Tíminn - 19.01.1967, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 19. janúar 1967
TÍMINN
Heill og sæll Landfari góðu1-!
Mig langar til að biðja þig að
ljá rúm hjá þér smápistli sem hér
fer á eftir. Ég hripaði hann upp
í gær eftir að hafa hlustað á „ein-
vígi“ þeirra Gylfa ráðherra og
Einars Ágústssonar alþm. í útvarp
inu.
Eg hugsa að þetta spjall þeirra
hafi vakið athygli manna, bæði
sjálft ræðuefnið og ekki síður hitt
hverni^ þeim fórst málflutningur
inn. En þar var á mikill munur,
Einar prúðmannlegur og algerlega
málefnalegur í framsetningu sinni
og orðbragði, en ráðherrann
hins vegar með sífelldar pólitisk-
ar slettur og -fullyrðingar, sem
enduðu í gróusögustíl. Það Var öm
urlegt að hlusta á slíkt, enda var
málsstaðurinn að sjálfsögðu hon-
um mjög erfiður.
Það er bágt að þurfa að hlusta
á valdsmann berja höfðinu við
steininn, fara með tölur út í ioft-
ið og telja það hárrétt og sjálf-
sagt sem reynslan hefir sýnt ó-
fært, telja alla aðra hafa rangt
fyrir sér sem benda á þessa aug-
ljósu staðreynd, að alltaf sígur á
ógæfuhlið og framundan viröist
hrunið óumflýjanlegt sé ekki snú-
ið við. Og þetta gerist í eindæma
góðæri.
Og til hvers er allt þetta brólt
fyrir almenning? Er rétt að draga
saman þennan síumtalaða gjald-
eyrissjóð, kannski með tánum, til
þess að hægt sé að hrúga inn í
landið hinum fáránlegasta óþarfa,
eins og nú er gert? Eða þeim
vamingi sem við getum sjálfir
framleitt? Á að gera okkur ósjálf-
bjarga heima fyrir þegar kynni
að kreppa að með aflabrögðin?
Ekki verða alltaf metár .ifla og
útflutnings. Og hvað blasir pá
annað við en höft, þegar ekki er
lengur hægt að leika sér með
gjaldeyrinn? Þá koma þau sem
bein afleiðing óstjórnarinnar.
Þannig var þetta 1946, þegar eytt
hafði verið Öllum stríðsgróðanum.
Og þannig mun þetta verða nú
ef svo verður haldið sem horfir.
Eða er ekki þegar aðvörunin í
Ijós komin, — 1000 milj. króna
hallarekstur á s.l. ári? Heill milj-
arður! Og þótt eitthvað sé tíl af
vörum í landinu upp í þessa skuld
þá er fullyrt að hallinn muni verða
mikill. Og hvað boðar það?
Annars mættu þessir ráðamenn
minnast þess, ef þeir vilja hafa
það sem rétt er, að því betur
hefir landinu verið stjórnað sem
Framsóknarflokkurinn hefir haft
sterkari aðst^ðu á þingi og í
sijöm. Og þeíta er ekki fullyrð-
ing út í loftið, hana er auðvelt
að sanna.
,,Viðreisnin“ svo nefnda hefir
ekki orðið neitt púður, nema þa*
til þess að sundra og veikja efna-
hagslíf þjóðarinnar, og komið
harðast niður þar sem sízt skyldi.
Þess vegna horfir nú mæðulega á i
mörgum sviðum.
En af öllu sem gert hefir verið^
af þingi og stjórn hin síðustu arj
held ég að eitt sé einna átakan-
legustu fásinna, — ef ekki i að
velja því miklu verra nafn. En'
það er sparifjárbindingin úr dreif-
býlinu Hún er furðulegt fyrir-
bæri, hvernig sem á er litið
Allir vita um fólksstraummn
ntan af landsbvggðinni til ^axa-
flóasvæðisins undanfarið. Hann
hefur verið gífurlegur Og þetta
fólk hefir ekki komið allslaust
þangað. Það hefir flutt með sér
mikið fjármagn. Sá mikli fólks-
og fjármagnsstraumur hefir að
sjálfsögðu skilið eftir mörg ,,sár“
og gert þeim á ýmsan hátt örð-
ugra fyrir sem eftir sátu- En þetta
I þykir þeim vísu stjórnendum ekki
j nóg, heldur skal líka heimta
„suður“ hluta þess sparifjár, sem
þeir öngla saman er þar búa.
Þeim má ekkj haldast á því og
nota það sér tíl hagsbóta. Því að
slikt fjármagn gat lyft undir
marga framkvæmd og bætt úr
margri þörf og átti hvergi meiri
I rétt á sér en þar. Það hefði vissu
lega verið réttari stefna, og raun-
ar sú eina og sjálfsagða, að reyna
fremur að draga úr þessum óheilla
straum fólks og fjármagns utan
af landsbyggðinni með því m.a.
að bæta atvinnuskilyrðin þar og
efla byggðirnar til sjálfsbjargar,
en að reita af þeim þeirra eigið
sparifé á þennan hátt og gera þeim ,
með því erfiðara fyrir.
Þetta er svo furðulegt að undr 1
um sætir. Og það kvað vera gert
með atkvæðum sumra þeirra sem
dreifbýlið hefir kosið og truað
fyrir málefnum sínum á Albingi!
Þeim vesalingum hefir ijáifsagt
verið talin trú um að þetta væri
„viðreisn" og alveg nauðs.vnleg
ráðstöfun. Þeim þarna úti á lands-*
byggðinni væri alls ekki trúanui
til að ráðstafa þessu fé sínu á
skynsamlegan hátt- Og einræðinu
kæmi líka miklu betur að það
ráði því hver sé í náðinni og fái
að njóta þess!
Og svo tala þessir sömu menn
um að „jafnvægi í byggð tands-
ins“ sé þeirra hjartans mál! Hvi-
lík undur og skelfing.
En skyldi dreifbýlið trúa þetsu
fólki lengur fyrir málefnum sín-
um? Skyldu þeir verða kosnir
næst?
Hallvarður.
Landfara hefur borizt eftirfarandi
bréf:
„Margir útvarpshlustendur munu
hafa brosað þegar Gylfi Þ. Gísla-
son lauk útvarpsþættínum, „Á
rökstólum" mánudaginn 8. janúar,
með gamansögu um það að ,,fram-
sóknarmenn væru farnir að hugsa“.
Kátína útvarpshlustenda orsakað
ist ekki af því að sagan hans Gylfa
væri svo smellin, eða vel sögð,
heldur gátu þeir ekki varist brosi
vegna þess að sjálfur viðskipta-
og menntamálaráðherra íslands,
hr. Gylfi Þ. Gíslason hafði aðeins
eina gamla grínsögu að segja hlust
endum, þegar honum var boðið að
segja lokaorðin við landsmenn í
Útvarpsþætti þar sem vandamál
íslenzkra banka og peningamála,
voru til umræðu!
Sagan hans Gylfa minnir á aðra
sögu sem þessi sami Gylfi sagði
eitt sinn, á stjórnmálafundi sem
haldinn var i þorpi einu á Suð-
urlandi.
Þetta var þegar kosningabanda
lag Framsóknarflokksins og Al-
þýðuflokksins var ákveðið og Al-
þýðuflokkurinn var Alþýðuflokkur
en ekki „íhaldshækja" eins og
nú.
„Gylfi sagði m. a. á fundinum:
„ . • ég vil ljúka máli mínu með
stuttri sögu af gamalli Alþýðu-
flokkskonu í Reykjavík. Þessi
gamla kona hefur ávallt fylgzt vel
með gangi þjóðmálanna, les blöð
in og telur miklu skipta að Al-
þýðuflokkurinn sé góður málsvari
alþýðunnar, en ánetjist ekki íhaldi
og auðvaldsöflum. Eg imet þessa
ágætu Alþýðuflokkskonu mikils og
ræði oft við hana.
Stundum segir hún:
Meðan Morgunblaðið skammar Al-
þýðuflokkinn er ég róleg, þá veit
ég að Alþýðuflokkurinn er á
réttri leig og foringjar hans eiga
traust alþýðunnar skilið . . . síðan
bættí Gylfi við: „Þessi spaklegu
orð gömlu Alþýðuflokkskonunnar
i Reykjavík vil ég gera að mínum
orðum“.
Fróðlegt væri að vita hvort dr.
Glfi hefur rætt nýlega við „gömlu
Alþýðuflokkskonuna í Reykjavík“.
Skyldi hún vera jafn „róleg" nú
og fyrr á áruml
Hún skyldi þó ekki hafa komið
auga á það, sú gamla — að Mogg-
inn er hættur að „skamma“ Al-
þýðuflokkinn, — og „Framsóknar
rnenn eru farnir að hugsa".
Hlustandi á Suðurlandi“.
ISLANDSSAGA
eftir Jónas Jónsson
Nýlega er komin út í njrri
útgáfu hjá Ríkisútgáfu námsbóka
íslandssaga, 1. hefti eftír Jónas
Jónsson.
Kristján J. Gunnarsson sá um
þessa útgáfu og breytti m.a.
efnisröðun bókarinnar. Halldór
Pétursson hefur myndskreytt
hana með 70 teikningum úr efni
íslandsögunnar, en auk þess eru
í bókinni teikningar eftir W.G.
Collingwood og E. Dayes auk
margra ljósmynda.
Setningu annaðist Ríkisprent-
smiðjan Gutenberg, en Litbrá
h.f. prentaði.
Höfundur bókarinnar fylgir
þessari útgáfu úr hlaði með nokkr
um orðum, þar sem hann segir
m.a.:
„Þessi bók á sína sögu . Ég
hafði, þegar hún var orðfærð um
sjón með kennsluæfingum í Kenn
araskólanum, þar voru 20 börn
piltar og stúlkur 10 til 14 ára.
Þau voru ósamstæð um aldur,
þroska og undirbúning og var
kennt í lítilli kjallarastofu. Sam-
búðin var góð, en vandh að
bæta úr þörft\m ósamstæðra nem-
enda.
fslándssagan var erfið aáms
grein Þar var notuð kennslubók,
sem miðuð var við próflestur.
Börnin sögðust ekki ráða við
efnið og báðu mig að segja sér
sögu um efnið.
Ég sá. að börnin höfðu rétt
að mæla En ég var ekki sagn
fræðingur heldur ænnari. Ég las
bækur um menn og málefnj og
breytti efninu í söguform. Það
líkaði börnunum betur en bókin.
Síðan rjtaði ég kaflana og gaf
þá út.
Á nokkrum árum urðu sógu-
þættirnir vinsælir i barngskólum
um allt !and. Ýmsir voru óánægðir
einkum eftir að landspróf kom til
Jónas Jónsson
sögunnar, en börnin stóðu með
sinni bók og þóttust hafa nóg
orófefni í öðrum greinum. Sumir
erlendir kennarar töldu bókina of
íslenzka, allur andi frásagnar-
JÖN AGNARS
FRIMERKJftVERZLUN
SíMl 17.5-61
kl /.30- í e.h.-
Jar Jónsson
lögg endurskoðandi
Holtagerði 2% Kópavogi
Simi 15209
innar væri eggjandi í skilnaðarátt.
En þessu varð ekki breytt.
Aldamótakynslóðin var bjart-
sýn. Kunni bæði að meta frelsi
og óttast erlenda yfirdrottnun.
Forfeður og formæður sögðu\
sína sögu. Fram undan var frelsi
í fögru landi og auðugu.
Þessi litla bók hafði orðið til
vegna tilmæla skólabarna. Þau
hafa sýnt henni tryggð á langri
vegferð. Nú kemur bókin skrúð-
búin til sinna raunverulegu höf-
unda og verndara.
Fram undan eru tímamót í
uppeldi íslendinga. Munu þá ekki
íslenzk skólabörn biðja valda-
menn þjóðarinnar um leiðarljós
sögunnar frá þúsund ára reynslu
fólksins, sem byggt hefur landið?"
v/Miklatorg
Sími 2 3136
Á VÍÐAVANGI
Afstaða bankanna
f kappræðum við Gylfa Þ.
Þ. Gíslason um peninga- og
bankamál í útvarpinu um dag-
i"n, ságði Einar Ágústsson með
al annars eitthvað á þessa leið
um aðstöðu viðskiptabankanna
til að rækja hlutverk sitt:
Ríkisvaldið hefur mjög dregið
úr möguleikum viðskiptabank-
anna til að rækja hlutverk sitt.
Atvinnuvegirnir búa nú vlð
mjög mikinn rekstrarfjárskort.
Þær ráðstafanir ríkisvaldsins,
sem ég hef hér sérstaklega í
huga eru þessar; f fyrsta lagi
sparifjárbindingin. Bundnar inn
stæður banka og sparisjóða
ncma nú um 1800 milljónum
króna, eða um fjórSungi af öli\
um spariinnlánum í landinu. Út
lánageta viðskipfabankanna er
auðvitað skert að sama skapl. f
öðru lagi vil ég nefna þá
kvöð, sem lögð hefur verið á
bankana að leggja fram 10%
af sparifjáraukningunni tH fjár
festingarlána á vegum hins op
Inbera. í þriðja lagi nefni ég
útboð og sölu ríkisskuldabréfa,
sem fram hefur farið í stórum
stíl undanfarin 2—3 ár. Skuida
bréf þessi hafa ver'ið verð-
tryggð, og að öllu leyti með liag
stæðum kjörum, enda hafa þau
selzt upp á örskammri stund.
Óhætt er að fullyrða að það
fé, sem bréfln eru keypt fyrir
er að iangmestu leyti tekið út
úr bönkum og sparisjóðum. Að
síðustu vil ég svo nefná það,
hversu ntíkið hefur dregið úr
endurkaupum Seðlabankans á
afurðavíxlum. Af skýrslum kem
ur fram, að árið 1958 t- d. nam
heildarverðmætj útflutnings
þjóðarinnar 1.070 millj. kr. Þá
voru endurkeyptir víxlar fyrir
556 millj. kr. að meðaltali á
mánuði. Nú er útflutningsvcrð-
mætlð til októberloka s-1. 4.546
millj. kr. en meðalendurkaupin
1.075 millj. kr. á mánuði. Sam
kvæmt þessum tölum hafa end
urkaupin aðeins tvöfaldazt á
sama tímabill og útflutningsverð
mætið hefur fjórfaldazt. Afurða
lánin hafa eins c allir vita ver
ið lækkuð úr 67% i 55%, en
auk þess virðast aðrar ástæður
virka tH enn frekarl lækkunar
þeirra.
Afleiðing alls þessa er stór-
felldur fjármagnsskortur.
Gjaldeyrisvara*
sjóðurinn
Um gjaldeyrissjóðinn sagði
Ein®r:
Eg vil j fyrsta lagi segja að
gjaldeyrissjóðir minnka eða
vaxa af mörgum fleiri ástæðum
en þessari. Eða telur ráðherr
ann þá að hægt sé að eignast
eins stóran gjaldeyrisvarasjóð
og mönnum sýnist með því einu
að lána ekki út sparifjáraukn
Inguna?
Útflutningsframleiðslan hlýt-
ur alltaf að vera grundvöllur-
inn undir gjaldeyrisstöðunni.
Þess vegna sklptir að mínum
dómi megin máli í þessu sam
bandi, hvernig búið er að at-
vinnuvegunum.
Hitt er svo líka pnnað mál,
að gjaldeyriseignin ein er ekki
ákvarðandi um stöðu landsins
útávið, iýntökurnar i einu og
öðru formi koma þar líka við
sögu.
Samkvæmt þeim tölum, sem
ég velt réttastar, var heildar
staðan útávið í árslok 1958 þann
ig, að skuld umfram eignir ir
Framhald á bls. 14.