Tíminn - 21.01.1967, Blaðsíða 7

Tíminn - 21.01.1967, Blaðsíða 7
LAUGARDAGUR 21. janúar 1967 T'}r r<‘* k .1 S v L t i Almennir stjórnmálafundir veria haldnir á Selfossi og í Vestmannaeyjum Stjórn Sambands ungra Fram- sóknarmanna mun sækja lieim Suð urlandskjördæmi dagana 26. til 29. janúar. Haldið verður á Selfoss, fimmtudaginn 26. janúar og að af Ioknum heimsóknum í helztu at- vinnufyrirtæki staðarins og við- ræðum við forráðamenn ungra Framsóknannanna, munu FUF í Árnessýslu og stjórn SUF, efna til almenns stjórnmálafundar um kvöldlð í húsi Kaupfélags Árnes- inga og hefst liann kl. 2l,30.Vegna hins langa vinnudags þorra héraðs búa, er ekki unnt að hefja fund inn fyrr. Meðal ræðumanna á fundinum verða Páll Lýðsson, for maður FUF í Árnessýslu, Baldur Óskarsson form. SUF, Ólafur Ragn ar Grímsson, Garðar Ilannesson og Sigurfinnur Sigurðsson. Um helgina munu stjórnarmenn síðan halda til Vestmannaeyja og efna þar til almenns stjómmála- fundar sunnudaginn 29. janúar. Verður sá fundur nánar auglýstur síðar. Leikhúsferð FUF í Reykjavík Stór liópur félaga úr FUF í Reykjavík fóru á miðvikudaginn á sýningu Leikfélags Reykjavíkur á Fjalla-Eyvindi. Var það önnur sýning á verkinu. Áður en haldið var á sýnlnguna kom hópurinn sam an til kvöldverðar í Þjóðleikhús- kjallaranum. Undir borðum voru flutt erindi um Jóhann Sigurjóns son og leikritið af Steingrími Þor steinssyni prófessor og Sveini Ein- arssyni lcikhússtjóra. Voru erindi þeirra afar fróðleg og leikhúsgest unum til mikilla ánægjuauka. Myndin sýnir hluta félagsmanna á- samt gestum þeirra. Við háborðið eru m. a. Gísli Halldórsson Ieik- stjóri og Friðjón Guðröðarson, formaður FUF. Nýr erind reki SUF Baldur Óskarsson Frá áramótum hefur Baldur Ósk arsson, form. SUF, jafnframt verið ráðinn erindreki sambandsins. Er I ráði, að hann ferffist víða um land á næstu mánuðum. Er Baldur hér með boffinn velkominn til þessa nýja starfs. AÐALFUNDUR FUF í ÁRNESSÝSLU Ritstjóri: Björn Teitsson Aðalfundur FUF í Árnessýslu var haldinn að Flúðum 26. okt. 1966. Sátu um 30 manns fundinn. Fráfarandi formaður, Páll Lýðs son, flutti skýrslu sína. Hafði starfsemin verið þó nokkuð blóm leg. Síðastliðið vor fór fram á vegum félagsins og Framsóknarfé- lags Selfoss málfundanámskeið á Selfossi um málefni kauptúnsins- Ilófst það 30. marz og stóð í fimm vikur. Framsögumenn voru Jón Bjarnason (um kosningaundirbún- ing), Marteinn Bjömsson (skipu- lagsmál), Arndís Þorbjarnardóttir (æskulýðsmál), Hafsteinn Þorvalds son (íþróttamál), Kristján Finn- bogason (verkefni hreppsins). og Sig. Ingi Sigurðsson (almenn hreppsmálefni). Þá stóð félagið fyr ir mjög fjölmennri og vel heppn Framhald á bls. 13 Páll Lýðsson i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.