Alþýðublaðið - 17.04.1984, Blaðsíða 8
8
Þriðjudagur 17. apríl 1984
AÐALFUNDUR
Aðalfundur Fulltrúaráðs Alþýðuflokksins I Reykjavlk verður haldinn að Hotel Esju, 2.
hæð, þriðjudaginn 17. apríl n.k. kl. 20.30.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf.
Fram lagðar tillögur um breytingar á reglugerð fulltrúaráðsins.
Mikilvægt er að fulltrúar sæki fundinn vel og stundvíslega.
Stjórnin
Andstöðu
Framhald af bls. 7
en hér er. En eins og við höfum
áður á öðrum vettvangi fjallað
um, virðist svo lítill hluti þessara
tekna verða til skiptanna, þegar
upp er staðið. Ráðherrar opna
jafnvel faðminn fyrir útlending-
um, og segja þeim, að flytja rekst-
ur sinn til íslands. Hér séu laun á
svipuðu róli og hjá vanþróuðu
þjóðunum.
Röng fjárfesting
Hin ranga fjárfesting, sem nú
stefnir þjóðfélaginu í einhverjar
TILGLÖGGVUNAR
Til að sjá
eru páskaegg eiginlega ekki
mjög frábrugðin hvert öðru.
En vegna þess
hve þau eru ólík að bragðiog innihaldi
er mikilvægt
að geta greint á milli tegunda.
Hér fylgir því
ofurlítill leiðarvísir um páskaegg
frá Nóa og Síríus.
Verði ykkur að góðu!
öruggasta leiðin er auðvitað að kaupa egg, brjóta það og bíta í.
Þá finna bragðlaukarnir hvort um rétt egg er að ræða
En það má líka treysta því, að'ef miði með
5 litlum og sætum ungum prýðir pokann, er eggið frá Nóa Sírfus.
Poki úr glæru plastefni.
Ganga má úr skugga um að um réttan poka sé að ræða,
með því að blása hann upp.halda fyrir opið og slá síðan
þéttingsfast á botninn með lausu höndinni.
Á pokinn þá að gefa frá sér hátt og hvellt hljóð
til merkis um að hann sé frá Nóa Síríus.
Súkkulaðibragðið á að minna ákveðið á bragðið
af Síríus hjúpsúkkulaði og Pippi.
Kúlur, kropp, konfekt, karamellur og brjóstsykur
benda eindregið til þess að eggið sé
frá Nóa Síríus.
Pó því aðeins að bragðið sé Ijúffengt.
Gulur ungi af vandaðri þýskri gerð.
Athugið þó að aðrir framleiðendur
hafa einnig gula unga á eggjum sínum.
Hnyttinn, rammíslenskur málsháttur
skráður með svörtu letfi á litaðan borða.
þær mestu efnahagslegu ógöngur,
sem sögur fara af, hefur hirt obb-
ann af því fjármagni, sem með
réttu hefði átt að fara til fólksins,
til að byggja upp og bæta afkomu
hvers og eins. Milliliðir og skatt-
svik taka sinn toll. Hallir mjólk-
urbúa og banka, þreföld dreifing
olíu, — allt er þetta ógnun við af-
komu einstaklinganna, allt gleyp-
ir þetta arðinn af starfi launþeg-
ans og er um leið ógnun við vel-
ferðarþjóðfélagið.
Það hefur tekið áratugi að ná
því marki, sem nú blasir við á
sviði velferðarmála. Frá því marki
má ekki hvika eitt einasta fet. —
En við verðum að taka tillit til
nýrra tíma, til nýrra stjórnmála-
viðhorfa. Fyrst og fremst verðum
við að hefta sókn íhalds- og aftur-
haldsaflanna og koma þjóðinni í
skilning um, að hjá þeim liggur
ekki hreyfiafl til þeirra hluta, sem
gera þarf.
Virkja eigið framtak
Við verðum að taka þátt í þeirri
umræðu, sem nú á sér stað um vel-
ferðarríkið og framtíð þess. Eitt
er það vopn, sem gegn okkur er
beitt, og það er, að velferðin,
tryggingin frá vöggu til grafar,
geti gengið svo langt, að hún
svipti manninn athafnaþrá og
framtaki. Slíkri velferð ætíum við
ekki að stuðla að. En við viljum,
að sú mannúðarstefna ríki og að
hver maður beri í brjósti þá rétt-
íætiskennd, að arðurinn af vinn-
'unni skiptist réttlátlega, en safnist
ekki á fárra manna hendur. Þetta
mun takast best með því, að
virkja okkareigið framtak til þess
að hafa áhrif og völd í atvinnu-
rekstrinum sjálfum.
Sjálfstœðismenn
Frh. af bls. 2
standa undir þeim kostnaði..." Og
áfram segir Albert: „... það er hrein
sjálfsblekking ef menn halda að
einstaklingar fáist til þess að leggja
nýtt fé í slíkan rekstur sem sjávarút-
vegurinn er orðinn... Að leggja
skatt á styrkþegann og styrkþeginn
er undirstöðuatvinnuvegur þjóðar-
innar. Þettaeralveg furðulegt fyrir-
tæki... Ég get ekki með nokkru
móti skilið að blankur einstakling
ur geti tekið lán hjá sjálfum sér til
þess að fjármagna sínar þarfir“.
Umræður um þessi mál vöktu
mikla athygli. Sjónvarpað var frá
atkvæðagreiðslunni. Breytingartil-
laga Matthíasar Bjarnasonar nú-
verandi heilbrigðisráðherra var
samþykkt. Þótti niðurstaðan mikið
áfall fyrir þáverandi sjávarútvegs-
ráðherra Steingrím Hermannsson.
Hæstvirtir núverandi ráðherrar, Al-
bert Guðmundsson, Matthías
Bjarnason og Matthías Á. Mathie-
sen sögðu margt fleira en hér er til-
greint um þá fávisku að gera upp-
tækan gengismun af skreið.
Ekki hefur staða þeirra, sem
skreiðina eiga, batnað nema síður
sé. Staðan er aðeins breytt að því
leyti að þeir sjálfstæðismenn eru nú
orðnir húskarlar Steingrims Her-
mannssonar og verða að hlýða.
Fulltrúar skreiðarframleiðenda
komu á fund sjávarútvegsnefndar.
Fram kom að staða skreiðarverkun-
ar er margfalt verri en á sl. ári. Þeir
létu nefndarmönnum í té upplýs-
ingar sem birtar eru sem fylgiskjöl
með þessu nefndaráliti.
Minni hluti sjávarútvegsnefndar
leggur til að frumvarp þetta verði
fellt. í fyrsta lagi vegna þess að það
gengur mjög á hlut sjómanna og
hefur í för með sér stórfellda kjara-
skerðingu. Jafnframt er það ljóst
að rekstrargrundvöllur útgerðar-
innar er ekki tryggður með þessum
aðgerðum því að fiskverð og annar
aðbúnaður útgerðarinnar er ekki
sem skyldi. í öðru lagi leggjum við
til að frumvarpið verði fellt vegna
upptöku gengismunar.
Minni hluti mun þó flytja breyt-
ingartillögu varðandi upptöku
gengismunar af skreið í því skyni að
lagfæra verstu agnúa 3. gr. frv.
Einnig má ætla að þeir háttvirtir al-
bingismenn, sem ekki eru bundnir
af ráðherradómi, geri sér grein fyrir
þeim fáránleik að ætla að gera upp-
tækan gengismun hjá skreiðar-
framleiðendum sem sannanlega
búa við stórfelldan taprekstur.