Tíminn - 09.02.1967, Síða 7
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 1967
ÞINGFRETTIR
TÍMINN
ÞINGFRÉTTIR
Bið verður á staðgreiðslu’
kerfi skattinnheimtunnar
Eðvarð Sigurðsson bar fram
fyrirspurn til fjármálaráðherra í
gær um hvað liði undiribúningi að
upp verði tekið staðgreiðslukerfi
skatta hér á landi, þ.e. að skattar
verði greiddir jafnóðum og tekj-
ur falla til. Færði Eðvarð ýmis
rök fyrir því, að nauðsynlegt værí
að taka þetta fyrirkomulag upp
og óhagræði væri mikið af nú-
verandi álagningar og innheimtu-
kerfi skatta. Loífað hafði verið að
þetta fyrirkomulag yrði tekið upp
um áramótin 1966—67 eða áraniót
in, sem nú eru liðin.
Magnús Jónsson, fjármálaráð-
herra, sagði, að í yfirlýsingu rík-
isstjórnarinnar 1965 væri lýst yfir,
að unnið væri að því, að stað-
greiðslukerfi skatta yrði tekið
upp um áramótin 1966—67. Þetta
loforð var ekki unnt að efna vegna
þess að undirbúningi málsins var
ekki jafn langt komið og fjármála
ráðherra hafði Ihaldið. Unnið
hefði verið að málinu á s.l. ári
og í septemiber var skilað áliti til
ríkisstjórnarinnar. Þetta er mjög
viðamikið mál og vandasamt og
mikiu erfiðara viðfangs en menn
hefðu gert sér Ijóst og ekki unnt
að taka upp þetta kerfi án þess
að breyta skattalögunum sjálfum
mjög mikið. Ný nefnd vinnur nú
að atihugun málsins og verður
lögð áherzla á að sú nefnd hraði
störfum sínum. Engar líkur eru
til að þessi nefnd Ijúki þó störf-
um fyrr en í lok þessa mánaðar
og með öllu óvíst, hver 'niðurstað-
an verður, hvort rétt þyki að
taka þetta kerfi upp, en málið
verður að sjátfsögðu lagt fyrir
Alþingi. Ljóst er t.d. að inn-
heimtuköstnaður verður rniklu
hærra með hinu nýja kerfi en
hann er nú. Og hvernig sem mál-
in fara verður þetta kerfi alls
ekki leitt í lög á þessu ári vegna
þeirra fjölmörgu breytinga, sem
gera verður á skattalögunum.
Eðvarð Sigurðsson taldi, að of
mikill seinagangur hefði verið á
undirbúningi málsins og það hefði
raunverulega ekki verið fyrr en
allra síðustu mánuði, sem byrjað
hefði verið að vinna úr þeim
gögnum, sem fyrir hefðu legið.
Víkja frá
lénsfé tíl
um aukiB
atvinnuveganna
Þingsályktunartillaga Þórarins
Þórarinssonar og fl. um að Seðla-
bankinn fullnægi því hlutverki
sínu að tryggja atvinnuvegunum
lánsfé var til framihaldsumræðu í
Sameinuðu þingi í gær eftir af-
greiðslu í nefnd.
Sigurður Ingimundarson mælti
fyrir áliti meirihluta allsherjar-
nefndar, sem lagði til að tillög-
unni yrði vísað frá með rökstuddri
d'agskrá, þar sem hún væri órétt-
mæt og myndi ennfremur auka
vanda atvinnuveganna en ekki
leysa hann. Það væri ofmælt, að
atvinnuvegirnir þyggju nú við
meiri lánsfjárskort en oft áður.
Enar Ágústsson mælti fyrir á-
liti minnihlutans, sem lagði til að
tillagan yrði samlþykkt. Einar
sagði það kunnara en 9VO, að á-
stæða væri að lýsa því í löngu
máli, hvílikan lánsfjárskort íslenzk
ir atvinnuvegir eiga nú við að búa.
Rekstrarfjárskortur torveldar
öðru fremur fyllstu og hagkvæm-
ustu framleiðslugetu þeirra. Þess-
ari staðreynd mun tæplega nokk-
ur sá mæla í gegn, sem eitthvað
þekkir til þessara mála. Illýtur
því að vera þjóðhagsleg nauðsyn
að auka það fjármagn, sem a.m.k.
undirstöðuatvinnuvegir þjóðarinn-
ar eiga aðgang að.
Eðlilegast virðist, að slikum ósk
um sé fyrsþ og fremst beint til
Seðlabanka íslands, þar sem sér-
staklega er lögákveðið, að hlut-
verk Seðlabankans sé m.a. ,,að
vinna að því, að peningamagn í
Á ÞINGPALLI
★ Einar Olgeirsson bar fram fyrirspurn til utanríkisráðlierra í
gær um jafnrétti íslendinga og Bandaríkjanna varðandi vcgabréfs-
áritanir. Minnti hann á, er íslenzkum blaðamanni Þjóðviljans hafði
verið neitað um vegabréfsáritun til Bandaríkjanna. Ennfremur talaði
Einar um Bonnie Parker málið svonefnda og trúgirni íslendinga gagn-
vart dollaranum og taldi slíkt furðulegt, þar sem vitað væri, að 10%
af fyrirtækjum í Bandaríkjunum væri ótíndir glæpamenn og þorpar-
ar. Spurði Einar, hvaða ráðstafanir ríkisstjórnin hyggðist gera til að
tryggja jafnrétti íslendinga við Bandaríkjamenn varðandi vegabréfs-
áritanir.
★ Emil Jónsson sagði, að á árunum eftir styrjöldina hefðu banda-
rískir ferðamenn fengið einliliða undanþágu frá vegabréfsáritun til
flestra ríkja Vestur-Evrópu. Þessi undanþága var veitt liér 1962 og
gildir eingöngu um ferðamenn til 3ja mánaða dvalar. Alls hafa um
60 ríki gert slíka undanþágu um bandaríska ferðamcnn þar á meðal
Júgóslavía um s. 1. áramót án þess að Bandaríkin veittu gagnkvæmá
undanþágu fyrir ferðamenn viðkomandi ríkja. íslendingar hefðu
önnur sjónarmið í þessum efnum en Bandaríkjamenn virtust hafa og
íslendingar hefðu veitt öllum þeim Bandaríkjamönnum vegabréfs-
áritun, sem um hana sóttu, meðan vegabréfsskyldan var í gildi. Sjón-
armið þeirra 60 ríkja, sem hefðu veitt þessa undanþágu einhliða
væri það að auka ferðamannastraum bandarískra þegna til viðkom-
andi ríkja.
★ Einar Olgeirsson taldi þetta niðurlægjandi og engin ástæða
væri fyrir fslendinga að leyfa þetta, þótt aðrar þjóðir og stærri
beygðu sig þannig fyrir dollaranum.
★ Alfreð Gíslason hefur lagt fram svohljóðandi fyrirspurn til
iðnaðarmálaráðherra:
a. Telja sérfræðingar íslenzku heilbrigðisþjónustunnar nokkra hættu
á flúoreitrun frá álverksmiðjunni í Straumsvík?
b- Hvers konar bræðsluker verða þar notuð?
c. Verður þess krafizt, að reykeyðingartækjum verði komið fyrir í
verksmiðjunni og þau hagnýtt frá byrjun?
umferð og framboð lánsfjár sé
hæfilegf miðað við það, að verð-
lag haldist stöðugt og framleiðslu-
geta atvinnuveganna sé hagnýtt
á sem fyllstan og hagkvæmastan
'hátt.“
Sú þátill., sem hér um ræðir,
gerir ráð fyrir því, að ríkisstjórn-
in hlutíst til um, að Seðlabank-
inn kappkosti að fullnægja þessu
'hlufcverki sínu. ,
Með vísan til þessa, sem hér
hefur verið á bent, þar sem ann-
ars vegar er lánsfjárskortur at-
vinnuveganna og hins vegar lög-
bundið hlutverk Seðlabankans, telj
um við, að þáltill. sé réttmæt og
tknabær, og mælum því með sam-
þykkt hennar.
Einar Ágústsson sagði, að meiri
hlutinn ætti mjög fáa fylgjendur í
hópi afcvinnurekenda, með þeirri
skoðun, að aukið lánsfé til at-
vinnuveganna myndi auka vanda
þeirra en ekki leysa. Lánsfjár-
skortur atvinnuveganna er nú geig
vænlegur og það þarf ekki að
leita út fyrir raðir þingmanna og
ekki heldur raðir þingmanna
meirihlutans til að leita viður-
kenningar á þeirri staðreynd. Það
getur verið að einhverjir segi, að
aukið lánsfjánnagn sé ekki til,
en á hverju höfum við íslending-
ar þá ráð á, ef við getum tkki
veitt undinstöðuatvinnuvegum okk
ar nauðsynlegt fjármagn til rekst-
ursins. Á hverju ætlum við að li'fa
ef við höldum áfram að r.eita
undirstöðuatvinnugreinum okkar
um nauðsynlegt fjármagn. Þeir
menn, sem vilja víkja þessum
vanda frá sér með einhvers konar
rökstuddum dagskrám ættu að hug
leiða svarið við þessum spurning-
urn.
Það er reyndar svo, að það get-
ur orðið langt til þess að bíða,
að öllum, sem vilja fá lánsfé, verði
fullnægt, en það er ekki sama til
hvers lánsfénu er varið og það er
orðið alvarlegt ástand þegar meg-
inverkefni þeirra manna, sem
stjórna fyrirtækjum þjóðarinnar
og megnið af tíma þeirra fer í
það, að bíða á biðstofum bank-
arana eftir einhverri úrlausn til
að reyna að leysa mestu vanda-
málin frá degi til dags og at-
vinnureksturinn er í sífelldri
hættu og ekkert má út af bregða
á þessu sviði.
Fráleitt er að tala um einhverja
ásökun í garð Seðlabankans fal-
in í þessari tillögu, því að ég hef
litið svo á, að það væri ríkisstjórn
in, og þingmeirihlutinn, en ekki
starfsmenn Seðlabankans sem færu
með húsbóndavaldið á þjóðartheim
ilinu og með öllu óeðlilegt ef það
vald væri komið eitthvað annað,
þar sean hér er um meginatriði
í stjórn íslenzks þjóðfélags að
ræða.
LA GARFOSSVIRKJUNMA
EKKIDRAGA LENGUR
Haldið var áfram i gær umræð-
uiri um fyrirspurn um rafmagns-
mál Austurlands, en íyrirspurnin
var um það, hvað ríkisstjórn hyggð
ist gera tií að koma í veg fyrir
þær truflanir, sem verið hafa á
rafveitukerfi Austurlands .Ráðherr
ann hafði svarað því að bæta ætti
við dísilstöðvum.
Eysteinn Jónsson taldi að þess-
ar ráðstafanir yrðu ófullnægjandi
og horfa yrði lengra fram. Eng-
in vatnsaflsvirkjun hefði verið
gerð á Austurlandi síðan Gríms-
árvirkjun var gerð og hafði það
dregist allt of lengi. Einni dísil-
stöðinni af annarri hefði verið
flaustrað við kerfið, því raforku-
þörfin hefur margfaldast síðan
Grímsárvirkjunin var gerð. Rekstr
arhallinn á þessu dísilkerfi heíði
numið 16 milljónum króna á síð-
asta ári og sést af því, hve mik-
inn skaða er búið að gera með
þvi að draga svo lengi að ráðast
í vatnsvirkjun.
Ljóst er að Lagarfossvirkjun
myndi verða mjög hagkvæm virkj-
un og myndi bera sig vel innan
fárra ára og hallinn myndi auðsjá-
anlega verða miklu minni jafnvel
þegar í upphafi og nú er á kerf-
inu. Ekki má því draga lengur
úr hömlu að ráðast þegar í virkj-
unina því þörfin fyrir raforku fer
mjög ört vaxandi auk þess, sem
það öryggisleysi, sem nú er rikj-
andi i rafmagnsmálum Austur
lands er óþolandi og veldur ó-
hemju skaða.
Þá sagðist Eysteinn vilja jtreka
óskir Austfirðinga um að fá full-
trúa í þá nefnd sem nú hefur
verið skipuð til að rannsaka raf-
margsmál Laxárvirkjunarsvœðis-
ins og Austurlands. í þessari
nefnd ættu Norðlendingar fulltrúa
en Austfirðingar engan, þótt
nefndin ætti einmitt að taka raf-
orkumál Austurlands til meðferð
í HLJÓMLEIKASAL
ar og rannsóknar. Hér væri um
sanngjarna ósk að ræða og furðu-
legt að tregðast skuli við að verða
við henni. Skýrði Eysteinn svo-
liitið þau orðaskipti, sem fram
hafa farið milli Ausfcfirðinga og
Raforkumálastjórnarinnar, þar
sem tilmælum Austfirðinga hefur
verið hafnað. Kvaðst Eysteinn
vænta þess að ráðherrann athug-
aði málið að nýju og sæi sér fært
að verða við þessum réttmætu
óskuim Austfirðinga.
Kammertónleikar
Starfsemi Sinfóníuhljómsveit-
arinar er í vetur margþættari
en að venju. Auk fastrar og
hinnar „Iéttari“ tónlistar, hefir
hljómsveitin fært út kvíarnar,
og bætt við kammertónlist. —
Sá fyrsti þessara tónleika fór
fram í hátíðasal Iláskólans í
byrjun þessa mán. undir stjórn
Páls P. Pálssonar. Helzta ný-
iunda þessara tónleika, var
frumflutningur á nýju tónverki
eftir hornleikara hljómsveitar-
innar Herbert H. Ágústsson.
Verkið er samið í tólftónakerf-
inu svonefnda, og nefnir höf-
undur það Litbrigði. Má það til
sanns vegar færa því t- d. i mið
hlutanum eru á ferðinni mjög
rómantísk litbrigði, þótt loka-
þátturinn segi aðra sögu og
hana helsti langa. — Það eru
mörg geðfeld áhrif að spora í
þessu verki, og undir einbeittri
stjórn höfundar varð það á-
heyrilegt. — Efnisskrá þessara
tónleika var í fyllsta máta
fjölbreytt í hljóðfærasamsetn-
ingu- Auk kammerhljómsveitar
Framhald á bls. 15.
i