Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 1967 TÍMINN í SPEGLITIMAIMS Kvijsmynd Chaplins, Greifa- ynjah af Hong Kong var frum- sýnd í London nú fyrir skömmu, og hlaut slæma dóma gagnrýnenda. Chaplin tók dóm ana ekki alvarlega, að því er hann sagði sjálfur, og lék á alls oddi. Margt stórmenna kom til að vera við frumsýninguna, og hér á myndinni sést hinn aldni kvikmyndasnillingur heilsa upp á Marlon Brando, sem leikur annað aðalhlutverk ið í myndinni. Bandaríkjamenn ætla að senda upp geimfar með þremur mönnum 21. febrúar næstkom- andi, og stendur undirbúningur sem hæst. Virgil Grissom. Ed- ward White og Robert Chaffee hafa verið valdir til ferðarinn- ar, sem taK* -á hálfan mánuð. Finni nokkur, Lasse Kuparin- en, sem búsettur hafði verið í Horsens í Danmörku um margra ára skeið, hvarf spor- laust úr húsi, sinu fyrir hálfu öðru ári og þátt fyrir mikla leit spuðist ekkert til hans þar til nú fyrir skömmu, er menn voru búnir að gefa upp alla von um að finna hann lífs. Hann hafði siglt á litlum báti, sem hann átti, beint til Finnlands, og dvalizt þar um langa hríð. en gleymt að tilkynna komu sína. Síðan lá leið hans til Nor egs, þar sem hann kynntist ungri blómarós, og leiddu þau kynni til hjónabands Er hann var að útvega sér leyfisbréfið þekktist nafn hans, og var lög reglunni í Danmörku tdkynnt, að héðan í frá gæti hún hætt að grennslast fyrir um hann. Ung og falleg vestur-þýzk tolaðakona. Martina Kischke, fór í sun*ar til Rússlands til að giftast þarlendum unnusta sín- um. Áður en í hjónabandshöfn ina var komið, var stúlkan hneppt í fangelsi fyrir njósnir í þágu heimalands síns. Vestur þýzk stjórnarvöld reyndu allt, sem í þeirra valdi stóð til að fá hana látna lausa, en allt kom fyrir ekki. Þá fékk einhver þá snjöllu hugmynd að fá skipti á henni og tékkneskum njósnara er setið hafði í fangelsi j Vest- ur-Þýzkalandi í 5 ár, en hann hafði verið dæmdur í ævilangt fangelsi. Að þessu var gengið og eru nú Martina og Tékkinn komin hvort til síns heima. Fyrir nokkru hafði lögreglan í Kaupmannahöfn hendur í hári mæðgina nokkurra eftir mikla leit. Konan er 49 ára gömul og öryrki, sonur hennar, uppkom- inn, er atvinnulaus. Þau fóru úr leiguíbúð sinni í Slagelse e^n- hvern tíma í sumar, því að þau höfðu ekki ráð á að borga húsaleigu héldu til Kaupmanna hafnar og bjuggu á mestu lúxus xhótelum borgarinnar undir fölskum nöfnum. Alltaf gátu þau stungið af án þess að borga reikninginn, og svona gekk þetta í nokkra mánuði, þar til lögreglan náði þeim. Þau voru spurð, hvers vegna þau hefðu bara valið beztu hót- elin. og svarið var, að hvergi hefði annars staðar verið hægt að fá inni. Þau voru dæmd í viku fangelsi. 1 ★ Unga konan hans Frank Sin- atra. Mia Farrow, hefur verið útnefnd verst klædda kona heims. Þennan harða dóm kvað upp hinn færgi tízkuteiknari Robert Blackwell. Elizabeth Taylor fékk líka harðan dóm hjá honum. Hann sagði, að hún væri eins og tannkremstúba, sem hefði verið kreist í miðju. Af átta öðrum konum, sem hann gaf slæma gagnrýni, má nefna leikkonurnar Ann-Marga- ret og Simone Signoret. ★ Náfrændi Eiljsabetar Breta- drottningar ,Jarlinn af Hare- wood, er sagður hafa í hyggju að skilja við lafði sína og kvæn ast á ný 38 ára gamalli konu, sem áður var einkaritari hans. Hún á tveggja ára gamlan son sem hann er sagður faðir að. Jarlinn hefur þó ekki ráðizt í þetta fyrirtæki enn, og mun orsökin vera sú, að hann ótt ist reiði hennar hátignar, frænku sinnar. ★ fylgjandi mynd sjást líkmenn bera kistu hans út úr sjúkra- húsinu. Jack Ruby var jarðsettur við hlið foreldra sinna í Westlawn kirkjugarði á þrettándanum, en svo sem kunnugt er, lézt hann úr krabbameini á sjúkra- húsinu í Dallas 3. þ.m. Á með- Margrét Hollandsprinsessa og Pieter van Vollenhoven verða gefin saman í heilagt hjónaband í Haag í dag og birtum við þessa mynd af brúðhjónunum af því tilefni. Mikill fjöldi verkamanna, vann að því í dag að hreinsa snjó og ís af götum borgar- innar, svo að hinn 130 ára gam:!i hestvagn, sem flytur þau til vígslunnar geti far- ið óhindrai um göturnar. Um 4500 lögreglumenn og hermenn munu standa vakt meðfram akbrautum, en ekki er þó búizt við, að svip- aðir atburðir verði og þegar Beatrix, prinsessa gekk að eiga Klaus, sem er> þýzkur. ! n Á VÍÐAVANGI „Sjórinn var svona dauður" Dragnótaveiði hér í Faxaflóa er oft á dagskrá, ýmist verið að mælast til rýmkaðra heimilda eða banns við þeim. Og svo er talað um að hleypa togurunum inn í landhelgina. Aldraður sjó maður, Albert vitavörður í Gróttu, Sem róið hefur á Fló- ann í sextíu ár, segir svo í við- tali við Sunnudagsblað Tímans er hann er spurður um, hverju sæti minnkandi smábátaútgerð á mið Flóans: „Nú, það er engan fisk að fá hérna í Flóanum. Mig minnir, að ég hafi farið þrisvar sinnum í fiskileit í sumar. Lengst var ég í tólf tíma. Eg var með næl onfæri, húkkfæri, ýsufæri og nýjan krækling. í tólf tíma leit aði ég og fékk tvær smáýsur inni í Hvalfjarðarmynni. Þær voru ekki ætar. Þetta var árang urinn eftir allan túrinn, og þó leitaði ég á öllum frægustu miðunum. Eg gerði að gamni mínu að taka tímann. Eg keyrði í hálftíma sunnan frá Garðskaga án þess að sjá einn einasta fugl. Ekki lunda, ekki fýl, og ekki einu sinni ritu. Sjór inn var svona dauður. Ekkert síli. Ekkert æti. — Hvað hefur komið fyrir? — Það þarf ekki að fara í neinar grafgötur með það. Þetta er afleiðingin af dragnót arveiðunum. Á friðunartímum þurfti maður ekki að fara lengra hérna út úr sundinu en fimm mínútna keyrslu til að fá ýsu, jafnvel stórýsu. Ef maður vildi þyrskling, var enn styttra á mið. Þegar dragnótin er leyfð í annað sinn, bregður svo við, að nú fæst ekki einu sinni fisk ur f soðið“. „Þetta er dragnótin" Og Albert heldur áfram: „Já, við skulum athuga, hvað dragnótin gerir. Nú liggja drag nótabátarnir fyrir lausu. Áður lágu þeir fyrir lcgufærum, hnýttu fyrra tóginu í legufærin keyrðu út tógin og dragnótina og drógu að sér. Núna setja þeir bara bauju á endann, kasta taka bæði tógin saman inn á spil og keyra þangað ti> nótin dregst saman. Svo nótin dragist seinna saman hafa þeir vfra næst nótinni. Vírarnir eru svo þungir að þeir dragast niður í sandbotninn og róta þar öllu upp. Milli sjávarfalla liggur sandsílið niðri á sandbotninum en kemur upp á yfirborðið í sjávarföllum og safnast þar i lmapp. Þar er átan og fuglinn og fiskurinn sækja í sandsíla. vöðurnar. Nú hefur sandsílið ekki gott næði í botninum, þeg ar dragnótavírarnir róta hon- um svona upp og flýr úr grugg inu. Eg hef fylgzt'með ferðalagi fuglsihs og sandsílisins ár cftir ár. Sandsílið kemur venjulega sunnan og vestan fyrir Garð- skaga, inn á Sviðið og á sand- botninn. Þegar sílið hefur ekki næði þar á botninum, flýr það norður, alltaf norður upp að Mýrum og út undir Jökul. Þetta er gangurinn bæði á fugli sfli og fiski, sem ekki er drep- inn. Þar sem hvorki er fugl né síli, er engan fisk að fá. Nú, dragnótin drepur einhig óhemju af sandkola, sem ekk ert er við að gera og enginn kærir slg um að flytja í land, Framhald á bls. 15. r

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.