Tíminn - 09.02.1967, Qupperneq 12

Tíminn - 09.02.1967, Qupperneq 12
SÞRÓTTIR ÍÞRÓTTIR 12 TÍMINN FIMMTUDAGUR 9. febrúar 1967 Viljið þið hafa tvo dóm- ara í handknattleik ? Eftir heimsmeistarakeppnina í handknattleik í Sví- þjóð eru háværar raddir uppi um það, að rétt sé, að tveir dómarar dæmi í handknattleik, það sé ekki leng- ur á færi eins manns að dæma í þessari íþróttagrein, svo vel sé. Víst er um það, að mörg dæmi eru til um lélega dómara í handknattleik, dómara, sem misst hafa öll völd í leiknum. Nýjasta dæmið er leikur FH og Honved í Búdapest. Hefðu tveir dómarar getað komið í veg fyrir slagsmálin þar? Hvað segja íslenzkir handknattleiksmenn um þá hugmynd að hafa tvo dómara í handknattleik? íþrótta- síðan hefur snúið sér til fjögurra kunnra áhugamanna um handknattleik, Karls Benediktssonar, landsliðs- þjálfara, og dómarana Karls Jóhannssonar, Hannesar Þ. Sigurðssonar og Björns Kristjánssonar, og beðið þá að svara eftirfarandi spurningu: Viljið þið hafa tvo dómara í handknattleik? Fara svör jjeirra hér á eftir: Hannes Þ. Sigurðsson Tel þaö nauðsynlegt Karl Benediktsson svaraði spurningunni á þessa leið: „Mér lízt vel á það, að dóm ararnir verði tveir. Raunar tel ég það alveg nauðsynlegt.. í nýafstaðinni heimsmeistara- kesppni í Svíjþjóð voru hafðir tveir dómarar á ölhim for- leikjum, sem ég sá. Þetta var gert til að kynna mönnum þessa nýjung, sem talið er, að verði komin til framkvæmda fyrir heimsmeistarakeppnina 1970 í Frakklandi. Spumingin er, hvers vegna Karl Benediktsson er nauðsynlegt að hafa tvo dómara? Ég tel, að einn dóm- ari ráði taeplega við verkefni sitt. í leikjum myndast alltaf svæði, sem dómari getur ekki fylgzt með. Hann verður að hafa augu á knettinum. Sé t.d. sókn upp hægra væng, á hann erfitt með að fylgjast með lúmskum brotum vinstra meg- in. Með því að hafa tvo dóm- ara er hægt að koma í veg fyrir, að leikmenn sleppi með þessi brot. Ég skal nú í stuttu máli út- skýra hvernig tveir dómarar vinna saman á vellinum. Stað- setning þeirra er þannig, að annar er alitaf innan vítateigs- ins, en hinn fyrir utan. Þegar sókninni er snúið við, skipta þeir um hlutverk. Sá, sem var fyrir innan teig, verður nú fyr- ir utan, en hinn fyrir innan. Sá dómari, sem er fyrir utan teiginn, hagar sér að mestu leyti eins og þegar um einn dómara er að ræða. Hann „leið ir“ leikinn, og fylgist með knettinum. Dómarinn, sem er inni í teignum, fylgist hins vegar frekar með þeim svæð- um, þar sem knötturinn er ekki en von er á brotum. Bf báð- ir dómararnir flauta samtim- is, ræður úrskurður dómarans, sem er inni í teignum. Hann getur líka breytt dómi hins, ef hann telur sig hafa séð betur. Það verður ekki um nein upp- köst að ræða, eins og tíðkast í körfuknattleik. Með því er tryggt, að leikurinn verði ekki fyrir neinum ðþarfa töfum. Með slíku skipulagi er auð- veldara að dæma leikina. Bóð- ir dómararnír fá jafn mikið út, og dómarinn, sem er innan teigs hverju sinni, fær hvíld, og er álagið á dómurunum því mun minna. Þetta skipulag býð ur einnig upp á vissa hagræð- ingu, því að markdómurum er sleppt. Ég vil endurtaka, að mér lízt vel á þessa nýjung, kannski ekki sízt vegna þe9s, að áhrifa vald dómara er orðið slikt, að þeir bókstaflega ráða úrslitum jafnra leikja. Með því, að þeir yrðu tveir, yrði minni hætta á sláku. Og að lokum, hvenær fáum við að sjá leiki hér heima dæmda af tveimur dómurum. Ég sting upp á því, að leikur Fram og Honved í næstu viku verði dæmdur af tveimur dóm- urum. Kem ég þeirri hugmynd hér með á framfæri." Tel sjálf- sagt að gera tilraun Hannes Þ. Sigurðsson svaraði spurningunni á þessa leið: „Ég hef aldrei verið beint hrifinn af þeirri hugmynd, að tveir dómarar dæmdu í hand- knattleik. Tveggja dómara kerfi er þekkt í íþróttum. Þannig eru t.d. tveir dómarar í körfuknattleik og ísknattleik. í þessum greinum þykir það hafa gefizt vel að hafa tvo dóm- ara. Um tíma var rætt um það að hafa tvo dómara í knatt- spyrnu, en hljótt hefur verið um þá hugmynd undanfarið. En nú er rætt um það í fullri alvöru, hvort tímabært sé orðið að innleiða tveggja dómara kerfi í handknattleik. Að óreyndu hef ég ekki trú á því, að þetta sé til bóta. En þó má alls ekki kasta þess- ari hugmynd frá sér. Það má reyna tvo dómara, og ef í ljós kemur, að dómgæzla með slíku sniði sé betri en núverandi fyrirkomulag, þá er sjálfsagt að taka það upp. Bftir því, sem ég bezt veit um þetta tveggja dómara kerfi, þá skipta dómararnir með sér verkum og hefur annar alltaf únslitavald. Þetta fyrirkomulag gerir þær kröfur til dómar- anna, að þeir túlki lögin á sama hátt, að öðrum kosti fer í óefni. í nýafstaðinni heimsr.--eist- arakeppni gafst forustumönn- um hinna ýrnsu handknattleiks þjóða kostur á að sjá hið nýja dómarakerfi í raun, þar sem allir forleikir að HM-leikjun- um voru dæmdir af tveimur dómurum. Eftir því, sem ég hef heyrt, voru menn hrifnir af þessu, og því ekki ólíklegt, að kerfið verði tekið upp í framtíðinni. Hér á landi mætti gera til- raunir í þessa átt. Þó tel ég, að vanda beri undirbúning vel og ekki megi flana að neinu. Hefur mér dottið í hug, að tímabært væri að reyna tveggja dómara kerfi í Reykjiaivíkur- mótinu á næsta hausti.“ Ekki ástæða til að breyta um Karl Jóhannsson svaraði spurningunni á þessa leið: „Ég sé enga ástæðu til að breyta um. Ef dómari er í góðri þjálfun, ég á þá aðallega við góða úthaldslþjálfun, á ekki að vera svo strembið að dæma, jafnvel þótt nokkur harka sé í leiknum. Eða eigum yið að orða það þannig, aS ^veir dómarar þurfi ekki endi léga að hafa betri stjóm á leik en einn dómari? Þegar ég tala um, að einn dómari eigi að komast yfir að dæma og ég telji ekki nauð synlegt, að þeir verði tveir, má Karl Jóhannsson vel vera, að það spili inn í að ég er sjálfur leikmaður enn þá, og mundi hreinlega ekki kunna við‘ það, að dómararnir væru tveir. Ekki má þó skilja orð mín þannig, að ég vilji ekki tvo dómara vegna þess, að þá eigi ég auðveldara með að brjóta af mér. Maður hefur einfaldlega vanizt þvi, að dóm- arinn sé einn og á erfitt með að sætta sig við annað. Svar mitt við spurningunni verður það sama og áður, ég tel enga ástæðu til að breyta um. Þeir svara TÍMA- spurningu Bjorn Kristjansson Hræddur viö ósamræmið Bjiim Kristjánsson svaraði spurningimni á þessa leið: „Ég tel það fráleita hug- mynd að hafa dómarana tvo. Ég er hræddastur við ósam- ræmið. Engir tveir dómarar dæma eins, allra sízt í hand- knattleik, en brot í þeirri grein era túlkuð á marga vegu, eins og við vitum, þótt dómarar reyni eftir beztu getu að sam- rærna túlkunina. En ef saman- burður fæst á mismunandi túlk unum tveggja dómara í sama leik, verður það þá ekki til að auka glundroðann enn meir? Mín skoðun er sú, að dómari í góðri þjálfun sé vel fær um að dæma í handknattleik og halda leiknum innan ramma laganna. Auðvitað þarf hann að fá góða aðstoð markdóm- ara. Ég hef það t.d. fyrir sið að tala við mína markdómara, áður en út í leiki er farið. Bið ég þá um að gefa mér merki um atvik, sem ég • e.t.v. sé ekki. Þetta hefur reynzt mér vel. Verði tveir dómarar látnir dæma í handknattleik, er ég hræddur um, að ég hefði ekki eins gaman að því að dæma, og liklegt er, að persónuvald dómarans minnki til muna Ekki svo að skilja, að dómari eigi að vera einhvér aðalper- sóna á vellinum, en me því að dómaravaldið dreifist á tvo aðila missir dómgæzlan festu. nema dómararnir hafi því sam- ræmdari skoðanir á hlutunum. Sum unnandi handknattleiks íþróttarinnar felli ég mig ekki við hugmyndina um tvo dóm- ara. Finnst það vanhelgun að breyta til á þennan hátt.“

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.