Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 1967 5 Útgefandi: FRAMSÓKNARtFLOKKURINN Framkvsemdastjórl: Kristján Benediktsson. Rltstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Ang- lýsingastj.: Steingrimur Gíslason Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrseö 7. Af- greiðslusimi 12323. Auglýsingasími 19623. ASrar skrifstofur, Isfmi 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán. lnnanlands. — í lausasölu kr. 7.00 eint — Prentsaniðjan EDDA h. f. Leikfélag Reykjavíkur Leikfélag Reykjavíkur er meðal fremstu menningarfé- lega landsins um það blandast engum hugur, og skerfur þess til íslenzks listalífs á liðnum áratugum er meiri en flestra félaga annarra, þótt mörg eigi þar góðan hlut. Leikfélag Reykjavíkur óx á legg við hin örðugustu skil- yrði og sára fátækt. Það voru félagar úr góðtemplararegl- unni, sem fyrstir báru við að sýna leiklist hér í höfuðborg inni í nútímaskilningi. Það var aðeins áhugamál þeirra og sjálfboðavinna. Iðnaðarmenn í bænum komu til móts við þessa áhugamenn og reistu hér samkomúsal með sviði stærri og nýtízkulegri en hér hafði áður sézt. Vegna þessa frumkvæðis var leikfélagið stofnað, og þar hefur það leikið í 70 ár, og þar hefur vaxtarbroddur íslenzkrar leik listar verið. Á þessu sviði voru nær allar nýjar og lífvæn- legar leikbókmenntir íslendinga birtar í leiktúlkun fyrsta sinni í meira en hálfa öld, og starf leikaranna hvatti til nýrra verka. Þannig var starf Leikfélagsins ekki aðeins að túlka leikrit, heldur og að vera helzta hvatning til þess að ný leikrit væru skrifuð. Á þessum sjö áratugum hefur Leikfélag Reykjavíkur ekki aðeins flutt og túlkað svo að segja allar leikbók- menntir þjóðarinnar, heldur og gefið mönnum sýn í hinn erlenda leikhúsheim, og flutt fjölmörg snilldarverk erlend. Þannig hefur Leikfélagið verið óumdeilanlega meðal helztu menntastofnana þjóðarinnar. en jafn- framt ein helzta skemmtun hennar, er létti gráum hvers- dagsleika af mönnum hvað eftir annað. -Starf leikaranna þar varð öðrum fyrirmynd og leiðbeining og hafði þannig víðtæk áhrif á þroska leikstarfs um allt land. Loks er fé lagið og leikarar þess með mikilvægum hætti forgöngu- menn þess listastarfs, sem í Þjóðleikhú§inu er nú unnið, og þar er að sjálfsögðu mjög byggt á erfiði Leikfélagsins. / ' ■ Það er fagnaðarefni á þessum tímamótum í starfi félags ins, að það skuli ekki hafa hætt starfi við tilkomu Þjóð- leikhússins, því að í höfuðborg þurfa að vera tvö góð leikhús, og nú hillir enn undir vaxandi starf og betri skil- yrði. Sú afmælisósk fylgir Leikfélaginu inn á áttunda ára- tuginn, að starf þess og list blómgist og dafni enn um lang an aldur. Frumherjabarátta félagsins verður seint full- þökkuð. Olíkur málflutningur Mjög var ólík framkoma þeirra Einars Ágústssonar og Gylfa Þ Gíslasonar 1 útvarpsþættinum, þar sem þeir leiddu saman hesta sína á mánudagskvöldið var. Einar var rökfastur og prúður í málflutningi-sínum að vanda, en Gylfi óvenjulega óstilltur og beitti mjög dylgjum í stað raka. Verst virtist það þó koma við Gylfa, þegar Einar benti honum á, að hann hefði talið hagstæða gjaldeyris- afkomu ársins 1958 góðu árferði að þakka. Einar sagði í framhaldi af því, að svipað gilti um gjaldeyrisvarasjóð- inn, sem Gylfi virtist telja aðaltromp stjórnarinnar. Hann hefði orðið til vegna óvenjulegs góðæris og aukinnar skuldasöfnunar erlendis. Þessu gat Gylfi svarað því einu, að Framsóknarmenn hugsuðu ekki! Það fer ekki vel menntamálaráðherra að beita jafn krakkalegum skætingi, enda þótt hann hafi lélegan mál- stað að verja. TÍMINN HARRiSON SALlSaURY: Hanoibúar ákveðnir og ðbúgaðir þrátt fyrir 28 ára styrjöld Æskan á sinn mikla þátt í að halda baráttukjarkinum við. Þessi mynd er tekin af Salisbury, þar sem hann er að skoða rústir I Pho-Nguyen Thiep stræti í Hoan Kien hverfinu í Hanoi, en þar eyðilögðust þrettán hús i loftárás ,sem Bflndaríkjamenn gerðu á staðinn 13. desember síðastliðinn. Hanoi. gamlársdag. NÚ við áramótin virðist sá andi rikjandi 1 Hanoi. að bíta beri á jaxlinn og búa sig undir hið versta. „Ho frændi” — eins og Norð nr-Vietnamar nefna Ho Ohi Minh forseta sinn venjulega — hefur sagt þeim, að þeir verði að vera við því búnir, að Hanoi verði jöfnuð við jörðu og Hai phong sömuleiðis. Mjög sjald- < gæft er að hitta að máli Hanoi búa, sem gerir ekki ráð fyrir, að skefjalausar loftárásir verði hafnar á Hanoi löngu fyrir lok ársins 1967. En Hanoi-búum tekst vel að leyna tilfinningum sínum, ef þessar horfur skelfa þá í raun og veru. Vitaskuld er langt frá að venjulegur borgarbúi fagni því, sem hann telur óhjákvæmi legt, eða aukningu loftárásanna en hann gerir ráð fyrir að þrauka einhvern veginn. Fyrr á tíð var Hanoi hæglát frönsk nýlenduborg Strætin voru breið, mikið um einbýlis- /hús með tígulstein á þökum; steinlagða húsagarða og marg- ar tjarnir og skemmtigarða í miðri borginni. Tjarnirnar og garðarnir eru þarna enn og sum blómin eru meira að segja í fullum skrúða nú í desember- kuldanum. Unga fólkið unir sér á bekkjunum í görðunum eða í skemmtihúsunum á tjamabökk unum og lætur vel hvert að öðru eða líður framhjá á reið hjólunum, sem mjÖg mikið er um. HVARVETNA ber borgin þó fyrst og fremst merki stríðstím ans. Um göturnar er stöðugur straumur einkennisklæddra her manna eða stúlkna sem eru að hraða sér eitthvað ákveðið með bakpokana sína. Vörubílar eru sífellt á ferðinni. hlaðnir mönn um og birgðum, og jepparnir skjótast í allar áttir. Hinn mó- guli, daufi litur, yfirgnæfir alla aðra. Styrjöldin er ávallt og alls staðar efst í huga allra Hanoi- búa, hveirt svo sem daglegt starf þeirra kann að vera. Sjald gæft er að hitta fyrir fjölskyldu sem ekki hefur misst einhvern í baráttunni við Frakka, stríð- inu gfegn Bandaríkjamönnum, eða í árásunum, sem þeir hafa gert. Samt verður ekki vart mik illar spennu. Fólkið er þolinmótt i biðröð unum við verzlanirnar, konur raða grænmetinu sínu til sölu meðfram gangstéttunum, ung- lingarnir drekka ölið sitt eða maula stórar, sætar bollur og sötra þykkt „franskt kaffi“ í veitingastöðunum meðfram tjömunum. En bvarvetna virð- ist við höndina annað hvort byssan eða kassi með nauðsyn legum lyfjum og umbúðum til bráðrar hjálpar í viðlögum. NORÐUR-Vietnamar tala á- vallt um að heyja styrjöld .fólksins” Með þessu er átt við þáttöku og aðild allra í- búa landsins að strjðsátakinu. Þetta er sennilega skýringin á þeim mikla sameiginlega áhuga sem hvarvetna verður vart. Embaettis- og forustumenn reyna ekki að draga dul á, hve fyrirhafnarsamt og erfitt er að heyja striðið og halda í horf- inu vegna loftárása Bandaríkja manna. íbúar Hanoi-borgar hafa verið fluttir til eins hagan lega og kostur var, en stundum sýnist koma á daginn, að stað- urinn, sem fólkið var flutt til, ætli að reynast alveg eins hættu legur og hinn, sem það var flutt frá. Þannig er til dæmis um útborgir Hanoi. íbúar Hanói-borgar eru ákaf lega ungir að árum miðað við það, sem við eigum að venjast á Vesturlöndum. Fyrir augu ber varla nokkum mann, sem virðist vera yfir þrítugt, og flestir sýnast vera um eða inn- an 1 við þrítugt, Æskan á sinn mikla þátt í að halda kjarkin- um og baráttuþrekinu úið. Hvar vetna sjást ungmennin æfa sig í meðferð riffla, iðka heræfing ar, eða- vera á þönum í stórum hópum að inna af höndum ein hver ákveðin verkefni. ÞEGAR gefið er hættumerki vegna yfirvofandi loftárásar — og.það gerist nálega hvern ein- asta dag í Hanoi yfirgnæfir hávaðinn í loftvarnaeldflaugun um allt annað og hefur svipuð áhrif á fólkið í loftvarnaskýlun um og AA-byssurnar í London meðan á mestu loftárásunum þar stóð í heimsstyrjöldinni síð ari. Fregnir um árásarflugvélar sem skotnar hafi verið niður, berast á svipstundu meðal manna um alla borgina eins og eldur í sinu. Þessum fregnum er fagnað með gleðihrópum hvort sem þær reynast réttar eða ekki. Hvað verður svo. ef ástandið versnar enn? Æskan í Hanoi hlær. Vera má að taugaóstyrkur eigi sinn þátt í því, en þess verður þó að minnast um leið, að hún er yfirleitt fljót til að hlæja að hverju sem er. Roskjð fólk kann að vera langþreytt og út slitið eftir samfellda styrjöld í mörg ár og löng, en æsku- fólkið virðist ótrautt. Stúlk- urnar hlæja og hrópa, þar sem þær eru að grafa skotgrafir eða fjarlægja brak og rusl. Hanoi-búar eru að hefja sitt tuttugasta og áttunda ár ná- lega samfelldra’- styrjaldax og verður ekki annað séð, en að þeir séu ákveðnir og óbugaðir. Hugurinn er að mestu hinn sami meðal forustuniannanna, en et til vill býr þeim þó enn þyngri alvara í hug, þar sem þekn er Ijósara en almenningi hvílíka erfiðleika og óhjá- kvæmilegar fómir eitt styrjald arárið enn hlýtur að bera í skauti sér.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.