Alþýðublaðið - 01.05.1982, Síða 2

Alþýðublaðið - 01.05.1982, Síða 2
2 Laugardagur 1. maí 1982 -----------RITSTJÚRNARGREIN--------- VSÍ skýtur himinhátt yfir markið Þær eru kaldar kveðjurnar, sem Vinnuveit- endasambandið sendir íslensku launafólki þremur dögum fyrir baráttu- og hátíðisdag þess, 1. maí. Þorsteinn Pálsson og jábræður hans í öfgadeild Vinnuveitendasambandsins hafa nú farið f ram á það við sáttasemjara, að samningaumleitunum i yfirstandandi kjara- deilum verði frestað fram yfir bæjar- og sveitarstjórnarkosningar 22. maí næstkom- andi. Og til grundvallar þessari ósk VSí er lögð einhver ályktun verkalýðsmálaráðs Al- þýðubandalagsins! Forsvarsmenn Vinnuveitendasambandsins skulu átta sig á því — og er ekki seinna vænna — að þeir eru ekki að sem ja um laun Ásmund- ar Stefánssonar forseta ASI. Það er heldur ekki verið að semja við verkalýðsmálaráð Al- þýðubandalagsins, heldur er verið að semja um kaup og kjör launafólks í landinu. Þess vegna skiptir það nákvæmlega engu máli um framvindu samninga, hvort eða hverjir for- ystumenn launþegasamtaka eru aðilar að ein- hverri flokkssamþykkt úti i bæ. Samninga - nefndarmenn Alþýðusambandsins eru ekki að vinna að samningagerð fyrir sjálfa sig. Þeir eru fyrst og síðast umboðsmenn tugþúsunda launþega í landinu öllu — launþega sem sann- anlega geta ekki lifað á launum sínum og þurfa kjarabætur. Svo einfalt er það. Þótt innra skipulag Vinnuveitendasam- bandsins sé ef til vill með þeim hætti, að einn eða tveir Þorsteinar, f ari þar með alræðisvald í öllum stærri málum, þá er því ekki svo háttað innan verkalýðshreyf ingarinnar. Forystu- menn Alþýðusambandsins, m.a. þeir sem skipa samninganefndir, eru þjónar f jöldans. Það eru i hinum einstöku f élögum — á f élags- fundum — sem stefnan skal ákveðin og allar ákvarðanir, sem forystumenn ASÍ kunna að taka varðandi samninga um kaup og kjör, fara fyrir dóm tugþúsunda verkamanna. Þannig vita forystumenn Alþýðusambands- ins, að það er vilji verkafólks í landinu, að samningum verði hraðað og einnig hitt, að launamenn munu ekki fallast á neinar smán- arbætur í þessum samningum. Samþykkt Vinnuveitendasambandsins er því sem blautur hanski í andlit hvers verka- manns, því ekki eru það þúsundir og aftur þúsundir undirborgaðra verkamanna, sem tengjast einhverjum samþykktum Alþýðu- bandalagsins. Þorsteinn Pálsson og félagar mega því fara að læra sína lexíu. Þeirra hlut- verk á samningaf undum er ekki að reka erindi ihaldins og reyna að klekkja á Alþýðubanda- laginu. Þeirra er að semja um kaup og kjör verkafólks í landinu við fulltrúa, sem þetta sama verkafólk hef ur valiðsem f ulltrúa sína í þeim samningum. I samningunum i nóvember s.l. var samið til sex mánaða, þ.e. til 15. maí. Vinnuveitenda- sambandið sýnir því hrein og bein ófor- skömmugheit með ósk sinni um f restun samn- ingaviðræðna f ram yf ir 22. maí. Og þessi mál- flutningur Vinnuveitendasambandsins verður einungistil þessaðauka hörku þessara deilna. Verður einvörðungu til þess að blása krafti og baráttugleði í brjóst launafólks um allt land. Sannleikurinn er nefnilega sá að Alþýðu- bandalagið er ekki og hefur aldrei verið tals- maður launafólks. Það er því hreinn útúr- snúningur — óskiljanlegur með öllu — að Vinnuveitendasambandið taki einhverja sam- þykkt Alþýðubandalagsins út úr og geri að höfuðmáli þessara samninga. Alþýðublaðið fordæmir því harðlega sam- þykkt samningaráðs Vinnuveitendasam- bandsins og telur hana til þess fallna að setja samningamálin í hnút — og ef til vill er það eftir allt saman tilgangur Vinnuveitendasam- bandsins, en fram að þessu hafa fulltrúar þess gert allt sem í þeirra valdi hef ur staðið til að draga samninga á langinn. En þeir um það. íslenskt launafólk lætur ekki ráðskast með sig fram og aftur að geðþótta valdaklíku Vinnu- veitendasambandsins. Ef það ætlar að standa að samningagerðinni hér eftir eins og hingað til, þá verður af leiðingin aðeins sú, að verkföll skella á. Alþýðuf lokkurinn og Alþýðusambandið voru eitt og hið sama áður fyrr og alla tíð hefur verið náiðsamband á milli þessara aðila, enda berjast Alþýðuf lokkurinn og Alþýðusamband- ið f yrir bættum kjörum alþýðunnar. Hins veg- ar verður Alþýðuflokkurinn ekki sóttur til svara, þótt Alþýðusambandið gefi út yfirlýs- ingar. Sömuleiðis snertir það ekki Alþýðusam- bandið beint, þótt Alþýðuf lokkurinn hafi skoð- anir á kjarasamningunum. Alþýðuf lokks- menn eru fjölmargir í forystu í verkalýðs- hreyfingunni. Þeir starfa innan verkalýðs- hreyfingarinnar á faglegum grundvelli. Kosningar eru og hafa verið kjarabarátta og það veit Vinnuveitendasambandið, hvort sem samningar takast fyrir bæjar- og borgar- stjórnarkosningar 22. maí næstkomandi. Al- þýðuflokkurinn hefur lagt á það áherslu, að laun hinna lægst launuðu verði enn frekar leiðrétt í komandi kjarasamningum. Á póli- tíska sviðinu mun f lokkurinn styðja slíkt. Hins vegar setur Alþýðuflokkurinn slikt stefnumið og önnur í kjarabaráttunni ekki undir dóm Vinnuveitendasambandsins. VSí fer ekki með vald yfir íslenskum stjórnmálaflokkum, a.m.k. ekki Alþýðuflokknum. Þótt Alþýðubandalagið kunni að vonast til þess, að samningar takist ekki f yrir kosningar og geri sér einhverjar hugmyndir um það, að vinna fylgi út á slíka stöðu mála, þá kemur það hreint ekkert íslensku verkafólki við í kjarasamningum. Forystumenn Alþýðu- bandalagsins mega svífa um í kvöl og pínu, bíðandi ef tir kraftaverkum, sem gætu rétt við þann halla sem kominn er á bandalagið. Hins vegar mun verkalýðshreyfingin ekki taka við neinum fyrirmælum frá forystu Alþýðu- bandalagsins. Það munu tugþúsundir laun- þega ekki láta viðgangast og Alþýðubanda- lagsmenn i forystu ASí vita það mæta vel, að slík framkoma við launafólk í landinu mun hefna sín óþyrmilega. Alþýðuflokksmenn í verkalýðshreyfingunni munu a.m.k. fyrir sitt leyti ýta á eftir því að samningaviðræður geti gengið sem greiðlegast f yrir sig, þannig að að- ilar geti náð samkomulagi fyrir 15. maí, ef þess er nokkur kostur. Vinnuveitendasambandið hefur skotið himinhátt yfir markið í samþykkt sinni. Það er tími til kominn að Þorsteinar VSí átti sig á því hverjir viðsemjendur þeirra eru. Það eru ekki fulltrúar Alþýðubandalagsins eða Al- þýðuf lokksins. VSl er að semja við tugþúsund- ir launaþega á landinu og er í viðræðum við fulltrúa þessa stóru hópa. —GÁS Verkafólk á samleið með Alþýðuflokki Alþýðublaðið óskar íslensku verkafólk til hamingju með daginn. 1. maí hefur um ára- tuga skeið verið sameiginlegur baráttu- og há- tíðisdagur allra verkamanna. Þá hef ur verka- fólk í öllum heimshornum samstillt krafta sína, íhugað stöðuna og blásið til nýrrar sókn- ar. Ekki síst nú, þegar íhalds- og peningaöflin vilja skerða hlut verkafólks, er nauðsyn á samstöðu, nauðsyn á því að mynda sterka varnarkeðju verkamanna um allan heim. At- vinnuleysi, versnandi lífskjör og ekki síður viðvarandi hungur og örbirgð í ákveðnum heimshlutum, verður að kalla fram sterk and- svör hinnar alþjóðlegu verkalýðshreyfingar. Misskipting auðs milli norður- og suðurhvels jarðar, er smánarblettur sem verður að má af. Það á ekki að skipta höfuðmáli, hvar þú festir rætur á jarðarkringlunni. AAöguleikar þínir til að lifa sómasamlegu lif i, eiga að vera þeir sömu. Gæði jarðarinnar gera það kleift að brauðfæða alla, en samt deyr fólk úr hungri. Ástæðurnar eru einfaldlega þær, að fáir taka of mikið, en margir fá of lítið. Þennan að- stöðumun verður að jafna. Norður- og suður- hvel jarðar eiga jafnan rétt, jafnmikið tilkall til lífsins gæða. Ef við lítum okkur nær, þá eru fyrirliggj- andi svipaðar grundvallarforsendur varðandi misskiptingu auðs hér á landi. Þjóðarkökunni er misskipt. (haldsöf lin tala gjarnan um það, þegar þau vilja friðmælast við verkafólk, að það þurfi að stækka þessa köku, og þá geti verkafólk borið meira úr býtum. Allir vilja að sjálf sögðu stækka þjóðarkökuna, en það eitt er ekki nægilegt. Það verður líka að skipta henni réttlátlega milli þjóðfélagsþegnanna. I' yfir- standandi kjarasamningum er tekist á um þjóðarkökuna. Flest bendir til þess að þjóðartekjur al- mennt muni ekki aukast á þessu ári. — Engu að síður er svigrúm til grunnkaupshækkana fyrir þá sem lægri haf a launin. Það verður að skera af hinum stóru bitum. Það verður að jaf na út gæðunum. Það verður að taka af hin- um fáu stórum og veita til hinna mörgu sem lítið hafa fyrir. En jafnframt skal auðvitað reyna að stækka þjóðarkökuna. Þótt erfiðleikar steðji nú að hinu íslenska þjóðarbúi, þá er engin ástæða fyrir íslenskt verkafólk að drúpa höfði. Það skal ganga hnarreist til leiks og heimta sinn rétt. Alþýðuflokkurinn hefur ávallt verið mál- svari verkafólks í baráttunni gegn óbilgjörn- um valdhöfum, gegn peningaveldinu. Alþýðu- f lokkurinn mun eftir sem áður standa vörð um litilmagnann í þjóðfélaginu og berjast gegn því að á fótum hans verði troðið. Á dögum eins og 1. maí verður verkafólk að átta sig á því, hverjir eru með því og hverjir á móti. Við hverja skal taka saman höndum og móti hverjum skal berjast. Hver er andstæðingur- inn og hver samherjinn. í íslenskum stjórn- málum er þetta val auðvelt. Rætur verkafólks og Alþýðuf lokksins liggja í sama jarðvegi, það samband verður ekki rofið. Alþýðublaðið hvetur verkafólk til virkrar baráttu fyrir réttlátara þjóðfélagi. Alþýðu- flokkurinn berst fyrir, frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Alþýðuflokkurinn tekur höndum saman við íslenskt launaf ólk í þeirri bar- áttu. — GAS

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.