Tíminn - 29.12.1966, Blaðsíða 8

Tíminn - 29.12.1966, Blaðsíða 8
8 TÍMINN FIMMTUDAGUR 29. desember 1966 ÞIÓÐLEIKHÚSIÐ: „MARTA" Öpera eftir Friedrich von Flotow - Hljómsveitarstjóri Bohdan Wodiczko. - Leikstjóri Erik Schack. - Þýóandi Guðmundur Jónsson Jólasýning Þjóðleikhússins hef- ur frá opnun þeirrar stofnunar verið sá atburður í leikhúslífi bæj arins, sem margir hafa vænzt mik- ils af, en líklega munu þeir ennþá fleiri, sem kröfu hafa gert til góðra hluta frá leikhússins hálfu, hvort heldur um hefur verið að ræða söng- eða sjónleik. En víst er um það, að allmörg munu þau leikhúsverk orðin, sem um jólaleytið hafa kynnt komu sína og jafnframt því átt erindi við sína áheyrendur hvort verið hefur í tali eða tónum. Það mun fátt vera, sem menn eru jafn innilega ósammála um og verkefni fyrir leikhús eða konsert- sal. Það mun því liggja nærri að uppi verði deildar meiningar um val Þjóðleikhússins á jólaverkefni þessa leikárs eða óperuna ..Mörthu” eftir þýzka tónskáldið Elotow. r Höfundurinn Friedrich von Flot ow 1812—1883 lifði og starfaði í París og viðar, var eðlilega trúr sinni samtíð, því þá hljóðaði allt. upp á ,,rómantík”. Hann samdi hvorki meira nó minna en átján óperur, sem allar eru löngu ryk- fallnar ~og gleymdar, utan tvær, „Stradella" og „Martha“. Fyrir- myndir Flotow voru að miklu leyti Boieldieu og Auber. Þar að auki samdi Flotow forleiki, sönglög og kammertónlist, sem nú er að mestu ókunnug og mun litla sem ónga athygli hafa vakið á sínum tíma. Óperan Martha var samin upp úr Ballet-músík, sem flutt var í París árið 1844. en í því formi, sem hún er nú, mun hún hafa ver ið frumflutt í Vín 1847. Efnið ,sem óperan er byggð á er í léttum tón, svokölluð „komísk“ ópera. Þar greinir frá enskri hefð- ardömu, sem í lífsleiða reynir að fá vinstúlku sína og gamlan frænda út á „lífið”, sem í þá daga var að dulbúa sig sem þjónustu- stúlkur og fara á markað í Rich mond. Margt hleðst svo utan á markaðsferðina, sem ekki skal rak- ið hér. Efni óperunnar er hvorki verra né betra en hliðstæðar óperur frá þessum tima. Um tónlistina, sem er burðarás- inn í öllu amstrinu, verður ekki sagt, að feitan gölt sé að flá. Hún er undanrenna þeirrar rcímmiíikur sem þá var að renna sitt skeið. Fátt eitt er hægt að staðnæmast við, þegar frá er talið lánið á írska þjóðlaginu ,,Last rose of summer”. aría hetjunnar Lyonels í þriðja þætti, og fersöngurinn í lok ann- ars þáttar. Þótt nútímafólki kunni að virðast undarlegt að þessi ópera skuli hafa lifað við vinsældir í yf- ir 100 ár, getur góður flutningur og fyrirhafnarlaus tónlist haldið mönnum furðu lengi við efnið. Þó hygg ég, að sviðsetningum Mörthu fari fækkandi og benda ummæli söngkonunnar Mattiwilda Oobbs til þess að svo sé, er hún lét svo um mælt í dagblöðum bæj- | arins nú fyrir nokkru, að hún hefði séð óperuna 12 ára gömul og síðan aldrei rekizt á hana og hefur ‘þó söngkonan farið víða. j Til þess að setja óperuna á svíð' fékk Þjóðleikhúsið danskan stjórn anda Erik Schock ungan og dug- andi mann. Það er hreint ekki svo lítiil vandi að koma miðlungsverkum vel til skila, en Erik Schack hef- ur séð, að gera þyrfti mikið fyr augað og því nýtt sviðið vel. Hann hefur einnig haft auga og eyra fyrir hæfilegu „tempo“ í ac- burðarásinni, góðu samræmi í „hópsenum" ásamt smekkvísi í smærri atriðum, svo að heildar- svipur sýningarinnar varð ágæt- ur. Aðalhlutverk óperunnar, lafði Guðmundur Jónsson i hlutverkí sínu. ber með sér, að þar er henni ekk- j inni gætti I upphafi þreytu, en ert framandi. jþað hristi hún af sér, er á leið, og Hlutverk söngkonunnar í átti hún ágæta þætti, bæði en í Mörthu gaf hlustendum alls ekki samsöng, og leikgleðin greip hana tæmandi hugmynd um. hvers hún þeim tökum. að stutt var í „ofleik“ er megnug í meiri átökum og hefði en lífsgleðin og hið góða skap Nan verið gaman að fela svo ágætri cy kom öllu heilu í höfn. listakonu hlutverk. | Tristan frænda, gamlan grínakt Sigurveig Hjaltested hafði á ugan segg, söng og lék Kdstlnn hendi hlutverk Nancy vinkonu Hallsson. Hlutverkið gerir ekki lafðinnar. Þær eru ekki svo fáar .miklar kröfur til söngs og oft hef þjónustu- og vinstúlkurnar í óperjur meira hvílt á herðum Kristins Harriet, fór bancíaríska söngkonan >um og leikritum, sem mikið hafa en þetta, enda veittist honum auð- Mattiwilda Dobbs með. Raddbeit-j haft á sinni könnú.« Segja'má, að veít að gerá því góð skil, þótt Krist ing, tónmyndun og sér í lagi vald Nancy væri skemmtileg mótsotn- inn hafi oft haft meira í sjálfa yfir styrkleikabreytingum, er framúrskarandi og tónmýkt söng konunnar fágæt. Öryggi hennar á leiksviðinu ing við lafðina, heilbrigð, létt- lynd og full af alls kyns brögðum. Enda tókst Sigurveigu vel að fylla upp í þessa líflegu persónu. f rödd Guomunaur uuojousson og matuwuaa uoods. persónuna en nú. Plumkett, ríkan bónda fór Guð mundur Jónsson með. Hann hefur svo oft áður sýnt velsamræmdan leik og söng, en einhvem veginn Ivarð Plumkett utanveltu við Guð mund og fyrst framan af óafger- andi. f tveim síðustu þáttunum færðist líf í persónuna og „glimt- ið” í auga Guðmundar brást ekki. Rödd hans er að vanda jöfn og stöðug, en hefði þurft þykkri blæ brigði í þennan ákveðna gamla skrögg. Þá sá Guðmundur Jónsson einn ig um textaþýðingu. Þar eð fram burður í söng kemst misvel til skila, var erfitt að gera sér grein fyrir heildarþýðingu. Þó hygg ég án þess þó að hafa lesið þýðing- una, að þótt nútímamál geti ver- ið þjált í söng, hefði ögn hátíð- legra málfar ekki skaðað, þó ekki væri nema til samræmis við allt skrautið og rómantíkina. Guðmund ur Jónsson er sá af okkar söngv. urum, sem sýnt er um skýran textaframburð og er það hverjum söngvara stór kostur. Lyonel, fóstbróður Plumkett, fór Guðmundur Guðjónsson með. Rödd hans á sér margar og oft á- gætar hliðar, þótt hnökrar séu stundum á. Þá er honum létt um að samræma söng og frjálslegar hreyfingar á leiksviði, ásamt mjög skýrum textaframburði, svo að í heild má kalla ágæta frammistöðu, Með hlutverk dómara fór Hjálm ar Kjartansson, auk þess komu fram þjónar. sveitastúlkur og bændur. Hljómsveitarstjóri var Bohdan Wodiczko, sem stjórnaði hljóð- færaleikurum úr Sinfóníuhljóm- sveit íslands. Það er heldur van- bakklátt hlutverk að flytja tónlist við þau skilyrði, sem hljómsveitar mönnum eru búin í Þjóðleikhús inu, en miðað við þær aðstæður gerir Wodiczko það, sem fáum væri mögulegt gengur þannig frá hlutunum, að það verður nánast „elegant”. Þjóðleikhússkórinn aðstoðaði á þessari sýningu, og skilar honum * framfaraátt. Honum er ekki síð- ur endurnýjunarþörf en öðrum k<jr um, þar þarf unga krafta með. þótt þeir eldri séu kjölfestan. Þá eru hreyfingar og framkoma svo fjöl menns hóps á sviðinu ekki minna atriði en raddþjálfun og þar mætti um liðka. Dansarar undir stjórn Fay Werner gerðu sitt til með þokka og mýkt, að létta undir á „hópsenum”. Leikmynd (sem áð ur hétu leiktjöld), ásamt búning- um, teiknaði Lárus Jngólfsson, og var það einkar smekklegt, þótt skrautið væri vel úti látið, heimtar rómantíkin sitt. Um jólasýningu Þjóðleikhússins að þessu sinni má segja, að vel hafi til tekizt, að fella í einn ramma, léttan og gam ansaman leik, þar sem ekkert rist ir djúpt. Góður smekkur, sam- vinna og vinnubrögð á því efni, sem unnið var úr, hafa komið miklu í verk. Sýningunni var yfir- leitt vel tekið og söngvarar marg- kallaðir fram. Unnur Arnórsdóttir. ÁSKRIFT AÐ SÓKN 0G SIGRll’ Sókn og sigrar, saga Fram sóknarflokksins, fæst bæði í áskrift og í bókaverzlunum. Bókin er eðlilega töluvert ódýrari í áskrift en þeir sem vilja gerast áskrifendur geta snúið sér tíl eftirfarandi að- ila: Stefáns Guðmundssonar, Hringbraut 30, sími 12942, Skrifstofu Framsóknarflokks ins, sími 16066 og 15564 og Afgreiðslu Tímans, Banka stræti 7, sími 18300 og 12323. Sókn og sigrar er glæsi legt verk um eitt allra glæsilegasta tímabilið i stjórnmálasögu landsins Fólk, sem hefur hug á að ná sér í þessa merku bók. ætti ekki að draga það vegna þess að upplagið að bókinni er ekki stórt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.