Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.01.1967, Blaðsíða 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 11. janúar 1967 Hefur borið kyndil íslenzkr ar leiklistar hátt í 70 ár /“Y - ' 'r' &*''/■( í 'í ''y 's //ýtá' , ,,,,, _______j Leikfélag Reykjavíkur 70 ára jens B. Waage sem Loftur i Galdra-Lofti 1914. f'i’ f V/;,' ^ „» ’ í gSgfc , / " , •/.. ’ <'>A ' ' Leikfélag Reykjavíkur heldur upp á sjötugsafmœli sitt í dag, meðal annars með afmælissýn ingu á Fjalla-Eyvindi. Enginn vafi er á því, að Lgikfélag Reykjavíikur er einhver mikilvæg asti félagsskapur, sem hér á landi hefur starfað síðustu sjötíu árin, og fá félög munu hafa lagt veiga meiri skerf til íslenzkrar nýmenn ingar. í raun og veru má svo segja, að það sé faðir og móðir íslenzkrar leikmenningar, eins og við þekkjum hana nú, og á- hrif hennar á bókmenntir og margvíslegt mat manna á list og líf eru mikil og margvísleg Frumherjastarfið og síðan hin þolmikla sjálfboðabarátta ára tug eftir áratug, er birzt nefur í starfi og leiklist' félagsmanna er stertkur þáttur í menningarreisn þjóðarinnar á liðnum áratugum. ] Þess vegna á Leikfélag Reykja- | vikur og ailir þeir, sem í vígi ! þess hafa barizt, skildar ómæidar ! þakkir, og við hæfi er að minn ; ast þess á sjötugsafmælinu.einnig ; vegna þessu.að, ýmis merWsnsajést , um það, að um leið hilli undir tímamótj^^i^rfinu, og félagið.:sé loks . að. íosna úr frumbýlis- stakki og komast á rúmbetri starfsvang. í afmælisriti, sem út kom á á 50 ára afmæli Leikfélags Reykja víkur, rekur Friðfinnur Ólafs- son, hinn látni en langlífi frum herji og leikari félagsins, minn- ingar um fyrstu ár þess. Hann segir, að veturinn 1395- 1896 hafi verið myndaður í Reykjavík dálítill leikflokkur undir forystu Stefáns Runólfs- sonar prentara, og hafi hann sýntl nokkra sjónleiki í Góðtemplarai húsinu. Hafi þetta fólk einkum! verið úr stúkunum Einingin og i Verðandi. Nefnir hann til þess • starfs ýmsa kunna borgara, og segir að þar hafi Stefanía Guð-I mundsdóttir fyrst komið fram ogj vakti þegar aðdáun og athygli.1 Þetta voru aðallega stuttir gaman! leikir, svo sem „Frúin sefur' „Betzy“ og ,Á þriðja sal“. Að- sókn var mikil enda aðgangseyri stiUt í hóf — var 65 aurar eða króna. Ekki varð af formlegri félags- stofnun þennan vetur, en þegar smiði Iðnaðarmannahússins lauk veturinn 1896—97 þurfti Iðnaðar mannafélagið að tryggja sér leigjendur, en þar hafði verið innréttaður rúmgóður samkom salur með leiksviði fyrir öðrum enda. Mun Iðnaðarmanna félagið hafa farið þess á leit við Þorvarð i Lárus Pálsson sem Pétur Gautur 1944. m ' ■ 1 ■ vW'/ ■ i ||' : •• x :í,:. ' x :':•: •••••'?. Haraldur Björsson sem Shyiock í KaupmaSurinn í Feneyjum 1945. ISnaSarmannahúsiö, ISnó, nýbyggt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.