Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 17

Alþýðublaðið - 27.03.1984, Blaðsíða 17
Þriðjudagur 27. mars 1984 17 Flogið er beint frá Keflavík til Alicante. Er fiugtíminn 4 klst. og 15 mín. Bornar eru fram veitingar á leiðinni, og reynt að gera farþegum ferðina sem ánægjulegasta. A flugvellinum í Alicante fer fram vegabréfaskoðun og er því hyggilegt að hafa vegabréfin við hendina. Þegar farþegar hafa heinrt töskur sínar og aðra pinkia — fara þeir gegnum tollskoðun. Við toll- hliðið bíða þeirra fararstjórar frá Ferðamiðstöðinni, bjóða þá vel- komna og vísa þeim í langferðabíla sem aka með þá í sæluna i Beni- dorm. Klukkutima akstur (42 km) er frá flugvellinum í Alicante til Beni- dornt. Atliugið að tíniamisniunur á íslandi og á Spáni cr 2 klst. eftir að sumartími tekur þar gildi. Staðurinn Benidorm er á Costa Blanca, hvítu ströndinni, á suð-austur Spáni. Liggur bærinn í 42 knr fjar- lægð frá Alicante og i 141 km fjar- Iægð frá Valencia. A þrjár hliðar er hann umkringdur fjallahring sem tengist saman með fallegri sand- strönd Miðjarðarhafsins. Beni- dorm er því einn veðursælasti stað- ur Spánar og meðalárshiti er 22 stig C. í bænum búa að staðaldri 15.000 manns en þar dvelja um 300.000 manns þegar best lætur. Gamli bæjarhlutinn stendur á tanga sem skilur sundur hinar rómuðu strend- ur Playa de Poniente og Playa de Levante. í Benidorm geta allir, jáfnt ungir sem aldnir, fundið eitthvað við sitt hæfi. Enginn þarf að láta sér leiðast í sumarleyfinu. Algengara er að leyfið dugi ekki til að kynnast öllum þeim lystisemdum er staðurinn hef- ur uppá að bjóða. Flestir koma til að láta sólina verma og hita á sér kroppinn. Hvað er þá notalegra en liggja í hvíta sandinum við himin- blátt Miðjarðarhafið baðaður geislum sólarinnar og hlýða á þýtt hljómfall öldunnar. Og ef sólar- geislarnir gerast of ágengir er ekk- ert betra en kasta sér í faðm hafsins og taka nokkur röskleg sundtök. Þeir sem ekki hafa eirð i sér til að liggja og láta sig dreyma geta farið á sjóskíði, leigt sér hjólabát eða far- ið í gönguferð i flæðarmálinu. Dægradvöl fyrir fullorðna Nauðsynlegt er að taka sér hvíld frá blessaðri sólinni þó heillandi sé. Þann tíma má nota til að leika mini- golf, tennis, bowling, borðtennis, bruna um á hjóiaskautum, skella sér í golf til Altea, eða ganga um sér til skemmtunar. Ofurhugarnir fara í minikappakstur en þeir sem ró- legri eru leigja sér reiðhjól eða lítil mótorhjól og þeysa um bæinn elleg- ar fara upp í hæðirnar og njóta kyrrðarinnar og fegurðarinnar sem þar ríkir. Fyrir börnin Börnin njóta ekki síður sumar- leyfisins í Benidorm en hinir full- orðnu. Svamlað er í sundlauginni eða sjónum allan daginn ellegar reistir kastalar og aðrar fagrar bygg-. ingar úr sandinum á ströndinni. Leiktækjasalirnir, fjarstýrðu bát- arnir og bílarnir og vatnsrenni- brautir heilla jafnan yngstu kyn- slóðina. Tívolíið er þó draumaland- ið sem seiðir hana til sín með ölluni sínum leyndardómum. Framh. á síðu 24 Hafskiphf. styðurauldð 'átaktil útflutnkigs islensKfar iðnaðarvðru Vegna aukins átaks í sölu á íslenskum iðnaðarvörum erlendis og í tilefni 25 ára afmælis Hafskips bjóðum við útflytjendum eftirfarandi aðstoð: Aukin umsvif Hafskips erlendis skapa okkar mönnum þekkingu á erlendum stað- háttum, einkum á sviði flutninga, viðskipta og markaðsmála. Þessi þekking stendurtil boða, m.a. með ráðgjöf og milligöngu. Fimm svæðisskrifstofur Hafskips erlendis; í Kaupmannahöfn, Hamborg, Rotterdam, Ipswich og New York og eigið flutningafyrirtæki, COSMOS Shipping Co. með skrif- stofur sínar í fimm borgum Bandaríkjanna, eru tilbúnar að veita enn frekari þjónustu. T.d. við ýmiskonar upplýsingaöflun, leit að viðskiptasamböndum, lækkun erlends milliliðakostnaðar, tilboðaleit í flutninga milli svæða erlendis, aðstoð við hráefnisöfl- un og útboð. J. 4. Skipaður hefur verið sérstakur milligöngumaður á aðalskrifstofu Hafskips í Reykjavík, Þorsteinn Máni Árnason, til að sinna þessum verkefnum auk framangreindra aðila. Leitið til hans með frekari fyrirspurnir. Auk annarrar þjónustu sem að gagni gæti komið nefnum við síðast en ekki síst hvetjandi flutningsskilmála á iðnaðarhráefnum til landsins og fullunninni iðnaðar- vöru héðan. Aukið átak í útflutningi er íslensku þjóðinni lífsnauðsyn. Hafskip hf. gengur heilshugar til leiks. Okkar menn,- þinir menn S HAFSKIP HF. FYRSTI VÖKVALAUSI RAFGEYMIRINN Á MARKAÐNUM. MESTA BREYTING Á RAFGEYMI SÍÐAN HANN VAR FUNDINN UPP AF GASTON PLANTÉ ÁRIÐ1861 PÓLAR Hf; ® CHLORIDE RATOEYMAVERKSMIÐJA • ElNHOLTl 6 • REYKJAVÍK-SÍMI 18401 I cwrsucta a

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.