Tíminn - 09.02.1967, Síða 8
8
T
TlMlNN
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 1967
Hefur leikið yf ir 170 hlutverk
Valur Gíslason, leikari, hefur
litið talað um leiklist um dag-
ana. Samt hefur hann verið ein
fjörutíu ár á sviðinu og mun
vera búinn að fara með 170—
180 hlutverk um dagana. Óhætt
mun að fullyrða, að langflest
þessara hlutverka hafi verið að-
alhlutverk. Þessi þögn Vals er
þvj í alveg öfugu hlutfalli við
langan og glæsilegan feril á
leiksviði. En það er ekki fyrr
en farið er að ræða við Val,
sem manni skilst að leiklistin er
honum inngróið máttarvald, en
ekki kippa af kennisetningum,
sem hægt er að dreifa eins og
rjúkandi grjúpánum á þorra-
blótsborðið. Valur hefur marg
sinnis kætt eða hryggt áhorfend
ur, sem gleymdu því, að hann
var bara að leika. Persónurnar
hafa allar búið að hinum á-
kveðna stíl Vals — leikstíl hans
ef svo mætti segja, eilítið þurr-
legum, aldrei yfirborðsleguim og
alltaf innlifuðum.
■ Eðlilega hefur manni fUndizt
slíkur leikari forvitnilegur,
bæði vegna þess, hversu framar
lega hann stendur í leiklistinni
og einnig vegna þess, hvernig
þögnin hefur umlukið hann eins
og blár huliðshjúpur.
Okkur þótti þvf ástæða til að
vita, hvað hann hefði sjálfur að
segja eftir að hafa talað tung-
um margra á leiksviðinu í yfir
fjörutíu ár. Nú leikur hann í
tveim einþáttungum í Lindar-
bæ og æfir nýtt hlutverk. Og í
Lindarbæ þarf hann að skila
tveimur gjörólíkum persónum
sama kvöldið. Önnur rís upp
úr kistu til að taka þátt í eigin
jarðarför, svo að segja, en hin
selur sprútt og berst við minn-
— Hvað finnst þér nú minnis
stæðast af því, sem þú hefur
farið með, í innlendum leikrit-
um annars vegar og svo erlend-
um?
Valur andvarpaði og þagði
nokkra stund og sagði síðan;
— Þessi spuming er nú alltaf
lögð fyrir leikara.
— Það er nú fyrir það, að við
erum forvitin um, hvaða verk-
efni hafi staðið upp úr að áliti
leikarans.
— Já, ég veit það. Hins vegar
ér ákaflega erfitf að svara
þessu. rf
— Þú hefur fengið Silfur-
lampann tvisvar, ekki satt?
— Jú.
— Og hann hefurðu fengið fyr
ir iþað, sem gagnrýnendur telja
bezt af því, sem þú hefur gert
á þeim tíma, sem Silfurlampinn
hefur verið veittur.
— Já, það skulum við vona.
Og enn þagði Valur og var
að irílta fyrir sér hinum ýmsu
hlutverkum, sem hann hafði
leikið um dagana.
—■ Flest af þessum 170—80
hlutverkum hafa verið aðalhiut
verk?
— Ekki segi ég það. En ákaf
lega mörg, sagði Valur. Sann-
leikurinn er að þegar maður á
að svara svona, þá er um svo
mörg hlutverk að ræða. Og það
er ekki alltaf, að maður hafi
notið mest þeirra hlutverka,
sem hafa orðið áberandi fyrir
sérstakan leik. Mörg þessara
hlutverka hafa verið ansi erfið.
Eg get t.d. nefnt Föðurinn eft-
ir Strindberg. Eg tók eiginlega
dálítið út f hvert skipti, sem
ingarnar og ótrúa konu, tyggur
skro og spýtir, og það er ekta
skro, en ekki lakkris, eins og
venjan er að nota. Valur seg-
ir að það sé betra að spýta, þeg
ar skro er notað, en hann tók
stundum skro, þegar mikið var
að gera í banbanum í gamla
daga og ekki varð komizt út eft
ir vindlingum. Brennivínssal-
inn spýtir því af mikilli konst.
Þannig er um allt hitt, sem
verkar eðlilega og satt í með-
ferð Vals á þessum kalli.
Við spurðum Val fyrst að
því, hvað honum fyndist um
leiklistina í landinu.
— Ef ég á að svara þessu al-
mennt, þá mundi ég fyrst og
fremst vilja miða við Reykjavík
af því að þar er ég kunnugastur-
Og óneitanlega finnst mér, að
leiklistin standi hér með mikl-
um blóma. Eg er þeirrar skoð-
unar, að við eigum ótrúlega
mikið af góðum leikurum núna
— og það án þess að miða við
mannfjölda. Það hefur orðið
geysilega mikill vöxtur í leik-
listinni undanfarna áratugi.
Eins og víða hefur orðið raun-
in á, þegar svona mikill áhugi
sprettur upp allt í einu, þá vex
þetta svo ótrúlega, og i Ijós
- koma miklir hæfileikar, sem
annars hefðu kannski ekki lát-
ið á sér bæra.
— En er þá alltaf. nægilegt
svigrúm fyrir þá nýju krafta,
sem-hrrm-álmenni áhugi vekur?
— Þróunin verður nú sjaldan
svo ör, að hún hindri nokkuð.
En þegar tekin eru hér til sýn-
ingar svona tuttugu leikrit á
hverju ári, þá hljóta náttúru-
lega tiltölulega mörg að verða
útundan. Að mínu álití er ekki
til fólk tií að fylla húsin á allar
sýningar til langframa. Slíkt er
ofætlun, enda koma alltaf lægð
ir inn á milli í leikhúslifinu,
þetta einu sinni eða tvisvar á
vetri.
— Mundir þú sem gamall bar
dagamaður í leiklist telja, að
sjónvarpið kynni að draga frá
leikhúsunum?
— Nei, ekki ef dæma skal eft
ir því, sem maður heyrir úr öðr
um stöðum. Að vísu Hefur fylgt
sjónvarpi eins konar lægð í leik
húslífi almennt, en hún bitnar
einkum á þeim leikritum, sem
síður eru sótt. Þau verða verr
úti. En það fólk, sem á annað
borð vill sjá ákveðin leikrit, læt
ur ekki sjónvarpið aftra sér. Eg
veít svo ekki, hve langan tima
þetta verður að færast í eðlilegt
horf aftur. Erlendis virðist sem
ekki hafi svo mjög dregið úr
aðsókn að leikhúsum vegna
sjónvarps. Hins vegar mun hafa
verið um minnkandi aðsókn að
kvikmyndahúsum að ræða.
— Hvað heldurðu, að þú sért
búinn að fara með mörg hlut-
verk í þau fjörutíu ár, sem þú
hefur verið á sviði?
— Eg þori nú ekki alminlega
að fara með það. Eg var búinn
að leika um hundrað hjá Leik-
fólaginu, og utan þess, áður en
ég byrjaði hjá Þjóðleikhúsinu.
, Og það mætti segja mér að ég
hafi farfð með yfir sjö-
tiu hlutverk hjá Þjóðleikhús-
inu. Nú og svo-koma hlut-
verk í útvarpsleikritum og ým-
iss konar verkefni á skemmtun
um. Eg hef ekki bókhald yfir
þetta, svo ég veit bara satt að
segja enga nákvæma tölu yfir
hlutverkin.
Vaiur Gíslasen í hlutverki Jóns gamla.
ég lék hann. Það var alltaf mik
ill kvíði í mér fyrir hverja ein
ustu sýningu.
— Fáið þið ekki stundum
hlutverk í hendurnar, sem ykk
ur er hreinlega illa við?
— Ja, jú, það getur komið
fyrir. Sérstaklega, þegar maður
fer að vinna þau.
— Og ekki þarf endilega að
vera um skúrk að ræða?
— Nei.
—Og samt haldið þið áfram
með hlutverkið?
— Já, maður beygir sig fyr-
ir samstarfinu og reynir að
gera sitt bezta, þó maður finni
sig aldrei í þeim. Þrátt fyrir
það þurfa hlutverkin ekki að
koma illa út í augum almenn-
ings. Því að það er mín reynsla
að oft eru það hlutverk, sem
maður hefur haft mest fyrir og
er óánægður með sjálfur, sem
standa bezt. En hin aftur á
móti, sem manni finnst að ekk
ert þurfi fyrir að hafa — hlut
verkin standi alveg tilbúin og
fyrirhafnarlaust sé að leika þau
— komast kannski aldrei til
almennings. Þá leikur maður
meira fyrir sjálfan sig og nýt-
ur þeirra of mikið sjálfur. Eg
get tekið dæmi eins og Húsvörð
inn. Til að byrja með fannst
mér, að ég hefði ekkert í hann
að gera. Og ég var eiginlega dá
lítið hissa, og spurði leikstjór-
ann, hvort hann áliti j raun og
veru, að þetta væri hlutverk
fyrir mig. Jú, hann hélt það.
Nú, þá fór ég að vinna að því,
og ég fór að njóta þess, þegar
ég fór að komast að kjarna per
sónunnar.
— Þar hafa nú farið saman
viðhorf áhorfenda og viðhorf
leikara. Því það er allra manna
mál, að það verk hafi tekizt á-
kaflega vel. Þar hefur þetta
þvj farið saman, að leikari hafi
gaman af . . .
Gaman af? Það er nú
kannski ekki beint hægt að
segja að ég hefði gaman af því.
En maður nýtur hlutverka mis
jafnlega — fær mismunandi
mikla fullnægingu út úr þeim.
í raun og veru finnst mér, að
ieikarinn þurfi að fá einhverja
fullnæingu i starfinu, og að
hann finni, að einhver árangur
náist.
— Hvernig er það, Valur, þeg
ar þú ert búinn að leika í svona
mörgum hlutverkum, og svo
kemurðu að nýju hlutverki. Er
það alltaf sama vandamálið að
byrja?
— Nei, nei.
— Þegar þið eruð orðnir
svona miklir atvinnumenn. Kom
ið þið bara ekki inn og farið
úr jakkanum?
— Nei, ja, það er oft byrjað
þannig. En ég held, að lítið sé
um leik. Þetta er nú yfirleitt
þannig, ef um vandasöm hlut-
verk er að ræða, að þau verða
sjaldnast til á æfingunum sjáli
um. Þau koma fram þar svona
smám saman. En það gerist
tyrst og fremst í einrúmi, gjarn
an heima hjá Ieikaranum, eða
hvar sem hann kýs að hugsa
/