgar fyrr í þessum mánuði sýndi hann fram á með Ijósum dæmum, að greinilegt væri, að svokallaðri „verðstöðvunar- stefnu“ væri ekki ætlað að standa nema rétt fram yfir kosn ingarnar að vori. Kristján sagði m. a.: „Borgarstjóri gerir sér líka grein fyrir, að tekjuáætlun fjár hagsáætlunarinnar stenzt ekki. Hann sló þann vamagla, er hann fylgdi áætluninni úr hlaði, að svo gæti farið að hana yrði að taka til endurskoðunar á miðju næsta ári. Það er þetta, sem augljóslega á að gera, og borgarstjóri ætlar sér að gera í vor — eftir kosn- ingar — það á að hafa sama hátt á nú og 1964, þegar fjár- hagsáætlunin var hækkuð um röskar 42 millj. á miðju ári. Núna er fyrst og fremst um það hugsað að Iáta tölurnar líta eins snoturlega út og kostur er. Eftir kosningar í vor verður síðan öllu umturnað, útsvars- upphæðin hækkuð til að mæta nauðsynlegum greiðslum, sem alls ekki er áætlað fyrir í þessu frumvarpi svo og til að mæta þeim mismun, sem verður vegna þess, að tekjuáætlunin stenzt ekki eins og hún liggur fyrir. Það, sem styður þá skoðun mína að þessari fjárhagsáætlun sé það eitt hlutverk ætlað að duga fram yfir kosningar í vor er m. a. það; a) hvernig tekjuáætlunin er úr garði gerð, svo sem ég hef bent á. b) að ekki er gert ráð fyrir í áætluninni neinum útgjöldum vegna launahækkana á næsta ári. c) að ekkert fé er ætlað í Framkvæmdasjóð, þótt nú þeg- ar liggi fyrir að hann sé meira en gjaldþrota og gjaldfallnar kröfur á sjóðinn vegna BÚR séu yfir 20 millj. vegna þessa árs og fyrirsjáanlegur halli á togurum BÚR á næstu mánuð- um. d) að alhnikið fé vantar í Byggingarsjóðinn, eigi hann að geta staðið við skuldbindingar borgarinnar gagnvart Fram- kvæmdanefnd byggingaráætlun- ar“. Fleira mætti nefna af þessu tagi máli mínu til stuðnings. FYamhald á bls. 15.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.