Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 14

Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 14
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 196V 14 Uppselt hefur veriS á allar sýn- ingar á óperunni Mörtu, sem sýnd er um þessar mundir í Þjóðleikhús inu. Óperusöngkonan Mattiwilda Dobbs söng titilhlutverkið á fyrstu 7 sýningunum, en nú tekur Svala Nielsen við hennar hlutverki- og syngur það í fyrsta skipti í kvöld. Svala hefur sem kunnugt er oft áður sungið stór hlutverk í óperum og má í því sambandi minnast þess að hún söng hlutverk Antóníu í óperunni Ævintýri Hoffmanns á síðastliðnu vori, í Þjóðleikhúsinu, og hlaut mjög góða dóma fyrir. Einnig söng hún hlutverk Suzuki í Madame Butterfly vorið 1965 við mjög góð an orðstí. Myndin er af Svölu í hlutverki Mörtu. TIL SÖLU 4ra herbergja risíbúð, byggð á vegum Byggingar- samvinnufélags V-R. Þeir félagsmenn sem neyta vilja forkaupsréttar sendi um- sóknir sínar í pósthólf 1347 fyrir þriðjud. 17. þ.m. 7 Stjórnin. EKKI HÆTTA framhals at bls. 1. ir, að í peking benði ekkert til þess, aS svo stórkostlegir atburSir séu í nánd. Blöð um allan heim birta síðustu fréttir af atburðum í Kína með stórum fyrirsögnum á forsíðu og fréttastofur senda látlaust fréttir frá Kína. Erlendir sendifulltrúar og stjóm málamenn víðs vegar í heiminum reyna að skýra ástandið í landinu á grundvelli þessara frétta, en ekki ber þeim saman frekar en frétta- i mönnum. Fréttamaður Reuters. Mohsin Ali, hefur það eftir heimildum með al erlendra sendifulltrúa í Lundún um, að innan þess hóps sé það út breidd s'koðun, að í Kína eigi sér stað hatrömm barátta milli and- stæðra hópa innan forustu kín- verska kommúnistaflokksins ,en hins vegar liggi ekki fyrir svo glöggar heimildir, að hægt sé að tala um opið stríð og blóðsúthell- ingar. Ali hefur átt viðtöl við sendifull trúa landa, sem öll hafa sendimenn í Kína, og samkvæmt þeim samtöl um heldur hann því fram, að frétt ir um blóðug átök í Peking, Kan- ton, Nanking og Shanghai byggi ekki á heimildum frá fyrstu hendi og gefi því ýkta mynd af ástandinu sem þó verði að telja mjög alvar- legt. Flestar fréttir, sem borizt hafa til Vesturlanda, eiga rætur sínar að rekja til áróðursspjalda Rauðu varðliðanna í Peking og eru þær upplýsingar bæði óljósar og vill- andi. Sameiginlegt þeim er mikið hól á Mao, formann, og ómyrkar á sakanir í garð ímyndaðra eða raun verulegra andstæðinga hans og mennlingarbyltingarinnar. Á hinu leikur enginn vafi, að ýmsir árekstrar hafa orðið, en þó er alltof djúpt tekið í árinni að á lykta af þeim, að Kína riði á barmi borgarastyrjaldar, segir þessi fréttamaður Reuters. Ekki sé hægt að búast við því, að hægt verði að gera sér ljósa grein fyrir ástandanu þar eystra fyrst um sinn, en þó virðist allt benda til, að valdabaráttan eigi frekar eftir að harðna heldur en hið gagn- stæða. Blöð í Hong kong fullyrða í dag, að óðir varðliðar hafi ráðizt inn á sjúkrahús í borginni Kanton og hindrað lækna í að gera að sárum verkamanna, sem meiðzt hafi í á-i tökum við Rauðu varðliðana. Ferðamaður, sem kom nýlega frá borginni, sagði við fréttamann AFP, að hann hefði orðið vitni að' bióðugum bardögum þar. Hefði ■ hann séð fólk liggja í blóði sínu á götunni og blóð hafi runnið um göturæsi. Fréttastofan Nýja Kína segir íi fréttum frá Shanghai í dag að and ’ byltingarsinnar þar hafi enn ekki! náð sér eftir hinn mikla ósigurj fyrir stuðningsmönnum hugsunarj Maos, en hinir sönnu byltingarsinn ; ar væru í þann veginn að koma ‘ saman allsherjar baráttufylkingu, l sem mundi berja niður sénhverja j mótstöðu. Hið vel þekkta japanska blaðj Asahi Shimbun segir í dag, að Rauðu varðliðamir hafi gert ítrek aðar, misheppnaðar tilraunir til þess að brjótast inn í aðalstöðvar kommúnistaflokksins til þess að ná sér niðri á Liu Hsiao-chi, forseta, og Teng Hsiao-ping, aðalritara kommúnistaflokksins. Tékkneska fréttastofan Ceteka segir, að allar samgöngur milli suður- og norðurhluta Kína hafi verdð stöðvaðar vegna innanlands- ástandsins. Byggir fréttastofan fregnimar á spjöldunum í Peking. Ykkur öllum, sem auösýnduð minningu Sigurlaugar Erlendsdóttur frá TorfastöSum virðingu og okkur samúS og vinarhug við andlát hennar og útför, færum vi5 einlægar þakkir og óskum ykkur farsældar á nýbyrjuðu árí. ‘ Gæfan fyigi Biskupstungunum, sem hún unni svo mjög. Börn, tengdabörn og barnabörn. FRIÐARVIÐRÆÐUR Framhals al bls i AFP-fréttastofan hefur það eftir framkvæmdastjóranum, að hann telji Suður-yietnam ek'ki einhverja algera nauðsyn varð- andi öryggi vestrænna landa, og er framkvæmdastjórinn þar alger lega á öndverðum meiði við Bandaríkjamenn. Hann sagðist ekki telja, að kommúnistar næðu yfirráðum yfir alird Suð-austur- Asiu, þótt þeir kæmust til vaida í Vietnam. OLÍUMÖL Framhald af bls. 16 þær gömlu, og skýringin e. t.v. sú að ekki sé búið að setja öll slitlögin á þær nýju, og því eigi vatnið greiða leið að sprengja þær i sundur, svo sem bezt sést þegar ekið er um borgina. En það skyldi þó aldrei vera, að olíumölin stæðist alla umhleypinga og væri að því leytinu heppilegri sem varan legt slitlag á götur? Á þessu sviði sem svo mörgum öðrum er reynslan bezti dómarinn, og eft ir því sem séð verður t. d. á Borgarholtsbraut og Digranes vegi í Kópavogi þá er olíumöHn í góðu ásigkomulagi þar, og eins t. d. á Flötunum í Garða hreppi. ÞORVALDUR ARI Framhald af bls. 16 hún kallar á lögregluna. Ekki er ljóst á þessu stigi eftir hvern blóðið er á dyrabjöllunni. í sambandi við hringinguna til lögreglunnar sagði Sverrir að- spurður að það atriði yrði kannað mjög rækilega. Blað- ið vill geta þess, að því hefur verið fleygt að lögreglan hafi verið heldur sein á staðinn, en á þessu stiigi málsins er ekkert, hægt um það að full- yrða, og út i hött að fullyrða eitt eða annað. Við rannsóknina hefur það komið fram að konan sem var gestkomandi í húsinu varð fyr ir hnífstungu Þorvaldar Ara áður en hann lagði til fyrr- verandi eiginkonu sinnar. Varðandi það hvort Þorvald- ur Ari hefur komið með hníf- inn sem hann lagði til kvenn anna með, eða fengið hann í íbúðinni, er ekkert hægt að fullyrða á þessu stigi málsins svo öruggt sé, og eitt af þeim atriðum sem mikil áherzla er lögð á að leiða í ljós, en eins og áður segir kom hann með kjöthamarinn sem hann braut rúðuna með, að heiman frá sér, SólvaUargötu 63. Svo virðist sem tveir yngri drengirnir hafi farið í skól-! ann eftir að faðir þeirra var búinn að brjótast inn i íbúð ina, en þó verið farnir áður en hann réðst á móður þeirra. Ekki er hægt að segja um með fullri vissu, hvenær átök- in á milli hjónanna fyrrver- andi byrjuðu, en Þorvaldur Ari kemur að húsinu um klukk an átta og klukkan níu er kaliað á lögregluna. Aðstoðárborgarlæknir kom á vettvang skömmu eftir að rannsóknariögreglan kom, og gaf hann út þann úrskurð er hann skoðaði Hjördísi Ullu að hún væri látin, en lögregiu- mönnum, sem komu að henni í baðkerinu virtist hún látin. Aðstúðarborgarlæknir úrskurð- aði líkið þá þegar til krufn- ingar, og fer krufningin fam hjá Atvinnudeild Háskólans, að venju. Við yfirheyrslur hefur Þor- valdur Ari sagzt vera „túra- drykkjumaður" og verið það nokkur ár. Núna síðast byri- aði hann „túr“ að kvöldi 3. nóvember s.L og stóð sá „túr‘ fram til 5. eða 6. desember, að visu með nokkra daga hlé- um af og til Áður en hann hóf þennan „túr“, hafði hann ekki að eigin sögn farið á „túr“ í tíu mánuði. í þessum síðasta ,,túr“ skilur hann við konu sína, og var gengið frá skilnaðinum formlega að morgni 1. desember. Ástæðuna fyrir skilnaðinum segir Þor- valdur vera þennan „túr“ og hafi konan farið fram á skiln- aðinn. Þorvaldur segist hafa rifizt við konu sína, er hann kom heim til hennar á laugardags- imorgunin, og rifrildið hafi iverið á þann hátt að hann hafi lagt til hennar í æði, en •ekki ætlað sér að gera það, og ekki myrt hana að yfiriögðu ráði. Á aðfangadag sendi hann fyrrverandi eiginkónu sinni einkennilegan pakka. í honum var hnífur, sem stugið var í gegnum tusku, sem átti að vera hjarta og rauðir blettir í ból- ull í kassanum. I-Ijá hnífnum var brostinn fiðlustrengur og fiðiubogi. Utan á kassann hafði hann límt umbúðir utan af 13 13 bakteríudrepandi sápu, en klippt í burtu orðið bakt- eríu af umbúðunum, svo eflir stóð 13 13 drepandi. Einnig fylgdi kassanum kort til kon- unnar með mynd af Útlagan- um eftir Einar Jónsson mynd- höggvara. Þorvaldur Ari hefur gefið þá skýringu á gjöfinni, að þetta hafi átt að vera á- bending til konu hans fyrrver- andi, að með slíkum hníf hefði hann heldur viljað vera deydd ur, en farið hefði verið með hann á þann hátt, sem raun varð á, og á þá við skilnað- inn. Þá skyringu gefur hann á kortinu með mynd af Út- laganum, að honum hafi sjálf- um fundizt hann væri gerður útlægur. Þá mun hann hafa sent tengda mður sinni gjöf, en rannsókar- dómarinn gefur á þessu þessu stigi ekkert upp um hana. 1 Þorvaldi Ara var að venju bent á það í upphafi rannsóknarinnar að honum væri heimilt að fá sér verj anda til að gæta réttar síns, en hann sagðist vilja geyma sér þann rétt þar til síðar. Honum mun ekki skylt að fá sér verjanda, og þar sem hann er löglærður maður og með réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti, þá er sá möguleiki fyr ir hendi, að hann kjósi að Verja sig sjálfur fyrir rétti. Hins vegar er dómara heimilt að skipa honum verjanda, ef honum sýnist andlegt ástand ákærða sé þannig að nauð I synlegt sé, að honum sé skipaður I verjandi til að gæta réttar hans. I Þorvaldur Ari var ekkert sér-1 staklega æstur, er hann mætti til • yfirheyrslu fyrst á laugardaginn, og ekki hefur verið hægt að segja að hegðun hans í Hegningarhúsinu hafi verið neitf ábótavant. Nánari frétta er að vænta af máli þessu seinnihluta vikunnar. Svo sem að líkum lætur, er mál Þorvaldar Ara, ærið umræðuefni manna á meðal í borginni, og margskonar sogusagnir á kreiki um hann. Ein er sú að kona hans hafi óskað eftir geðheilbrigðisrann sókn á honum, og önnur að mað ur nokkur kunnugur geðverndar- máium hafi hitt hann á götu, fyr ir ekki mjög löngu og sagt: „Þú ert að verða brjálaður Þorvaldur, þú skalt fara í rannsókn“. Honum virðist Kiljan kær, því að á kort með mynd af Útlaganum, sem hann skrifaði tU kunninga sinna er 1 hann var við drykkju í Naustinu í kvöldið fyrir morðið vitnaði hann j í texta úr Ljósvíkningnum eftir Kiljan: „Það fara ekki allir á kirkjugarðsballið í haust, sem ætl uðu þangað í vor“. Þá mun hann hafa komið á Landsbókasafnið til að afla sér upplýsing um hvað Kiljan segði um eiginkonuna og melluna í einni af bókum hans. Þorvaldur Ari mætti til yfir- heyrslu klukkan 16 á laugardag og var þá yfirheyrður í hálfan ann an klukkutíma, og að yfirheyrsiu lokinni var hann úrskurðaður í 90 daga gæzluvarðhald og til að sæta geðheilbrigðisrannsókn, en Þórður Möller yfirlæknir á Kleppi mun frámkvæma hana. í gær var hann yfirheyrður í rúma fjóra tíma, en minna í dag þar sem tvö vitni í málinu voru þá yfirheyrð. HOLDANAUT Framhald af bls. 16 góðu, ef ekki brygði til hins betra nú alveg á næstunni, því þá mætti búast við miklu kali í túnum í vor. Páll sagði að einn svellbunki væri þarna efra í Rangárvallasýslu en ástandið hvað þessu viðkæmi, væri miklu betra þegar nær drægi sjónum. Þeir sem eiga stórar hrossahjarð ir fyrir austan hafa kvartað undan því sama sagði Páll, að hrossin ættu erfitt með að fóta sig á svell inu. í vetur eru 1100 fjár á fóðrum í Gunnarsholti og holdanautin eru um 300 talsins. Happdrætti Fram- sóknarflokksins í Kópavogi Nú eru síðustu forvöð að gera skil í Happdrætti Framsóknar- flokksins á skrifstofu framsóknar félaganna í KópavogL að Neðstu tröð 4. Eru allir hvattir tH þess að gera skil fyrir 12. janúar. Skrif stofan verður opin daglega frá kl. 17-22- Færö batnar FB-Reykjavík, þriðjudag. Mikil hálka er á vegum víðast hvar á landinu, og sums staðar illfært af þeim sökum. í dag var verið að ryðja veginn milli Reykja víkur og Akureyrar. Allmikill snjór var í Skagafirði og Langadal, en lítill á Öxnadalsheiði. Á mörgum stöðum voru miklir svellbunkar, og umferð því hættuleg. Sæmileg færð var ftú A’rireyri til Húsavíkur og allt austur á Tjörnes, en verið var að opna Mývatnsheiði. Á Austurlandi var sæmileg færð. en vegir nokkuð blautir víða. Ann ars staðar var mikil hálka og nokkr ir bílar höfðu runnið út af veg um, en hvergi höfðu orðið slys á mönnum, af þeim sökum. Fjarðar heiði er lokuð, en fær snjóbílum. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI 32-101. JÓN AGNARS FRlMERKjaVERZLUN SíMI 17-5-61 kl. 7.30—8 e.h.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.