Tíminn - 09.02.1967, Blaðsíða 14
1 ...."■—■■■■III. IM II ■■■■
FRYSTIHÚSIN
Framhais at nis 1
með því sem næst óbreyttu hrá
efnisverði árið 1967 frá því sem
var 1966, 0| ennfremur óbreyttum
afurðaverðum á erlendum mörk-
uðum.
•ír Fyrri forsendan er rétt hvað
viðkemur bolfiski, en sú síðari hef
ur breytzt all mikið, þar eð stór
felldara o<> skyndilegra verðfall
hefur átt sér stað á erlendum mörk
uðum heldur en dæmi eru til um
áður að segja má. Um áramótin
nam þessi verðlækkun á milli
160—170 milljónum króna sé reikn
að með sama útflutningsmagni á
frystum fiskafurðum og verið
hafði næsta ár á undan. Þær verð
lækkanir, er síðan hafa komið
fram og gera má ráð fyrir að enn
eigi eftir að eiga sér s£að, ef fram
heldur sem nú horfir hafa verið
áætlaðar röskar 100 milljónir
króna.
Hér er um það mikið vanda
mál að ræða að það verður engan
veginn leyst af þeim einum, er að
þessum atvinnuvegi standa. Óhjá
kvæmilegt er að horfast í augu við
þá staðreynd, að þessum atvinnu
vegi hefur verig of þröngur stakk
ur skorinn á undanfömum vel-
gengnisárum. Til hans hafa verið
gerðar of háar kröfur um kaup
gjald, hráefnisverð og annan fram
leiðslukostnað. Afleiðingarnar hafa
orðið þær, að allar erlendar verð
hækkanir hafa aðeins verið milli
færðar í gegnum frystiiðnaðinn inn
í efnahagskerfið og nú sitja frysti
húsin eftir með stóraukinn fram-
leiðslukostnað og óviðráðanlegar
verðlækkanir á flestum afurðum
sínum á erlendum mörkuðum.
Fundurinn telur að útilokað sé
með öllu að frystihúsin geti haldig
áfram rekstri sínum við ofan-
greind rekstrarskilyrði, og að til-
boð það, sem fulltrúar ríkisstjórn
arinnar hafa gefið kost á til lausn
ar þessum vanda dugi hvergi nærri
til til þc«s að gera áframhaldandi
rekstur mögulegan.
í ályktun fundar SH um þetta
mál er bent á ýmis hin sömu atriði
og að ofan greinir. Síðan segir í
þeirri samþykkt: — ,Fundurinn tel
ur, að útilokað sé með öllu að,
frystihúsin í landinu geti haldið
uppi rekstri vig þau rekstrarskil
yrði sem felast í tilboði því, sem
fulltrúar ríkisstjórnarinnar hafa
gefið kost á.“
ÞAKKARÁVÖRP
Hjartans þakkir sendi ég ykkur öllum, nær og
fjær, sem sýndu mér vináttu og tryggS með heimsókn-
um, gjöfum og skeytum, á 70 ára afmæli mínu 23. des.
síðastl. Guð blessi ykkur öll.
Guðmundur Andrésson,
Ingveldarstöðum.
Maðurinn minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
Ágúst Jóhannes Pétursson
andaðist í Landsspítalanum aðfaranótt 8. þ. m.
Sigríður María Sigurðardóttir
börn, tengdabörn og barnabörn.
Útför föður míns, tengdaföður og afa,
Markúsar Þórðarsonar
Grímsfjósum, Stokkseyri,
fer fram frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 11. þ. m. og hefst með
húskveðju að heimili hins látna kl. 1,30.
Andrés Markússon,
Jónína Kristjánsdóttlr,
Halldór Andrésson.
Hugheilar þakkir til allra þeirra er auðsýndu hjálp og samúð við
andlát og útför
Þorsteins Jósepssonar
blaðamanns
Sérstakar þakkir viijum vlð færa prófessor Snorra Hallgrímssyni
og öðrum læknum og starfsliði Landsspitalans.
Edith Jósepsson,
Ásta Þorsteinsdóttir,
Ásta Jósepsdóttir.
Öllum þeim mörgu, sem sýndu okkur samúð og vinarhug vlð and-
lát og jarðarför okkar kæra sonar, bróður, mágs og frænda,
Sigurgeirs Geirssonar,
Hamrahlfð 31, færum við alúðarfyllsfu þakkir. Sér í lagi viljum við
þakka félögum hans í 'Flugbjörgunarsveitinni fyrir hversu hlýlega
þeir hafa heiðrað minningu hans.
Helga Slgurgeirsdóttir, Geir Pálsson,
Ólafur Geirsson, Páll Geirsson,
Eria Geirsdóttir, Björn Bjarnason,
Adda Geirsdóttir, Benedikt Sigvaldason,
Helga, Gelr og Halldóra.
Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför,
Önnu Kristófersdóttur
frá Mosum.
'Hlýhugur og vinsemd Skaftfellinga verður okkur ógleymanleg.
Jón Bjarnason, börn og tengdabörn.
TÍMINN
FIMMTUDAGUR 9. febrúar 1967
Segir, að fáist ekki viðunandi
lausn á vand^málum frystilhúsanna,
telji fundurinn óhjákvæmilegt að
til komi stöðvun húsanna.
Þá gerði fundur SH ályktun um
þær tillögur sem fram hafa komið
í viðræðum við ríkisstjórning um
endurskipulagningu á uppbyggingu
og rekstri hraðfrystiiðnaðarins.
Segir þar, að fundurinn sé sam-
þykkur því, að málefni frystiiðnað
arins verði tekin til ýtarlegrar at-
hugunar en við þá athugun verði
að leggja sérstaka áherzlu á að
frystiiðnaðinum verði tryggð nægj
anleg og hagkvæm stofnlán til
eðlilegrar uppbyggingar og breyt-
inga sém unnig sé að í fullu sam
ræmi við þarfir hans.
Aftur á móti varar fundurinn
við þeim hugsunarhætti að halda
að vandamál frystiiðnaðarins verði
leyst með einfaldri skipulagsbreyt
ingu. ítrekaði fundurinn þá skoð
un frystihúsaeigenda, að rekja
megi aðsteðjandi erfiðleika frysti
húsanna til enn veigameiri ástæðna
en hugsanlegs skipulagsleysis þess
atvinnuvegar, eða d^aga þurfi úr
framleiðslugetu þeirra, jafnvel
með því að leggja mörg þeirra nið
ur. Segir í ályktuninni að hrað
frystiiðnaðurinn þafi sannað það
á erlendum mörkuðum, að hann er
fyllilega samkeppnisfær við hlið
stæðan iðnað annarra þjóða, sé
um sambærilegar rekstraraðstæður
að ræða á sviði fjármála og fram
leiðslukostnaðar.
Á báðum fundunum voru gerðar
samþykktir um þá tillögu full-
trúa rikisstjórnarinnar, að stofn
aður verði verðjöfnunarsjóður,
sem hafi það hlutverk að jafna á
milli ára verulegum hluta þeirra
verðbreytinga á fiskafurðum sem
eiga sér stað á erlendum mörkuð
um.
Lýsa báðir fundirnir því yfir,
að ekki geti þeir tekið endanlega
afstöðu til þessarar tillögu, fyrr
en fyrir liggi nákvæmar tillögur
um uppbyggingu sjóðsins fjár-
öflun og starfsemi, en fallast þó
á að tilnefna fulltrúa í nefnd til
athugunar á máli þessu.
KOSYGIN
Framhals af bls. 1.
Pravda segir að sundur-
lyndi leiðtoga í Peking hafi verið
vatn á myllu Bandaríkjamanna,
sem hafi fært út árásarstefnu sína.
þetta sjónarmið sovézkra komm-
únista er nýtt. Eins og kunnugt
er, hafa KSnverjar sakað Sovét-
menn um að vera í slagtogi með
iBandarJkjamönnum í Vietnam-
deilunni, en Sovétmenn hafa hins
vegar ásakað Kínverja fyrir að
koma í veg fyrir nauðsynlega
hjálp til handa Norður-Vietnam,
með umsvifunum í sambandi við
menningarbyltinguna.
Fréttastofan Nýja Kína segir í
dag, að heimsókn Kosygin til
Lundúna sé liður í samsæri Banda
ríkjamanna og Rússa gegn Kína,
kommúnismanum, byltingunni og
þjóðum alls heims.
Kosygin, forsætisráðherra sat í
dag boð borgarstjóra Lundúna og
hélt þá öllum á óvænt snarpa tölu
þar sem hann deildi mjög á stefnu
Bandaríkjamanna í Vietnam-deil-
unni og lagði áherzlu á mikilvægi
þeirrar kröíu Norður-Vietnam-
stjórnar, að Bandaríkjamenn
hættu loftárásum á Norður-Viet-
nam, án nokkurra skilyrða. Þá
fyrst væri hægt að fara að tala
um friðarviðræður.
Kosygin og Wilson, forsætisráð-
herra Breta hafa átt marga ieyni-
lega fundi, þar sem Vietnam-mál-
ið og öryggismál Evrópu hafa
verið efst á blaði.
Kosygin beindi þeirra áskorun
til brezku stjórnarinnar að reyna
að kjima á viðræðum um írið í
Vietnam á grundvelli Genfarsátt-
málans frá 1954.
Um ástandið í Evrópu sagði Kos-
ygin, að í þeirri heimsálfu yrði
að ríkja friður og samvinna, því
annað myndi boða stríð.
★
Stjórn S-Vietnam og Bandarikja
menn lýstu yfir fjögurra daga
vopnahléi í Vietnam frá og með
deginum í dag, en Vietcong boð-
aði fyrir sitt leyti viku vopnahlé,
ef Bandaríkjamenn féllust á það
©f sinni háifu. Hernaðaryfirvöld
í Saigon halda því fram, að skæru-
liðar Vietcong hafi rofið vopna-
hléið 23 sinnum á fyrstu 12 klukku
stundunum. Þá er haft eftir heim-
ildum í Saigon, að Bandaríkj'a-
menn og stjórnarhermenn muni
sennilega draga úr hernaðaraðgerð
um fyrstu dagana eftir að vopna-
'hléi lýkur og myndi það koma
fram eins og óformleg framleng-
ing vopnahlésins.
Loftárásir á Norður-Vietnam
stöðvast nú í þriðja sinn á sjö
vikum. Bandarikjamenn hættu loft
árásum um tíma yfir jólahelgina,
um áramótin og svo nú í tilefni
nýárshátíðar Vietnam-búa.
Páll páfi sjötti beindi því í dag
til Johnsons, Bandaríkjaforseta,
og leiðtoga í Suður- og Norður-
Vietnam að nota vopnahléð til frið
arviðræðna. Sendi hann boðskap
sitt í bvoru lagi til Johnsons, og
Ho Ohi Minh og Nguyen var
Thieu, hershöfðingja og forseta
S-Vietnam.
GULLFOSSFERÐ
Framhald af bls. 16
ars staðar, en þó sérstaklega
á baðströndina, og var þar af-
skaplega mikið af Þjóðverjum.
Veðrið var svo gott og hlýtt að
maður dró sig bara í hlé vegna
sólarinnar. Hitinn komst upp
í 23 stig í skugga, og þótti okk
ur nóg um.
— Næst var farið til Las
Palmas, sem er afskaplega
stór baðströnd. Ég held hún
sé 7 km. löng, og var full af
fólki. Það var varla hægt að
ganga ströndina, það var svo
mikið af fólki þar. Ferðamanna
fjöldinn var minnstur á Azor-
eyjum, en fór svo vaxandi,
meira á Madeira, mikið var í
Santa Cruz og lang mest í Las
Palmas, enda voru alls staðar
stór skip, skandinavísk og
ítölsk á sams konar siglingu og
Gullfoss.
— f Casablanca var dvalizt
í tvo daga, og var það næsti
viðkomustaðurinn. Meira en
helmingur ferðalanganna fór
til Marakéch, sem er 250 km.
inn í landi. Þar var mikil eymd
og mikið volæði, að minnsta
kosti sums staðar í borginni.
í sömu borg er svo eitthvert
flottasta hótel, sem hægt er að
hugsa sér, það er ekki hægt að
segja að það sé fyrsta flokks
luxus A — væri nær að segja,
annað eins hef ég aldrei séð.
Villuhverfið í borginni var svo
stórkostlegt, að kapphlaupið í
Arnarnesinu hefur ekkert að
segja á móti því.
— Frá Casablanca var siglt
til Lissabon og skipið yfirgef-
ið. Fólkið gat eiginlega ekki
áttað sig á því, að ferðinni með
Gullfossi væri lokið. Kvöldið
áður en við komum til Lissa-
bon var skipstjóramiðdagur, og
maturinn var ennþá meiri og
betri en við höfðum áður feng
ið i ferðinni, og var þó varla
hægt að gera betur í matar-
gerð.
— 81 farþegi var með flug-
vélinni frá Lissabon til London,
nokkrir urðu eftir, og ætluðu
að fara aftur með Gullfossi til
baka og heim. Alls munu hafa
verið um 100 farþegar með
skipinu, þá að meðtöldum kon
um áhafnarinnar. Áhöfnin er
rúmlega 60 manns, svo samtals
voru með skipinu um 170
manns. Nokkuð fleiri verða í
heimferðinni, þvj 119 komu
fljúgandi til Lissabon og auk
þess tveir menn til viðbótar
í áhöfnina. Fararstjórar á
heimleiðinni verða Sigurlaugur
Þorkelsson og Friðjón Ástráðs
son.
STÚDENTAR
Framhals af bls. 1.
þeir gera yfirlit yfir kostnað við
námið.
Nú munu skólagjöld erlendra
stúdenta vera í kringum 70 pund
á ári eða þar upi bil. Þó er það
eitthvr*! breytilegt. Hyggst brezka
stjórnin spara 5 millj. punda með
þessu móti en það sýndist mörg-
um, að ráðlegra væri að lækka
kostnaðinn við lúðrasveit brezka
hersins, sem mun kosta ríkið um
6 milljónir punda á ári, að því
er fregnir herma.
Fara til Sviþjóðar til að
kyana sér akstur í hálku
KJ-Reykjavík miðvikudag.
Á laugardaginn fara þeir Hauk
ur Pétursson stjórnarmaður í FIB
og Sigurður Ágústsson fram-
kvæmdastjóri Varúaðar á vegum
til Svíl>jóðar í boði NTF, sem er
skammstöfun fyrir landssamtök
um umfcrðaröryggi, og munu þeir
kynna sér þar akstur í hálku á
sérstöku æfingasvæði sem sænski
herinn hefur í Östersund.
Sigurður Ágústsson sagði í við
tali við Tímann í dag að þeir
myndu vera í þrjá daga á þessu
æfingasvæði, en á tímabilinu frá
því í janúar og fram í marz eru
þarna 10 námskeið í hálkuakstri
við allskonar skilyrði, auk þess
sem farið er yfir bókleg verkefni.
Sigurður sagði að ferð þessi
væri farin með það fyrir augum
að sköpuð yrði aðstaða til æfinga
í akstri í hálku en ráðagerðir voru
um á æfingar í hálkuakstri færu
fram á Rauðavatni fyrir ofan
Reykjavík í vetur. Af því gat þó
ekki orðið að sinni vegna tíðarfars
ins, og eins þótti Rauðavatn ekki
nógu heppilegur staður vegna
þess að þjóðvegurinn liggur á
vatnsbakkanum en æfingasvæði
sem þessi þurfa að vera vel af-
mörkuð, svo hægt sé að gæta
fyllsta öryggis við aksturinn. Ann
ars sagði Sigurður að í athugun
væri að koma upp svæði þar sem
hægt væri að æfa akstur, bæði
hraðakstur, akstur f myrkri —
og þá í hálku líka.