Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 17. apríl 1984
7
Andstöðu
Frh. af bls. 1
snýr að löggjöfinni, en eiginleg
velferð er annað og meira.
Meta þetta lífsform
Og þá skulum við aðeins líta á
spurninguna: Er okkar velferðar-
kerfi á undanhaldi? Ég held ekki,
nema auðvitað að því leytinu, þar
sem greiðslur t.d. tryggingabóta
tengjast vísitölu og taka mið af
launum. Það hafa hins vegar verið
gerðar harðar atlögur að því, en
þeim hefur verið hrundið, einfald-
lega vegna þess, að fólkið í þessu
landi vill ekki stíga skref til baka.
Það metur að verðleikum þetta
lífsform, þessa þjóðfélagsbygg-
ingu. Hins vegar er velferðarkerf-
ið í umtalsverðri hættu vegna
þess, að þau öfl í þjóðfélaginu,
sem m.a. kenna sig við frjáls-
hyggjuna og telja, að velferðar-
kerfin ali upp tóma aumingja, —
þau öfl eru í sókn, og sökin er
okkar. — Þetta er því alvarlegra,
þegar þess er gætt, að okkar al-
mannatryggingakerfi, okkar hús-
næðislöggjöf hefur ekki náð þeim
staðli, ef ég má nota það orð, sem
þegar hefur náðst á hinum Norð-
urlöndunum. — En það er svo
aftur spurning, sem við verðum
að velta fyrir okkur, hvort það sé
skynsamlegt að reyna að ná þeim
staðli í öllum tilvikum.
Of svart, of hvítt
En hvernig getum við varið og
verndað það sem áunnist hefur?
Við höfum á undanförnum árum
barist af heift fyrir félagsmála-
stefnu, sem kostar mikla fjár -
muni, og erekki á færi nemaefn-
aðra þjóða að standa við. Ég er
þeirrar skoðunar, að á sama tima
höfum við ekki aðgætt nægilega
vel hvernig unnt er að afla fjárm-
una til að halda við, styrkja og
jafnvel efla þetta kerfi. Heimur
okkar hefur verið of svartur eða
hvítur, og það kristallast í lítt
hugsaðri andstöðu við atvinnu-
rekstur í nær öllum myndum.
Þetta hefur gengið svo langt, að
nú virðist Sjálfstæðisflokkurinn
mörgu ungu fólki nær eina póli-
tíska hreyfiaflið í þjóðfélaginu.
Hann kallar á framfarir og at-
vinnuuppbyggingu, á meðan aðr-
ir hafa það eitt að segja hve bölv-
aður kapítalisminn sé, og flokka
undir hann nær allt, sem tengist
atvinnuuppbyggingu. Þetta gera
þeir, sem stundum eru kallaðir
stofu-kommúnistar, og þeir, sem
ég hef kallað súkkulaði-sósíalista,
— fólk, sem telur pólitík fátt ann-
að en heimspekilegar vangaveltur
um hvernig hrinda skuli áformum
og hugmyndum í framkvæmd, án
þess að hreyfa til þess legg eða lið.
Þessir hópar hafa Iagt aftur-
haldinu vopn í hendur til þess að
berja á velferðarþjóðfélaginu.
Þeir hafa sannanlega gert kröfur á
hendur þjóðfélaginu, en fátt gert
til að benda á leiðir til að uppfylla
þær. —
Höfum staðnað!
Við getum velt þeirri spurningu
fyrir okkur hvað hinir svokölluðu
vinstri flokkar bjóða ungu fólki
annars vegar og hvað Sjálfstæð-
isflokkurinn býður hins vegar.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur boð-
ið hreyfingu, framtak og eflingu
atvinnulífs. Við erum ekki öll sátt
við forsendur þessa boðskapar.
Vinstri flokkarnir, eins og við
kjósum að nefna okkur, höfum
staðnað í tiltölulega neikvæðum
m'álflutningi.
Innan míns flokks hefi ég sagt
þetta: Allir hafa viðurkennt bar-
áttumál jafnaðarmanna fyrir
hinu eiginlega velferðarþjóðfé-
lagi, og allir íslensku stjórnmála-
flokkanna hafa gert mál þeirra að
sínum. Ég held svipað gildi um
Alþýðubandalagið og Alþýðu-
flokkinn, að báðir svífa í ákveðnu
pólitísku tómarúmi hvað þetta
varðar. Jafnaðarmenn skera sig
vart lengur frá öðrum flokkum
með félagsmálastefnu sína. Þetta
gildir víða í Vestur-Evrópu.
Þess vegna mun Alþýðuflokk-
urinn nú taka upp harðari baráttu
fyrir nýrri atvinnumálastefnu til
aldamóta, og þannig hafna þeirri
skoðun, að Sjálfstæðisflokkurinn
einn standi fyrir nýrri atvinnu-
uppbyggingu og atvinnurekstri.
Með þessu ávinnst tvennt, senr
lýðræðis sósíalistar verða fyrr eða
síðar að gera sér grein fyrir: í
fyrsta lagi, að þeir verða að taka
miklu meiri þátt í atvinnuupp-
byggingu og atvinnurekstri en ver-
ið hefur. Þar verða þeir að beita
þeim ráðum, sem þeir eiga best,
m.a. að leita stuðnings verkalýðs-
hreyfingarinnar og þeirra félags-
málaafla, sem fyrir hendi eru. í
öðru lagi, að um leið og þeir gera
kröfur um útgjöld til velferðar-
samfélagsins, benda þeir á leiðir
til að afla tekna. —
Varðandi fyrri liðinn vil ég m.a.
benda á það, að Alþýðuflokkur
og Alþýðubandalag hafa á síð-
ustu árum gert sig bera að því, að
gagnrýna samvinnuhreyfinguna
harkalega. Ástæðan er auðvitað
sú, að Framsóknarflokkurinn
hefur seilst þar mjög til valda og
áhrifa og að mínu mati haft ó-
heppileg áhrif á hreyfinguna. Ég
er sannfærður um, að við höfum
valið rangan kost. í stað gagnrýni
áttum við að efla eigin áhrif innan
hreyfingarinnar. Hinn neikvæði-
þáttur í pólitísku starfi okkar
kemur þarna fram.
Styðjum einkaeignarrétt-
inn
Nú kann einhverjum að finnast
ég fjarlægjast upphaflegu spurn-
inguna. Svo er ekki. Ég er með
þessari hugleiðingu að reyna að
renna stoðum undir hugmyndir
um hvernig eigi að bregðast við
þeirri ógn, sem hagsældarstefn-
unni stafar frá afturhaldsöflun-
um. — Það kann lika einhver að
spyrja um hverskonar atvinnu-
uppbyggingu og atvinnurekstur
ég sé að ræða.
Ég vil taka það fram, að jafn-
aðarmenn eru ekki andvígir
einkaeignarrétti. Þeir telja t.d. að
sá réttur að neyslugæðum eigi að
njóta fyllstu verndar. Þeir telja
einnig, að einkaréttur að fram-
leiðslutækjum geti veriö eðlilegur
á meðan hann stendur ekki í vegi
fyrir réttlátri og heilbrigðri skipan
þjóðfélagsmála. Það er stað-
reynd, að lítil og meðalstór fyrir-
tæki á ýmsum sviðum, svo sem í
landbúnaði, á sviði handiðnaðar
og smásöluverslunar, hafa yfir-
leitt reynst betur komin í höndum
einstaklinga en opinberra aðila.
Það er því fyllilega réttlætan-
legt að slíkur rekstur sé í höndum
einstaklinga. Slíkt hæfir vel í
blönduðu hagkerfi.
Um leið skal á það bent, að
þeirri stefnu vex stöðugt ásmegin,
að framtíðar-atvinnurekstur verði
undir svokallaðri samstöðu-
stjórn, þar sem stjórnun fyrir-
tækja færist meir og meir í hend-
ur fleiri einstaklinga og aðild
starfsfólks að stjórnum fyrir-
tækja þykir sjálfsögð. Þá hefur
samvinnureksturinn mikilvægu
hlutverki að gegna, en þess verður
auðvitað að gæta þar, eins og í
einkarekstri, að samvinnufyrir-
tæki öðlist ekki einkasöluaðstöðu
eða óeðlilega valdaaðstöðu.
Hreyfiafl
Ég hef alltaf litið svo til að lýð-
ræðissósíalismi væri hreyfiafl, lif-
andi afl, sem stefndi að vaxandi
hagsæld. Hann væri raunveruleg
hagsældarstefna. Hann má því
ekki koðna niður í höndum okk-
ar, vegna þess eins að við höfum
haft of klára verkaskiptingu í
þjóðfélaginu, þ.e. að hlutskipti
sósíalista sé að sækja á, á félags-
málasviðinu en íhaldsaflanna að
gleypa með húð og hári atvinnu-
rekstrarþáttinn og þar með
stjórnunina á þvi hverjár þjóðar-
tekjur verða svo og hlutur velferð-
arkerfisins.
Þjóðartekjur íslendinga ættu
með réttu að geta staðið undir
mun öflugra velferðarsantfélagi
Framhald á bls. 8
A
Utboð
Tilboö óskast í gerð slitlags og fleira á götum í
Kópavogi.
Um er aö ræöa eftirtalin verkefni:
1. Útlagning malbiks og jöfnun undir þaö, á Birki-
grund, Grenigrund, Reynigrund, Víðigrund og
Borgartún, samtals um 15.000 m2.
2. Yfirlögn malbiks á nokkrar götur samtals um
16.000 m2.
Útboðsgögn veröa afhent á skrifstofu Bæjarverk-
fræðings Fannborg 2 frá og meö þriðjudeginum
17. apríl næst komandi gegn 1000 kr. skilatrygg-
ingu.
Tilboö veróa opnuð á sama staö mánudaginn 30.
apríl 1984 kl. 11 að viðstöddum þeim bjóðendum
er þess óska.
Bæjarverkfræðingur
„Og hver ætlar að borga
mína
IBM PC einkatölvu?”