Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 16

Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 16
p Nemendur Skógaskóla héldu myndarlegan álfadans með brennu á laugardaginn. Margir grímubúninganna voru hinir ágætustu og báru vitni um mikla hugkvæmni Meðfylgjandi mynd tók Albert Jóhannsson, og sýnir hún kóng og drottningu við álfabrennuna. 8. tbl. — Miðvikudagur 11. janúar 1967 — 51. árg. ________________________________________________ Rannsókn er hafin á gjaldeyrís viðskiptum Fríðríks Jörgensens KJ—Reyykjavík, þriðjudag. Á milli jóla og nýárs barst yfir sakadómaranum í Reykjavík bréf frá Útvegsbanka íslands þess efnis að bankinn óskaði eftir að rann- sókn færi fram á ákveðnum við- skiptum Friðriks Jörgensens við bankann. Fer bankinn fram á, að viðskipti Friðriks við sjávarútvegslánadeild bankans verði rannsökuð og til- greind í bréfinu ákveðin viðskipti. Að því er Ólafur Þoriáksson, saka dómari. tjáðd blaðinu í dag, en hann hefur með mál þetta að gera. þá mun rannsókn þessi fara fram fyrir dómi, en aðalatriði þessarar rannsóknar er að komast að raun um. hvort skil hafi verdð gerð á andvirði útfluttra sjávarafurða. Friðrik Jörgensen hefur um nokkurt skeið haft með höndum útflutning á sjávarafurðum alls konar, m.a. freðfdski og grásleppu hrognum, og mun rannsóknin að- allega beinast að freðfiskútflutn- ingi 'hans, heilum skipsförmum, sem afskipað var á árinu 1966. Rannsókn málsins fer, eins og áður segir ,fram fyrir dómi, Saka dómi Reykjavíkur, og mun væntan lega hefjast í þessum mánuði, lik- legast seint í mánuðinum. Olíumölin hefur staöiö af sér um- Holdanautin í fóta sig ekki KJ—Reykjavík, þriðjudag. Svellalögin sem nú eru víða á laudinu valda ekki aðeins ökumönn um og fótgangendum erfiðleikum við að komast áfram, lieldur eiga stórgripir sem úti ganga erfltt með að komast leiðar sinnar. Tíminn hafði frcgnir af því að vandræði hefðu verið með holdanautin í Gunnarsholti vegna svellalaga, og staðfesti Páll Sveinsson í Gunn arsholti að undanfarna daga hefðu nokkrir erfiðleikar verið með holda nautin, en ástandið væri nú að batna þegar þiðnaði. Páll sagði að gripirnir hefðu Gunnarsholti á svellinu! alls ekki getað fótað sig á svellinu og dottið, og tveir gripir hefðu verið fluttir heim vegna þess hve illa þeir hefðu dottið á svellinu. Páll sagði að erfitt væri með vatn fyrir holdanautin og þyrfti að bera þeim vatn, og til þess að auðvelda þeim gönguna að vatninu hefðu þeir dreift salti á svellir og mynd að með því brautir. Hann sagðist ekki muna eftir öðru eins þar [eystra síðan hann fluttist þangað [fyrir 20 árum. I Allar lautir og slakka sagði hann jfull af klaka, og spáði það ekki Framhald á bls. 14. hleypingana KJ—Reykjavík, þriðjudag. I»að vekur atrygli núna i þíð unnið, þegar malbikaðar götur Reykjavíkurborgar eru melra og minna skemmdar, og á tak mörkum að sumar þeirra séu ökufærar, hve olíumalargötur í Kópavogi t. d. virðast halda sér vel, þrátt fyrir að sumar þeirra séu nokkuð miklar uimferðargöt ur, og sjálfsögðu bæði ekið þar um með keðjur og snjónagla eins og á götunum í Reykjavík sem aldrei hafa verið eins illa út leiknar eftir umhleypingatíð, keðjur og snjónagla. Svo virðist sem nýrri götur í Reykijavík séu sízt betri en Framhald á bls. 14. Þorvaldur Ari segist hafa myrt konuna sína í æði, en ekki af yfirlögðu ráði KJ-Reykjavík, þriðjudag. Við yfirheyrslur hefur Þor- valdur Arl Arason borjð að hann hafi myrt eiginkonu sína í æði, vegna rifrildis sem þau lentu í, hafi hann ekki ætlað að myrða hana að yfirlögðu ráði. Þetta og margt annað sem hér fer á eftir kom fram er blaðamenn fcngu tækifæri til að spyrja Sverri Einarsson rannsóknardómara í máli Þor- valdar Ara um ýmis atriði máls ins. Ekki gat Sverrir greitt úr öllum spurningum blaðamanna þar sem rannsóknin er tiltölu þar sem rannsóknin er tillölu- Iega skammt á veg komin, t.d. er ekki fullsannað hvort hann kom með morðvopnið með sér eða fékk það í íbúðinni, en yfirheyrslur í málum sem þess- um eru seinlegar og þarf að margkanna livert atriði máls- ins áður en hægt er að segja um það með vissu. Gagnasöfn- un fer fram á vcgum rannsókn arlögreglunnar, og margt sem þarf að aðgæta í því sambandi. Áður var búið að skýra ijokk uð frá því er lögreglan kom á staðinn og handtók Þorvald Ara blóðugan á tröppunum og nokkuð undir áhrifum áfengis, en hann hafði verið að drykkju kvöldið áður og alla nóttina, en kemur að Kvisíhaga 25 um klukkan átta um morguninn, hringir fyrst dyrabjöllunni og síðan, mjög fljótlega, brýtur hann rúðuna með kjöthamri, er hann hafði haft með sér heirn- an frá sér, Sólvallargötu 63. Er hann kom þangað var elzti drengurinn 12 ára, far- inn í skóla en svo virðist sem hin börnin hafi verið heima er föður þeirra bar að garði, tveir drengir (8 og 10 ára) og stúlka (6 ára). Fljótlega eftir að hann kom inn í íbúðina, talaði hanri við mæðgurnar, sem voru í herbergi inn af ytri forstofu, en síðan hefur hann gefið sig á tal við fýrr- verandi eiginkonu síns, að þvi er talið er. Hvað þeim fer á mil'li er ekki ljóst, nema að Þorvaldur Ari hefur viður- kennt að hafa lagt til eigin- konu sinnar með hnífi tvisvar eða þrisvar sinnum og veitt henni áverka. Ljóst er af vett- vangi að átök hafa átt sér stað í innri forstofu tíbúðarinnar og eftir að hafa lagt til konunn- ar hefur hann borið hana inn í baðherbergið og lagt ,hana í baðkerið. Kona er sefur í herbergi sem er yfir útidyrahurðum 1. O'g 2. hæðar að Kvisthaga 25, verður vör við hávaða og há reysti og nokkru síðar veröur hún vör við að hringt er ofsa- lega á dyrabjölluna á efri hæð inni, fer niður og sér þá að blóð er á bjölluhnöppunum og blóðslóð að útidyrunum á 1 .hæð frá hennar dyrum. Hún sér konu í dyrum 1. hæðar sem biður hana að kalla á lögreal- una, hvað hún líka gerir, en veit ekki hvað hefur gerzt íbúðinni. Hringdi hún á lög reglústöðina og bað um iög- regluaðstoð fljótlega, en mun ekki hafa tilgreint neina a- stæðu fyrir þvj hvers vegna Framhald á bls. 14. /-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.