Tíminn - 29.12.1966, Blaðsíða 12

Tíminn - 29.12.1966, Blaðsíða 12
12 TÍIVSINN FIMMTUDAGUR 29. desember 19G6 MINNING KRÍSTMUNDUR BJARNASON F. 14. aprfl 1918. D. 15. des. 1966. Kristmundur Bjarnason frá Bassastöðum í Steingrímsfirði var til moldar borinn 'í Fossvogi 22. des. stytzta dag ársins. Ég sem' þessar línur rita þekkti Kristmund mjög vel þó langt sé síðan við átt- um samleið en það var á árunum fyrir stríð. Þá vorum við báðir ungir og nutuœ þess að gera að gamni okkar og ærslast eins og æskumönnum er tamt. Það var því ekkert undarlegt þó mér brygði 'þegar ég heyrði rödd á öldum ljósvakans sem tilkynnti lát hans. Fyrir svo sem tveim mánuðum hitti ég hann ásamt konu og börn um -Var hann þá við beztu heilsu og engum gat dottið í hug að svo skjótt mundi högum skipta. En nú er hann nýkvaddur hinztu kveðju af ástvinum og öðrum tryggum vinum sínum. Kristmundur var einhver hinn bezti drengur sem ég hef kynnzt, einlægur og góðgjarn, stilltur vel og þægilegur í allan máta. F'ædd ur var hann að Bassastöðum í Steingrímsfirði 14. apríl 1918 sama árið og ísland varð frjálst og full valda ríki. Hann ólst upp með góð um foreldrum og var ávallt í stór um barna hóp, því foreldrar hans eignuðust alls þrettán böm, en móðir hans var úr enn stærri hóp því hennar systkinahópur var tutt úgu og tvö alsystkini og stór er sá ættbogi sem Kristmundur var hluti af. Faðir hans var Bjarni bóndi í Lágadal við Djúp og Gauts hamri í Steingrímsfirði en síðast! á Drangsnesi, Bjarnason bónda á Bólstað í Steingrímsfirði, Bjama- sonar bónda á Klúku í Bjarnafirði, Sigfússonar bónda á Skarði Bjarn- arfirði, Guðmundssonar bónda á Broddanesi Jónssonar. Móðir Krist mundar og kona Bjarna var Anna Áskelsdóttir frá Bassastöðum, Pálssonar bónda í Kaldbak, Jóns- somar bónda á Kleifum í Kaldbaks vík, Páls^onar bónda i Kaldbak Jónssonar. Kristmundur var. um fermingu þegar hann fór að stunda sjó á vélbát frá Hamarsbæli og alla tíð eftir það vann /hann sem karl inaður að hverju sem hann gekk. Nítján hundruð fjörutíu og sjö fluttist hann til Reykjavíkur og stundaði þar atvinnu sína þaðan af til dauðadags. Hann kvæntist 16. marz 1951 eftirlifandi konu sinni Ingibjörgu Jónasdóttúr læknis, Sveinssonar prests í Ámesi, Guðmundssonar. Eignuðust þau hjón tvo efnilega syni, Jónas 15 ára og Bjarna 12 ára. Þau hjónin áttu fyrst heima á Laugaveg }9 hér í borg en síðar og þar til dáuðinn skildi þau að Smálöndum við Grafarvog. Krist mundur vann nokkur ár að hús gagnasmíði hjá Kristjáni Siggeirs syni en Kristján var móðurbróðir Ingibjargar. Síðustu 10 árin vann Kristmundur hjá Áburðarverk- smiðjunni í Gufunesi. Ég kveð þig svo gamli vinur og þakka þér fyrir allt gamalt og gott. Guðm. Guðni Guðmundsson. Jón Grétar Sigurðsson héraðsdómslögmaSur Austurstræti 6> V8783. PILTAR. EF ÞlO EÍGIÐ UNWUSTUNA ÞÁ Á CO HWNMNfl / Auglýsið í TIMANUM „MORÐ FORSETA" Framhaid af bls. 9 er selur birtingarréttinn tíma ritinu Look og verður nú allt málið miklu fióknara. Samning urinn er Robert Kennedy og Manchester höfðu gert, gerði ráð fyrir því, að höfundurinn i seldi birtingarréttinn og full trúi Manchesters hafði þegar hafizt handa um dreifingu á sög unni í öll helztu tímarit heims. En það virðist greiriilegt að J. K. hefur misskilið ýmis ákvæði samningsins, sem gerð ur var við Manchester m. a. hvað varðar birtingarréttinn í tímaritum. Einnig hélt hún, að hann yrði seldur frekar lágu verði og alla vega ekki hærra en 6.5 millj. ísl. króna, en þeg ar hún varð þess vísari, að birtingarrétturinn hefði verið ’ seldur á 29 millj. ísl. króna varð hún þess fullviss að einnig í þessu tilfelli væri dauði manns síns notaður í gróðaskyni. Heimildir, sem hafðar eru eftir Kennedy fjölskyldunni segja, að samningur Manchest ers við Look hafi svipt hann réttinum til þess að breyta hand ritinu og jók þetta á erfiðleik- í . Framkvæmdastjóri óskast Byggingarnefnd Sýningar- og íþróttahúss í Laug ardal, óskar að ráða framkvæmdastjóra frá næstu áramótum til aS annast rekstur hússins. Skriflegar umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skal senda til formanns byggingarnefndar, Jónasar B. Jónssonar, Tjarnar- götu 12, eigi síðar en 6. janúar n. k. Byggingarnefnd Sýningar- og íþróttahúss í Laugardal. ana. Look segir fyrir sitt leyti, að Manchester hafi fullvissað þá um, að hann hefði fullt sám þykki Kennedyfjölskyldunnar til að gefa út söguna, (að því er virðist óstytta ath.s. Tím- ans). Samkvæmt frásögn þeirra, sem í hlut eiga, virðist sem allar þessar þrætur hafi gert Manchester örvæntingarfullan um að bók hans kæmist nokk- urn tíma á prent. f júli 1966 sendi R. Kennejiy skeyti til Manchesters og samhljóða bréf til Harper og Row útgáfufyrir tækisins, þar sem hann lýsir yf ir því, að K. fjölskyldan setji enga hindrun í veg fyrir út- gáfu bókarinnar, en varar jafn framt við því, að ef bókin verði birt í tímariftum, þá megi stytt ing hennar ekki leiða til rang færslna. Það er þetta skeyti sem er miðpunkturinn í væntanleg- um réttarhöláum. Nú segir Kennedy fjölskyld- an að skeytið hafi ekki aðeins átt að vera andleg uppörvun fyrir Manchester á þeim tíma, þegar hann einmitt þarfnaðist slíks, heldur einnig sent í þess um tón að beiðni Harper og Row- En Manchester og Harp er og Row tóku skeytið þann- ig, að K. fjölskyldan væri ánægð með breytingarnar, sem gerðar hefðu verið, og að út gáfa hennar gæti hafizt. Rob ert Kennedy hefur sagt um skeytið: „Skeytið kveður ekk- ert á um það, að texti bókar innar hafi verið samþykktur né um að útgáfa hennar geti hafizt.“ - Flestir þeirra, sem þekkja málið eru þeirrar skoðuna, að það hafi verið Jacqueline, en ekki Robert, sem hafi hafið bar- áttuna gegn Manchester, og að málið sé alltaf að verða flókn ara. Eða eins og Robert Kenn- edy lét svo um mælt við vin sinn. „Hvílík hrópandi enda- leysa“. Nú er kominn desember mán uður 1966 og Look og Harper og Row ákváðu að hefjast handa. Þeir breyttu textanum dálítið og ætla sér nú að bera þær breytingar undir K. fjöl- skylduna, áður en bókin yrði gefin út. En þá er það sem bomban sprakk. Allur misskiln ingurinn kemst upp. Jacqueline Kennedy gefur út yfirlýsingu um það, að bókin sé ónákvæm, óheiðarlega skrifuð. Hún sagði ennfremur. „Fyrir höfundinn og útgefendurna er þessi bók að- eins einn kafli til viðbótar Öll um þeirra verkum, en ég og börn mín verðum að lifa við hana það sem eftir er ævi okk- ar.“ Og þannig sagðist hún vera reiðubúin til þess að hætta á „hræðileg" réttarhöld til þess að fá rétti sínum framgengt og varðveita einkamál sín. Mál þetta hefur síðan verið efst á baugi í Bandarikjunum seinni part desember mánaðar og hafa mörg orð og stór farið milli deiluaðila, og málið verið allt hið viðkvæmasta. Það sem gerst hefur síðan grein þessi birtist upphaflega er flestum kunnugt og óþarfi að rekja þag hér. (Þýtt og endursagt úr Newsweek). MINNING . . FramHiald af bls. 3- rausnarskapar hans og velvildar. Hann hafði ýndi af tónlist og lék vel á orgel. Eins átti hann létt með að yrkja og gerði meira af því en flestir vissu. Við eitt tækifæri í sumar mælti hann fram þessa þessa vísu: Á heilræðinu hafðu gát. hér á meðan varir. Lund þín æ sé létt og kát lífið meðan hjarir. Þorsteinn var tengdur byggða- lagi sínu traustum tryggðabönd um. sem ekki rofnuðu og hugur hans leitaði oft á fyrri slóðir, þó að hann gæfi sér ekki tíma til mik illa ferðalaga vegna anna og áhuga á starfi sínu. Stundum minntist hann á það við mig, að sig langaði mjög til fundar við systur sína, Agnesi, sem búsett er vestan hafs en aldrei varð úr því ferðalagi. Ekki varð þeim Ragnhildi barna auðið. en ein stúlka var að nokkru alin upp hjá þeim, Sigurlína María Gísladóttir, og þótti Þorsteini mjög vænt um hana og heimili hennar eftir að hún giftist, enda Þorstcinn með afbrigðum barngóður, Þor- steinn var vel hress og kátur þar til fyrir nokkrum vikum, að hann kenndi þess sjúkdóms, sem leiddi hann til dauða. Það, sem mér fannst einkenna Þorsitein sérstaklega hin síðari ár var hin mikla bjartsýni, gleði og trú hans á lífið og gróandann. Við samstarfsfólk Þorsteins minumst hans með hlýjum huga. Hann var sérstæður og mjög geð- þekkur persónuleiki. Björn Vilmundarson. Þeir deyja i ugum i Viet Nam vegna vanþroska stjórnarvalda. En það eru víðar dauðsföll en þar, og . með eðlilegri hætti, því lög- mál lífsins er það, að eitt sinn skal hver deyja. Hins vegar finnst okkur í Samvinnutryggingum of- rausn að þurfa að sjá á eftir tveim ur ágætum starfsfélögum yfir landamæri Mfs og dauða á ekki einum mánuði. Þann 23. f. m. andaðist á Landa koti Gunnar Steindórsson fulltrúi, fjölihæfur starfsmaður og úrvals- drengur. Nú 17. desember andað- ist í Landsspítalanum Þorsteinn Jakobsson tryggingamaður eftir mjög erfiða sjúkdómslegu. Þorsteinn var fæddur að Skammadal í Hvammshreppi, Vestur-Skaftafellssýslu, 2. júlí 1896 og var því rúmlega sjötugur. Foreldrar Þorsteins voru hjónin Sólveig Brynjólfsdóttir og Jakob Þorsteinsson bóndi í Fagradal, mesta myndarfólk, sem ekki verð- ur farið út í að lýsa hér, en verð- ur væntanlega gert betur af þeim, er meira til þekkja. Þorsteinn missti móður sína aðeins 8 ára að aldri og eftir það ólst hann upp hjá vandalausum í Reynishólum í Mýrdal til 18 ára aldurs. Þá fluttist hann austur yfir Mýrdals- sand að Flögu í SkaftártungU, mjög rómuðu myndarheimili, og síðar að HMð í sömu sveit, sem einnig var í fremstu röð sveita- heimila að þeirra tíðar hætti. Þor- steinn stundaði sjómennsku á togurum á vetrum eins og þá gerð ist, en hvarf heim með vorinu og vann þá öll sveitastörf, enda harð duglegur við allt, sem hann lagði hönd að. Þorsteinn kvæntist 8. júní 1935 Ragnhildi Jónsdóttur frá Drangs- hMðardal undir Austur-Eyjafjöll- um. Þar hafði búið um langan ald ur glæsilegt myndarfólk, enda hafa þaðan komið mikil glæsi- menni, svo sem Sigurjón Kjart- ansson fyrrverandi kaupfélags- stjóri og Bjami bróðir hans, for- stjóri á Siglufirði, sem látinh er fyrir nokkrum árum, báðir mjög listhneigðir og þó sérstaklega músíkalskir og söngelskir. Ragn- hildur er systurdóttir þeirra bræðra. Þau kynntust á Lands- spítalanum Ragnhildur og Þor- steinn, þar sem hún var starfandi ljósmóðir um áratuga skeið og þau kvöddust einnig þar. Þorsteinn heitinn starfaði í Reykhúsi S.f.S. á stríðsámnum þar til 1947, að hann fékk Akur- eyrarveikina svoköliuðu og átti hann við mikla vanheilsu að’stríða næstu 3 árin. Hann háf aftur störf hjá S.Í.S. 1950, en réðist til Sam- vinnutrygginga sama ár sern trygg ingamaður í Reykjavík. í því starfi reyndist hann með ágætum og sýndi sérstakan dugnað. Við- skiptamennimir dáðu hann fyrir einstaka práðmennsku og hjálp- semi, því að hann hugsaði alveg um tryggingarnar fyrir þá og reyndi á allan hátt að veita þeim sem bezta þjónustu. Þegar Samvinnutryggingar rann saka hið nákvæma bókhald Þor- steins, þá mun það koma í ljós, að hann hefur verið einn stórvirk- asti tryggingamaður í Reykjavík síðustu 15 ár. Þorsteinn gerðist um tima út- gerðarmaður. Keypti ásamt fleir- um lítinn togara, er bjargað var af söndunum í Skaftafeltesýslu. Tog- arinn hiaut nafnið Guílfoss, en út gerðin gekk illa, og hiuthafarnir töpuðu öllu, sem þeir lögðu í hana. Gullfoss fórst með allri áhöfn á stríðsárunum í Jökul- djúpi. Þorstemn Jakobsson var mikið snyrtimenni, skapmaður, en kunni þó að fara vel með það. Hann var úrvals drengur og hjálpaði örugg lega fleirum en nokkur veit. Hann hafði ýmsa þá hæfileika, sem al- menningur vissi ekki um, var ágætlega hagmœltur, hafði yndi af músík og lék á hljóðfæri sér til sálubótar. Ragnhildi og Þorsteini varð ekki barna auðið, en ólu að nokkru leyti upp eina stúlku, Sigurlínu Maríu Gísladóttur og var hún mjög handgengin Þorsteini. Þor- steinn var trúmaður eins og vera ber, en ég hygg, að honum hafi verið farið Mkt og þeim, sem þessar Mnur ritar, að hann hafi ekki vitað hvað tæki við, fyrir handan gröf og dauða. Mér finnst það ofrausn, þegar ýmsir „geist- Iegir“ menn eru að lýsa því við jarðarfarir hvernig þar sé um- horfs, sem sé djúpir dalir, græn ar grundir, skógi vaxnar hlíðar að ógleymdum stórgripahjörðum. Að leiðarlokijftn þakka ég Þor steini Jakobssyni samfylgdina í Mfinu og óska honum alls vel- farnaðar handa við móðuna miklu. Jónas Jóhannesson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.