Tíminn - 09.02.1967, Síða 5
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 1967
Útgefandi: FRAMSðKNARlFLOKKURINN
Framkvæmdastjórl: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þórarinn
Þórarinsson (áb), Andrés Kristjánsson, Jón Helgason og Indriði
G. Þorsteinsson. Fnlltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson. Ang-
lýsingastj.: Steingrimur Gislason. Ritstj.sterifstofur i Eddu-
húsinu, simar 18300—18305. Skrifstofur: Bankastrætl 7. Af-
greiðslusími 12323. Auglýsingasimi 19523 Aðrar skrifstofur,
sfml 18300 Áskriftargjald kr. 105.00 á mán. Innanlands — I
lausasölu kr. 7.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h. t.
Tillaga Helga Bergs
í Tímanum í gær birtist grein eftir Helga Bergs, þar
sem hann ræðir nánara tillögu sína um ráðstöfun nokk-
urs hluta gjaldeyrissjóðs í tilefni af skrifum Gylfa Þ.
Gíslasonar um þessi mál. Helgi segir m.a.:
„Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, ritar grein
í Alþýðublaðið á laugardaginn, þar sem hann gerir að
umtalsefni tillögu, sem ég setti fram nýlega um að nota
hluta af gjaideyriseign þjóðarinnar — áður en hún geng-
ur til þurrðar í þann verzlunarhalla, sem verið hefur að
undanförnu og fyrirsjáanlegur er á næstunni — til þess
að afla innlendum framleiðslugreinum fullkominna tækja
og bætts búnaðar og styrkja þannig gjaldeyrisafkomuna
í framtíðinni.
Tillaga mín var sett fram í franjhaldi af því, að ég
hef á undanförnum árum þrívegis flutt frumvörp á Al-
þingi um það, að stofnað yrði til skipulegrar lánastarfsemi
í því skyni að auka framleiðni atvinnuveganna og hagræð-
ingu í þeim.“
Helgi víkur þessu næst að þeirri fullyrðingu Gylfa, að
gjaldeyrissjóðurinn eigi að vera eins konar trygging gegn
sveiflum í utanríkisviðskiptum, „eins konar trygging gegn
gengisbreytingu og höftum, auðvitað engin eilífðartrygg-
ing, en tímabundin trygging11. Þess vegna megi ekki
nota hluta hans til skipulegra aðgerða til eflingar fram-
leiðni atvinnuveganna. Um þetta segir Helgi svo:
„Ef menn vilja leita annarrar skýringar á skoðana-
ágreiningi milli mín og ráðherrans um þetta mál, en „fá
fræði“ annars hvors, þá er hana hér að finna. Ráðherr-
ann virðist gera ráð fyrir því, að viðskiptahallinn um
þessar mundir sé tímabundið fjTÍrbrigði. sem muni lagast
af sjálfu sér án skipulegra aðgerða til að efla framleiðslu
kerfið og að gjaldeyrisforðinn muni nægja til að brúa
þetta bil. Eg er á öðru máli. Eg tel, að samkeppnisað-
staða íslenzkrar framleiðslu á innlendum og erlendum
markaði sé nú orðin slík vegna óðaverðbólgu og aðeerða-
leysis ríkisvaldsins, að öflugar og kerfisbundnar ráðstaf-
anir þurfi að gera til þess að bæta hana, meðal annars
með nýjum tæknibúnaði. aukinni sjálfvirkni og fleiru.
Að öðrum kosti muni viðskiptahallinn halda áfram og
aukast og gjaldeyrisforðinn hverfa í eyðsluna. Og' hvað
mundi ráðherrann þá vilja gera. þegar farin væri þessi
tímabundna „trygging gegn eengisbrevtingu og höftum?“
Það liggur raunar í orðum hans sjálfs Gengisbreyting,
höft. Mér virðist skynsamlegra að breyta nokkru af hinni
tímabundnu tryggingu í varanlegri tryggingu, en eina
varanlega tryggingin gegn gengisbreytingu og höftum er
samkeppnisfært og arðbært framleiðslukerfi“.
Um þetta deiluatriði þeirra Helga og Gylfa er reynsl-
an vafalaust bezti dómarinn, eins og um flest annað. í
árslok 194.4 áttu íslendingar hlutfallslega miklu meiri
gjaldeyriseign en nú. Sú ríkisstjórn, sem þá kom til
valda, fylgdi nákvæmlega sömu stefnu í innflutnings-
málum og núv. ríkisstjórn, en hirti lítt um að bæta
rekstrarskilyrði atvinnuveganna. Útkoman varð sú, að
gjaldeyriseign>» eyddist öll á tveimur árum og meira
til. Næsta ríkisstjórn varð ekki aðeins að grípa til ströng-
ustu gjaldeyrishafta, keldur einnig víðtækrar skömmt-
unar.
Það er þessi öfugþróun, sem blasir við framundan, að
óbreyttri stefnu. Hvort er nú skynsamlegra, að bíða að-
gerðalaus eftir henni eins og ríkisstjórnin virðist vilja
eða hefjast strax handa ym að afstýra henni með aukinni
framleiðþi atvinnuveganna, eins og Helgi Bergs leggur
til?
TÍMINN
ERLENT YFIRLIT
Kosygin fær aðrar viðtökur í
Bretlandi en Krustjoff fékk
Afstaðan til Sovétríkjanna er að stórbreytast í Vestur-Evrópu
Kosygin
TÓLF ÁR eru senn liðin síð-
an þeir Bulganin og Krustjoff
komu í opinbera heimsókn til
Bretlands. Bulganin var þá for-
sætisráðherra, en Krustjoff að-
alritari Kommúnistaflokksins.
Krustjoff var þá enn ekki form-
lega orðinn hinn „sterki mað-
ur“ Sovétríkjanna, þótt hann
væri það í reynd. í orði kveðnu
var hann því aðeins talinn
fylgdármaður Bulganins. En
það var samt Krustjoff sem
setti svip á ferðalagið. Því var
ætlað að stuðla að bættri sam-
búð Bretlands og Sovétríkjanna.
Árangur þess varð sáralftilL
Enn var langt bil milli forustu
manna austurs og vesturs í
Evrópu. Mikil tortryggni var
enn gagnkvæm. Vestanmenn
þóttust enn sjá, að það væri
höfuðmarkmið Sovétleiðtog-
anna að leggja undir sig allan
heiminn og beittu þeir í þeim
tilgangi hvers konar ráðum.
Moskva væri enn miðstöð, þar
sem skipulögð væri samsæri
gegn ríkisstjórnum vjða um
heim. Austanmenn þóttust hins
vegar sjá, að enn væri það tak
mark vestanmanna að grafa
undan rússnesku byltingunni og
leggja kommúnismann að velli.
Brezkir stjórnmálaleiðtogar
voru enn við sama heygarðs-
homið og þegar þeir vildu
hjálpa rússnesku hvítliðunum
til að bæla byltinguna niður
eftir fyrrp heimsstríðið.
Á ÞEIM TÓLF ártim, sem
liðin eru síðan Bulganin og
Krustjoff gistu Bretland, hefur
margt breytzt. Ef til vill hefur
þó ein meiita byltingin orðið í
sambúð ajisturs og vesturs í
Evrópu. Þess vegna er and-
rúmsloftið nú allt annað, þegar
forsætisráðherra Sovétríikjanna
heimsækir Bretland opinber-
lega í annað sinn. Þegar Búlg-
anin og Krustjoff komu til
Bretlands 1953, hikuðu brezku
blöðin ekki við að lýsa andúð
sinni á ástandinu austantjalds-
í tilefni af heimsókn Kosygin,
sem stendur yfir um þessar
mundir, hefur tónninn í brezku
blöðunum verið allt annar. Þau
hafa keppzt við að birta hól-
greinar um Kosygin og þær
breytingar, sem hafa orðið í
Sovétríkjunum síðari árin og
þó einkum síðan Kosygin varð
forsætisráðherra. Brezku blöð-
in bera þess augljósan sv:p. að
þau taka á móti Kosygio líkt
og hann væri forsætisráðherra
ríkis, sem stefndi að batnandi
sambúð v;ð Bretland, en ekk:
ríkis sem væri að undirbúa á-
rás, sem vænta mætti þá og
þega'r. Þannig var hins vegar
blærinn þegar Búlganin og
Krustjoff heimsóttu Bre'land.
ÞAÐ, SEM veldur þessu
breytta viðhorfi eru öðru
fremur þær breytingar sem orð
ið hafa í Sovétríkjunum sjálf-
um á þessum tíma. Þessar breyt
ingar hófust í stjórnartíð Krust
joffs og því var hann orðinn
sæmilega séður í Vestur-Evr-
ópu, þegar hann hrökklaðist frá
völdum. Nokkur ótti greip þá
ýmsa, því að í fyrstu var ekki
ljóst um fyrirætlanir eftir-
manna hans. Nú er fengin
meira en tveggja ára reynsla
af stjórn þeirra. Hún er í
stuttu máli sú, að þeir hafi í
flestum efnum gengið lengra
en Krustjoff í því að auka
frjálsfæði, þótt þeir fari að
með vissri gát, og enn sé gamli
tíminn ríkjandi á ýmsum svið
um t. d. í sambandi við fretsi
rithöfunda. Einkum hefur verið
unnið að því að auka frjálsræði
á hinu efnahagslega sviði, t- d.
með vísi að samkeppni og sér
hagnaði til að örfa framleiðslu
og vörugæði. Á sviði landbún
aðarins hefur þetta þegar borið
mikinn árangur og hefur upp-
skera aldrei orðið meiri í Sov
étríkjunum en á síðastl. ári.
Sama er að segja um ýmsar iðn
greinir, sem framleiða neyzlu
vörur. Þá hafa íbúðabyggingar
aldrei verið meiri. Þannig hefur
verið meira gert að því að
sinna þörfum neytenda en
nokkru sinni fyrr, jafnframt
því, sem kaupmáttur launa hef
ur aukizt. Frjálsræði almenn-
ings til að bera fram óskir sín
ar í þessum efnum hefur lika
aukizt. Rússneskt þjóðfélag er
því orðið verulega annað og
vestrænum mönnum geðfeldara
en það var' fyrir 12 árum, þótt
grundvallarstefnu kommúnism-
ans sé enn fylgt í meginatrið-
um. Það skiptir kannske mestu
máli frá vestrænu sjónarmiði,
að þessar breytingar be-ra flest
ar merki um, að meiri áherzla
er lögð á uppbyggingu inn á
við en vinninga út á við.
ÞETTA kemur þó enn
gleggra í ljós í sambúð Sov-
étríkjanna við hin kommúnista
ríkin í Evrópu. { tíð StaUns
stjórnuðu Rússar þeim með
harðri hendi. Þetta brevttist
smám saman í tíð Krustjoffs og
hefur haldizt áfram. Valdhafar
Sovétríkjanna hafa gert sér
ljóst, að það borgar sig ekki
að halda þjóðum undirokuðum
til langframa. Það er sama lexí-
an og Bretar og Frakkar eru
búnir að læra í nýlendunum „g
Bandaríkjamen munu sennilega
læra í Vietnam. Ýmsir telja
þetta merki um, að sambúð Sov
étríkjanna og hinna Austur-
Evrópuríkjanna sé ótraustari en
áður. Það er hæpin ályktun.
En allar hafa þessar breyt-
ingar orðið til þess að dregið
hefur úr óttanum við Sovét-
ríkin í Vestur-Evrópu — ótta,
sem vissulega var ekki ástæðu
laus í tíð Stalíns og átti þá
meginþátt í stofnun Atlants-
hafsbandalagsins. Sjálfir tor-
tryggðu Rússar Atlantshafs-
bandalagið í fyrstu og töldu sér
stafa þaðan árásarhættu. Þeir
hafa hins vegar lært af reynsl
unni, að þar er um varnarsam-
tök ein að ræða, og vafalaust
óttast þeir ekki lengur árás af
hálfu Bandaríkjanna, Bretlands
eða Frakklands. Þetta hefur
dregið úr tortryggni þeirra. En 1
ótti þeirra við endurvakta W
þýzka hernaöarstefnu heldur U
áfram. Sá ótti stendur í vegi I
góðrar samvinnu í Evrópu. ?
LOKS er svo að nefna það, að R
versnandi sambúð Rússa og |
Kínverja hefur átt sinn þátt í i
að draga úr ótta við Rússa í 1
Vestur-Evrópu. Vegna Kínverja
munu Rússar hafa meiri þörf
fyrir það en ella að bæta sam
búð sína við Vestur-Evópu.
Af þessum ástæðum öllum er
Kosygin nú yfirleitt vel I t*kið í
brezkum blöðum Blöðin búast
þó ekki við neinum stórfelld-
um árangri af viðræðum hans
við brezka stjórnmálamenn. Það
þarf meira en vinsamleg orð til
þess að gerðar séu stökkbreyt |
ingar eins og t. d. þær að 1
leggja niður Varsjárbandalagið i
eða Nato. En dropinn holar ®
steininn. Með vaxandi vinsam 1
legum skiptum, getur smám sam |
an skapazt grundvöllur fyrir 1
batnandi sambúð og víðtækara |
samstarf. Ef menn íhuga breyt |
ingarnar, sem hafa orðið síðan |
Bulganin og Krustjoff heim- I
sóttu Bretland fyrir 12 árum, g
geta menn vel hugsað sér, að |!
þær verði ekki minni í sambúð i
Evrópuþjóðanna næstu 10 ár- §