Tíminn - 29.12.1966, Qupperneq 5

Tíminn - 29.12.1966, Qupperneq 5
FIMMTUDAGUR 29. desember 1966 V Útgefandi: FRAMSÓKNARiFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson. Jón Heleason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjómar: Tómas Karlsson Aug lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur ' Bddu húsinu, simar 18300—18305 Skrifstofur: Bankastræt) ? Al- greiðslusimi 12323, Auglýsingasim) 19523 Aðrar skrtfstofur, sími 18300 Áskriftargjald kr 105.00 á mán tnnanlands _ í lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. Hermann Jónasson Við sjötugsafmæli Hermanns Jónassonar, fyrrverandi forsætisráðherra og formanns Framsóknarflokksins, er timabært að minna !þjóðina á hið mikilvæga hlutverk, sem hann hefur gegnt í íslenzkum stjórnmálum þriggja áratuga. í stuttri grein um Hermann hér í blaðinu í gær, farast Eysteini Jónssyni, núverandi formanni Framsókn- arflokksins m. a.tsvo orð: „Hermann Jónasson hefur ekki aðeins verið flokks- leiðtogi áratugum saman, heldur þjóðarleiðtogi í orðsins fyllstu merkingu og markað djúp spor 1 sögu landsins. Hann stjórnaði átökum við kreppuna fyrir stríðið og gerði það þannig, að vörnin snerist í stórfellda framfarasókn. Hann stýrði þjóðarskútunni klakklaust hættulegustu ár styrjaldarinnar, og þegar hættan var mest á mistök- um árin fyrir styrjöldina. Hann átti ríkan þátt í stofnun lýðveldisins og stórfelldri framfarasókn þjóðarinnar eft- ir styrjöldina. Hermanni Jónassyni er það meira að þakka en nokkr- um öðrum manni, að unnt reyndist 1958 að ná samstöðu þótt tæpt stæði, um útfærslu landhelginnar í 12 mílur, og er það ein þýðingarmesta ákvörðun, sem tekin hefur verið af íslenzkum stjórnvöldum. Tæpast hygg ég vaskari mann hafa háð stjórnmála- baráttu á íslandi en Hermann Jónasson, enda fékk hann örðug viðfangsefni. Eins og vaskra manna er háttur óx Hermann við hverja raun og bezt komu, fram kostir hans, þegar á reyndi að marki, og verulegur vandi steðjaði að. Þá var Hermann Jónasson rólegur og æðrulaus eins og ekkert væri um að vera. Fór sér að engu óðslega og íhug- aði vel sitt ráð, unz hann hafði ákveðið hvað gera skyldi, en fylgdi því þá fram með þeirri festu og krafti, sem ekkert virtist fá staðizt, sem í vegi var. Þessir hæfileikar Hermanns Jónassonar hafa reynzt íslenzku þjóðinni mik- ilvægir síðustu áratugina.“ Heimild til að blekkja Morgunblaðið leggur nú einkum áherzlu á tvíþætta blekkingi^. Það reynir að telja þjóðinni trú um, að „stöðvunárlögin“ séu merk nýmæli, heimild þeirra verði dyggilega notuð, og það án nýrra skatta á þjóðina. Staðreyndin er sú að lögin fela ekki í sér neina nýja stöðvunarheimild, Þær heimildir hafa allar verið til í lögum alla lífstíð þessarar ríkisstjórnar, og hún þurfti ekki annað en beita þeim, ef hún vildi, og það miklu fyrr. Frumvarpið er því aðeins opinber blekkingaleikur. Fullyrðing stjórnarinnar um að hún geti „stöðvað" verðhækkanir með þeim ráðum, sem hún beitir, án nýrra aukinna skatta á þjóðina ,er einnig augljós blekk- ing. Eða hvernig ætlar stjórnin að innheimta heilum milljarði meira í sköttum af þjóðinni, eins og fjárlögin ákveða, án þess að skattar hækki? Þetta er aðeins sagan um naglasúpuna í nýrri útgáfu. Það var auk þess staðfest í fjárlagaamræðunum, að hin þanda skatttekiuáætlun mundi alls ekki duga til fyrirhugaðra niðurgreiðslna nema nokkuð fram eftir næsta ári. Það á líka að duga — fram yfir kosningar. Þjóðin sér fyrir sér endurleikna söguna frá 1959, þegar ,,stöðvað“ var á þennan hátt í nokkra mánuði og þjóðin síðan látin axla byrðarnar, sem af því mynduðust með hrikalegri gengislækkun og nýj- um risaisköttum, þegar Sjálfstæðisfiokkurinn hafði komið sér fyrir í ráðherrastólunum. „Stöðvunarlögin11 eru ekki annað en ný heimild til þess að blekkja þjóðina, sem stjórnarliðið er þar að samþykkja handa sjálfu sér. TÍMINN Öttast Rússar kínverska innrás? Aukinn vígbúnaður þeirra talinn stafa af ótta við Kínverja. MIKIL breyting eða öllu held ur bylting hefur orðið í áróðri rússneskra blaða seinustu mán uðina varðandi utanríkismál. Þótt áfram sé haldið uppi hcrð um áróðri gegn svokallaðri heimsveldisstefnu Bandaríkj- anna, — einkum þó í sambandi við Vietnamstyrjöldina, — ber orðið miklu meira á 'áróðrinum gegn kínversku stjórninni og þó einkum menningarbylting- unni svonefndu og forsprökkum hennar. Skrif rússnesku blað- anna um rauðu varðliðana minna fullkomlega á skrif þeirra um Hitlersæskuna á ár- unum fyrir síðari heimsstyrj- öldina. Þau birtaihinar ferleg- ustu lýsingar á framferði þeirra. Lýsingarnar á stjórn Maos og framferði gefa ekki eftir fyrri lýsingum rússneskra blaða á illræmdustú fasista- stjórnum. Athygli vekur það, að árás- um rússnesku blaðanna er eink um beint gegn ýlao og nánustu félögum hans. Ýmsir þeir blaða menn, sem þessum málum eru k-unnugastir, telja þetta merki þess, að Rússum sé kunnugt um, að klofningur sé meðai forsprakka kínverskra komm- únista og skrif rússnesku blað- anna séu því á vissan hátt mið- uð við að styðja þá forustu- menn kínverska kommúnista- flokksins, sem eru álitnir Rússum vinveittir. Bftir að Krustjoff var steypt úr stóli, völdu hinir nýju valda menn Sovétríkjanna þá leið að sýna sáttfýsi og gætni í af- stöðunni til Kínverja. Þetta hafði hins vegar engin áhrif á afstöðu kínversku stjórnarinn- ar, heldur herti hún sóknina gegn Sovétríkjunum. Hún taldi hina nýju leiðtoga Sovétríkj- anna engu betri en Krustjoff, heldur væru þeir aðeins slótt- ugri og óhreinskilnari en hann. Sovétríkin voru ásökuð fyrir leynilegt bandalag við Banda- ríkin, er væri fólgið í því að vinna gegn Kína. Þar sem þess ar árásir héldu stöðugt áfram að magnast, hafa forráðamenn Sovétríkjanna ekki talið annað fært að lokum en að svara í sömu mynt. ÞAÐ sem vekur sérstaka at- hygli kunnugra manna í sam- bandi við þennan áróður rúss- nesku váldhafanna gegn Mao og félögum hans, er einkum það, að honum er beint enn meira Breshneff inn á við en út á við. Höfuð- kappið er lagt á að ná til rúss- nesku þjóðarinnar sjálfrar. Kunnugir menn skýra þetta þannig, að valdhafarnir vilji gera þjóðinni það- ljóst, að Sovétrikjunum stafi hætta frá Kínverjum og að sú hætta geti farið vaxandi. Nauðsynlegt sé að gera þjóðinni þetta Ijóst í tæka tíð. Meðal þeirra, sem nýlega hafa ritað um þetta efni, er Harry Schwarz, sem er sérstak ur sérfræðingur The New York Times varðandi málefni Sovét- ríkjanna. Hann vekur athygli á því, að Rússar hafa nýlega ákveðið að auka vígbúnaðarút- gjöld sín á næsta ári um 8%, miðað við hernaðarútgjöldin á þessu ári. SChwarz telur þetta ekki stafa af því, að Rússar telji þetta nauðsynlegt vegna vígbúnaðarkapphlaupsins við Bandaríkin. Rússar óttist vart, að styrjöld við þau sóu á næstu grösum, þótt látið sé í veðri vaka, að þessi aukning hernað- arútgjaldanna séu afleiðing af heimsvéldisstefnu Bandaríkj- anna. í raun réttri stafi þessi aukning af þvl, að Rússar séu að auka varnir sínar við kín- versku landamærin. Frá þeim héruðum Sovétríkjanna, sem ■ næst liggja Kína, berast nú stöðugt fréttir um stóraukna Mao Tse Tung hemaðariega þjálfun íbúanina, svo að þeir séu undir það bún- ir að mæta innrás. Þá hafi hermálaráðherra Kina, Clhen Yi nýlega skýrt frá þvi, að Rússar hafi flutt 13 herfylki frá Aust- ur-Evrópu til kínversku landa- mæranna. Þessu hefur ekki ver ið mótmælt af Rússum. ÞAÐ KANN að þykja undar- legt, segir Schwarz, að jafn öflugt kjarnorkuveldi og Sovét rífcin skuli óttast Kínverja, sem enn eru mjög vanmeginugir á því sviði. Við nánari athugun er þetta þó skiljanlegt. Kín- verjar hafa opinberlega gert tilkall til meginhluta Síberíu og Mið-Asíu, ásamt Mongólíu. Það er því augljóst, hvert mark mið þeirra er. Rússar geta vel reiknað með því, að Kínverjar álykti þannig, að Rússar muni ekki þora af siðferðilegum ástæðum að beita kjarnorku- vopnum á þessum slóðum, þótt til vopnaviðskipta kæmi, frem- ur en Bandaríkjamenn í Viet- nam. Loks er svo þess að gæta, að kæmi til styrjaldar milli Rússa og Kínverja, er afstaða Rússa veik í Austur-Asíu. Þeir hafa þar að vísu sterkar varnir, en aðflutningaleiðin þangað er löng og . Kínverjar hafa góða möguléika til að rjúfa hana. Ótvírætt er líka, að kínverski landherinn er öflugur, eins og Bandaríkin fengu að reyna í Kóreu. Þrátt fyrir þetta allt, kann það að vera óraunihæft af Rúss- um að óttast kínverska árás að sinni. Kínverjar hafa sýnt, að þeir kunna sér hóf og hafa þolinmæði til að bíða. Sú alda, sem rauðu varðliðarnir hafa vakið, sýnir hins vegar, að ástandið er ótryggt í Kína og þar getur verið allra veðra von. Rússar eiga erfitt með að gleyma því, að þeir urðu að færa miklar fórnir vegna þess, að Stalin fékkst ekki til að trúa, að Hitler myndi ráðast eins fljótt á Sovétríkin og raun varð á. Þess vegna vilja þeir vera viðbúnir nú £ tæka tíð jafnt í austri og vestri. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.