Tíminn - 21.01.1967, Qupperneq 5

Tíminn - 21.01.1967, Qupperneq 5
LAUGARDAGUR 21. janúar 1967 TÍfVIINN Útgefandi: FRAMSÖKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar Pörarinn Þórarinsson (áb>, Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og IndriSi G. Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Aug. lýsingasij.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur ' Eddu- húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastræú 1 Af. greiðslusími 12323 Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur, síml 18300 Askriftargjald kr. 105.00 á mán innanlands. — I iausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. f. T ímamótaatburður Samkvæmt tölum, sem Hágstofan hefur nýlega birt um iirslit bæjarstjórnarkosninga á síðastliðnu vori, er Framsóknarflokkurinn nú óumdeilanlega annar stærsti flokkurinn 1 kaupstöðunum. Hann fékk 19,5% gildra atkvæða, en fékk 16,8% 1 bæjarstjórnarkosningunum 1962. Hins vegar minnkaði fylgi Sjálfstæðisflokksins úr 47.2% í 42.5%. Alþýðubandalagið fékk 16.8% og Alþýðu- flokkurinn 16,2%. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna, sem fóru fram samtímis í kauptúnum, eru óljósari, því að þar voru víða blandaðir listar. Samt er augljóst, að Framsóknarflokk- urinn hefur aukið verulega fylgi sitt þar og bilið milli hans og Sjálfstæðisflokksins minnkað. Þar fékk Fram- sóknarflokkurinn 18,9% af atkvæðamagninu, Sjálfstæð- isflokkurinn 32.6%, Alþýðuflokkurinn 10.6% og Alþýðu- bandalagið 4,7%. Afgangurinn féll á hina blönduðu lista. Eysteinn Jónsson vék nokkuð að þessu í áramótagrein sinni. Hann sagði m. a.: „Bæja- og sveitarstjórnakosningarnar í vor möfkuðu í raun og veru tímamót í ævi Framsóknarflokksins, því ég hlýt að telja það tímamótaatburð að flokkurinn varð stærsti flokkurinn í fjórum kaupstöðum landsins og vann stórkqsllega á þegár á heildina er litið. Leynir sér ekki, að það á mjög mikinn hljómgrunn að efla sterkan þjóðleg- an umbótaflokk í landinu og verður þá Framsóknarflokk- urinn fyrir valinu hjá mörgum, sem eðlilegt má teljast. Alþýðuflokkurinn rígheldur sér í Sjálfstæðisflokkinn og notar krafta sína til þess að viðhalda þeirri óstjórn, sem landsmenn búa við. í Alþýðubandalaginu er allt löðrandi í kommúnisma og allt í þoku um það hvert förinni er heitíð svo ekki sé sterkara að orði komizt. Allar fyrirætlanir í þá átt að skýra línurnar á þetm bæ á árinu og stofna flokk, sem menn fengju að vita hvað vildi, fóru alveg út um þúfur, en urðu í reynd til þess að styrkja yfirráð komm- únista í samtökunum, sem voru þó ærin áður. Sjálfstæðisflokkurinn tapaði sem svaraði 10. hverjum stuðningsmanni í kaupstöðum í vor og hefði ekki þurft að tapa nema 180 atkvæðum eða svo í viðbót til Framsóknar- manna í höfuðborginni til þess að missa meirihlutann. Þó er tæplega um deilt, að verr hefði farið ef kosið hefði verið um stjórnarstefnuna beint. Þetta er í áttina og gef ur góðar vonir um að ekki verði fyrir gýg unnið ef snarp- lega verður sótt í vor.“ Mesta gleðiefnið Eysteinn Jónsson vék í áramótagrein sinni að öðru atriði sem ekki er síður ánægjulegt fyrir Framsóknar- flokkinn: Hann sagði: „Framsóknarflokkurinn átti fimmtugsafmæli 16. des. og var þá margt rifjað upp um störf flokksins stórfelld í þjóðarþágu og stefnuna, sem hér verður ekki endurtekið. En mest gleður það Framsóknarmenn um þessar mundir hve æskulýðssamtök flokksins eru sterk og þróttmikil. Raunar held ég að það fari tæpast framhjá nokkrum hvar vaxtabroddinn er nú að finna í pólitísku lífi ungu kynslóðarinnar á íslandi. Samband ungra Framsóknarmanna hélt þing 1 haust, og vafasamt er, hvort pólitísk æskulýðssamtök í landinu hafa nókkru sinni haldið myndarlegra mót. Fjölmenni var kjörinna fulltrúa víðs vegar að af landinu og ályktað um innanlands- og utanríkismál með þvílíkum hætti að al- þjóðarathygli vakti og straumhvörfum getur valdið“. Eftirmaður Grimonds þykir vænlegur til djarfrar forystu Afstaða hans í Rhodesíumálinu hefur vakið sérstaka athygli N:Ú í VIRUNNI, urðu for- mannsskipti í þingflokkí Frjáls lynda flokksins í Bretlandi. Síð astl. miðvikudag birtu blöðin til'kynningu frá Jo Grimond, formanni flokksins, um að hann hefði sagt af sér formennsk unni, en myndi hinsvegar halda áfnam þingmennsku og vinna fyrir flokkinn. Blöðin spáðu því þá, að nokkur átök gætu orðið um eftirmann hans, því að innan flokksins hefur bor- ið nokkuð á ágreiningi milli vinstri og hægri manna. Und- ir forustu Grimonds hefur þó vinstri armurinn eflzt miklu meira, því að Grimond hefur álveg lagzt á þá sveifina. Mark mið hans hefur verið að gera Frjálslyndia flokkinn að rót- tækum umbótaflokki. Bersýni- legt er, að Grimond hefur ver ið búinn að undirbúa valið á eftirmanni sínum áður en hann sagði af sér. Daginn eftir var tilkynnt, að þingflokkurinn hefði eihróma valið Jeremy Thorpe eftirmann hans. Þette kom ekki á óvart, því að Thorpé er sá þingmaður flokksins, sem staðið hefur næst Grimond í skoðunum. Sé einhver munur á skoðunum þeirra, er hann helzt sá, að Thorpe er enn rót- tækari. Blöðin skýra þannig frá, að þingflokkurinn hafi valið milli þriggja formiannsefna. í fyrstu umferð fékk Thorpe 6 atkvæði en hinir tveir þrjú atkvæði hvor. Eftir þessi úrslit drógu þeir sig í hlé og Thorpe var kosinn einróma. Upplýst er, að Grimond kaus Thorpe í fyrstu umferðinni, og sennilega hefði hann ekki dregið sig í hlé, ef hann hefði ekki verið búinn að tryggja kosningu hans áður. ÞAÐ er ekki vegna aldurs, að Grimond segir af sér flokks forustunni. KDann er ekki nema 53 ára. Hann er hins vegar bú- inn að vera formaður flokksins í rúm 10 ár og það er þreyt andi starf í litlum flokki, Sem ekki getur gert sér von um nein völd, heldur starfar fyrst og fremst af hugsjónalegum á- stæðum. Undir forustu Grim onds hefur flokkurinn tekið mikilll breytingu. Hann til- heyrði gamla tímanum, ef svo mætti segjia, þegar Grimond tók við forustunni og Iifði mest á fornri frægð og vana. Grhnond endurskapaði hann að miklu Ieyti. Undir forustu hans varð flokkurinn róttækur og fram sækinn að nýju. opinn fyrir nýj um hugmyndum og reiðubúinn til að berjast fyrir þeim. Þess vegna er stundum sagt, — og ekki að ástæðulausu, — að hann sé áhrifamesti flokkurinn í Bretlandi. Stóru flokkarnir hafa oft að lokum tekið upp þau mál, sem Frjálslyndi flokkur inn hafði orðið fyrstur til að taka á dagskrá. í seinustu þingkosningum fékk Frjálslyndi flokkurinn 12 þingsæti og 2.3 millj. atkvæða í næstu kosningum á undan Jeremy Thorpe fékk hann 3.1 millj. atkvæða. Ilann bauð þá fram í fleiri kjördæmum. Það er kosninga fyrirkomulagið, einmennings- kjördæmin, er halda flokknum niðri. Ef hlutfallskosningar væru í Bretlandi myndi flokk urinn sennilega geta fengið allt að 100 þingsætum og verða úrslitaaflið á þinginu. Grimond var búinn að gefa til kynna, að hann myndi láta af forustunni fljótlega. Hann vildi helga sig fleiri málum og gefa nýjum kröftum í flokkn um tækifæri til að sýna sig. Á þingi flokksins síðastliðið baust bar mikið á ungum róttækum menntamönnum, sem sum blöð in kölluðu „rauðu varðliðanna hans Grimonds“. Grimond lét hina róttæku framkomu þeirra sér vel líka og taldi hana merki um vaxandi þrótt flokks ins. Hann hefur valið eftir- mann sinn í þessum anda. JeT emy Thorpe var sá af þing- mönnum flokksins, er vakti mesta athýgli á ‘ flokksþinginu fyrir róttæka ræðu, sem hann hélt um. Rhodesíumálið. Hann kvað Breta ekki mega hika við að eyðileggjá samgönguleiðir í Rhodesíu með loftárásum, ef stjórn Smith yrði ekki komið öðru vísi á kné. íhaldsblöðin deildu mjög harðlega á hann fyrir þetta, og hafa síðan reynt að gefa honum nafnið Sprengju Thorpe- ÞAÐ er wandasamt verk að taka við flokksformennskunni af Grimond. Hann hefur verið glæsilegasti flokksforinginn í Bretlandi síðustu 10 árin. Hann er manna myndarlegastur í sjón, mjög snjall ræðumaður og kann vel að ræða við frétta menn sjónvarps og bliaða. Thorpe er talinn líklegur til að reynast honum ekki mikið síðri í þessum efnum, þótt ekki sé hann eins glæsilegur í útliti. Hann er ágætur ræðumaður og svarar skýrt og greinilega í viðtölum við blaðamenn. Hann er frægur fyrir snyrtimennsku í klæðaburði og kurteislega framgöngu. Hann hefur oft verið siagður „einn bezti leik- ari neðri málstofunnar" og veld ur því fáguð framkoma hans og ræðustíll, en hann beitir mjög fyndni og spaugilegum tilsvörum. Af þessum ástæðum hefur hann orðið eftirsóttur sjónvarpsmaður. Thorpe er 37 ára gamall og hefur átt sæti á þingi síðan 1959, er hann vann þingsæti af íhialdsmönnum. Hann hefur haldið því síðan. Thorpe er kominn af þekktri íhaldsætt og áttu bæði faðir hans og afi sæti á þingi fyrir Íhaldsflokk inn. Hann, gekk á skólann í Éton og lauk síðan lögfræði- prófi við' Oxford háskóla. Síð ar sbundaði hann framhalds- nám í Bandaríkjunum. Hann er piparsveinn eins og Heath, foringi íhaldsflokksins. Sein ustu árin hefur hann verið gjaldkeri Frjálslynda flokksins og hefur þótt reynast vel í pví starfi. Hann hefur lagt mikið kapp að efla flokksstarfið. í þinginu hefur Thorpe látið mannréttindamál mest til sín taka. einkum talað máli blökku manna í Afríku. Þá hefur hann verið mikill fylgismaður S.Þ. f vi er yfirleitt spáð, , að Thorpe muni reynast mikilhæf ur flokksforingi, sem hafi lag á því að vekja athygli á sér og flokknum og verið óragur við að halda fram nýjum, róttækum skoðunum. Það þarf hann líka að vera, ef hann á að fullnægja því hlutverki að vera foringi lítils flokks, sem vinnur meira fyrir málefni en völd. Þ.Þ.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.