Tíminn - 21.01.1967, Síða 9

Tíminn - 21.01.1967, Síða 9
LAUGARDAGUR 21. janúar 1967 TlfVSINN 1899. Sú útgerð var lí'ka í ólestri, og stóð aðeins frá vori til jiausts. Ólíkt' betur lánaðist þilskipa- útgerð íslenzkra manna, sem tóku sér bólfestu í Hafnarfirði næstu árin. Skal þar fyrstan nefna Pétur J. Thorsteinsson, útgerðarmann á Bíldudal. Keypti hann verzlunarhús Þor- steins Egilsonar á Hamarskots- möl og hóf jafnframt mikla þilskipaútgerð frá Hafnarfirði. Verzlunar- og útgerðarstjóri Thorsteinssonar í Hafnarfirði var Sigfús Bergmann frá Hrafnabjörgum í Hörðudal, síð ar kaupmaður. August Flygering gerðist og atkvæðamikill útgerðarmaður í Hafnarfirði upp úr aldamótun- tim. Gerði hann bæði út skút- ur og gufubáta. Þriðji stærsti útgerðarmaður inn var .JP.T. Bryde. Hann hóf verzlun og útgerð í Hafn- arfirði árið 1902. Einar Þorgilsson, er siðar varð einhver helzti útgerðar- maður bæjarins, gerði út stór- an kútter á þessum árum. Loks er að geta „Fiskveiða- féiags Faxaflóa,“ er átti tog- arann Coot, fyrsta íslenzka botnvörpunginn. Var hann gerður út frá Hafnarfirði um allmargra ára skeið. Til vitnis um það, að útgerð frá Hafnarfirði var ekki orð- in neitt smáræði um þær mund ir, sem Verkamannafélagið Hlíf var stofnað, skal hér birt stutt yfirlit um útveginn árið 1907, stofnár félagsins. Pétur J. Thorsteinsson og Sigfús Bergmann gerðu út sex kúttera, flesta stóra. Voru á kútterum þessum samtals 95 lögskráðir sjómenn, að því er skipaskráningabækur votta. August Flygering gerði út tvo gufukúttera á haldfæra- veiðar .Á skipum hans voru samtals 95 sjómenn. Einar Þorgilsson gerði út kútter Surprise. Skipshöfn hans var 21 maður. Loks var togarinn Coot gerð ur út til botnvörpuveiSar í Faxaflóa. Ekki virðast hafa verið lögskráðir á hann nema 8 menn á vertíðinni 1907. Alis voru því gerð út frá Hafnarfirði árið 1907 18 fiski- skip, um 1270 _ smálestir að stærð samtals. Á þeim voru 278 sjómenrt. Kjör hafnfirzkrar alþýðu. Það var ekki vonum fyrr, sem íslenzkir verkamenn mynd uðu samtök með sér og hófu skipulagða baráttu fyrir bætt um lífskjörum. — Ástandið var sannarlega svo bágborið í hagsmunamálum þeirra, að lítt varð við unað. Hin mesta óregla ríkti um alla daglauna- vinnu. Kaupmenn og útgerðar- menn, vinnukaupendurnir, réðu einir öllu um skilyrðin og notfærðu sér þá einokunar- aðstöðu óspart. Vinnutíminn var algerlega óákveðinn og oft ast goldið sama lága kaupið, hvenær sólarhringsins, sem unnið var. Þar við bættist, að daglaunamenn höfðu engan ákveðinn tíma til að neyta mat ar. Urðu þeir, eins og það er orðað í einni heimild „að stel- ast til að rífa í sig matinn undir pakkhúsveggjunum og á bryggjunum, eins og hungrað- ar skepnur eða siðlausir villi- menn.“ Launin voru óheyrilega lág. Fram til ársins 1902, er lög gjöf var sett um kaupgreiðslur og jafnvel lengur, fengust þau ekki greidd í peningum, heldur urðu verkamenn að taka þau út í rándýrum vönim. Margir Hafnarfiorour. daglaunamenn urðu mjög háð- ir kaupmanni þeim, er þeir skjptu við, vegna skulda, og áttu undir högg til hans að sækja um atvinnu alla. Svo ill sem kjör verkamanna voru, höfðu verkakonur þó sýnu verri aðstöðu að flestu leyti. Þær fengu allt að þvi helmingi lægra kaup en karlmenn. Gilti einu, þótt þær ynnu sömu störf og þeir, kvenmaður bæri t.a m. á börum móti karlmanni •dag eftir dag. Var verkakonum þráfaldiega misboðið með illa borgaðri, heilsuspillandi strit- vinnu. Ástand þetta mun sízt hafa verið betra í Hafnarfirði en öðrum kaupstöðum landsins. Guðmundur Jónasson verk- stjóri, einn af forystumönnum • „Hlífar" um langt skeið, hefur dregið upp einkar glögga mynd af kjörum og aðbúnaði hafn- firzkra verkamanna eins og það var um þær mundir, sem „Hlíf“ var stofnuð. Birtist við hann fróðlegt viðtal í 30 ára afmælisblaði „Blífar,“ er út var gefið í janúarmánuði 1937. Þar segir svo, meðal annars: „Vinnutilhögun í þá daga var þannig, að verkafólk fór til vinnu kl. 6 að morgni, og . var svo unnið sleitulaust með- an verkið entist. Þá þekktist það ekki, .að kallað væri til matar eða í kaffi. Heimilisfólk- ið, konur og börn, urðu að færa matinn á vinnustaðinn, og það tók oftast upp allan daginn, því að þá var oft etið og drukkið, en ekki verið lengi að því í hvert skipti. Það væri synd að segja: Morgunverður eða frúkostur var k'l. 9 að morgni, kaffi kl. 12, miðdagur\ kl. 2, kaffi kl. 3 o.s.frv. Svo var ekkert um það talað að hætta vinnu fyrr en verkið var búið. Ég man mörg dæmi þess, að unnið var samfleytt í 36 tíma, t.d. við afgreiðslu skipa og því um likt. Enga hvíld var að fá og engan ákveðinn tíma til matar. Menn gleyptu í sig matinn þar sem þeir stóðu, er hann kom, í skipinu, í flæðar- málinu eða hímandi undir hús- hlið —og htvernig sem veðrið var . . . Ég fullyrði það, að þetta var ekkert annað en ómenning a f verstu tegund, engin skynsamleg ástæða var fyrir þessu. Atvinnurekendur græddu ekki vitundarögn á þessu framferði, og verkamenn misstu heilsuna á þessu, þegar til lengdar lét ... Það var ekki fyrr en verbalýðssamtök in tóku til starfa, að þetta var afnumið, svo að það má segja, að þau hafi ekki einungis unn- ið að hækkuðu kaupi verka- fólks, heldur einnig aukið menningu þess og hrundið ómennimgunni af því.“ Stofnun „Hlífar." Svo ilía hefur til tekizt, að fyrsta gjörðabók Hlífar er glöt uð. Það, sem vitað verður með fullri vissu um stofnun féiags ins og starf fyrstu sjö árin, er því nokkuð í molum. Ým- islegt um þetta efni er þó að finna í öruggum, rituðum heim ildum. Að öðru leyti er byggt á frásögn stofnenda félagsins, sem enn eru á lífi eða voru lifandi á 30 ára afmæli þess, og rifjuðu þá upp endurminn- ingar sínar. Ber þeim saman í öllum höfuðatriðum, þótt nokkuð greini á um það, hve- nær félagið var stofnað og af- mæli þess verði því eigi dag- sett. í fundargerðarbók Verka- manntafélagsins Dagsbrúnar í Reykjavík segir frá því, að á fundi félagsins 13. jan. 1907 hafi verfð lesið upp bréf frá þrem mönnum úr Hafnarfirði, þar sem þeir óskuðu eftir því, að Dagsbrún gengist fyrir stofnun verkamannafélags í Hafnarfirði. Menn þeir, er bréf ið skrifuðu, voru Jóhann Tóm- asson, Jón Þórðarson frá Hliði og Gunnlaugur Hildibrands- son. Dagsbrúnarmenn tóku vel máialeitan Hafnfirðinganna. Samþykkti fundurinn að fela stjóminni að senda tvo eða þrjá menn úr sínum hópi til að aðstoða við stofnun félags- ins. Hófst nú undirbúningur- inn af fullum krafti. Var geng ið á milli verkafólks í Hafnar- firði, karla og kvenna og það hvatt til að bindast samíök- um og koma á stofnfund fé- lagsins. Var hann boðaður á ákveðnum degi í Góðtemplara húsinu í Hafnarfirði. Mun það hafa verið seint í janúar eða snemma í febrúar Fundardagurinn rann upp. Á tilskildum tíma var kominn allmikill mannfjöldi í Góðtempl arahúsið. Fulltrúar Dagsbrún- ,ar voru þangað komnir, og er ivitað, að í þeim hópi voru Pét- ur G. Guðmundsson fjölrftari, iþáverandi ritstjóri AlþýðuMaðs 'ins gamla, og Ásgrímur Magnús 'son kennari. Hófust nú umræð- ar um félagsstofnunina. Haldn ar voru margar hvatningarræð- 'ur, en engin rödd heyrðist, sem úrtölur hafði í frammi. Virtust allir albúnir að ganga til félags ’stofnunar. Þegar á skyldi herða og menn áttu að innritas.t í 'félagið, varð reyndin þó nokk- 'uð önnur. Vitað var, að -t- Vinnurekendur á staðnum litu „brölt“ þetta óhýru auga. Marg- 'ir verkamenn voru enn svo háðir atvinnurekendavaldinu, að þeir þorðu ekki að eiga það á hættu, að gerast meðlimir í verkamannafélagi. Slík af- staða var skiljanleg. Menn þess ’ir voru margir hverjir skuld- ugir kaupmönnum, höfðu allt- af átt undir högg til þeirra að sækja um vinnu og verzlun- arúttekt, og þekktu ekki -nátt samtakanna, voru óvitandi þess hverju öflugur verkalýðs- fél'ags'skapur gat til leiðar kom ið. Þegar umræðum um félags- stofnunina var lokið, skyidu tvæntanlegir félagsmenn rita inöfn sín undir stofnskrána. Að ’þvf er bezt verður vitað, voru það um 40 manns, karlar og konur, sém gengu í félagið á þessum fundi. Aðrir fóru út, ien því næst var stofnfundi ihaldið áfram. Stjórn var kosin, log var formaður hennar fsak ffijarnason á Óseyri, siðar ibóndi í Fífuhvammi. Félagið var skírt og hlaut það nafnið ijJHlif." Næstu vikur eftir stofnfund inn var kappsamlega að því unnið að efla félagið og fjölga imeðlimum þess. Varð vel ágengt í því efni. Alþýðublað- ið 17. marz 1907 skýrir frá Stofnun félagsins, 0g getur þess að það hafi þegar haldið þrjá fundi. Séu félagar orðnir 230 að tölu, þar af 70—80 kven- menn. Annað blað, Þjóðvilji Skúla Thoroddsens, sem út var gefinn á Bessastöðum, getur einnig um félagsstofnunina og skýrir frá kaupkröfum þeim, sem félagið hafi lagt fram, eins og síðar verður að vik- ið. Önnur blöð nefna ekki at- burð þennan. Það verður ekki annað sagt en „ð Hlíf hafi fengið góðar viðtökur hjá alþýðu Hafnar- fjarðar þegar í upphafi. Nokk- uð á þriðja hundrað meðlimir eftir fárra vikna starf er eng- an veginn lítill árangur, miðað við aðstæður allar. Sýnir þetta glögglega, að forystumennim- ir hafa ekki legið á liði sínu, þótt við ramman reip væri að draga þar sem var beinn fjand- skapur atvinnurekenda annars vegar, en tregða margra verka- manna og hræðsla þeirra við útgerðar- og kaupmannavaldið á hinn bóginn. Eins og fyrr var sagt, hafði sjómannafélag starfað í Hafn- arfirði um alfmargra ára skeið, er Hlíf var stofnuð. Mun það félag að einhverju leyti hafa orðið Hlíf til fyrfrmyndar um skipulag. Þó mun meira hafa verið sótí til verkamannafé- lagsins Dagsbrúnar, og lög þess félags lögð til grundvallar, er lög Hlífar voru samin. En hið sama er að segja um Hlíf og flest hin eldri verkamannafé- lög, að meginfyrirmyndin um starfsháttu og skipulag var Framhald á bls. 13. Fiskvinna í Hafnarfirði skömmu éftir að Hlíf var stofnuð.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.